Þjóðviljinn - 01.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1986, Blaðsíða 5
Kæti Morgunblaðsins Hin beiska niðurstaða ersú, að þeirsem ekkigátu lifað mannsœmandi lífi aflaununum sínum ífyrra, þeirgeta það heldur ekki í ár í mestu árgæslu sem þjóðin hefur notið um árabil er nú loks búið að rita undir kjarasamninga. Hversu hagstæðir þeir samningar eru launafólki má ef til vill best dæma af undirtektum Moggans. En daginn eftir undirskriftina lagði Morgunblaðið gervalla forsíðuna undir einn samfelldan gleðisöng í tilefni samninganna. Húrra, húrra hrópuðu ritstjórar blaðsins og réðu sér ekki fyrir kæti. Og ekkert mál hefur fengið jafn konunglega meðferð í Morg- unblaðinu frá því áætlunin um leiftursóknina var lögð fram um árið, þegar forsíðunni var sömu- leiðis fórnað. Kæti ritstjóra Morgunblaðsins var auðvitað skiljanleg. Samn- ingarnir leggja nefnilega engar byrðar á atvinnurekendur. Kaupmáttur launafólks- án tillits til láglaunabótanna - mun heldur ekki aukast svo neinu nemi á ár- inu, samkvæmt útreikningum Al- þýðusambandsins sjálfs. Þrátt fyrir þann happdrættisvinning sem felst í hinu skyndilega góðæri munum við því ekki hafa úr meiru að spila en á síðasta ári. Eftir samningana er einnig ljóst, að hlutur launafólks í þjóð- artekjum mun minnka, og allt bendir til þess að hagnaðarhlut- deild fyrirtækjanna í þjóðartekj- um muni aukast. Það er engu náð til baka af kjaraskerðingunni frá því 1983. Hún er því nánast stað- fest með þessum samningum. Þetta er auðvitað afleit niður- staða. Stórauknar þjóðartekjur Þegar metnir eru kostir og lest- ir samningsins er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar hvaða mögu- leikar til kjarabóta eru fyrir hendi í þjóðfélaginu. Þegar kröfugerð verkalýðs- hreyfingarinnar kom upphaflega fram var gert ráð fyrir 2 prósent aukningu í þjóðartekjum. Síðan hefur komið í ljós, að verulegt góðæri er framundan í þjóðarbú- skapnum. Olíuverð er á niður- leið, og verðlag á fiskafurðum okkar á mörkuðum erlendis hef- ur hækkað og er á uppleið. Að auki er verulegur hagvöxtur í gangi í, viðskiptalöndum okkar, og fyrri reynsla hefur sýnt að það stríkkar einnig vindinn í voðum þjóðarskútunnar. Það er því lík- legt að bestu manna yfírsýn, að þjóðartekjur aukist ekki um tvö prósent heldur um 4-6 prósent á þessu herrans ári. Svigrúm til hækkana Nú er öllum ljóst, að launafólk hefur sætt geigvænlegri kjara- skerðingu á síðustu þremur árum. f tíð ríkisstjórnarinnar hef- ur kaupmáttur rýrnað um hartnær þriðjung. Því mótmæla ekki einu sinni atvinnurekendur. Setjum svo að öll aukning þjóð- artekna hefði farið til þess að bæta upp kjararánið. Hversu mikið hefði þá mátt bæta kaupmáttinn? - Miðað við að þjóðartekjur aukist um fjögur prósent, sem er meira en líklegt, þá hefði kaupmátturinn getað aukist um 6,7 prósent að meðaltali. - Miðað við að þjóðartekjur ykjust um fimm prósent sem er Asmundi msson forj Aiþýdusamj^Tj^^—-~ ðhaldlt1 n,Vl.urf*i'slí Id 1 ,ÍetlPsmálum — eru i kii ij0; nlujwrjArnari -*'kki hu>f^t *‘elta þýi)i, ^-'^.r„™e"dUrSam ...nnnar fr/| ,, f K'uikii jj||„ KMlra .„I K'riln rá,| r »1 dæmi, þa,, “ * KoHnað a„ mú'X***<*Vrtmur hT" , ‘ m Monninhla,,,in, , “"'„'"n. ' 'Unilllljr 'igniri; iM, ha ba„d,N Úd^d ^V0 *,úsund iaunþfira , ** oK mrf £** '. VMn^,,,. P-n-sfrCtíl-^tann^^or^TSn^ rn,jSn""'*?«U er Irtrl ríá f,5?runi.,l'P)ni hærri „„ u? * '111 ASI SSr..',,I,’»l'» W rtð f™“' ‘ “■*.'«* vori',s^“j “nirtn IJ 'M’oflMin. Æ** "• Wur I drrrt rtgAi , ''"nilrinn 'Páhiaon''f l-kknn ú,. or'rŒrj'ir®™"''- um. ad hækki fr ^komu,ag er umfram ákvedín ran,f*r8,‘,Waitala viginleg launanefti i rk muni sam' nnfndinni „i >ní« AS[ f rLiu Um aín.mmK komír u ' “‘’,n 1,1 “'“inoSnlom nn'ndin WmÆS.**** heldur had til VSt/VMS annars Rengur I "KSlSr*"* *—» j um ,3.6* fnl 26 w taaun hækka “ ">uum af fólksbifr febrúar (íi i , 1,1 frá 26 I i,, ' som a',,, la-kk'i v„rt tíi„r V ■ ðmmíbor Á Sílm w,“um30X d KK-'verð m, I ................. * la'kkun vaxta í takkanili.i.rtS" « Wn”"Pinliorra, • Imkkunábnvllruvorti. fafniajmi" s,mÆ,fnU?rWal,ls af magn.svi'nt un) a‘1 raf- • tekkun á tolium ,f I Klui* ' f"r mt"' S<'r í híía um 30X, v ™ minni _________________ nd*"v""nn,‘' ‘ | m,llJ"nir króna á i,,._,, .. • I k / 'andbúnadarin.s. * 'S,"rn,am",eild r áætluð áfinu. 7_g5j kkun á árinu • Kaupmáttur s(|- hækkar á ödmm • ^r “rinu, W*. um I* á m„ X*» 1 * 4 la &£$****• ■MOtoÍZ' '™rtí'“',U'' "^0". jöíiliár** lii lik,,,,"“"""'Wuk'ilnnn.. jk'is* í 'n;unfí,'.f vf';il,ik;-,"i,r n,n vorti s, "'tfr k huviínivenls . - ,lu‘ki<UII e,,i.ikv,;,„,i', ,7m ;„á >ii • Siiiiini,,^,,,,,!., “"“'"n. tillninif .... *>' r.i itarleifar liirjiik,.rf _„» ',á- ",..11 .‘'JnfWiðálu á lá,, •irvenh 'tadalihúdar. ' * df kl,stn"d- h‘‘Wi I fíir með s, l"nki>«tj«marinnarV^::'" p,‘,rra I «nna á .skukrZ r'1^’’ ',f"> ,,,lk,u "kipti, að U.LÍTv 8t‘*,r að “Wwúin J| . < ri j SZ•%í“j'“á T" í **j*l»» P"n«l„. ?"*«» •»«, lirkkuí?,„AV ■'fln 0' »• n'l«mmarkn,„> ■"1| li'ulri I,'■‘•,,«’.i | ‘,nna "r sk,,n,um. lwr-»«»• í M hnfi 35?*» Pe.- K i„ í**' k-"i“ ,.J ÍJ'vAsi'“V"r",ri'-p-’" •>•* : sainniiijfu iim ..,,, n '"mlainh K -•ukiri- skul.Jvtl ••—lunailarin.s Þessi auknu kauu tif """• inkllkiál „'„,“1"“""’ 1 Iiimtá' 'J.2I; •flllluill I í'm~?Æin"-'". . I "rseiidur samiiin(failna vsí •«vSlsn3rtSi7,:fc,l“ *«t. **» f.'h,.Iur'kiár"rn ,r,,,"i,r ........ k"’n.'i ........... „Porgeir mælti: „Þar færi ég þér öxi þína“. Síðan hjó hann á hálsinn svo að af tók höfuðið." (Ur Grettis sögu). ekki ólíklegt, þá hefði kaupmátt- urinn hins vegar getað aukist um 8,3 prósent að meðaltali. Bregðum okkur hins vegar í gervi hins kurteisa og auðmjúka. Gerum einungis ráð fyrir því að skiptahlutföllin hefðu haldist óbreytt í þjóðfélaginu, þ.e.a.s. að hlutdeild launafólks, atvinnu- rekenda og hins opinbera af auknum þjóðartekjum hefði ver- ið óbreytt. - Miðað við að þjóðartekjur hefðu aukist um fjögur prósent þá hefði kaupmátturinn þurft að aukast um hartnær fjögur prósent að meðaltali á milli ára, aðeins til að launafólk héldi óbreyttri hlut- deild. - Miðað við að þjóðartekjur hefðu aukist um fimm prósent, þá hefði kaupmátturinn hins veg- ar þurft að aukast urn rösk fjögur prósent. Kjararánið staðfest En samkvæmt útreikningum Alþýðusambandsins sjálfs mun hann í besta falli einungis aukast um hálft prósent að meðaltali! Samkvæmt þessu heldur launa- fólk ekki einu sinni fyrri hlutdeild í þjóðartekjum. í miðju góðær- inu minnkar skerfur þess. Þetta er auðvitað í engu samræmi við hinar efnahagslegu forsendur í landinu. Með þessu er alls engu náð til baka af kjararáninu, lág- launastefnan sem rekin hefur verið af stjórnvöldum frá 1983 er nánast staðfest. Þessi niðurstaða er auðvitað allsendis ófullnægjandi. Og það er rétt að minna á, að Alþýðu- bandalagið samþykkti á lands- fundi sínum í haust að það bæri að stefna að því að ná aftur því sem tapáðist í kjararáninu. Nú eru allar efnahagslegar forsendur til að hluta hefði a.m.k. verið náð aftur. En þess í stað mun launa- fólk í besta falli halda kaupmætti síðasta árs, að meðaltali. Er nema von að Mogginn gráti gleðitárum á forsíðu? Þeir lægst launuðu munu að auki fá láglaunabætur, sem fyrir þá sem mest munu fá, verða sex þúsund krónur á árinu. Þetta mun leiða til þess að kaupmáttur manns með 17 þúsund krónur á mánuði mun hækka á milli ára um 3,1 prósent, og kaupmáttur þess sem hefur 30 þúsund krónur (með allri yfirvinnu og bónusá- lagi) mun hækka urn 0,8 prósent. En hversu rniklu skipta sex þúsund krónur á ári fyrir þann, sem hvort eð er getur ekki lifað á laununum sínum? Hver borgar? Allir eru sammála um, að launafólki yrðu það veruleg bú- drýgindi ef tækist að halda verð- bólgunni við 7 prósent mörkin. En það kostar hins vegar stór- kostlegar upphæðir að færa verð- bólguna niður. Og það er rétt að menn spyrji: hver borgar? Nú er ijóst, að kostnaðurinn verður allt að tveimur miljörð- um. Það er líka ljóst, að atvinnu- rekendur munu alveg sleppa. Þeir munu ekkert greiða af þessu. Upphaflega voru á kreiki hug- myndir um aukinn eignaskatt og launaskatt á vissar þjónustu- greinar, en þær urðu úti í samn- ingahríðinni. Kostnaðurinn á að greiðast af ríkinu. Það þýðir eitt af tvennu: niðurskurð eða auknar lántökur. Niðurskurður myndi auðvitað bitna á launafólki, ekki síst opin- berunt starfsmönnum. ASÍ hefur að vísu sett frant kröfu um að sparnaði og samdrætti verði hag- að þannig, að það verði ekki al- menningur sem verði fyrir barð- inu á honum. En það er vandséð hvernig það er hægt að komast hjá því, og ríkisstjórnin þarf held- ur ekki að fara eftir því fremur en hún vill. Lántökur til að brúa bilið munu auðvitað verða greiddar af skattgreiðendum þegar upp er staðið, og eru þannig ekkert ann- að en ávísun á skatta morgun- dagsins. Sú kjarabót sem felst í hjöðnun verðbólgunnar er því fyrst og fremst greidd af launafólki sjálfu, og í miðju góðærinu er meir en sárt að sjá atvinnurekendur sleppa. Það er auðvitað fráleit niðurstaða. Áhætta Samningarnir og niðurstaða þeirra, þegar líður á árið, er al- gerlega háð því, að ríkið standi við skuldbindingar sínar, sem eru rneiri og flóknari en áður. Bregð- ist ríkið í einhverju, þá er hætt við að allar verðbólguforsendur séu roknar út í veður og vind, og þó verður að segjast, að þær eru hæpnar fyrir. Það er auðvitað slæmt að þurfa að treysta ríkinu í svo mikilvægum málum. Reynslan úr síðustu kjarasamn- ingum sýnir það. Við fótstall Jóns forseta á sjálfan þjóðhátíðardag- inn sór forsætisráðherra að ríkið myndi sjá til þess að tilteknar verðbólguforsendur, sem voru grunnur þáverandi santnings- gerðar, myndu standast. Auðvit- að var það svikið, loforðin guf- uðu upp með morgundögginni daginn eftir, og eftir sátum við með skellinn í fornti enn nteiri skerðingar. Hvaða trygging er fyrir því að ríkið bregðist ekki aft- ur? Úr því sem komið er, þá er hins vegar Ijóst, að launafólk allt vcrð- ur að leggjast á eitt og setja eins mikinn þrýsting og framast er unnt á að ríkisvaldið standi við sitt. Það er höfuðforsenda þess að við stöndum ekki upp enn slypp- ari en fyrir. Auðvitað er ýmislegt sem kont jákvætt út úr samningunum. Þannig telur Sigrún Clausen í við- tali við Þjóðviljann í gær, að kauptrygging fiskverkafólks væri stærsti áfangi samninganna. Það er sennilega rétt að viðbættum miklum áfanga fyrir þá sem ætla að kaupa eða byggja húsnæði í framtíðinni. En það er ekki nóg. Þegar upp er staðið, þá er spurt um kaupmáttinn, og hverniggóð- ærið í þjóðfélaginu nýtist launa- fólki gegnum aukinn kaupmátt. Og hin napra staðreynd er sú, að góðærið mun ekki drepa á dyr hins venjulega launamanns. Hinn beiski sannleikur santn- inganna er sá, að þeir sem ekki gátu lifað mannsæmandi lífi af laununum sínum í fyrra, geta það heldur ekki í ár. Morgunblaðið hefur fulla ástæðu til að kætast. Össur Skarphéðinsson. Laugardagur 1. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.