Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.03.1986, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR Hér eigast þeir við Einar Þorsteinsson KFR og Finnbogi Karlsson KSK, í -^73 kg flokki. Finnbogi sigraði í þessari viðureign sem öðrum, en hann varð meistari í þessum þyngdarflokki. íslandsmót KFR gullsæknast í karatinu Það var hart barist á íslands- mótinu í karate sem haldið var í Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöld. Keppnin var jöfn og spennandi, og mikið um óvænt úrslit. Karatefélag Reykjavíkur vann til flestra verðlauna, cn önnur fé- lög voru þeim ekki langt að baki. Hér fylgja einstök úrslit: Kata kvenna: 1. Jónína Olsen KFR, 2. Kristín Einarsdóttir Gerplu, 3. Ingibjörg Júlíusdóttir Þórshamri. Kata unglinga: 1. Halldór Stefáns- son Þórshamri, 2. Kristjana Sigurðar- dóttir Gerplu, 3. Gísli Helgason Stjörnunni. Kata karla: 1. Árni Ein- arsson KFR, 2. Atli Erlendsson KFR, 3. Sigþór Markússon Þórs- hamri. Kumite kvenna: 1. Kristín Einarsdóttir Gerplu, 2. Jónína Oles- en KFR, 3. Elín Grímsdóttir Þórs- hamri. Kumitekarla -65 kg: l.Árni Einarsson KFR, 2. Halldór Svavars- son KFR, 3. Sölvi Rafnsson Baldri. Kumite karla —73 kg: 1. Finnbogi Karlsson KSK, 2. Árni Jónsson Þórs- hamri, 3. Atli Erlendsson KFR. Ku- mite karla -80 kg: 1. Konráð Stef- ánsson KFR, 2. Sigurjón Gunnsteins- son KFR, 3. Víktngur Sigurðsson Þórshamri. Kumite karla +80 kg: 1. Ævar Þorsteinsson Breiðabliki, 2. Ómar ívarsson KFR, 3. Magnús Blöndal Þórshamri. Kumite karla opinn flokkur: 1. Atli Erlendsson KFR, 2. Ævar Þorsteinsson Breiðab- liki, 3. Árni Einarsson KFR. Alls tóku 8 lið þátt í þessari keppni og voru þátttakendur um 40 talsins. Mest var spennan í ku- mite kvenna, en þar áttust þær við Jónína Olesen KFR og Kristín Einarsdóttir Gerplu. Viðureign þeirra var spennandi og mjög góð tæknilega séð. En Kristín sigraði að lokunt með 3 stigum gegn 2. Keppni var einnig mjög spenn- andi í opnum fiokki karla. Þar börðust til úrslita þeir Atli Er- lendsson KFR og Ævar Þor- steinsson og voru þeir mjög jafn- ir. Ævar gerði sig þó sekan um of mikla snertingu og var því Atla dæmdur sigurinn. Árni Einarsson KFR var eini keppandinn sem náði tvisvar Karate 0f mikið um slys Of mikið um slys, - er samhljóða álit þeirra sem Þjóðviljinn ræddi við á Islandsmótinu í karate Árni Einarsson, Jónína Olesen, Sigurjón Gunn- steinsson og Omar ívars- son Karatefélagi Reykjavík- ur: „Við erum ekki ánægð með þetta mót. Það var ekki nógu vel undirbúið og það vantaði fleiri reynda dómara. Það þarf líka að stöðva þessi klaufalegu slys. En það sem er verst er að menn vantar meiri tækni og keppnisreynslu. Það var eins og neistann vantaði í fólkið og áhuginn ekki nógu mikill.“ Ævar Þorsteinsson Breiðabliki: „Þetta var mjög gott mót, svolítið mikið af slysum að vísu, en að öðru leyti gott. Ég er ekki ánægður með minn ár- angur og það var slæmt að tapa í opna flokknum. Ég held við séum á uppleið, við höfum góða einstaklinga, en ekki nógu nrikla reynslu." Karl Gauti Hjaltason dómari: „Það senr okkur dómara vantar er reynsla. Við hefðum kannske getað dæmt harðar en ég er ekki viss um að það hefði komið í veg fyrir þessi slys. Annars held ég að dóm- gæslan núna hafi verið ntun betri en í fyrra og þetta hafi verið jafnara mót. Við reyndum að fá erlenda dóm- ara en það gekk ekki. Við þurfum að laga margt og fyrst og fremst minnka snertingu á íslenskum mótum, en ég held að þessi slys stafi fyrst og fremst af reynslu- leysi.“ - Logi. sinnum efsta sæti. Hann sigraði í Kata og Kumite —65 kg. Hann er í mikiili framför og hefur náð góðum árangri á erlendum mótum nú að undanförnu. Töluvert var af slysum og má þar um kenna of lítilli keppnis- reynslu. Meiðslin settu strik í reikninginn og urðu nokkrir að hætta keppni. Þó er karate alls ekki ofbeldisiþrótt eins og svo margir halda. Keppnin byggist að mestu upp á snerpu og tækni, en ekki afli. Þó er alltaf hætt við að menn misreikni sig eða fari of ná- lægt í hita leiksins. Dómarar voru þeir Ólafur Wallevik, Karl Gauti Hjaltason og Stefán Alfreðsson og verður það að segjast eins og er að dóm- gæslan var veikasti hlekkurinn. Það vantar fyrst og fremst er- lenda dómara eða innlenda dóm- ara með reynslu. Auk þess var tíminn nokkuð naumur og lauk mótinu ekki fyrr en um miðnætti. Svo virðist sem menn séu í lítilli keppnisæfingu og bitnar það nokkuð á tækninni. Það hlýtur því að vera stefna karatefélag- anna að halda fleiri mót og efla þannig íslenskt karate. -Logi Hér er yngsti keppandinn á mótinu, Sigurður Arnar. Þó hann sé aðeins 8 ára stóð hann sig mjög vel og sýndi að margur er knár... 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 25. mars 1986 Karfa - 2. deild Snæfell úr leik Eftir tvo leiki á Króknum um helgina er Ijóst að Snæfell á ekki lengur möguleika á sæti í 1. deild körfunnar næsta vetur. Tindastóll vann fyrri leikinn, 87-78, á föstudagskvöld, - Snæ- fell lék „heimaleik“ sinn daginn eftir og vann hann, 69-61. Liðin hafa bæði sex stig í úrslitakeppn- inni, en Snæfell hefur lokið sínum leikjum meðan Tindastóll á eftir tvo. Þótt Tindastóll tapaði þeim báðum yrði liðið ofar en Snæfell á stigatöflunni, vegna þessara inn- byrðis leikja sem Tindastóll vann samanlagt með einu stigi, 148- 147. Staðan í úrslitakeppni 2. deildar: Tindastóll.....4 3 1 338-308 6 Snæfell........6 3 3 422-426 6 Skallagrímur...4 2 2 279-286 4 HSK............4 1 3 268-287 2 Næstu leikir: HSK-Skallagrím- ur á miðvikudag, og Skallagrím- ur-Tindastóll föstudag eftir páska, 4. apríl. Allt stefnir í að það verði eiginlegur úrslitaleikur í keppninni. - m. Platini meiddur Michel Platini verður ekki með þegar Frakkar heyja vináttu- landsleik við Argentínu á mið- vikudag. Platini hefur undanfarið átt í vandræðum með hásin í hægra fæti, og lék nú á sunnudaginn sprautaður við sársauka. Hann á að liggja í tvo daga og hitta lækni sinn sama dag og landsleikurinn fer fram. Platini sagði í fyrradag að honum þætti leitt að geta ekki verið með gegn Argentínu, en hann þyrði ekki annað en að fara að læknisráðum með tilliti til framtíðarinnar, og sérstaklega til sumarsins í Mexíkó. Holtabú HSÍfær eggjastyrk Handknattlcikssamband Is- lands fékk nú um helgina veg- legan styrk frá Holtabúinu í Rangárvallarsýslu. HSÍ mun fá 50 aura af hverju seldu kílói og er líklegt að sú upphæð verði í kringum eina og hálfa miljón króna fram að Olympíuleikunum í Seúl 1988. HSÍ mun í staðinn auglýsa fyrir Holtabúið auk þess sem það munu leitast við að efla hand- knattleik í Rangárvallasýslu. Á sama tíma var landsliðs- mönnunum afhentur 50 þúsund króna styrkur fyrir að hafa náð 6. sætinu í Heimsmeistarakeppn- inni í Sviss. Þessi styrkur er til að bæta leikmönnum upp vinnutap, en einnig er þetta viðurkenning fyrir góða frammistöðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.