Þjóðviljinn - 11.04.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.04.1986, Blaðsíða 15
Bikarkeppnin Víkingar leika við Augnablik Þróttur við Leikni og Völsungur við KA í 1. umferð Víkingar úr Reykjavík þurfa í vor að taka þátt í 1. umferð bikar- keppni KSÍ í fyrsta skipti í 13 ár, þar sem þeir féllu í 2. deildina sl. haust. Þeir hefja þátttökuna þar í ár með heimaleik gegn hinu fræga 4. deildarliði úr Kópavoginum, Augnabliki. Þróttur, sem einnig féll í 2. deiid, leikur við annað Reykjavíkurfélag, Leikni, í 1. umferð. Dregið hefur verið um hvaða lið mætast í fyrstu umferðum bikarkeppninnar og útkoman varð þessi: 1. umferð: Þróttur R.-Leiknir R. Stjarnan-Léttir Fylkir-Hafnir Vikingur R.-Augnablik Víkverji-Skallagrímur UMFN-Árvakur Afturelding-Grindavík Grundarfjörður-HV Hveragerði-Selfoss Leiftur-Vaskur Völsungur-KA Tindastóll-Magni Höfðstrendingur-KS Leiknir F.-Einherji Höttur-Austri E. Þróttur N.-Huginn Valur Rf.-Hrafnkell 2. umferð: Reynir S.-Ármann Haukar-lK IR-Þróttur R/Leiknir R. Aft/Grind.-Víkingur Ó. Víkv/Skall-Skotfél.Rvíkur UMFN/Árv.-Self/Hveragerði Vík.R/Augn.-Stjarnan/Léttir Fylkir/Hafnir-Grundarf/HV Völsungur/KA-Leiftur/Vaskur Höfð/KS-Tindastóll/Magni Valur/Hrafnk.-Leiknir/Einh. Höttur/Austrí-Þr.N/Huginn Fyrsta umferðin verður leikin 27.-28. maíen 2. umferð 11. júní. Þriðja umferð þar sem leikið er um sæti í 16-liða úrslitum fer síð- an fram 1.-2. júlí. —VS Italía Forföll hjá Roma Brasilíumaðurinn snjalli, Cer- ezo, leikur ekki með AS Roma í síðustu þremur umferðum ítöl- sku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu. Hann var rckinn af leikvelli gegn Sampdoria fyrir gróft brot, fékk 2ja Icikja bann fyrir það og síðan tvo leiki í viðbót fyrir að rífast við dómarann. Roma er skyndilega aðeins einu stigi á eftir Juventus og framundan er einvígi liðanna um ítalska meistaratitilinn. Fjarvera Cerezo kann að reynast Róm- verjum dýrmæt og nú bendir allt til þess að hann hafi þegar leikið sinn síðasta leik fyrir félagið því hann yfirgefur það sennilega í vor. Frekara áfall fyrir Roma er að Bruno Conti og Zbigniew Boniek, þeir stórsnjöllu leik- menn, geta ekki leikið með liðinu gegn Pisa á sunnudaginn vegna meiðsla. —VS/Reuter Cerezo — ekki meira með Reykjavíkurmótið Valur vann Valur sigraði IR í Reykjavík- urmótinu í gærkvöldi með einu marki gegn engu. Sigurjón Kristjánsson, sem gekk til liðs við Val í vetur, skoraði eina mark leiksins. Staðan á Reykjavíkurmótinu er þá þessi: Vikingur..............1 2-1 2 Valur.................2 2-2 2 Ármann................1 1-1 1 IR....................1 1-2 1 Bláfjallagangan Heilsubótarganga á fallegri leið Bláfjallagangan fer fram í sjö- unda skipti á morgun, laugardag, í Bláfjöllum við Reyi.javík að sjálfsögðu. Hún er þriðja gangan af fimm í trimmgöngukeðjunni sem nefnist íslandsgangan. Gangarthefst við nýja Borgar- skálann í Bláfjöllum kl. 14 á morgun. Gengnir eru 20 km en almenningur þarf ekki að láta þá vegalengd hindra sig. Heitir drykkir eru á boðstólum með reglulegu millibili og vélsleða- menn fylgjast vel með keppend- um. Þetta er fyrst og fremst heilsubótarganga, ekki keppnis- ganga og þátttakendur ættu að geta notið hins góða útsýnis sem leiðin býður uppá og þeir geta gefið sér þann tíma sem þeim sjálfum hentar. Eftir gönguna verður kepp- endum veitt kaffi í nýja Borgar- skálanum og þar fer einnig fr£m verðlaunaafhending. Þátttak- endur geta sótt rásnúmer og önnur gögn í sportvörudeild Fálkans við Suðurlandsbraut í dag og í gamla Borgarskálann í Bláfjöllum framað göngunni á morgun. Þátttökugjald er 240 krónur. Skíðaráð Reykjavíkur sér um framkvæmd göngunnar og Viggó Benediktsson, talsmaður þess, sagði í spjalli við Þjóðvilj- ann að stefnt væri að því að gera veg hennar sem mestan í framtíð- inni, reyna að byggja hana upp þannig að hún njóti vinsælda á svipaðan hátt og frægar árlegar göngur annars staðar á Norður- löndum gera. —VS ÍÞRÓTTIR Körfubolti Matthías með Evrópukeppnin hefst hér á miðvikudag. Leikreynt íslenskt lið Torfi Magnússon hefur leiklð 108 landsleiki og er að því best er yitað reyndasti leikmaður keppninnar. Matthías Matthíasson, Vals- maðurinn hávaxni sem leikur með Rice University í Bandaríkj- unum, er kominn til landsins til að leika með landsliðinu í Evr- ópukeppninni hér á landi í næstu viku. Matthías hefur ekkert tekið þátt í undirbúningnum undanfar- ið. „Við höfum ekki efni á að sleppa góðum leikmanni sem er 2,02 m á hæð og það var full sam- Körfubolti Tap gegn Frakklandi íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir Frökkum 95-81 í lokaleik sínum í Evrópukeppni unglingalandsliða í Frakklandi í gærkvöldi. íslenska liðið byrjaði vel en með góðri rispu komust Frakkar í 49-34 fyrir hlé. Með góðri baráttu jafnaði ísland 65-65 þegar átta mínútur voru eftir, en síðan sigu Frakkar framúr og tryggðu sér sigur. Magnús Matthíasson skoraði flest stig íslands, 22. Guðmundur Bragason og Teitur Örlygsson gerðu 15 hvor, og Kristinn Ein- arsson 12. Finnar sigruðu Svía með einu stigi í gær og eru öruggir í úrslit- akeppnina, en Svíar og Frakkar leika hreinan úrslitaleik unt hitt sætið í dag. -VS staða í landsliðshópnum um að fá hann í keppnina," sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari í gær. Einar tilkynnti í gær þá 10 leik- menn sem skipa íslenska liðið í mótinu. Þeir eru eftirtaldir, landsleikjafjöldi fyrir aftan: Torfi Magnússon, Val..........108 Símon Ólafsson, Fram.......... 77 Valurlngimundarson.UMFN...... 56 ÞorvaldurGeirsson, Fram...... 33 PálmarSigurðsson, Haukum..... 29 Jón Kr. Gíslason, ÍBK......... 27 BirgirMikaelsson, KR.......... 17 GuðniGuðnason, KR............. 15 Matthías Matthíasson, Rice..... 8 Páll Kolbeinsson, KR........... 5 Til vara eru Hreinn Þorkels- son, ÍBK (23), Tómas Holton, Val (16), og RagnarTorfason, ÍR (3). Þetta er leikreyndasta lið sem ísland hefur teflt fram í Evr- ópukeppni. Leikið verður við íra á þriðjudag, Skota á miðvikudag, Portúgali á fimmtudag og Norð- menn á laugardag og efsta liðið í riðlinum vinnur sig upp. —VS Handbolti FH og Víkingur FH, íslandsmeistari 1985, og Víkingur, íslandsineistari 1986 og bikarmeistari 1985, drógust saman í undanúrslitum bikar- keppni karla í gær. Lcikið verður í Hafnarfirði á mánudagskvöldið. Sama kvöld mætast Ármann og Stjarnan í Laugardalshöll og stefnt er að því að úrslitaleikur í bikarkeppni kvenna, F'ram- Stjarnan, fari þá einnig fram. —VS 4.deild Fjörtíu lið í sumar Sex hœtta, níu í staðinn, sex þeirra ný. Sjö riðlar ei verið svo margir síðan 4. deildin var stofnuð. Þeir líta þannig út: A-riöill: Augnablik (Kópavogi), Skotfólag Reykavíkur, Snæfell (Stykkishólmi), Haukar (Hafnarfirði), Grundarfjörður, Þór (Þorlákshöfn). B-riðill: Stokkseyri, Léttir (Reykja- vík), Hveragerði, Víkingur (Ólafsvík), Víkverji (Reykjavík), Afturelding (Mosfellssveit). C-riðill: Árvakur (Reykjavík), Hafnir, Eyfellingur, Grótta (Seltjarn- arnesi), Leiknir (Reykjavík). D-riðill: Höfrungur (Þingeyri), BÍ (ísafirði), Reynir (Hnífsdal), Bolung- arvík, Stefnir (Suðureyri), Geislinn (Hólmavík), Hörður (Patreksfirði). E-riðill: Vaskur (Akureyri), Hvöt (Blönduósi), Höfðstrendingur (Hofs- ósi), Svarfdælir (Dalvík), Kormákur (Hvammstanga). F-riðill: Tjörnes (Húsavík), Austri (Raufarhöfn), HSÞ.b (Mývatnssveit), Æskan (Svalbarðseyri), Núpar (Öxarfirði). G-riðill: Höttur(Egilsstöðum), Súl- an (Stöðvarfirði), Sindri (Hornafirði), Huginn (Seyöisfirði), Hrafnkell (Breiðdal), Neisti (Djúpavogi). —VS Spánn Barcelona-Zaragoza Real slegið út, Schuster verndaður Fjörtíu lið leika í 4. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu, fjór- um fleiri en í fyrra. Fjölgunin í deildakeppninni nemur samt þremur liðum þar sem þrjú lið féllu úr 3. deild en tvö fóru upp i staðinn. Níu lið sem ekki voru með í fyrra taka þátt í ár, sex þeirra hafa aldrei áður verið með í deildakeppninni. Sex hafa hins- vegar hætt sem voru með í fyrra, en það eru Mýrdælingur, Skytt- urnar frá Siglufirði, Árroðinn úr Eyjafirði, Bjarmi úr Fnjóskadal, UNÞ.b úr N.Þingeyjarsýslu og Egill rauði frá Norðfirði. Reyndar koma tvö lið í staðinn fyrir UNÞ.b, Austri frá Raufar- höfn og Núpar sem leika heima- leiki sína í Lundi í Öxarfirði. Nýju liðin sexeru Austri, Núp- ar, Skotfélag Reykjavíkur, Höfrungur frá Þingeyri, BÍ frá ísafirði og Kormákur frá Hvammstanga. Eyfellingur, Hörður frá Patreksfirði og Stefn- ir frá Suðureyri koma aftur inní deildina eftir stutta fjarveru. Reyndar kepptu Patreksfirðingar síðast undir nafni Hrafna-Flóka. Riðlarnir í 4. deild eru nú 7 talsins í stað 6 í fyrra og hafa aldr- Barcelona og Real Zaragoza leika til úrslita um spænska bik- arinn í knattspyrnu á þessu vori. Zaragoza sló nýkrýnda meistara Real Madrid út í undanúrslitun- uni í fyrrakvöld, tapaði reyndar 3-2 en hafði unnið fyrri leikinn 2-0. Barcelona vann góðan 2-1 sigur í Bilbao, 3-1 því samanlagt. Bernd Schuster lék í fyrsta skipti með Barcelona í Bilbao í flmm ár, eða síðan Goicoechea hinn illræmdi sparkaði honum í þriggja mánaða hvíld, og þurfti lögregluaðstoð til að komast heill til búningsklefanna eftir leikinn. —VS/Reuter Föstudagur 11. apríl 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.