Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 11
NESKAUPSTAÐUR Sigrún Geirsdóttir, skipar 2. sæti G-listans, ræðir umhverfismál á Norðfirði Sigrún Geirsdóttir við vinnu sína í Nesprenti. Mynd. Sáf Umhverfismálin Undirstaða mannlífsins Sigrún Geirsdóttir skipar annað sæti lista Alþýðuband- alagsins í Neskaupstað. Hún er Reykvíkingur en flutti í Neskaupstað árið 1964. Sigrún er fóstra að mennt og starfaði á dagheimilinu fyrstu ár sín í bænum, nú starfar hún í Nes- prenti og helstu áhugamál hennar eru umhverfismál, enda ætlar hún að beita sér fyrir átaki í þeim á næsta kjör- tímabili. „Það er af nógu að taka. Það er nóg af verkefnum sem liggja fyrir og umhverfismálin verða að vera ofarlega á blaði í sérhverju byggðarlagi. Það verður að halda úti stöðugum áróðri fyrir góðri umgengni, þvi umhverfið er undirstaða undir mannlífið á staðnum." Gangstéttir og sorphreinsun Brýnustu úrlausnarverkefnin eru að mati Sigrúnar að leggja gangstéttir í bæinn auk þess sem þarf að gera stórt átak í sorp- hreinsunarmálum. „Það er mjög mikilvægt að koma bundnu slit- lagi á göturnar sem fyrst. Ég þekki það sjálf af eigin raun hversu mikill munur það er. Aður en lagt var slitlag á götuna sem ég bý við óð maður skítinn beint inn í anddyri, nú er allur annar bragur á. En enn er eftir að ganga frá köntum víða og leggja gangstéttir." Annað mál sem Sigrún telur mjög brýnt að fá úrbætur á eru sorphreinsunarmál bæjarins. „Það var mikið til bóta þegar sorphaugarnir voru fluttir úr bökkunum, en áður var ruslið jarðað þar, en eitthvað af því flaut um fjöruna. Nú er þessu brennt í þró sem er staðsett fyrir utan bæinn. Enn er þó eftir að hreinsa fjörurnar endanlega og auk þess þarf að gera úrbætur við þróna, t.d. mætti setja grind yfir hana svo ruslið fjúki ekki.Einnig þyrfti að girða af þróarstæðið. Þá er eftir að finna varanlegan stað fyrir óbrennanlegt rusl.“ Peningalyktin Það kannast allir við peninga- lyktinga svokölluðu, sem Úggur yfir útgerðarstöðum þegar bræðslan er í fullum gangi. Norðfirðingar hafa ekki farið varhluta af henni, en það er liðin tíð að fólk sam- þykki hana sem slíka, segir Sig- rún. Hún segist þekkja dæmi þess að fólk hafi þurft að yfirgefa bæ- inn meðan að bræðslan er í gangi vegna ofnæmis fyrir menguninni. „Við verðum að búa við þetta í 6 mánuði og oft á tíðum liggur fýlan yfir byggðinni einsog mara. Það er oft lygnt hér á fjörðunum og því angar allt af þessari lykt. Sem dæmi má nefna að það er ekki hægt að hengja út þvott hér í bænum þessa daga. Auk þess er þessi loftmengun heilsuspill- andi.“ Það hefur verið settur upp hreinsiútbúnaður á bræðsluna til að minnka rykið í reyknum en betur má ef duga skal. „Það verð- ur að setja upp hreinsiútbúnað sem losar okkur endanlega við mengunina. Þó að það sé dýrt þá verður að drífa í þessu.“ Rollurnar gerðar útlægar í Neskaupstað er starfandi skógræktarfélag. Skógræktin var reyndar afgirt, en mjög erfiðlega gekk að ná upp gróðri annars- staðar í bæjarlandinu þar til það var friðað fyrir sauðfé. „Síðan rollurnar voru gerðar útlægar hefur hlaupið fjörkippur í garð- ræktina og hefur það gjörbreytt útliti bæjarlandsins. Áður treysti fólk sér einfaldlega ekki til að standa í þessu því stór hætta var á að margra ára starf yrði gert að engu af rollunum. Nú hefur verið komið í veg fyrir þá hættu með því að friða landið fyrir ágangi sauðkindarinnar. “ í miðjum bænum er skrúðgarð- ur sem Kvenfélagið gaf bænum. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum að sögn Sigrúnar. „Um- gengnin hefur ekki verið nógu góð.“ Nú er að fara af stað samvinna Kvenfélagsins og bæjarins að taka til höndunum í skrúðgarðin- um. Sagðist Sigrún vonast til að bæjarbúar gætu orðið stoltir af garðinum sínum í framtíðinni. Unglingavinnan Á sumrin er starfrækt ungling- avinna í bænum. Telur Sigrún að þar megi bæta um því töluvert hafi skort á að unglingarnir fengju verkefni sem skildu eitt- hvað eftir þannig að þeir fengju þá tilfinningu fyrir vinnunni að hún væri einhvers virði. „Annars má segja að Neskaup- staður sé mjög gott unthverfi fyrir krakka að alast upp í. Þau taka mikinn þátt í bæjarlífinu allt frá upphafi og alast upp í nánu sam- bandi við atvinnulífið. Það má eiginlega segja að höfuð munur- inn á því að búa í Reykjavík og í Neskaupstað, sé að hér eru allir bæjarbúar virkir þátttakendur í bæjarlífinu," sagði þessi fyrrver- andi Reykvíkingur að lokum. —Sáf Fimmtudagur 17. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.