Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR TORGIÐ. Flugslysanefnd Oheppileg málaferli Flugslysanefnd telur það rangt af íslensku ríkisstjórninni að fara í mál við Síkorský þyrluverksmiðjurnar vegna galla í þyrlu Landhelgisgœsl- unnar. Málaferlin munu seinka eða koma í vegfyrir að gallar sem komu í Ijós á Landhelgisþyrlunni verði lagfœrðir Karl Eiríksson formaður Flug- slysanefndar lýsti því yfir á fréttamannafundi í gær að hann væri mjög óánægður með og al- gerlega mótfallinn þeim málaferl- um sem íslenska ríkisstjórnin hefði farið í gegn Sikorsky þyrlu- verksmiðjunum vegna óhappsins þegar þyrla Landhelgisgæslunn- ar fórst í Jökulfjörðum 1983 Karl benti á að þá galla sem hefðu komið fram á þyrlunni við rannsókn slyssins vildu Sikorsky verksmiðjurnarekki viðurkenna, vegnai þess að þar með opnuðu þær leiðir fyrir marga til mála- ferla.Efekki hefði verið farið í mál hefði mátt ætla að lagfæring- ar hefðu verið framkvæmdar hljóðalaust. Og það væri miklu meira virði fyrir flugöryggi en peningar í skaðabætur. Ljóst væri að á meðan á mála- ferlum íslensku ríkisstjórnarinn- ar og Sikorsky verksmiðjanna stendur munu engar endurbætur fara fram. Endurbætur væru við- urkenning verksmiðjanna á gall- anum og þær myndu bíða fram yfir lok málaferlanna með að framkvæma bráðnauðsynlegar lagfæringar. -S.dór f.v. Kristbjörn Jónsson, nýr starfsmaður NRON, ASÍ og BSRB, Gunnsteinn V. Guðmundsson framkvæmdastjóri NRON, Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur ASI og Sigurður Sigurðarson formaður NRON. (mynd Sig). Verðkannanir Nýr starfsmaður ráðinn Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis, Alþýðusamband ís- lands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa nú tekið hönd- ROKKHATIfi Háskólabíó laugardag 10- maí kl. 2 Lv‘ Kynnir: Gunnlaugur Helgason. um saman og ráðið starfsmann í hlutastarf til að gera verðkannan- ir og reyna með því að halda uppi nokkurri verðgæslu á svæðinu. Starfsmaðurinn Kristbjörn Jónsson er þegar tekinn til starfa og mun hann gera reglubundnar kannanir á vöruverði í matvöru- verslunum en auk þess mun hann af og til kanna verð á sérvöru og þjónustu. Launþegafélögin greiða launakostnað hans en neytendafélagið lætur í té starfs- aðstöðu og stjórnar daglegu starfi, en í því mun hann njóta leiðsagnar og aðstoðar Verð- lagsstofnunar. Kristbjörn hefur þegar gert eina könnun og er það könnun á gjaldskrám og biðlistum dagvist- arstofnana í Reykjavík og ná- grenni. Þar kemur m.a. fram nokkur verðmismunur milli sveitarfélaga og einnig að það er mismunandi hvaða hópa sveitarfélögin greiða niður. Þannig greiða Reykjavíkurborg og Hafnarfjörður niður gjald á dagheimilum bæði hjá einstæð- um foreldrum og námsmönnum en Seltjarnarnes, Kópavogur og Mosfellssveit aðeins hjá einstæð- um foreldrum. Ing- Hækkun í hafl riýtur greinllega enn vlnsælda. Enn um mötuneyti í Skúlatúni Haraldur Hannesson formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkur skrifar Vegna frétta, en þó aðallega vegna fyrirsagna í Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum undanfarna daga, óska ég að fá eftirfarandi birt: Þegar ég fékk vitneskju um hækk- un á matarverði í mötuneytinu í Skúlatúni, fór ég þegar á fund skrif- stofustjóra borgarverkfræðings og óskaði skýringa. Skrifstofustjórinn tók því mjög vel og skýrði mér frá því að reksturinn hefði gengið mjög illa að undanförnu og því hafi verið farið út í nýtt kerfi, sem byggðist á sölu á miðum, þar sem hver eining kostaði kr. 60,- Eftir þessa breytingu yrði hægt að fá súpu og brauðsneið með smjöri fyrir kr. 60.- alla daga. Fjóra daga vikunnar væri „al- mennur“ matur seldur á tvær einingar 2x60 eða kr. 120,- Einu sinni í viku væri „betri“ matur seldur á þrjár ein- ingar 3x60 eða kr. 180,- Að sögn skrifstofustjórans var haft samráð við fulltrúa starfsfólks á staðnum og voru þeir sammála þess- ari aðgerð til að rétta af hallann, en síðan yrði málið endurskoðað að nýju. Allur matur kostaði áður kr. 100.- á dag eða kr. 500,- á viku. Að súpunni og brauðinu slepptu má setja upp einfalt reikningsdæmi um hver raunveruleg hækkun var. Eldra fyrirkomulag þ.e. 5x100 eða kr. 500,- á viku. Nýrra fyrirkomulag þ.e. 4x120 eða kr. 480,- + 1x180 eða alls kr. 660.- á viku. Mismunur hækk- un kr. 660,- - kr. 500. - eða kr. 160 eða 32%. Ég taldi hinsvegar ekki ástæðu til að una slíkri hækkun án frekari at- hugunar og því varð samkomulag um eftirfarandi, á meðan slík athugun færi fram: 4x100 eðakr. 400.- + 1x150 eðaalls kr. 550.- á viku. Mismunur er því 550 - 500 eða kr. 50.- á viku eða 10%. Allur stuðningur við okkar verð- lagseftirlit er vel þeginn, en þarf að vera vel fram settur ef hann á að nýt- ast. Með fyrirfram þakklæti fyrir birt- inguna, Haraldur Hannesson. Sauðárkrókur Alvarlegt slys 18 ára pilturfór með fót í snigil í frystihúsinu Skildi. Annað slysið þar á tveimur árum Miðasala: Þjóðviljanum og Mál og menningu Laugavegi og Hafnarstræti. Verð 400 kr. Alvarlegt vinnuslys varð í Hraðfrystihúsinu Skildi á Sauðárkróki laust fyrir hádegi í gær er 18 ára starfsmaður þar festi annan fótinn í íssnigli og stór- slasaðist. Þetta er annað slysið á tveimur árum sem verður með sama hætti í þessu frystihúsi. Að sögn Jóns Karlssonar for- manns verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki er öryggismálum í frystihúsum víðast hvar mjög ábótavant. Jón sagði í samtali við blaðamann Þjóðviljans að verka- lýðsfélög um land allt hefðu fyrir réttu ári sent öllum frystihúsum bréf með kröfum um endurbæt- ur. „Forsvarsmenn Hraðfrysti- hússins Skjaldar hér á Sauðár- króki fengu slíkt bréf. Aðstæður hjá húsinu hafa ekki verið sem skyldi og endurteknum kröfum um úrbætur hefur ekki verið sinnt,“ sagði Jón Karlsson enn- fremur. Fulltrúi Vinnueftirlitsins í Skagafirði innsiglaði í gærdag all- an búnað sem viðkemur þessum snigli í Hraðfrystihúsinu Skildi. IVJ/Sauðárkróki 2 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN Laugardagur 3. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.