Þjóðviljinn - 01.06.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.06.1986, Blaðsíða 19
Neysluvenjur Guinness á undan- naídi í Bretlandi 1 bókinni Ástríkur í Bretlandi kemur skýrt í ljós hneykslan gaulverja á vondum siðum breskra í mat og drykk. Verstur þótti þeim Ástríki og Steinríki samt bjórinn í Bretaveldi — hann þótti innfæddum bestur nára- volgur. Það er ekki fyrr en núna, tuttugu öldum síðar, sem þessi sérviska breta lætur undan síga. Auk þess að vilja bjórinn volg- an þykir bretum einnig gott að hann sé dökkur. Maltbjór eins og sá írski Guinness hefur löngum þótt hátindur breskrar bjór- menningar. Þeir hafa ekki verið hrifnir af ljósa bjórnum sem flest- ar aðrar þjóðir (þe. þær sem yfir- höfuð leyfa bjórneyslu) svelgja í sig af mikilli nautn, ískaldan og svalandi. Hnignun heimsveldis Bretar eru íhaldssamir, það er viðurkennd staðreynd í þjóðar- sálfræðinni. Þeir hafa haldið tryggð við dökka bjórinn öldum saman og að sögn jafnast flóttinn frá honum við drottinsvik að margra dómi. Það er bara enn eitt dæmið um hnignun heimsveldis- ins. Reyndar var það heimsveldið sem innleiddi ljósa bjórinn í Bret- landi. Þegar bretar tóku að fjöl- menna til Indlands um miðja síð- ustu öld fluttu þeir maltbjórinn með sér en hann hafði þann galja að þola illa geymslu á löngum sjóferðum. Því var gripið til þess ráðs að brugga bjór á Indlandi sjálfu og þá varð ljósi bjórinn til. Eins eru það ferðalögin sem hafa áhrif á drykkjuvenjur breta um þessar mundir. Bresícir ferða- menn verða oftast nauðugir vilj- ugir að gera sér Ijósa bjórinn að góðu þegar þeir eru í öðrum löndum. Mörgum þykir hann góður og nú er svo komið að markaðshlutdeild ljósa bjórsins vex hröðum skrefum. Fyrir ára- tug var ljós bjór í fimmtu hverri ölkollu sem drukkin var í Bret- landi en nú er hann í tveimur af hverjum fimm. Enn eru bretar og írar þó einu þjóðirnar sem drekka meira af dökkum bjór en ljósum. Minni bjórneysla Talsmaður breskra bjórfram- leiðenda, Mike Ripley, bendir á að fyrir utan erlend áhrif stefni öll áfengisneyslaneysla yfir í ljósari og léttari tegundir. Hvítvín er vinsælla en rauðvín, vodka og ljóst romm vinsælla en viskí og dökkt romm. Ripley segir einnig frá því að bjórneysla breta hafi dregist sam- an á undanförnum árum. Arið 1979 svelgdu bretar í sig 42 miljón bjórámum en í fyrra var neyslan dottin niður í 37,5 miljón ámur. Hann kenndi ýmsu um þessa þró- un. Atvinnuleysi hefur þrefald- ast, úr einni miljón árið 1979 í rúmar þrjár miljónir um þessar mundir. Einnig hefur skattlagn- ing aukist mun meira á bjór en aðrar áfengistegundir eða um 142% á sjö árum. Ekki má heldur gleyma því að áróður gegn ölvun við akstur hefur aukist verulega og bretar hafa ánetjast lík- amsræktinni í sama mæli og aðrar þjóðir. —ÞH/reuter UTKALL íslenskar björgunar- og hjálparsveitir eru kallaðar út oft á hverju ári. í flestum tilfellum fær útkallið góðan endi - okkur berast góðar fréttir. En reynslan hefur sýnt, að auk þekkingar og reynslu getur réttur búnaður skipt sköpum. Stöðug endumýjun þarf að eiga sér stað til þess að góður árangur náist. Til að afla fjár fyrir starfsemi hjálparsveitanna og til tækjakaupa, efnum við til stórhappdrættis. í boði verða 135 stórvinningar og 3000 aukavinningar. Markmið okkar er að hafa til taks harðsnúnar sveitir, hvenær sem hjálparbeiðni berst. STERKAR HJÁLPARSVEUIR - STERKAR LÍKUR Á GÓÐUM FRÉITUM. 13.5 I STÓRVINNINGAR 13000 HJÁLPARPAKKAR Á700 KR. STYKKIÐ FORDESCORTCL5GÍRA I SHARP581 MYNDBANDSTÆKI PFAFF1171 SJÁIJFÞRÆÐANDIMEÐ OVERLOCK SPORI PIONEERSllO HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA VISNViSfiNCXCVONI'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.