Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Þungun Prófmál til læknamðs ASÍhöfðarprófmál á hendur Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum vegna ógreiddra launa í veikindaforföllum verkakonu. ASItelurað afstaða Vinnslustöðvarinnar sé brot ájafnréttislögum Prófmáli ASÍ gegn Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyj- um vegna veikinda þungaðrar verkakonu hjá fyrirtækinu hefur verið vísað til umsagnar lækna- ráðs. Vinnslustöðin neitaði að greiða konunni veikindadaga vegna þungunarinnar. Hún fékk eggjahvítu í þvag, blóðþrýstingur hennar hækkaði og að auki fékk hún bjúg vegna þungunarinnar, og varð samkvæmt læknisráði að taka sér algjöra hvíld frá vinnu fram að fæðingu barnsins. Vinnslustöðin neitar að viður- kenna þetta sem veikindi, en Al- þýðusambandið krefst þess að konunni verði greiddir þessir veikindadagar. Atli Gíslason lögfræðingur, sem rekur málið fyrir hönd ASÍ, sagði í samtali við blaðið í gær að einnig væri þess krafist að þessi afstaða Vinnslustöðvarinnar verði úrskurðuð brot á jafnréttislögunum, á þeirri for- sendu að þarna væri verið að mis- muna kynjunum. „Við viljum meina að fæðing- areitrun sé eins og hver önnur veikindi og að atvinnurekandan- um beri að greiða laun í veikind- aforföllum af þessum sökurn", sagði Atli í gær. Ekki hefur áður verið höfðað mál á hendur atvinnurekendum vegna þessa. —gg VIÐHORF MENNING ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Bílaeign Met skráning „Mér þykir líklegt að við séum að slá fyrri met okkar í bílaeign þessa dagana“ sagði Heiðar Vigg- ósson skrifstofustjóri hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins í samtali við blaðamanna í gær. Nýskráningar bíla frá ára- mótum og til síðustu mánaða- móta eru með því hæsta sem hef- ur verið eða 7.236. Þetta er næst- um jafn mikið og var skráð allt árið í fyrra en þá voru skráðir um 8000 nýir bílar. í heild hefur bíla- eign landsmanna aukist um 3,4% miðað við síðustu áramót eða úr 115.072 bílum í 119.063 bfla. Þetta þýðir að hverjir þúsund íbúar eiga 431 fólksbfl og hvorki meira né minna en 52 vörubfla. -vd. Abl. Dapuiieg uppákoma Ragnar Arnalds: Hver og einn verður að dœmafyrirsig Mál Guðmundar J. Guð- mundssonar alþingismanns verð- ur tekið fyrir á sameiginlegum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins í næstu viku. Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins sagði í gær að þetta mál væri í ákveðinni biðstöðu nú meðan það væri til rannsóknar og því rétt að doka við um stund. Hann kvaðst því sem minnst um málið vilja segja. Það þekkja allir málavexti, sagði Ragnar, og auðvitað er það dapurleg uppákoma að Guð- mundur skildi taka við þessu fé og ekki átta sig á hvaðan það kom. En í svona máli, þar sem ekkert lögbrot liggur fyrir, verð- ur hver og einn að leggja dóm á málin fyrir sig. Það er ekkert launungarmál að mér hefur frá upphafi fundist fráleitt að við samþingmenn Guðmundar gerð- umst sérstakur dómstóll í þessu máli. Þetta er mín skoðun, sagði Ragnar, en í næstu viku fáum við tækifæri til að skiptast á skoðun- um um það hvort ástæða er fyrir æðstu stofnanir flokksins að álykta um málið. Það er vafalaust umdeilt. G.Sv. Leiðangursmenn völdu stað nýjum skála, sem væntanlega verður rlsinn á Grímsfjalli næsta vor. Jöklarannsóknafélagið Skeiöarárhlaup í vændum? Vatnshœð í Grímsvötnum að nálgastþá hæð sem verið hefurfyrir Skeiðarárhlaup. Stæði valiðfyrir nýjan skála á Grímsfjalli Þetta var góð ferð. Við fengum feykilega gott veður, líklega það besta í þessum vorferðum okkar í langan tíma, sagði Helgi Björnsson varaformaður Jökla- rannsóknafélagsins í samtali við Þjóðviljann í gær, en árlegri vor- ferð félagsins á Vatnajökul er ný- lokið. Það var 30 manna hópur sem fór á jökulinn að þessu sinni og var unnið að ýmsum rannsóknum við Grímsvötn. Auk þess valdi hópurinn stæði fyrir nýjan skála félagsins á Grímsfjalli og er stefnt að því að flytja hann á fjallið næsta vor. „Við mældum þarna vatnshæð í Grímsvötnum, en þaðan koma Skeiðarárhlaup. Hún reyndist vera 1426 metrar yfir sjávarmáli og er því að nálgast það sem hún hefur verið þegar hlaup hafa orð- ið. En það er erfitt að segja nák- væmlega til um hvenær næsta hlaup verður. Síðasta hlaup varð í desember árið 1983. Þá mældum við hvað snjóaði mikið á þessum vetri. Slíkar mæl- ingar hafa verið gerðar þarna samfleytt síðan árið 1950. Þetta reyndust vera 2140 millimetrar af vatni, sem er nokkuð undir með- altali. Það voru gerðar ýmsar aðrar mælingar og það er óhætt að segja að ferðin hafi verið mjög árangursrík“, sagði Helgi. Þetta gekk þó ekki áfallalaust, því hópurinn missti snjóbíl ofan í sprungu eina mikla í jöklinum. Bíllinn náðist upp, en það var ekki laust við að það hafi farið um suma þegar þeir horfðu ofan í jökulinn. Þeir sem vanari voru kipptu sér ekki upp við þetta atvik, þetta gerist að sögn Helga í nærri hverri ferð. —gg Þrotabú Hafskips Fyrstu kröfumar greiddar 25 miljónir greiddar í síðustu viku vegna vangoldinna launa ogorlofs. Þrotabú Hafskips greiddi í síð- ustu viku rúmar 25 miljónir króna vegna krafna sem bú- stjórar hafa samþykkt að séu for- gangskröfur í búið. Aðallega er um að ræða laun til starfsmanna vegna uppsagnarfrests og orlofs- greiðslur. Þetta eru fyrstu kröf- urnar sem þrotabúið samþykkir að greiða. Stærstur hluti þessarar upp- hæðar gengur til verkalýðsfélaga sem lýstu kröfum í búið fyrir hönd sinna umbjóðenda. Þannig greiddi þrotabúið Dagsbrún rúm- ar 5 miljónir sem verða greiddar út á skrifstofu félagsins nú á föstudaginn. Einnig komu greiðslur til VR, sjómannafélag- anna og fleiri. 5,7 miljónir runnu í ríkissjóð vegna endurgreiðslu á launum sem greidd höfðu verið út á ríkisábyrgð. Eftir sem áður liggja fyrir kröf- ur frá verkalýðsfélögunum á hendur þrotabúinu að sögn Ragnars Hall skiptaráðanda. —gg Þjófnaður Hafði ekki við þeirri gömlu New York — Fyrir nokkru lenti 87 ára gömul kona í því að ráðist var á hana og handtöskunni henn- ar rænt. Slíkt þykir mörgum kannski ekki í frásögur færandi, svona á þessum síðustu og verstu. Merki- legra er hins vegar að konan elti þjófinn uppi, barði hann í gang- stéttina með regnhlíf sinni og hélt honum þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn sem er þrítugur að aldri. Og þjóf- urinn var á reiðhjóli. IH/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.