Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 6
Skíðishvalir og tannhvalir af sama uppruna Rœttvið ÚlfÁrnason dósent í erfðafrœði sem rannsakað hefurhvalií20ár ÚlfurÁrnason dósent í erfða- fræöi viö Háskólann í Lundi í Sví- þjóö hefur í hartnær 20 ár stund- að rannsóknir á hvölum og gert samanburö á litningum og DNA (kjarnasýru) ýmsra hvalateg- unda. Þetta er liöur í rannsóknum á skyldleika og þróun hvala. Úlfur er nýkominn úr för á leiðangurs- skipinu Dröfn, sem var notað í 3 daga til að af la húðsýna af steypi- reyði og hnúfubak, en báðar þessar hvalategundir eru alfrið- aðar. Úr húðsýnunum eru svo ræktaðar frumur til f rekari rannsókna. Þetta er að sjálf- sögðu aðeins einn þáttur í viða- miklum rannsóknum Úlfs. Næsta ár verða komin 20 ár síð- an ég byrjaði á þessum hvala- rannsóknum og ástæðan fyrir því að ég fór þessa ferð á Dröfn er sú, að ég fékk fyrir 2 árum styrk úr Vísindasjóði uppá 130 þúsund krónur og í ár úr Fiskimálasjóði uppá 100 þúsund krónur til sýna- tökunnar. Þessu fé var varið í þennan túr, sagði Úlfur. Úlfur Árnason erfðafræðingur. Hann sagði að vegna þess að hnúfubakur og steypireiður eru alfriðaðar tegundir, þá væri það eina leiðin til að fá sýni úr þeim að fara út á sjó og sækja þau úr lif- andi dýrum. En hvernig fer þetta fram? Fyrir 10-20 árum útbjuggum við skutul, sem stingst 2-3 sm inní húð hvalsins og tekur með sér tappa sem er 6-7 mm í þvermál. Það var fyrst og fremst oddurinn á skutlinum, sem var hannaður sérstaklega til þess arna. Smíðina annaðist Kristófer Gunnarsson, dverghagur maður. Þórður Eyþórsson deildarstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu, var skytta í ferðinni, en hann var fyrrum skipstjóri og skytta á hvalfang- ara. Annar reyndur hvalveiði- maður, Árni Sigurbjörnsson, var einnig með og sýndi góða skothæfileika. Áhöfnin á Dröfn átti einnig stóran þátt í þessu og vélstjórar önnuðust viðgerðir á skutlum og skutuloddum. Við vorum á helstu svæðum hnúfu- baks og steypireyðar út af Snæ- fellsnesi og þetta gekk mjög vel. Við sáum 15 steypireyðar og 40-50 hnúfubaka og er það vissu- lega ánægjulegt að sjá svo marga hvali af þessum tegundum, þar sem því hefur verið haldið fram að þær væru allt að því komnar að tortímast. Tannhvalir og skíðishvalir af sama stofni Er ekkert erfitt að greina teg- undirnar þar sem þær eru í sjón- um? Nei, það erekki erfittfyrirvant auga og auk þess má oft greina á milli einstaklinga. Til að mynda eru sporðar hnúfubaka ólíkir_að lit og með einkennandi mynstur. Eins halda hvalategundir sig oft á mismunandi svæðum. Og gekk sýnataka vel að þessu sinni? Já, við náðum í 11 sýni samtals, 3 sýni af steypireyðum og 8 af hnúfubökum, þetta er nokk- urnveginn í hlutfalli við þann fjölda sem við sáum af þessum tegundum. Hvað hefurðu uppgötvað merkilegast, að þér þykir, í þess- um rannsóknum? Hér áður fyrr var talið að tannhvalir og skíðishvalir væru af sitt hvorri rótinni. Ég tel mig hafa sannað með samanburði á litn- ingamynstrum tannhvala og skíð- ishvala, sem eru nærri því eins, að allir hvalir séu af sömu forfeðrum komnir. En þar sem kenningin um sitthvorn uppruna tannhvala og skíðishvala var orðin mjög rót- gróin, var erfitt að fá menn til að skipta um skoðun og það ber við enn í dag, að menn haldi skipting- unni fram, þrátt fyrir niðurstöður litningakannana og samanburðar á DNA, sem sanna hið gagns- tæða. Hvernig hófust rannsóknir þín- ar? Það vill svo skemmtilega til, að égveit svo að segja uppá dag hvernig þetta byrjaði. í maí 1967 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.