Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.08.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Tamíla „bátafólkið“ Komu líklega fra V-Þýskalandi Líkur benda tilað tamílarnir semfundust um borð íopnum bátum undan ströndum Kanada á mánudaginn, hafi komið með skipifrá V-Pýskalandi fyrir tilstilli svonefndra flóttamannasmyglara. Peir harðneita þeirrisögu, segjast hafa farið um borð ískip íIndlandi Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, tilkynnti í gær á þjóðhá- tíðardegi landsins, að yfirvöld væru ákveðin að binda „að ei- lífu“ enda á hryðjuverk og of- beldisverk aðskilnaðarsinna síkha. Gandhí hélt hátíðar - ræðusína á bak við skothelt gler úr hinu sögufræga Rauða virki. Hann sagði m.a.: „Hryðj- uverkamennirnir eru á flótta. Þeir eru nú undir miklum þrýst- ingi og gera sér grein fyrir því að þeir eru að einangrast frá almenningi. Við getum ekki leyft þessari hættu að vera til staðar að eilífu. Við verðum að virkja alla krafta okkar - pólit- íska sem kraft lögreglunnar - til þess að binda enda á hryðj- uverk að eilífu." Um það bil 300 leyniskyttur höfðu komið sér fyrir í þessu 17 aldar virki fyrrum keisara landsins til að verja forsætisráðherrann. Gandhi talaði frá þeim stað þar sem fyrsti forsætisráðherra landsins, Jawaharlal Nehru, reisti hinn þrílita fána Indverja í fyrsta sinn árið 1947. Grænfriðungar nokkrir festu sig á dögunum með keðjum við spænskt skip til að koma í veg fyrir að áhöfn þess tækist að kasta geisla- virkum úrgangi í Atlantshafið undan ströndum Spánar. Skip Grænfriðunga, Sirius, elti spænska flutningaskipið Ner- va þegar það lét úr höfn í Huel- va. Talsmaður Grænfriðunga sagði að fjórir Grænfriðungar hefðu laumast um borð í Nerva í svartaþoku og fest sjálfa sig með keðjum fyrir gat það á skipinu þar sem tunnum með geisavirkum úrgangi er fleygt í hafið. Talsmaðurinn sagði ennfremur að Nerva og annað skip, Niebla, færu daglega í ferðir, 30 km suður af bænum Huelva, til að kasta einum 1800 tonnum af geisiavirkum úr- gangi frá kjarnorkuverum í hafið. Tsjernóbíl kjarnorkuslysið í Sovétríkjun- um varð til þess að norska rík- ið varð af 250 milljónum norskra króna vegna minni ferðamannastraums til lands- ins. Siri Hofsa hjá norska ferð- amálaráðinu sagði nú undir helgina við fréttamenn að bókanir japanskra og banda- rískra ferðamanna til Noreg^ hefðu minnkað snarlega strax eftir slysið. Hofse sagði að Ijóst væri að Tsjernóbíl slysið hefði valdið þessum afpöntu- num, þær hefðu hafist strax eftir að kunnugt varð um slys- ið. Hún sagði að bókunum hefði fækkað um 20 - 50 %. Norskir hóteleigendur hafa nú í hyggju að krefjast skaðabóta af ríkisstjórn Noregs, embætti- smenn segja hins vegar að ekki verði hlustað á þær kröf- ur. Hávaxnir menn í Hollandi fá nú kröfu sinni um hærri dyr í nýbygg- ingum framgengt. Smiðir þar í landi hafa þegar hafist handa við að hækka dyr fyrir þá menn sem eru yfir tveir metrar á hæð. Samkvæmt fréttum frá Hollandi fer þeim nú ört fjölg- andi þar í landi. Einn tals- manna húsbyggjenda sagði í gær að stöðugt fleiri húsbyggj - endur nefndu að þeir vildu hærri dyr og rannsóknir hefðu auk þess sýnt að Hollending- ar, sem þegar eru meðal „hæstu þjóða“ í Evrópu, færu stöðugt hækkandi. Sem dæmi má nefna að herinn í Hollandi tók við 477 yfir tveggja metra háum mönnum í herinn árið 1984 miðað við 363 árið 1980. Hamborg - V-þýska lögreglan tilkynnti í gær að menn sem teljast til svonefndra flótta- mannasmyglara hefðu notað þýskt skip, Aurigae, sem skráð er í Hondúras, til að flytja 155 tamíla frá V-Þýskalandi til Kan- ada. Dieter Heering, yfirmaður lög- reglunnar í Hamborg, sagði í gær á fréttamannafundi að tveir Sri Washington — Þingmenn í bandarísku Öldungadeildinni virtust í gær líklegir til að sam- þykkja refsiaðgerðir gegn S- Afríkustjórn sem eru mun ákveðnari en Reagan forseti getur samþykkt, þessar refsi- aðgerðir eru þó ekki eins ákveðnar og Fulltrúadeildin hefur samþykkt. Tillögur um aðgerðir gegn S- Afríku hafa verið til umræðu í Öldungadeildinni undanfarna daga og í gær var mikil vinna eftir. Þingmenn voru þó stað- Flóttamenn í Berlín Engar mála- miðlanir A ustur-Pjóðverjar vilja ekkert hafa með flóttamannavanda- málið til V-Berlínar umA-Berlín að gera, segja það mál Vesturlanda Austur-Berlín - Austur þýsk yfirvöld gáfu í gær til kynna að þau hefðu engar áætlanir um að semja við v-þýsk yfirvöld um hinn mikla straum flótta- manna sem kemur til V- Þýskalands í gegnum A- Þýskaland frá Mið- Austurlöndum. Þessir flótta- menn koma yfirleitt til V- Berlínar í gegnum Schönfeld flugvöll í A-Berlín. í dagblaði a-þýska kommún- istaflokksins, Neues Deutchland, var í gær endurprentuð grein úr sovéska flokksblaðinu Pravda þar sem sagði að yfirvöld í V- Berlín gætu sjálfum sér um kennt varðandi þennan flóttamanna- straum. Vesturlönd hefðu á und- anförnum árum tekið vel á móti Lankamenn sem hefðu verið handteknir, hefðu viðurkennt að hafa skipulagt aðgerðina. Tamíl- arnir 155 sem fundust undan ströndum Nýfundnalands á mánudaginn í tveimur opnum bá- tum, harðneita enn að þeir hafi stigið fæti á þýska grund. Þeir segjast hafa farið um borð í skip að nóttu til í borginni Madras á Indlandi og verið undir þiljum skipsins í 30 daga þar til þeir voru ráðnir í að ljúka afgreiðlu málsins í gærkvöldi svo hægt væri að hefja þriggja vikna sumarleyfi þing- rnanna. Lykilatkvæðagreiðslan snerist um tillögu þess efnis að nær öll verslunar- og fjárfestingatengsl Bandaríkjanna við S-Afríku skyldu rofin. Ekki voru taldar lík- ur á því í gær að þessi tillaga yrði samþykkt. Hins vegar þótti nokkuð víst að einhverjar vægar efnahagslegar refsiaðgerðir yrðu samþykktar. Þetta var talið lík- legt þar sem nokkrir félagar Re- agans í Öldungadeildinni hafa að fólki frá þriðja heiminum þar sem þau hefðu séð í fólkinu ódýrt vinnuafl til að framkvæma erfið- ustu og verst launuðu störfin. Þó svo flóttamannastraumurinn héldi áfram á tímum mikils atvinnuleysis í V-Berlín væri það vandamál borgarinnar sjálfrar. „Með því að að gefa í skyn að þetta vandamál sé runnið undan rifjum Sovétríkjanna eða A- Þýskalands, eru valdamenn að blekkja sjálfa sig og heimsálitið," sagði í greininni. Straumur þessa fólks, sem er í settir í bátana undan ströndum Nýfundnalands. Heering sagði að lögreglan hefði brotist inn í veðmangara- búð í Hamborg og handtekið Tyrkja í tengslum við málið. He- ering sagði einnig að tamílarnir hefðu borgað 5000 mörk hver fyrir ferðina eða jafnvirði þeirra í skartgripum eða öðrum verð- mætum. Þá mun hafa tekist að greina nafnið Regina Maris á kili undanförnu látið í Ijós þá skoðun sína að eina leiðin til að binda endi á kynþáttamisréttið í landinu, séu harðar efnahags- legar refsiaðgerðir. Höfundur tillagnanna um væg- ar refsiaðgerðir er Repúblikan- inn Richard Lugar. í tillögum hans felst meðal annars bann við bandarískum fjárfestingum í S- Afríku, bann við lánum til einka- aðila þar í landi og bann við inn- flutningi á úrani og kolum. Auk þessa felst í tillögunum frysting á innistæðum, s-afrískra yfirvalda í bandarískum bönkum. raun flóttamenn, inn í V-Berlín og V-Þýskaland hefur aukist geysilega á þessu ári. Um það bil þriðjungur allra flóttamanna sem nú koma til landsins, kemur í gegnum Schönfeld flugvöllinn í farþegaflugvélum Austantjalds- þjóða, fólkið fær í A-Berlín leyfi til að fara yfir landamærin inn í V-Berlín. Vestrænar þjóðir telja sig ekki geta aukið eftirlit á land- amærurn A- og V-Berlínar. Þær segja slíkar aðgerðir munu grafa undan samningi sem tryggir sjálf- stæði V-Berlínar. björgunarbátanna þrátt fyrir til- raunir til að afmá nöfnin. Heer- ing upplýsti að eigendur Auriage hefðu nýlega fest kaup á þremur björgunarbátum sem voru á skipi sem bar nafnið Regina Maris. f Bremerhaven fengust þær upplýsingar að Auriage hefði siglt þar úr höfn að morgni 28. júlí, án þess að láta hafnaryfir- völd vita. Ekkert væri vitað um skipið eftir það. Efasemdir komu fram um sögu tamílanna þegar í ljós kom að þeir voru við furðu góða heilsu eftir fimm daga volk í rigningu og kulda á opnum bá- tum í Atlantshafinu. Ítalía Veggjakrot í utvarpi stöðvað Róm - ítalskir leyniþjónustu- menn hafa nú lokað alræmdri útvarpsstöð í Róm sem leyfði hverjum sem var að segja hvað sem hann vildi í útvarpið. Sumir félagsfræðingar nefndu þessa uppákomu veggjakrot í útvarpi. Þeir sem hlustuðu á þessa út- varpsstöð á fimmtudaginn heyrðu þegar ítalskir leyniþjón- ustumenn ruddust inn í stúdíóið og stöðvuðu útsendingar útvarps- stöðvarinnar „Voxpop“, sem Róttæki flokkurinn á Italíu rak. Leyniþjónustumennirnir lögðu hald á segulbandsspólur sem átti að fara að leika. Á þeim voru þúsundir skilaboða frá hlustend- um sem yfirleitt létu ekki nafns síns getið. Útvarpsstöðin greip til þessa ráðs þegar þeir urðu að hætta útsendingum á hefðbundn- um fréttum og öðru fræðsluefni vegna fjárhagsvandræða. Fjölmargir ítalir gripu tækifær- ið og hringdu, m.a. til að formæla ríkisstjórninni, lögreglunni öðr- um sem þeim var af einhverjum ástæðum í nöp við. En skilaboðin voru fjölbreyttari. Einn maður hringdi til dæmis og gaf upp að- ferðir til að matreiða spaghetti, evangelisti las upp úr biblíunni og kokkálaður eiginmaður hringdi og grátbað eiginkonu sína að snúa aftur til sín. Þegar mest var hringdu 2.500 manns á dag. Sím- tölin komust algjörlega óbreytt til hlustenda, þar á meðal eftir- hermur páfans þar sem hann fer með fúkyrði, Benito Mussolini og Sandro Pertini, fyrrverandi forseti landsins fengu einnig sín skot. Upp á síðkastið höfðu hins vegar aukist að miklum mun símtöl þar sem menn hótuðu að sprengja upp allt milli himins og jarðar. Einnig hringdu knatt- spyrnuunnendur og fengu mestu klámhunda til að roðna yfir fúk- yrðum um hin ýrnsu knattspyrnu- lið landsins. Sprengjuhótanirnar munu hafa gengið svo langt að yfirvöld ákváðu að senda leyni- þjónustumenn í stöðina eftir ítar- lega rannsókn. Einhver hefði kallað þetta beint form lýðræðis, en Voxpop eða Rödd alþýðunnar í hrárri þýðingu, er nú horfin. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR HJÖRLEIFSSON R fc Ul E R Laugardagur 16. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Bandaríkin Vægar refsiaðgerðir gegn S-Afríku ígær var talið líklegt að Öldungadeild Bandaríkjaþings myndi samþykkja tillögur um vœgar refsiaðgerðir gegn S-Afríku Flóttamenn trá Mið-Austurlöndum bíða þess að komast í „frelsið".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.