Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.08.1986, Blaðsíða 16
VESTURLAND Það er auðvitað eins og hvert annað rugl þegar menn eru að tala um að leggja bændastétt- ina bara niður og ég hef aldrei getað trúað að Jónasi Krist- jánssyni á DV sé alvara þegar hann er að skrifa í blaðið að réttast væri og best að flytja landbúnaðarvörur inn í landið. Ég hef aldrei getað tekið þetta alvarlega. Sá sem þetta mælir er Guð- mundurHallgrímsson ráðsmaður á Hvanneyri, en þar er annar tveggja bændaskóla á landinu. Hinn er sem kunnugt er að Hól- um í Hjaltadal. Guðmundur kom að Hvanneyri í skóla fyrir sex árum, en þegar hann útskrifaðist gerðist hann ráðsmaður á búinu. Þjóðviljamaðurinn kom að Hvanneyri í brakandi þurrki og því auðvitað á versta tíma. „Þú hefðir átt að koma í rigningu maður. Nú má enginn vera að því að líta upp frá heyskapnum“. En það er margt fengið með frekj- unni og viðureigninni lauk þann- ig að Guðmundur var króaðuraf í mötuneytinu, dreginn afsíðis og spurður hvort það væri nokkur hemja hvað landbúnaðarfram- leiðslan væri óhagkvæm. Bændur skammaðir „Það er stöðugt verið að vinna að því að gera þessa framleiðslu Landbúnaður Stóridómur á Hvanneyri Guðmundur ráðsmaður: Bændur sýna tilraunastarfseminni aukinn áhuga erum við með óeinangruð loft- ræst hús, og í þriðja lagi opin tað- hús. I þessurh tveimur fyrrnefndu eru mismunandi gólfgrindur, annars vegar úr málmi, en hins vegar úr tré. Svo er hér felldur nánast Stóri- dómur yfir ýmsum vélum og tækjum. Þeir sem hyggja á inn- flutning landbúnaðarvéla senda þær yfirleitt hingað til prufu. Þá er unnið með þær hér og þær fá vitnisburð um hvernig þær reynast. Ef þær fá vondan vitnis- burð hætta menn iðulega við að flytja þær inn. Sömuleiðis skiptir það miklu máli fyrir bændur sem eru að bæta tækjakostinn, að vélarnar hafi reynst vel hér á Hvanneyri, og það er mikið um að bændur hringi og spyrji um hinar og þess- ar vélar. Ef ekki er til skýrsla um þær vilja menn yfirleitt ekkert með þær hafa, enda er yfirleitt um mikla fjárfestingu að ræða og menn stefna ekki í tvísýnu að nauðsynjalausu. Allar þessar tilraunir eru vitan- lega mjög mikilvægar. Yfirleitt geta bændur nálgast niðurstöður og það er að aukast að bændur sýni þessum tilraunum áhuga. Þó eru þeir alltaf til sem láta sig þetta engu skipta, halda bara áfram að gera hlutina eins og pabbi gerði.“ Er gott að vera hérna? „Það er mjög gott að vera hérna, sérstaklega þegar maður er með krakka“. -gg hagkvæmari og það er m.a. verk- efni okkar hér. Það er alltaf verið að skantma bændur fyrir það hvað verð á t.d. lambakjöti er hátt, en það orsakast þó ekki síður af því hvernig milliliðakerf- ið er starfrækt. Það væri auðvitað mikið að ef menn teldu allt vera í stakasta lagi. Það er margt sem þarf að laga í þessu sambandi og það er unnið að því. En það er margt bullið sem ntenn láta út úr sér um þessi mál og eins og ég segi: Ég hef aldrei getað tekið hann Jónas alvarlega,“ segir Guðmundur. Nóg um það. Hvað fannst þér um skólavistina hér á Hvanneyri, er þetta góður undirbúningur fyrir starfið? „Þetta er góður undirbúningur fyrir þá sem ætla að gerast bænd- ur, bæði verkleg og bókleg kennsla. Það er öllum hollt, þrátt fyrir að þeir hafi alist upp í sveit, að kynnast því sem fram fer hér, og ekki síður að kynnast hver öðrum. Hingað koma menn alls staðar að af landinu og menn kynnast þá búskaparháttum og læra hver af öðrum.“ Eru þess jafnvel dœmi að þið fáið hingað borgarbörn? „Það er alltaf eitthvað um það, þó nokkuð." Og kvenfólk? „Það kemur hingað talsvert af kvenfólki, þótt það sé nú alltaf í minnihluta. Og þær standa sig ekkert síður en strákarnir." Hvað eruð þið með stórt bú hérna? „Það er um 1700 ærgildi og refar og minkar að auki. Mjólk- andi kýr eru að jafnaði um 45." Tilraunirnar mikilvægar Hérferfram alls kyns tilrauna- starfsemi. Hvað geturðu sagt mér af henni? „Það eru jú gerðar tilraunir t.d. í jarðrækt, í nautgriparækt og í matjurtarækt. Ég get nefnt að hér hefur staðið yfir könnun á áhrifum mismunandi húsagerða á afurðir og ull sauðfjár. Við skiptum henni í þrennt. í fyrsta lagi erunt við með fé í einangruðu og loftræstu húsi. í öðru lagi Ég hef aldrei getað tekið ruglið í Jónasi alvarlega. Mynd gg. Hjá okkur fáið þið sem flest til bygginga svo sem: Olafsvík og r m ■ fldCjrGfl fll / / Timbur - sauma - verkfæri - vinnufatnað. Ennfremur gler frá Glerborg hf. Verslunin Vík Ólafsvík, sími 93-6271

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.