Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 2
Jóhanna Jóhannsdóttir, atvinnurekandi: Það er mjög eðlilegt og alls ekki hægt að komast hjá því. Það eru ekki íslendingar sjálfir sem gera mest úr þessu heldur útlend- ingarnir. Auðvitað þurfum við að vera með ákveðna þjónustu og í kringum hana er mikið umstang. Guðjón Hauksson, auglýsingateiknari: Eg er hress með allt umstang- ið. Mér finnst aðalkosturin vera sá að spurningunum sem rigna yfir mann erlendis eins og „Hvar er ísland" fækkar mjög sennilega og þá finnst mér ýmislegt unnið. Þær eru orðnar svo leiðigjarnar. Ásdís Þorbjarnardóttir, hjúkrunarfræðingur Mér finnst það þrælfyndið. Tveir kallar geta bara komið og umturnað heilu landi. Annars held ég að það geti fylgt umstang- inu ýmislegt fleira en bara land- kynning og þá á ég við neikvæðir hlutir eins og t.d. sprengjutil- ræði. Guðrún Þorbjarnardóttir, snyrtisérfræðingur: Sumum finnst voðalega mikið til þess koma.Ég held þó að al- mennt sé fólk ekkert ofsalega upprifið út af þessu vegna þess að á fslandi eigum við ekki að venj- ast mikilli persónudýrkun. Ásbjörn Kristófersson, kaupmaður: Mér finnst það alveg ágætt. Það er mjög gott ef vel til tekst. Þetta verður mikil landkynning og svona fundur getur leitt af sér fleiri fundahöld hér í framtíðinni. Það er bara vonandi að verið verði gott. i—SPURNINGIN- Hvað finnst þér um allt umstangið í kringum leiðtogafundinn?_ FRÉTTIR Leiðtogafundurinn Gönguferð um skóginn Innlegg Leikfélags Reykjavíkur vegna leiðtogafundarins. Sviðsettur samningafundur í Genf. Aðeins 2 sýningar Leikfélag Reykjavíkur ætlar að leggja sitt lóð á vogarskálar friðarins í tilefni leiðtogafundar Reagans og Gorbasjovs. Það verður gert með flutningi ieikrits- ins „Gönguferð um skóginn“, eftir bandaríska leikritahöfund- inn Lee Blessing. Leikrit þetta gerist í Genf í Sviss og lýsir fundum tveggja samningamanna stórveldanna þar sem þeir ræða möguleikana á friði og takmörkun vígbúnaðar á gönguferð sinni um skóginn. Leikritið var frumflutt á Eugene O’Neill leiklistarhátíðinni í Wat- erford í Bandaríkjunum síð- astliðið sumar, og verður þetta frumflutningur verksins utan Bandaríkjanna. Verkið er flutt í þýðingu Sverris Hólmarssonar, en leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Samningamennirnir tveir verða leiknir af þeim Gísla Hall- dórssyni og Þorsteini Gunn- arssyni. Leikritið Gönguferð í skóginum vakti mikla athygli á leiklistarhátíðinni í Waterford síðastliðið sumar, og töldu marg- ir það eitt athyglisverðasta verkið sem þar var flutt. Sýningar verða aðeins tvær að þessu sinni, á laugardag og sunn- udag kl. 15. Er hér um sviðsettan leiklestur að ræða og verður að- gangur seldur á 300 krónur. ólg. Borgarleikhúsið Töhmsýning og spástefna Tölvunarfræðinemar standafyrir viðamikilli sýningu á nýjungum í tölvutœkni. Erlendir sérfræðingar fengnir til þess að halda fyrirlestra Dagana 8.-10. október verður haldin viðamikil tölvusýning í Borgarleikhúsinu á vegum tölvu- fræðinema við Háskóla íslands. Sýningin sem kölluð er Tölvur og Þjóðlíf er ætlað að höfða til iærða og leika og vera fróðleg, gagnleg og skemmtileg, en á sýningunni er Ieitast við að kynna það nýjasta sem er að gerast á sviði tölvu- tækni. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi, og sýningaraðilar eru á milli 40 og 50 og sýningarsvæðið er um 2000 fermetrar. Meðal at- burða á sýningunni verða skemmtiatriði og getraunir og hljóta þeir heppnu að sjálfsögðu tölvur í verðlaun. Daginn sem sýningin opnar verður haldin ráð- stefna í tengslum við sýninguna sem nemar kalla spástefnu en þar munu ýmsir erlendir sérfræðing- ar flytja fyrirlestra um framtíðar- þróun í tölvutækni. Nemendur tölvunarfræðinnar í Háskólanum hafa veg og vanda að skipulagningu þessarar sýn- ingar eins og áður segir, en til hennar er efnt í fjáröflunarskyni. „Fyrir ágóðann ætlum við að fara í námsferð til Silicondalsins í Bandaríkjunum og kanna tölvu- kostinn hjá þeim þar,“ sögðu nemendurnir sem unnu stíft við uppsetningu sýningarinnar í gær. Þá var verið að leggja síðustu höndina á uppsetningu sýningar- básanna, sem um 40 nemendur hafa unnið við undirbúninginn í 2 vikur. Sýningin opnar þann 8. októ- ber klukkan 6, en opnunartími sýningarinnar verður þar eftir frá klukkan 10 að morgni til 10 að kvöldi. Aðgangseyrir er 200 krónur. _ k.ÓI. Kasparoff vann! Þegar biðskákin frá því á föstu- daginn var tefld áfram kom glöggt í yós að Kasparoff sér meira og lengra en flestir aðrir menn. Biðleikur hans var firna- sterkur og sýnilegt að hann hefur verið búinn að reikna flækjurnar í botn þegar hann innsiglaði hann. Vinningsleið hvíts er ekki sérlega flókin þegar búið er að fínna hana en snilld er heldur ekki snilld nema hún sé einföld. 41. Rd7 - Hxd4 42. Rf8+ - Kh6 Ef 42. ... Kg8 kemur 43. Hb8 og svartur er glataður. 43. Hb4 - ... Kemur í veg fyrir Df5-f4 sem þving- ar fram drottningarkaup og tryggir svarti jafntefli. Nú er hins vegar allt glatað. Eftir 43. ... Hxb4 44. axb4 d4 45. Dd6 Df6 46. Dxf6 gxf6 47. Rxg6 Kxg6 (47. ... d3 48. Re7) 48. Kg3 og peðsendataflið vinnur sig sjálft. Svarta drottningin verður að valda f4 og g5 vegna mátsins og Bh7 gengur aldrei vegna Dg5+ (Dxg5) hxg5+ (Kxg5) Rxh7+ og vinnur mann. 43. ... - Hc4 44. Hxc4 - dxc4 45. Dd6 - c3 46. Dd4 Svartur gafst upp því gegn De3 mát er engin vörn til. Eftir ósigurinn í 22. skákinni átti Karpoff ofurmannlegt verk- efni fyrir höndum til að endur- heimta heimsmeistaratitilinn. Hann breytti út af vana sínum í þessu einvígi og lék RO í fyrsta leik (annars hefur hann jafnan leikið d4). Upp kom afbrigðið af enskum leik sem er báðum þaulkunnugt. Karpoff hafði held- ur rýmri stöðu en Kasparoff lagði út í laglegar hrókatilfærslur, létti nokkuð á stöðu sinni og braut að síðustu upp drottningarvænginn. Var þá sýnt að stefndi í jafntefli og í 32. leik hætti Karpoff að reyna. Kasparoff heldur því titl- inum áfram. Þá er að líta á 23. skákina í þessu þriðja heimsmeistara- einvígi þeirra félaga en þetta mun vera 99. skákin sem þeir tefla saman og hefur Kasparoff nú einn vinning yfir, Hvítt: Karpoff Svart: Kasparoff 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - b6 3. g3 - c5 4. Bg2 - Bb7 5. 0-0 - g6 6. d4 - Rxd4 7. Dxd4 - Bg7 8. Rc3 - d6 9. Hdl - Rb-d7 10. b3 - Hc8 11. Bb2 - 0-0 Nú fara línurnar að skýrast. Hvítur hefur nokkurt tak á miðborðinu og getur gert sér vonir um að byggja þar upp frumkvæði. Fyrst þarf hann þó að hefta uppbrotsleiki eins og d5 og b5 hjá svarti. í svona stöðum undirbýr svartur oft leikinn b5 og Kasparoff hefur hann í huga en vill reyna annað fyrst. 12. De3 - He8 13. Ha-cl - a6 14. Bal - ... Það er spursmál hvort Karpoff eyði ekki of miklum tíma í liðsflutningana. Hvað um að tvöfalda hrókana eða koma peði til e4? Nú leggur hrókur Kasparoffs í djarflega ferð 14. ... - Hc5 15. a4 - Da8 16. Rel - Hf5 Hótar Rg4 og að drepa á f2. 17. Bxb7 - Dxb7 18. f3 - h5 Hér væri freistandi fyrir hvít að loka undankomuleið hróksins. Ekki gengur b4 vegna a5 og Rd3 er svarað með Rc5. Hrókurinn er líka tiltölu- lega öruggur á f5 því ekki er unnt að sækja að honum nema veikja kóngs- stöðuna. Karpoff velur því hæglátari leið. 19. Rg2 - Hc5 20. Bb2 - Hc-c8 Nú undirbýr svartur b6-b5 í mestu makindum. Hvít tekst ekki að nota sér tímann til neins að gagni. 21. Ba3 - Rc5 22. Hbl - Re6 23. Dd3 - Rc7 24. Rf4 - b5 25. cxb5 - axb5 26. Rxb5 - Rxb5 27. Dxb5 - Dxb5 28. axb5 - Hb8 Eftir blóðbaðið á f5 fjarar skákin út í jafntefli. Svartur kann að standa að- eins betur að vígi því b-peð hvíts gæti orðið veikt síðar meir. 29. Bb2 - Hb7 30. b6 - He-b8 31. b4 - Rd7 32. Bxg7 Karpoff bauð jafntefli um leið og hann lék og óskaði Kasparoff jafn- framt til hamingju með sigur í einvíg- inu. — jL 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.