Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 8
SVONA GERUM VIÐ BÓKMENNTIR TVÆR ORUGGAR LEIÐIR TIL LÆKKUNAR —■ i liimiiiiit ———immmmmmmmmmmmmm iinii — ■ i wm«■ ..— i ■ ... SKATTA úsnæðisrelkningur er verð- tryggður sparnaðarreikningur með bestu ávöxtunarkjörum bankans, ætlaður verðandi húsnæðiseigendum. Samið er um ársfjórðungslegan sparnað, 4-40 þúsund til eins árs í senn. Spamaðar- tíminn er 3-10 ár og lántökuréttur að honum loknum nemur allt að fjórföldum sparnaðinum. Fjórðungur árlegs sparnaðar á húsnæðisreikningi er frá- dráttarbær frá tekjuskatti. tofhfjárreikningur er ætlaður þeim einstaklingum sem hyggjast stofna til atvinnurekstrar. Hann er verðtryggður samkvæmt lánskjara- vísitölu og bundinn í 6 mánuði. Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenær sem er innan 6 ára frá lokum innborgunarárs. fð Innstæður á stofnfjárreikningum eru frádráttarbærar frá skatti allt að 44.450. hjá einstaklingi eða 89.080.- hjá hjónum. il þessaðþessarskattfrádráttar- leiðir nýtist á tekjuárinu 1986 þarf að stofna reikningana fyrir áramót. Allar nánari upplýsingar fást í sparisjóðs- deildum bankans. Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna Elliðaárnar djásnið í dalnum Ásgeir Ingólfsson skrifar um lax og veiði, kistu- brotsmálið og framtíð ánna Ásgeir Ingólfsson, fjórði liður- inn í ætt sem hefur veitt í Elliða- ánum frá því á síðustu öld, hefur nú sent frá sér bók um árnar. Það var ekki seinna vænna aö ein- hver gagnkunnugur gerði þessu höfuðborgardjásni góð skil, þó ekki væri nema halda til haga ýmsum merkum upplýsingum sem ella kynnu að hverfa með mönnum. Elliðaárnar eru ein- stakar, og hvergi annars staðar í veröldinni er höfuðstaður, þar sem fengsæl veiðiá rennur um borgarlandið mitt. Ásgeir hefur þessvegna ráðist í þarft verk. Og frá því er skemmst að segja að verkið hefur hann leyst farsæl- lega af hendi. Elliðaárnar eru skrifaðar á snotru og lipru máli, fullar af fróðleik sem mörgum hlýtur að vera hulinn áður, og kaflinn um veiðistaði horfna og nýja gera bókina nánast að skyldulesningu fyrir þá sem hyggjast etja kappi við konung fiskanna innan borgarmarkanna. Við skoðun alþingismanna á kist- um Thomsens þótti einsýnt að ekki kæmust laxar í gegnum riml- ana. Sér til afbötunar hélt þá Thomsen þá því fram, að menn gleymdu að taka tillit til þess, að laxinn synti á hliðinni! Þessum málum lýsir Ásgeir. En auðvitað hefur Árni Óla greint frá kistubrotsmálum á mun ítarlegri hátt í Reykjavíkurbók- um sínum, og kannað frumheim- ildir. Ég fann Árna hins vegar hvergi getið, og tel það brot á bóklegri kurteisi. enginn verði aflasæll af kviðpok- aseiðasleppingum, og tölur og línurit sem Ásgeir birtir máli sínu til stuðnings standast ekki alvar- lega athugun. Menn enda löngu hættir að sleppa kviðpoka- seiðum. Ýmsar fróðlegar upplýsingar af líffræðilegum toga koma fram í bókinni, einsog til að mynda um hrognastærð og lífsþrótt af- kvæma snemmgengins lax, ef réttar eru, og mér voru ekki ljós- ar áður. Sjálfur hef ég tröllatrú að tilfinningu þeirra manna sem höndla viðfangsefnið sjálft útí náttúrunni, jafnvel þó þær fari síundum á skjön við fræðin. Mér þótti því gaman að lesa um að veiðimenn á svæðinu kringum Grænugróf telji hænga þar öðr- um hængum sterkari í ánum. Þetta kann vel að vera. Menn eru betur og betur að gera sér grein fyrir að laxinn leitar á þær slóðir í ánni sem hann varð til á. Teoríur Nordengs, sem nokkuð hefur komið við sögu í laxaumfjöllun ársins, byggjast meðal annars á því. Þannig er ekki ólíklegt að „ættir“ sé að finna meðal stofnsins í ánum, og sterku hæng- arnir við Grænugróf séu því ekki tóm bábilja, þó einnig megi á til- vist þeirra finna aðrar skýringar sem ekki taka mið af ættfræði og erfðum. Stundum tekst mönnum að öðlast svo mikla tilfinningu fyrir viðfansefni sínu að þeir nánast fara að „anda“ með þeim. í besta bókarkaflanum, um framtíð Ell- iðaánna, finnst mér skilningur Ásgeirs á Elliðaánum nálgast þetta. Sá kafli ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem tengjast ánum á einhvern hátt, sér í lagi stjórn Stangveiðifélags- ins sem mér finnst stundum telja skyldu sína gagnvart ánum vera þá eina að útdeila veiðileyfum. Allt það sem Ásgeir segir um mengunarmál og náttúruvernd er vandað og rétt, og upplýsti að minnsta kosti mig um fleiri hætt- ur en í fljóti bragði sjást. Vissulega eru hnökrar á bók- inni líka. Bréfabirtingar og eldri viðtöl sem skotið er inní klippa suma kaflana óþarflega í sundur, og gera lesturinn af og til hálf tæt- ingslegan. Mér finnst líka að bók- in hefði verið betri með örlitlum kafla um lífsferil laxins sjálfs, og auk þess sakna ég umfjöllunar um sjóbirtinginn í ánum, sem að minnsta kosti áður fyrri var um- talsverður. En á heildina eru Elliðaárnar afar ánægjuleg bók. -ÖS. í upphafi bókar rekur Ásgeir skilmerkilega hvernig menn veiddu í ánum áður en stang- veiðiíþróttin hélt innreið sína. Þá var „gert í ána“, kvíslarnar stífl- aðar til skiptis og laxinn tekinn á þurru. í íslandsbók Henry Hol- land sem hingað kom 1810 er lýst hvernig þetta fór fram, og á ein- um degi voru þannig teknir 900 laxar og þótti ekki mikið. Sagnir hermdu þá, að allt upp í 5-6000 laxar hefðu verið teknir með slík- um gjörningi yfir einn dag. Afbrigði af þessari veiðiaðferð er að setja laxakistu í ána, þannig að í raun sé hægt að hirða hvern einasta fisk sem upp gengur. Þetta gerði kaupmaður Ditlev Thomsen, sem keypti árnar um miðja síðustu öld, og sonur hans síðan. Á þann hátt var auðvitað hætta á rányrkju, og það var ein- mitt það sem gerðist meðan Ell- iðaárnar voru í eigu Thomsens yngra. Af því spunnust hin frægu kistubrotsmál, þegar grímu- klæddir menn komu að veiðivél- inni að næturlagi og brutu kist- urnar einum sex sinnum. En svo segir í Jónsbók að ganga skuli „Guðs gjöf til fjalls sem til fjöru, ef gengið vill hafa," og þvergirð- ingar Thomsens í Elliðaánum þóttu brjóta þetta. Mikil hitamál spunnust út af brotunum, þjóðin öll fylgdist með, Alþingi tók upp málið mörgum sinnum og inn í það tengdist Benedikt Sveinsson, þingskörungurinn mæti, og systir hans Þorbjörg. Þess má geta að lög kváðu um að smálax skyldi komast í gegnum veiðivélar allar. Bókin er prýdd fjölda lit- mynda, sem njóta sín einkar vel í kaflanum um veiðistaðina. Sá parsus bókarinnar er að vísu ekki jafn áhugaverður fyrir þá, sem hafa meiri áhuga á laxinum lif- andi en dauðum. En hann er vel gerður, og fengur fyrir veiði- menn. Þar er lýst nokkuð ná- kvæmlega, hvar fiskurinn heldur sig á hverjum stað, eins konar uppskrift að góðum afla. Nokkrar veiðisögur eru í bók- inni, og margur fær eflaust fiðring í fingur og maga við að lesa um 63 laxa dagsveiði og flugu fyrr á öld- inni. Ásgeir Ingólfsson hefur ýmis- legt að leggja til mála sem snerta viðhald og eflingu laxastofnanna í Elliðaánum. Flest grundvallast á nokkru kappi en þó góðri þekk- ingu. Sannast sagna sýnist mér þessi áhugamaður hafa í sumum greinum betri skilning en ýmsir þeir, sem þó ættu að hafa menntunina með sér. I einu atriði verð ég þó að gera ágreining við Ásgeir. Hann er þeirrar skoðun- ar, að sleppingar á kviðpoka- seiðum séu besta leiðin til að efla stofninn, og virðist lítt trúaður á nytsemi þess að sleppa göngus- eiðum. Rökin fyrir gönguseiðun- um eru í sjálfu sér held, en bera vott um hugsanagang vitsmuna- veru. En þau ganga ekki nógu langt, og eru bara ein hlið mál- anna. Ég tel að reynslan sýni að Samræður um kenningu Búddha Víkurútgáfan hefur gefið út bók eftir Frances Story sem nefnist „Samræður um kenningu Búddha". Höfundurinn, Frances Story, er enskur að uppruna, en hefur snúist til Búddhisma. Bókin er skrifuð í samtalsformi - ímyndað- ur vestrænn fríhyggjumaður ræðir vandamál trúar og heimspeki við búddista. Skúli Magnússon þýddi bókina, en hann hefur áður þýtt viskubækur úr kínversku og kennslubók í hatajóga. Njósnari Drottins Vegurinn, kristilegt útgáfufélag hefur gefið út bókina Njósn- arann, sem segir frá núlifandi grískættuðum Bandaríkjamanni Chris Panos að nafni sem lendir í margvíslegum ævintýrum við erf- iðar aðstæður. Sagt er frá stormasamri æsku hans, afturhvarfi til kristinnar trúar og köllunar hans til að boða fagnaðarerindið um víða veröld, þar sem hann gerist njósnari Guðs. 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.