Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 15
Knattspyrna Santana til Saudi-Arabíu Tele Santana, landsliðsþjálfari Brasiiíu í síðustu heimsmeistara- keppninni, var í gæ1- ráðinn til Al Ahli í Saudi-Arabíu. Santana þjálfaði félagið áður en hann tók við brasilíska landsliðinu fyrir HM, en lýsti síðan yflr því að hann væri hættur. Olíuauðurinn hefur aðdráttarafl... -VS/Reuter Vestur-Þýskaland Buchwald bestur Frá Jóni H.Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Guidu Buchwald, félagi Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttgart, var besti bakvörðurinn í fyrri umferð Bundesligunnar í knattspyrnu, sam- kvæmt einkunnagjöf blaðsins Kicker. Uli Stein hjá Hamburger SV var besti markvörðurinn og Thomas Hörster hjá Leverkusen besti miðvörðurinn (libero). Þetta kom fram í fyrri hluta samantektar blaðsins um helgina en seinni hlutinn verður birtur um næstu helgi. ÍÞRÓTTIR Ragnheiftur Runólfsdóttir - þrjú met. Eftvarft Þór Eftvarftsson - tvö met. Sund Níu Islandsmet á stórmótinu Eitt bœtt mínútu síðar. Sex unglingamet. Valsmótið Annað tap Dananna Valur vann 24-23 Haukar lögðu Blika Valsmenn lögðu Aarhus KFUM frá Danmörku að velli, 24-23, í 2. umferð Afmælismóts Vals í handknattleik sem leikin var á Akranesi í gærkvöldi. Danirnir hafa því tapað báðum leikjum sínum því Breiðablik sigraði þá 32-27 f Digranesi í fyrrakvöld. Þá gerðu Haukar sér lítið fyrir og sigruðu Breiðablik, efsta lið 1. deildar, 29-26, á Akranesi í gær- kvöldi. Þeir höfðu tapað 23-34 fyrir Val í fyrstu umferðinni. Valur er því með 4 stig, Haukar 2, Breiðablik 2 en Aarhus KFUM rekur lestina með ekkert stig. Þriðja og síð- asta umferðin verður leikin í Selja- skóla í Reykjavík í kvöld. Kl. 20 mæt- ast Valur og Breiðablik en kl. 21.30 leikur Aarhus KFUM við Víkinga, sem þá taka sæti Hauka í mótinu. Á milli, kl. 21.15, rriun Jón Páll Sig- marsson reyna að skora úr 10 vítak- östum hjá Einari Þorvarðarsyni landsliðsmarkverði og er þúsundkall í veði í hverju skoti. -VS írland Ráðist r Svanhlldur Kristjónsdóttir var á Þorláksmessu út- nefnd íþróttamaður Kópavogs þriðja árið (röð af Rotary- klúbbi Kópavogs. Svanhildur hefur undanfarin ár verið í fremstu röð í spretthlaupum hér á landi og staðið sig vel, heima og erlendis. Mynd: E.ÓI. Kraftlyftingar Tvö met Harðar Hörður Magnússon setti tvö fs- landsmet í 110 kg flokki í kraftlyftingum á opna Reykja- víkurmeistaramótinu sem haldið var í Garðaskóla á laugardaginn. Hann lyfti 352,5 kg í hnébdygju og samtals 872,5 kg. BárðurB. Olsen setti þrjú ung- lingamet í 82,5 kg flokki, Magnús Steindórsson tvö í 100 kg flokki,. Hjalti Árnason tvö í 125 kg flokki og Snæbjörn Aðils eitt í 100 kg flokki. í kvennaflokki settu Nína Ósk- arsdóttir og Sigurbjörg Kjartans- dóttir fjögur íslandsmet hvor, Nína í 60 kg og Sigurbjörg í 67,5 kg flokki. Þá setti Elín Ragnars- dóttir þrjú íslandsmet í 75 kg flokki. Þriftjudagur 30. desember 1986 Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi setti þrjú íslandsmet á stórmóti Bylgjunnar sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur á sunnu- daginn. Eðvarð Þór Eðvarðsson frá Njarðvík setti tvö en alls féllu níu íslandsmet á mótinu, þar af tvö í sömu greininni með mínútu millibili. Magnús Ólafsson frá Þorlákshöfn synti þá 50 m flug- sund á 27,04 sekúndum en Eð- varð Þór bætti það jafnharðan með því að synda á 26.61.Í næsta riðli. Ragnheiður setti met í 50 m bringusundi, 32,29 sekúndur, sem jafnframt var besta afrek mótsins í kvennaflokki, gefur 903 stig. Hún synti síðan 50 m bak- sund á 31,30 sek. og 100 m bak- sund á 1:07,49 mín. Allt íslands- met og hún vann auðvitað allar greinarnar. Eðvarð Þór vann besta afrekið í karlaflokki, hlaut 941 stig fyrir að synda 50 m baksund á 26,98 sekúndum. Hann sigraði einnig í 50 og 100 m baksundi en náði ekki metum sínum þar. Magnús Ólafsson setti íslands- met í fyrstu grein mótsins þegar hann sigraði í 50 m skriðsundi á 24,39 sekúndum. Systur Magnúsar, Bryndís og Hugrún, settu síðan sitt íslands- metið hvor. Hugrún sigraði í 50 m flugsundi á 29,78 sekúndum og Bryndís í 50 m skriðsundi á 27,36 sekúndum. Að auki féllu sex unglingamet á mótinu sem var vel heppnað og skemmtilegt, enda var aðeins keppt í styttri vegalengdum. -VS a Coghlan Eamonn Coghlan, írski hcimsmcistarinn í 5000 m hlaupi, varð fyrir árás í Dublin á sunnu- daginn. Hann var að hlaupa um götur borgarinnar og skammaði þá tvö ungmenni fyrir veitast að konu og barni með ósæmilegu orðbragði. Ungmennin siguðu þá á hann hundi sem beit stykki úr kálfa Coghlans. Coghlan hand- leggsbrotnaði einnig í átökunum við hundinn og nú bendir allt til þess að hann missi af innanhúss- vertíðinni í Bandaríkjunum sem hefst fljótlega eftir áramótin. -VS/Reuter Körfubolti Þrir sigrar á Möltu Pálmar kjörinn besti leikmaður mótsins ísland sigraði Möltu 72-60 í lokaumferð alþjóðlegs körfu- knattleiksmóts sem lauk á Möltu í gærkvöldi og stóð þar með uppi sem sigurvegari á mótinu. Það var b-Iiðið, styrkt með Pálmari Sigurðssyni og Ivari Webster, sem fór í þessa ferð og vann alla þrjá leiki sína. Möltubúar voru yfir allan fyrri hálfleikinn, 32-28 í hléi, og náði 9 stiga forystu í byrjun seinni hálf- leiks. ísland komst fyrst yfir 42- 40 með þriggja stiga körfu Pálm- ars. Eftir það lét íslenska liðið ekki forystuna af hendi og jók hana með mikilli baráttu og stemmningu. ívar Webster átti stórgóðan leik, var besti leikmað- ur íslenska liðsins og skoraði 23 stig en Pálmar gerði 21. Á sunnudag vann ísland yfir- burðasigur á úrvalsliði Sikileyjar, 108-64. Einar Ólafsson skoraði 25 stig í þeim leik, Birgir Mikaels- son 14, lvar Webster 14 og Teitur Örlygsson 11. í fyrstu umferð vann ísland Luxemburg 73-63. Þá skoraði Pálmar 24 stig og Birg- ir 13. ísland hlaut því sex stig á mót- inu, Luxemburg varð í öðru sæti með 4 stig, Malta fékk 2 stig en Sikiley ekkert. Pálmar Sigurðsson var kjörinn besti leikmaður mótsins en hann átti jafna og góða leiki. Ekki í fyrsta sinn sem Pálmar fær slíka útnefningu á alþjóðlegu móti. Þeir Pálmar og ívar fara með A-landsliðinu til Svíþjóðar á sterkt mót sem hefst í Nyköping á sunnudaginn, 4. janúar. Þar verður leikið við Svíþjóð, ísrael og Grikkland. -VS ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 lnnanhússknattspyrna Yfirixirðir KR Vann Þrótt 13-4 í úrslitaleik íslandsmeistarar KR í innanhússknattspyrnu unnu yfirburðasigur á Þrótturum, 13-4, í úrslitaleik Reykjavík- urmótsins sem fram fór í Laugardalshöllinni um helg- ina. Sæbjörn Guðmundssn og Heimir Guðjónsson skoruðu 3 mörk hvor í leiknum en staðan í hálfleik var 8-2 og yfirburðir KR miklir. KR-ingar sigruðu ÍR 6-3, Fylki 5-2 og Ármann 5-1 í riðlakeppninni en töpuðu 2-3 fyrir Víkingi. KR fékk 6 stig í riðlinum, IR 5, Víkingur 4, Fylkir 3 og Ármann 2 stig. Þróttur fékk 7 stig í hinum riðlinum, Fram 5, Valur 5, Leiknir 2 og Víkverji 1 stig. í kvennaflokki vann Valur öruggan sigur, fékk 7 stig, KR 5 en Fram ekkert. Liðin léku tvöfalda umferð, Valur og KR skildu fyrst jöfn, 4-4, en síðan vann Valur 6-1. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.