Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 6
FRA LESENDUM FLÓAMARKAÐURINN Fríar auglýsingar fyrir áskrifendur Þjóðviljans á þriðjudögum og fimmtudögum í viku hverri. GERIST ASKRIFENDUR - ÞAÐ BORGAR SIG. Barnabílstóll Viljum kaupa góðan barnabílstól. Uppl. í síma 39291. Kettlingur fæst gefins þrifinn og skemmtilegur. Uppl. í s. 686821 eftir kl. 18. í baðherbergi Óska eftir gömlu baðkeri, klósetti og vaski á hagstæðu verði. Uppl. í síma 22715. Ungan námsmann vantar herbergi til vors. Uppl. í s. 621308. Sófasett Óska eftir smart sófasetti, má vera rað- eða hornsófasett. Uppl. í síma 28257. Til sölu Opel Record ’76 þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 38838 seinni partinn. Óska eftir að kaupa sófasett mjög ódýrt. Einnig óskast litsjón- varpstæki á vægu verði, má vera gamalt. Sími 45196. Varahlutir til sölu Til sölu eru varahlutir úr Ford Escort 1974 1300 vél, einnig gírkassi, drif- skaft og vatnskassi. Sími 45196. Óska eftir ódýru sjónvarpi sv/hv eða lit, helst með inniloftneti. Sími 46821. Ungt reglusamt par óskar eftir einstaklingsíbúð. Fyrir- framgreiðsla möguleg ef óskað er. Uppl. í síma 26161 eftir kl. 19. Leikfélag Hafnarfjarðar óskar að fá gefins samkvæmisföt svo sem skó, síðkjóla, skyrtur, bindi, kjólföt, jakkaföt o.fl. þ.h. Sími 50184 eða 11782. Saxafónn til sölu Altsaxafónn tegund Jupiter. Uppl. í síma 75913. Heimilisaðstoð Óska eftir heimilisaðstoð 3svar sinnum í viku. Um 2ja klst. vinna sem má vinnast hvenær sem er á tímabilinu frá 9 á morgnana til 4 á daginn. Sími 15369 eftir kl. 18. Óska eftir lítilli HOOVER þvottavél gefins eða fyrir lítinn pening, helst með rafmagnsvindu. Uppl. í síma 29498. Til sölu barnavagn og rafmagnsofn. Uppl. í síma 687162 fyrir hádegi og á kvöldin. Au-pair Reglusöm stúlka óskast á heimili í S-Þýskalandi strax. Þarf að hafa bílpróf. Nánari upplýsingar hjá Hemblen í síma: 90 49 8022 74757 eftir hádegi á daginn. Hjálp - hjálp Ung hjón með 2ja mánaða gamalt barn vantar íbúð á leigu strax. Get- um borgað 13-15 þúsund á mánuði og eitthvað fyrirfram ef óskað er. Uppl. í síma 10582 eða 613907. Viðgerðir Tek að mér ýmsar viðgerðir utan húss sem innan. Uppl. gefur Helgi í síma 38229. Geymið auglýsing- una. Dagmamma Tek að mér að gæta barna fyrir há- degi. Bý í Smáíbúðahverfi. Hef ágætis menntun og starfsreynslu. Uppl. í síma 30528. Flygill af eldri gerð til sölu. Hagstætt verð ef samið er strax. Uppl. í síma 74147. Vél óskast Óska eftir 8 cylindra Chevrolet vól. Uppl. í síma 681274. Lítið notuð Sinclair Spectrum 48k til sölu. Selst á ca. 3.000 kr. Uppl. í síma 41450. Saumanámskeið Sparið og saumið sjálf. Námskeiðin að hefjast aftur. Aðeins 5 nemend- ur í hóp. Upplýsingar hjá Siggu í síma 17356 milli kl. 18 og 20. íbúðaeigendur Neyðarástand - SOS Er ekki einhver sem getur leigt konu sem er í húsnæðishraki 3-4ra her- bergja íbúð strax? Ef einhver vill vera svo hjálplegur að sinna þessu þá vinsamlegast hringdu í síma 611136. Tilsölu 3ja sæta brúnn Lady sófi, tekk skatthol með 2 skúffum og útdreg- inni skrifborðsplötu. Sömuleiðis mokkajakki nr. 36. Uppl. í síma 36822. Barnasvefnbekkur fæst gefins. Uppl. í síma 12747. Til sölu uppistöður Uppistöður, 2x4 og söklauppistöð- ur til sölu. Uppl. í síma 75184. Til sölu svefnbekkur fyrir ungling með rúm- fatageymslu og þremur púðum. Uppl. í síma 73823 eftir kl. 19. BYGGINGARHAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR 1986 Vinningsnúmer: Bifreið Audi 100 CC kr. 1.050.000 75162 Bifreið hver að kr. 500.000 3296 25145 61785 94893 Sólarlandaferð hver á 35.000 9600 22528 64147 89997 104338 15161 33250 76994 91380 115441 17584 51554 88430 103820 118166 Vöruúttekt hver á kr. 30.000 2143 18558 44202 69929 102132 2961 20773 44997 70981 104794 5644 22493 48852 79127 105915 5851 24551 50288 80217 108170 7059 27596 53156 81979 108408 7648 28335 54953 89520 108574 7895 36550 59047 98007 109369 9086 38506 61416 99306 113085 11039 38907 64646 100811 117604 11344 42658 68607 101219 119787 I Abending til örorku- og ellilífeyrisþega Hér með vil ég vekja athygli allra ellilífeyrisþega á að við næstu greiðslu bóta Tryggingar- stofnunar ríkisins, nú í janúar undirriti allir bótaþegar greiðslu- nótur sínar með fyrirvara, þann- ig: Með fyrirvara. K.J. - í hægra horn greiðslu- nótu sem menn fá og eiga að geyma. Málið er það að trygginga- málaráðherra hefur nú þegar ákveðið dúsu, - handa okkur gamla fólkinu upp á lítil 12% - sem er auðvitað hið mesta smán- arboð og í engu sinnandi sem slíku. Hækkanir sem hér er boðið upp á er sem hér segir: Ellilífeyrir 774 krónur á mánuði, tekjutrygg- ing 1.135 kr. á mánuði, heimilis- uppbót 1.383 kr. á mánuði, þetta er nú öll reisnin. íslensk lög mæla svo fyrir að um 8. taxti Verkamannafélags Dagsbrúnar í Reykjavík skuli vera til viðmiðunar og samsíða á hverjum tíma, en Dagsbrún stendur nú í samningaþjarki við Vinnuveitendasambandið - rétt eina ferðina enn, um kaup og kjör og þykir mörgum smátt ganga og ekkert samkomulag í sjónmáli að því er virðist, og því með öllu óljóst hvað um verður samið í lokin. Spyrja má: - dettur nokkrum heilvita manni í hug að Dagsb- rúnarmenn, forustusveit alls verkalýðs á íslandi komi til hugar að semja fyrir sína umbjóðendur um slík smánarkjör - sem ber að framan er lýst, eftir að VSÍ og ASÍ, - hafa undirritað samkomu- lag um lægstu laun 26.000 kr. á mánuði. íslensk lög eru líka fyrir okkur gamla fólkið, við höfum öll skilað okkar dagsverki og vel það og þurfum ekki á neinnu dúsu að halda frá einum eða neinum, stöndum fast á okkar rétti öll með tölu, við eigum enn afl í æðum þó árin séu orðin mörg á langri ævi, það skal öllum ljóst vera nú á kosningaári 1987.. Svo í lokin ellilífeyrisþegar og öryrkjar, látið ekki undir höfuð leggjast að fara eftir fyrrnefndri ábendingu með undirskriftir ykk- ar sem ég hef rætt hér að framan, það getur riðið baggamuninn hvort þið haldið ykkar lögmætu peningum eða ekki. Með greiðslunótuna í höndun- um, hafið þið beitt vopn ef í hart fer. Björgólfur Kristjánsson frá Haga Baráttukonan Bjamfríður Bjarnfríður Leósdóttir er landskunn baráttumanneskja í verkalýðshreyfingunni. Um þessa konu hefur gustað á þing- um verkalýðsins. Hún hefur jafn- an staðið þar sem bardaginn hef- ur verið harðastur, sagt sig úr Al- þýðubandalaginu og gengið í flokk með róttækum konum á vinnumarkaði. Nýlega er komin út bók um lífs- sögu Bjarnfríðar sem Elísabet Þorgeirsdóttir hefur skrásett og er það skemmtileg og lifandi lýs- ing á æfi þessarar skörulegu konu. Þetta á ekki að vera neinn ritdómur um þessa bók, frekar hugleiðing um þá baráttu sem verkalýðshreyfingin stendur í við harðsvírað íhald í þessu landi. í fljótu bragði virðist manni at- vinnurekendur ávallt fara með pálmann í höndunum úr þeim vinnudeilum er verkalýðurinn verður að heyja fyrir lífsbrauði sínu, semja um kaup sem er svo stolið aftur með pennastriki ríkis- valds og kaupmanna. Þetta er staðreynd. Verkalýðsbarátta fyrri ára var harðskeittarí, þá kveinkaði íhald- ið sér undan baráttuglöðum verkalýðsforingjum, t.d. verk- fallið 1955 þegar verkalýðurinn vann sigur og fékk kjarabætur sem um munaði undir stjórn Guðmundar J. og fleiri góðra manna. Þessi baráttugleði hefur dofnað nú á síðari árum. Vanda atvinnuveganna er ýtt á undan sér - vandamálin eru plástruð, meiri vinna, meira fjör. Verka- lýðurinn er í þrælataki atvinnu- rekenda, og á sér enga von að losna úr því taki nema sýna íhald- inu samstöðu og hörku í að koma fólki sem vinnur í lægstu flokkun- um á vinnumarkaði úr þessu smánarkaupi sem það er í þrátt fyrir þessa nýju samninga, sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Enginn lifir á átta tíma vinnu, og enginn heldur höfði til lengdar með 14-16 tfma vinnu á sólar- hring. Það er verið að færa verka- lýðinn í ánauð með þessu atferli og þetta gerist á tæknivæddum tímum þegar hægt á að vera að skapa verkafólkinu góða afkomu á hóflegum vinnutíma. Það er þetta sem hinar róttæku konur á vinnumarkaði hafa kom- ið auga á með Bjarnfríði í broddi fylkingar, að láta aldrei undan, að hvika ekki frá þeim ásetningi að standa fast á réttinum, að sækja það fé í hendur atvinnurek- enda sem því ber og losa sig úr þeim fjötrum sem óhóflegt vinnuálag skapar og hindrar að fólk geti lifað eðlilegu lífi. Ég skora á Bjarnfríði að koma aftur til liðs við okkur í Alþýðu- bandalaginu. í baráttunni nú á komandi mánuðum verður að herða sóknina til að koma íhalds- öflunum frá, losa verkalýðssam- tökin úr doða og drunga er þar hefur ríkt og klippa vígtennurnar úr fulltrúum atvinnurekenda er þar trjóa, og öllu spilla sem þeir geta. Verkalýðurinn verður að skilja það að Sjálfstæðisflokkur er eng- inn verkalýðsflokkur og á því ekki heima í alþýðusamtökum. Með kveðju Páll Hildiþórs Leikrit Nínu tímamótaveric Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Ég get ekki annað en lagt orð í belg vegna þeirrar ómaklegu um- ræðu sem verið hefur bæði í morgunþætti ríkisútvarpsins og í sumum dagblöðum um leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur, sem frumsýnt var í sjónvarpinu á ný- ársdag. Mér fannst þetta verulega gott stykki og ég vildi gjarnan að sú rödd fengi líka að heyrast vegna þess að ég veit að það eru margir mér sammála. Ég vil sérstaklega láta í ljós ánægju mína með þá hugdirfsku og áræði hjá þeim ágætu konum sem unnu þetta verk, að þora að koma fram fyrir alþjóð og tala þar tæpitungulaust um lífið sjálft. Þetta var bæði list- rænt og ágætlega unnið. Ég er mjög undrandi á hegðan þeirra sem mest hafa kvartað, þvi ég held að hér sé tímamótaverk á ferðinni, ekki síst fyrir það hvern- ig tekið var á viðfangsefninu. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.