Þjóðviljinn - 22.01.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Page 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Starfshópur um utanríkis- og friðarmái Fundur verður haldinn fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.00 í Flokksmiðstöð- inni, Hverfisgötu 105. Starfshópar taka til starfa. ABR Þorrablót Þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldið þann 31. janúar nk. að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. FLÓAMARKAÐURINN________________ Fríar auglýsingar fyrir áskrifendur Þjóðviljans á þriðjudögum og fimmtudögum í viku hverri. GERIST ASKRIFENDUR - ÞAÐ BORGAR SIG. Til sölu notað: barnavagn, brúnn flauels með burðarrúmi, leikgrind, stór m/dýnu í botni, plast göngugrind, sem má leggja saman, Baby-Björn barna- píustóll og Hókus-Pókus barnas- tóll. Uppl. í síma 78982. Óska eftir grásleppu- og rauðmaganetum, teinum og faerum. Uppl. í síma 78109. Dagmamma Get tekið að mér börn í daggæslu frá kl. 8-16. Bý í Vesturberginu og hef leyfi. Uppl. í síma 72439. Hnakkur Lítið notður hnakkur til sölu. Uppl. í síma 83823. Til sölu brúnn Silver-Cross barnavagn með stálbotni. Verð kr. 7.500.-. Uppl. í síma 71137. Kristín. Mig vantar Macintosh Plus tölvu og prentara. Stefán sími 681333. Heimasími 23271. Til sölu sófasett 3+2+1, líturvel út. Verð kr. 10þús- und. Sími 45196. Barnavagn Til sölu ergóðurbarnavagn. Selst á 5 þúsund kr. Uppl. í síma 30789. íbúð óskast Þýsk-íslensk stúlka, sem stundar nám í Reykjavík, óskar eftir lítilli ibúð sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar veitir Baldur í síma 681310 eða 681331 ádaginn. Fæst gefins Hjónarúm fæst gefins (stök rúm). Upplýsingar í síma 11810. Til sölu Ljós hillusamstæða _ og vel með farnir svefnbekkir. Á sama stað óskast kojur, ódýrt kassettutæki og grasplöntur. Upplýsingar í síma 622373. Til sölu tvenn nýleg skíði með bindingum, lengd 150 cm Blizzard og 160 cm löng Rossignol. Upplýsingar í síma 33101 eftir kl. 17. Til sölu Eins manns svefnsófi. Rúmfata- geymsla í baki, tilvalinn í gestaher- bergi. Verð kr. 1700. Upplýsingar í síma 50066. Til sölu Eldhúsvaskur og eldunarhellur í nothæfu standi. Selst ódýrt. Upp- lýsingar í síma 44435. Til sölu vegna flutninga Alda þvottavél, sem ný, sófasett, tvíbreið dýna, bókahillur, furuborð o.fl. Uþþlýsingar í síma 621796. Til sölu Vel með farið eldhúsborð. stærð 110x70 cm. Selst ódýrt. Á sama stað fæst gefins svefnbekkur með rúmfatageymslu. Uppl. í síma 26276 til kl. 4 á daginn. Til sölu Duo svefnsófi á 8.000 kr. og svefn- bekkur á 4.000 kr. Upplýsingar í síma 37137 eftir kl. 18. Skiði óskast Óska eftir að kaupa barnaskíði fyrir 2 börn, 8 og 9 ára, ásamt stöfum, skóm og bindingum. Sími 12007. Kattaskja Óska eftir að kaupa gamla hatt- öskju. Helst úr leðri. Uppl. í síma 28783. Er ekki kominn tími til að taka til á háaloftinu eða í geymslunni? Ef þú skyldir þá rekast á gömul tísku- blöð eða sníðablöð, 30 ára eða eldri, þá endilega hafðu samband við okkur. Oddný sími 79289 og Bína 18259. Gamlir hægindastólar með bognum viðarörmum óskast. Áklæðið má vera slitið. Óska einnig eftir ódýrum svalavagni. Sími 28257. Rússneskar tehettur „Matrúskur" og grafíkmyndir. Hef til sölu nokkrar mjög fallegar rússneskar tehettur og grafikmyndir sem einnig eru rússneskar. Uppl. Selma sími 19239. Hjálp! Ung hjón með 2ja mlan. gamalt barn óska eftir íbúð strax. Getum borgað fyrirfram ef óskað er. Sími 10582 og 613907. Til sölu rauður barnapíustóll Uppl í síma 687162 eftir kl. 5 og fyrir hádegi. Dúkkuvagn óskast Uppl. í síma 687162 eftir kl. 5 og fyrir hádegi. Rafha eldavél með ofni í fínu formi fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 13105. Westinghause þurrkari til sölu Verð kr. 29.000.-. Sem nýr. Hentar vel í sambýlishús. Sími 52356, eftir kl. 17 á föstudag. Þvottavél til sölu Uppl. í síma 76191. Óska eftir að kaupa litsjónvarp ekki minna en 20". Sími 666709. Til sölu 2 barnarimlarúm vel með farin. Sími 672104. Ford Cortina árg. '76 til sölu Uppl. í síma 53206 á kvöldin. ísskápur fæst gefins Hafið samband við augl.deild Þjóð- viljans í síma 681310. Skíði Arctic skíði lengd 130 cm. Skór af Alpina gerð nr. 31 og Jyrola bind- ingar fást fyrir lítið. Uppl. í síma 44465. Heimilisaðstoð Get tekið að mér heimilisaðstoð hálfan og allan daginn, helst í Breiðholti eða nágr. Sími 75745. DJOÐVIUINN Sími 681333. Ferðalangar við tilbeiðsluhús Bahá’í-manna í Nýju-Delhí. Ferðin til Delhi Óskar Guðnason kennari skrifar Margir frómir ferðalangar hafa heimsótt Indland, þennan ævintýraheim, þar sem trúar- brögð eru augljós áhrifavaldur í lífi milljóna manna. Þó að fréttir af trúarbragðaátökum séu nær daglegt brauð í landinu eru þó milíjónir manna sprelllifandi þar og iðka sína trú í sátt og samlyndi. Von Nú er svo komið, að sú eining, sem trúarbrögð mannkyns hafa stefnt að frá upphafi er í sjón- máli. Öllum er ljóst að mannkyninu mundi farnast bet- ur, ef vinátta og einhugur ríkti meðal þjóða þess, ef sérhver jarðarbúi væri gegnsýrður vit- undinni um að hann tilheyrði einni fjölskyldu mannsins; fjöl- skyldu, sem þrátt fyrir allan sinn fjölbreytileika, ólíkt litaraft og ólíka siði, er órjúfanlega tengd og þjónar einum og sama Guði. (1). Kærleikur „Jörðin er ei nema eitt ættland og mannkynið íbúar þess.“ (Ba- há’ú’lláh). Þessa framtíðarsýnd upplifði ég ásamt a.m.k. 7000 Bahá’íum frá meira en 140 þjóðlöndum, er við vorum viðstödd vígslu til- beiðsluhúss Bahá’í trúarinnar í Nýju Delhi, Indlandi. Amatúl- Bahá Rúhiyyih Khánum, fulltrúi Allsherjarhúss réttvísinnar, sem er æðsta stjórnarstofnun trúar- innar, lýsti yfir opnun musterisins í þágu allra manna, 24. desember 1986, við hátíðlega athöfn. Lesið var úr helgiritum allra megintrú- arbragða mannkyns, farið með bænir og sungu þrír kórar, ind- verskur, persneskur og blandað- ur kór hinna ýmsu þjóða á milli atriða, m.a. verk eftir sít- arsnillinginn Pandit Ravi Shank- ar. Söngurinn er alheimslegt tungumál, sem allir skilja og er samstarf þessara kóra einsdæmi og ber fagurt vitni einingu Guðs, einingu trúarbragða Hans og ein- ingu mannkyns. Tilbeiðsluhúsin Lótusmusterið var sjöunda musteri Bahá’í trúarinnar í heiminum. Bygging þess hófst 21. apríl 1980. Hönnuðurinn, Hr. Fariburz Sahba, valdi Lotus fyrir- myndina, vegna þess að hún tengist öllum helstu trúarbrögð- unum, sem iðkuð eru á Indlandi og er tákn fyrir hreinleika and- legrar raunveru. Þar að auki er lótusinn ef til vill fullkomnasta blómið, sem vex á jörðinni. Það er í algjöru innbyrðis samræmi og ólýsanlega fíngert og fagurt, vex í mýrlandi, en lyftir krónunni upp úr feninu - tandurhreint og fullkomið. Vegna þessara vaxtar- eiginleika er það á táknrænan hátt sambærilegt við Opinbera- anda Guðs, sem þrátt fyrir það að vera fæddur við vorar jarðnesku aðstæður er hafinn hátt yfir spill- ingu heimsins. Vegir liggja til allra átta Bahá’u’lláh mælti svo fyrir, að á hverju svæði skyldi reisa Til- beiðsluhús, musteri, þar sem fólk getur komið saman til tilbeiðslu, hver svo sem trúarbrögð þess eru. í þessum musterum er lesið úr helgiritum trúarbragðanna. Þar sem engir prestar eru í Bahá’í trúnni, annast venjulegir menn og konur úr röðum átrúendanna lesturinn. Engar predikanir eru fluttar og engir helgisiðir hafðir um hönd. Bahá’í musterið gegnir því hlutverki að vera athvarf, þar sem menn og konur af öllum trú- arbrögðum geta komið saman til bænar og hugleiðslu og annað fer ekki fram í þeim. Hvolfþakið er sameiginlegt einkenni þeirra, tákn um einingu manna og á þeim eru dyr til allra átta, tákn um að þau séu opin öllu mannkyni. Fagrir garðir umlykja þau og Ba- há’u’lláh sagði að í námunda við þau skyldi reisa menntastofnanir, munaðarleysingjahæli og aðrar góðgerðarstofnanir, til þess að tilbeiðsla á Guði mætti fara sam- an við fegurð náttúrunnar og hagnýta þjónustu við alla menn (2). Tllvitnun: (1) Eðvarð T. Jónsson. „Bahá’u’lláh, líf Hans og Opinberun”, síður 222- 223. Andlegt Þjóðráð Bahá'ía á (s- landi 1982. (2) Eðvarð T. Jónsson. „Bahá’u’lláh, líf Hans og Opinberun”, síður 218- 219. Andlegt Þjóðráð Bahá'ía á (s- landi 1982. Óskar Guðnason, kennari. Nafnnr. 6925-7607. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboöum í eftirfarandi efni fyrir Hitaveitu Reykja- víkur: A. Steinull til einangrunar geyma í Öskjuhlíð. Magntölur: 1. 1200x580x75mm - 13400 m2 2. 1200x530x75mm - 1600 m2 Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 18. febrúar n.k. kl. 11. B. Efni fyrir Nesjavallavirkjun Magntölur: 1. Stálpípur heildarmagn 2520 m. 2. Beygjur heildarmagn 38 stk. 3. Minnkanir heildarmagn 13 stk. 4. Té heildarmagn 11 stk. 5. Flangsar heildarmagn 22 stk. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 25. febrúar n.k. kl. 14.00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3 Reykjavík og verða opnuð þar á ofan- greindum tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fiik11k|iivogi 3 Suiii 25800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.