Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIIl Gelur hungur verið úlbreilt í Bandarikjunum? Við hér í hitaeiningaparadísinni erum því löngu vön að hungur sé landlægt í mörgum löndum heimsins. Svo oft og lengi hafa sjónvarpsskjáir glennt upp augu okkar til að við fáum inn í stofu til okkar þanda kviði og líflítil augu sveltandi barna í Afríku, að sú hjálparhvetjandi samúð sem slík- arfréttamyndirgeta vakið hefur að öllum líkindum mjög verið á undanhaldi fyrirsljóleikaendur- tekningarinnar. Ótrúlegt en satt? Og þegar við hugsum um hung- ur, þá hugsum við um þriðja heiminn fyrst og fremst. Og vit- anlega er vandinn langsamlega stærstur þar. Við gerum svo ráð fyrir því, að illa settir hópar, ekki síst gamalmenni, einstæðar mæð- ur og útigangsmenn, í „okkar“ hluta heims búi við vissan skort, en öryggisnet hinna efnaðri samfélaga sé svo sterkt að engum sé verulegur háski búinn. Og þeg- ar menn tala um fátækt í okkar eigin landi fitja flestir upp á trýn- ið og segja svoddan tal uppfinn- ingu fólks sem vilji hafa atvinnu af vandamálum. Og hvað segir Iesandinn þegar því er skellt framan í hann að í ríkasta landi heims, Bandaríkj- unum, þjáist tólf miljónir barna og níu miljónir fullorðinna af hungri, eða um níu prósent þjóð- arinnar? Menn segja náttúrlega að þetta geti ekki verið. Slík firn geti ekki átt sér stað í því alls- nægtalandi. Vor hjá hommum og lesbíum Samtökin ‘78, félag homma og lesbía, mun halda árlega lista- og menningarviku dagana 26. apríl til 3. maí. Lista- og menningar- vikan verður haldin annarsvegar í nýju félagsheimili Samtakanna á Lindargötu 49 og hinsvegar í Ris- inu, Hverfisgötu 105. Sunnudaginn 26. apríl opnar Reynir Sigurðsson myndlistar- sýningu í húsi Samtakanna á Lindargötu 49. Þetta er sölusýn- ing. Mánudaginn 27. apríl er um- ræðufundur í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst hann kl. 20.30. Sál- fræðingar, geðlæknar og prestar svara spumingunni: Hver er ábyrgð þín í starfi gagnvart lesbí- um og hommum? Þriðjudaginn 28. apríl kl. 21.00 efna Samtökin ‘78 til umræðu- fundar um samstarf og samskipti kynjanna í Samtökunum. Fimmtudaginn 30. apríl er dag- skrá um eyðni í Risinu. Böðvar Björnsson reifar málin og ræðir hvert stefnir í eyðnivörnum hér á landi. Læknar og félagsráðgjafar leggja orð í belg, sýndar verða stuttar kvikmyndir um hættulaust kynlíf og líf þeirra, sem sýkst hafa af sjúkdómnum. Kvöldinu lýkur með leiksýningu Alþýðuleik- hússins, Eru tígrisdýr í Kongó? Laugardaginn 2. maí er kvennakvöld í Risinu. Norska skáldkonan Gert Brantenberg verður kynnt og kvöldinu lýkur með dansleik. Vikunni lýkur svo sunnudag- inn 3. maí með bókmennta- og leiklistarkvöldi í Risinu og hefst kl. 20.30 Tuttugu miljónir manna Um „Hungur í Bandaríkjun- um“ er fjallað í nýlegri grein í virðulegu tímariti, Scientific Am- erican, eftir J. Larry Brown, sem er formaður Læknasamtaka um baráttu gegn hungri í Bandaríkj- unum, en þaðan eru heimildir einkum komnar í þessa saman- tekt hér. Höfundur greinarinnar segir sem svo: Læknar hafa komið sér saman um það að hungraður sé sá sem til langframa skotir þá nær- ingu sem nauðsynleg er vexti og heilsu. Og sem fyrr segir - þeir einstaklingar eru taldir meira en tuttugu miljónir í Bandaríkjun- um. Hann segir sem svo, að nokkrir þessara einstaklinga kunni að þjást af hungri vegna fáfræði eða hirðuleysis (möo vegna einskonar sjálfskaparvít- is). En flestir búa við skort af þeim rammpólitísku ástæðum, að lögmál efnahagslífsins og glopp- ótt og veikburða velferðarkerfi skilur fjölda einstaklinga og fjöl- skyldna eftir úti á köldum klaka. Pólitísk óbyrgð Og hér kemur strax að einu svaranna við algengri spurningu samtímans: Er nokkur munur á hægristjóm eins og þeirri sem nú situr í Bandaríkjunum undir Re- agan og vinstristjórn, eða að minnsta kosti „frjálslyndri"? (Um vinstrivalkost er vart að ræða í Bandaríkjunum eins og menn vita.) Víst er sá munur mikill. í fyrrnefndri grein er þess get- ið, að fyrir þrem áratugum hafi menn rannsakað hungurvandann og þegar menn komust að því, að næringarskortur var útbreiddur í landinu brugðu stjómvöld á sjö- unda og áttunda áratugnum á ráð sem dugðu til að útrýma vandan- um að mestu. Komið var á svok- ölluðu matarmiðakerfi sem náði til um tuttugu miljóna manna. Framkvæmdar voru áætlanir um skólamáltíðir sem áttu að tryggja þær áætlanir og þau útgjöld sem fyrr voru nefnd. Ári síðar vom ýmis einkenni hungurs vel og rækilega aftur fram komin. Þeim fjölgaði jafnt og þétt sem komu til lækna með sjúkdómseinkenni sem tengd vom hungri og van- næringu. Árið 1984 var mikið um það talað að efnahagslífið væri á uppleið (og fylgdu því mati sannfærandi tölur eins og gengur). En nú var um það rætt hvort góðærið hefði komið til hinna fátæku. Svo reyndist ekki vera. Þrj ár bæj arstj órnir af hverj - um fjómm tilkynntu, að þörf fyrir skyndihjálp með mat hefði aukist á því vel lukkaða ári. Þeim súpueldhúsum og öðmm neyðar- aðgerðum fjölgaði mjög ört á því En árið 1981 gerðist það að stjórn Reagans hófst handa um það í nafni hinna hreinsandi á- hrifa markaðarins að skera niður að börn frá fátækum heimilum fengju þá næringu sem til þurfti til að þau gætu lært. Sérstakar ráðstafanir vom gerðar til að bæta fæði þungaðra kvenna og mæðra. ÁRNI BERGMANN ári sem áttu að bæta úr sárastu neyðinni, máltíðir sem þaðan vom afgreiddar reyndust helm- ingi fleiri en ári fyrr. Og semsagt, árið 1985 komust Læknasamtök gegn hungri að þeirri niðurstöðu að um tuttugu miljónir Banda- ríkjamanna byggju við hungur og að öllum líkindum hefur ástandið versnað síðan. Börn og gamalmenni í grein J. Larrys Browns er það svo rakið hverjar afleiðingar nær- ingarskortur hefur á viðnáms- þrek aldraðra gegn sjúkdómum og á þroska fóstra og ungbarna. í því sambandi er á það minnt að ungbarnadauði (fjöldi þeirra ungbarna af hverjum þúsund sem fæðast er deyja á fyrsta ári) sé almennt viðurkenndur nokkuð traustur mælikvarði á heilsufar þjóða. Og Bandaríkin koma þá ekki vel út í samanburði við önnur iðnvædd ríki. Ungbarna- dauði er þar 11,2 á þúsund og skipar hann Bandaríkjunum í átj- ánda sæti í heiminum og standa þá ekki bara verr en Svíþjóð og Bretland, heldur og Hongkong og Spánn. Greinarhöfundur viðurkennir að hungureinkenni geti stafað m.a. af vanþekkingu um matvæli og næringargildi, sem útbreidd er víða meðal landa hans. En vitan- lega getur hann fýrst og síðast bent á þá staðreynd að það sé beint samband milli hungurs og fátæktar. Og þá þess, að efna- hagsþróun er óhagstæð þeim sem minnst hafa - stefna stjórnvalda einnig. Og hið bandaríska „ör- yggisnet“ er gisnara en hjá öðrum efnuðum þjóðum, Til dæmis að taka er fátækum barnafjölskyld- um neitað um aðstoð í meira en helmingi fylkja Bandaríkjanna ef báðir foreldrar em til staðar - að- stoð fæst ekki fyrr en fjölskyldur sundrast. Og sú aðstoð sem fólk fær með „matarmiðum“ er einatt svo lítil að með henni tekst ekki að bægja hungurvofunni frá. Stjóm Reagans hefur líka skorið mjög niður alla slíka aðstoð - til dæmis matarmiðaaðstoðina um sjö miljarði dollara á fjárlagaár- unum 1982-85. Allt er þetta vitanlega þeim mun dapurlegra sem Bandaríkin eru stútfull af mat og feiknamikið af matvælum fer í súginn með ein- um eða öðrum hætti. Skiptir þetta móli? Nú má spyrja : Hvað kemur næringarskortur í Bandaríkjun- um okkur við? Hann gerir það reyndar með ýmsum hætti. Hann minnir á það, hve fólk í velmeg- unarlöndum á einatt erfitt með að viðurkenna tilveru fátæklinga sín á meðal og hefur mikla til- hneigingu til að afgreiða þá sem sérstök undantekningartilfelli. Þá hlið mála þekkjum við vel héðan að heiman. Þar að auki minnir fjölgun hinna svöngu í ríkasta landi heims enn á það, sem margir vilja efast um, að það er munur á hægri, miðju og vinstri í pólitík. Að þar er ekki um að ræða meiningarlausan leik að úreltum viðmiðunum, eins og margir hafa tilhneigingu til að ætla, einnig á íslenskum kjör- degi. -áb 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.