Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1987, Blaðsíða 6
Þór (öm Árnason) veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar Loki (Randver Þorláksson) ber honum fregnina frá Þrym úr jötunheimum: hamrinum verður ekki skilað nema í skiptum fyrir frjósemisgyðjuna Freyju. Mynd Sig. Hvar er hamarinn? Þjóðleikhúsið frumsýnir „Hvar er hamarinn“ eftir Njörð P. Njarðvík í Hnífsdal á morgun Hvar er hamarinn? Á þessari spurningu hamra goöin við Þórsem reynirtaugaveiklað- ur að víkja sér undan svari uns hann viðurkennir að hamrinum hafi verið stolið - í verki Njarðar P. Njarðvík „Hvar er hamarinn?1' sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í Hnífsdal fimmtudaginn 4. júní. Tilefnið er M-hátíðin á ísafirði, en íframhaldinu verðurflakk- að með sýninguna suður á bóginn og endað á Akranesi. Leikrit Njarðar er byggt á Þrymskviöu, sem segir frá því þegar goðið Þór týndi hamri sín- um og náði honum síðan aftur með klækjum úr hendi jötunsins Þryms. Komu þar helst við sögu ráðagóði bragðarefurinn Loki og hin undurfagra Freyja, Þór í hlut- verki klæðskiptings sem Freyja og Loki sem hennar ambátt. Sem fyrr segir er leikritið byggt á Þrymskviðu, en tungumálið er fært í nútímabúning og í upp- færslunni allri kallast á hinn gamli og nýi tími. „Úr þessu hefur orðið hinn mesti ærslaleikur ætlaður eldri börnum og fullorðnum. Við vonum að verkið veki bæði hlátur og gleði en umfram allt forvitni," sagði Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri verksins. Að sögn Brynju var leikrit Njarðar upphaflega hugsað sem lítið leikverk fyrir skóla, en með tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar og látbragðs- og dansat- riðum tókst að lengja það í hæfi- lega kvöldsýningu. „Uppbygging sýningarinnar er einföld og sveigjanleg þannig að hægt er að fara með hana hvert sem er með stuttum fyrirvara," sagði Brynja og bætti því við að líklegast væru lendarnar hennar Freyju, meistaraverk Sigurjóns Jóhanns- sonar leikmyndahönnuðs, það fýrirferðarmesta í sýningunni. í sýningunni eru alls 9 leikend- ur. I aðalhlutverkum eru Er- lingur Gíslason (Þrymur), Lilja Þórisdóttir (Freyja), Randver Þorláksson (Loki) og Örn Árna- son (Þór). Önnur hlutverk leika, syngja og spila þau Ólafur Örn Thoroddsen, Valgeir Skagfjörð, Eyþór Arnalds, Herdís Jónsdótt- ir og Kristrún Helga Björnsdótt- ir. Þau þrjú síðastnefndu eru ne- mendur í Tónlistarskólanum en hafa leikið með áhugaleikfé- lögum áður. Leikritið verður frumsýnt í Hnífsdal klukkan 21 fimmtudaginn 4. júní og önnur sýning verður klukkan 18 föstu- dagskvöldið 5. júní. -K.Ól. Skerpluhátíð Súldlin á Borginni Síðustu tónleikar á Skerpluhátíð Musica Nova verða á Hótel Borg í kvöld og mun hljómsveitin Súld leika eigin verk Myndlist Steingrímur í Eden í gærkvöld opnaði Steingrímur Sigurðsson sína elleftu sýningu í Eden og er það hvítasunnusýning tileinkuð sjö undanförnum góð- um árum. Er þetta 62. sýning Steingríms en hann hélt sína fyrstu sýningu í Bogasalnum 1966. Á sýningunni í Eden er41 mynd, flestallar nýjar og unnar í ný efni. Sjávarmótíf og kyrralífsmyndir ásamt fantasíum eru rikjandi á sýningunni. Einnig eru örfá eldri verk sem ekki hafa verið sýnd áður. Undir lok sýn- ingarinnar, sem stendur til 14. júní, verða ýmsar óvæntar uppá- komur í tengslum við sýninguna. -ing _____ V ....... Síðustu tónleikar á Skerplu- hátíð Musica Nova verða á Hótel Borg í kvöld kl. 21. Er það hljómsveitin Súld sem þar spilar og segir í fréttatil- kynningu frá Musica Nova að Súldin, sem stofnuð var síð- ast liðið haust, sé eitt sér- stæðasta og ferskasta fyrir- bæri í tónlist á íslandi í dag. Meðlimir Súldar hafa samið sjálfir alla þá tónlist sem hljóm- sveitin hefur flutt frá upphafi, en hana skipa Szymon Kuran fiðlu- leikari, Steingrímur Guðmunds- son trommu- og tablaspilari, Tryggvi Hubner gítarleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari. Tónlistin sem þeir flytja getur hugsanlega kallast jass, sé það hugtak teygt og togað til hins ítr- asta og engan veginn víst að það dugi til, enda eiga meðlimir sveitarinnar sér mjög ólíkar rætur í jassi, klassískri tónlist, rokki, indverskri tónlist o.s.frv. Hljómsveitin Súld leikur á Hótel Borg í kvöld. Á Hótel Borg munu þeir frum- flytja verkið Konfrontacja (Aug- liti til auglitis) eftir Szymon Kur- an, end auk þess Paughkeepsie eftir Steingrím, Augnablik eftir Stefán og 11,8 eftir Szymon. Síðar í júní mun hljómsveitin fara með þetta sama prógram til Kanada og einnig er fyrirhugað að gefa út plötu með efni hljóm- sveitarinnar. -ing 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 3. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.