Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 19
Fyrir fagfólk og venjulegt fólk RœttviðGunnar Hersvein, ritstjóra tímaritsins Sjónmáis, semútkemurá nœstudögum Gunnar Hersveinn: „Við reyndum að fá sem allra besta penna til að skrifa í blaðið og erum mjög ánægðir með hvernig til tókst.“ (Ljósm. E.ÓI.) betu Taylor myndi það sjálfsagt selja blaðið heil ósköp. Kannski ekki síst meðal kvenna á fimmtugsaldrinum! “ - Hvað er annað að segja um efnistök og efnisval í Sjónmáli? „Við reyndum að fá sem besta penna til að skrifa í blaðið og erum mjög ánægðir með hvernig til tókst. Það er fólk á borð við Hallgrím Helgason, Rögnu Sig- urðardóttur og Illuga Jökulsson, þannig að efnið er allt fyrsta flokks. Það var einnig lögð mikil áhersla á að blaðið yrði öðruvísi í útliti en þessi hefðbundnu tísku- og mannlífsblöð. Þeir Björgvin Olafsson og Einar Garibaldi sáu um hönnun og tókst glæsilega til.“ Sjónmál mun koma út á tveggja mánaða fresti og verður allajafna 80-100 síður. Gunnar var að lokum spurður hvernig auglýsingamarkaðurinn hefði tekið Sjónmáli í fyrstu atrennu. „Auglýsingamarkaðurinn veit eiginlega ekki hvemig hann á að taka þessu blaði til að byrja með. En eftir að þeir sjá fyrsta tölu- blaðið hef ég engar áhyggjur. Þeir verða óhræddir við að aug- lýsa. Og fólk líka óhrætt við að kaupa blaðið!" —hj- „Við gerum út á hinn almenna markað með þetta tímarit," sagði Gunnar Hersveinn í spjalli við Sunnudagsblaðið. „Þetta er ekki fyrir fagmenn eingöngu heldur reynum við að finna veginn þar sem áhugi almennings og þarfir fagmanna mætast. Þannig erum við með viðtöl við stórstjörnur, dóma um fjöldann allan af mynd- böndum og umfjöllun um ýmsar bíómyndir og goð úr kvikmynda- heiminum." - Nú hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að gefa út kvikmynda- blöð, en jafnan með litlum árang- ri. Hver er sérstaða ykkar um- fram fyrri blöð? „Þau blöð sem hafa hingað til verið gefin út hafa yfirleitt bara höfðað til sérstakra áhuga- manna. Þar var yfirhöfuð fjallað um þessar svokölluðu „mánu- dagsmyndir" og lítið umfram það. Við treystum okkur hins vegar til að fjalla fordómalaust um myndir eins og til dæmis Rambó. Nú eins gæti ég trúað að fjöldi fólks hafi áhuga á að lesa viðtöl við frægt fólk - ef við til að mynda hefðum viðtal við Elísa- "SSfS- ■SBSSSS (byrjun næstu viku er vænt- anlegt á markaöinn splunku- nýtt tímarit um kvikmyndir, bíó og myndbönd. Tímaritið heitir Sjónmál og það er gefið út af hlutafélaginu Stöku, sem er að mestu leyti í eign Bjarna Þórs Sigurðssonar, Helga Hilmarssonarog Björns Jón- assonar. Ritstjórar eru Jón Egill Bergþórsson og Gunnar Hersveinn Sigursteinsson. Stórmeistara- fabrikkan Lelkmannsþankar um skák Margeir Pétursson - Dágóð uppbót eftir misjafnt gengi það sem af er. Hannes Hlífar - Unglingastarfið er til fyrirmyndar. Jóhann Hjartarson - Skákar sterk- ustu skákmönnum heims. Það hefur verið tíðindasamt í skákheiminum að undan- förnu og íslendingar barist á fjórum vígstöðvum í þremur heimsálfum meðfrækilegum árangri. Nú þegarerutveirtitl- ar í höfn; heimsmeistaratitill Héðins Steingrímssonar í flokki barna 12 ára og yngri og Norðurlandameistaratitill Margeirs Péturssonar. í kaupbæti er svo Jóhann Hjartarson efstur á millisvæð- amótinu í Szirak í Ungverja- landi og þeirfélagar Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson standa sig vel á heimsmeistaramótinu á Fil- ipseyjum fyrir 20 ára og yngri. Norðurlandameistaratitill Margeirs er einkar kærkominn því þrátt fyrir að íslendingar státi af fleiri stórmeisturum en hinar Norðurlandaþjóðirnar hefur það löngum reynst okkar mönnum erfitt að sigra á þessum mótum. Fyrir Margeir persónulega er þetta líka dágóð uppbót eftir dap- urt gengi það sem af er árinu, en það kostaði hann m.a. fjöldann allan af eló-stigunum góðu. Helgi Ólafsson, okkar maður á Sunnu- dagsblaðinu, var ekki nema hársbreidd frá því að hreppa titil- inn en teygði sig of langt í síðustu skákinni og tapaði. Árangur Jóns L. Árnasonar var ekki eins góður og hinna tveggja en hann hefur staðið fyrir sínu upp á síðkastið. Árangur Jóhanns, það sem af er, á millisvæðamótinu í Ung- verjalandi er glæsilegur og sýnir að það var engin tilviljun að hann náði öðru sæti á firna sterku móti í Moskvu fyrir skömmu. Allar götur síðan Jóhanni skaut upp á stjörnuhimininn á skákmóti Bún- aðarbankans fyrir þremur árum, hefur hann verið í stöðugri fram- för og er um þessar mundir lík- lega öruggastur íslensku skák- mannanna. Mótið í Szirak er skammt á veg komið - 6 umferð- um af 18 er lokið - svo það er fullsnemmt að fagna sigri. Jó- hann á við ramman reip að draga því á mótinu keppa ekki minni spámenn en til að mynda Nunn frá Englandi, Portisch frá Ung- verjalandi, Ljubojevic frá Júgó- slavíu, Salof og Beljavsky frá So- vétrikjunum auk fjölda annarra. Það er því langt þangað til það skýrist hvort Jóhann Hjartarson nær að verða einn af áskorendum heimsmeistarans, - en það hefði þótt saga til næsta bæjar um óþekktan starfsmann Búnaðar- bankans fyrir nokkrum misser- um. Öflugt unglingastarf Heimsmeistaratitill Héðins Steingrímssonar sem hann vann með fáheyrðum yfirburðum á mótinu í Púertó Ríkó sýnir enn einu sinni að gífurlega mikið er unnið hjá Skáksambandinu og Taflfélaginu í unglingastarfi. ís- lenskir unglingar hafa verið sig- ursælir á Norðurlandamótum á síðustu árum: Héðinn er til að mynda þrefaldur meistari í sínum flokki og Hannes Hlífar hefur fimm sinnum orðið Norðurland- ameistari. Þröstur Árnason er síðan enn einn af ungu snillingun- um, sem velflestir hafa verið aldir upp í skákinni af Ólafi H. Ól- afssyni. Það er vitaskuld alltof snemmt að spá nokkru um framtíð yngstu kynslóðarinnar í skákinni, en þó er full ástæða til að ætla að við eigum efni í marga framtíðar- stórmeistara. Það hefur stundum verið haft á orði að fjórmenning- aklíkan: Jón, Jóhann, Margeir og Helgi séu þeir einu sem hafi burði til að halda uppi heiðri íslands í framtíðinni á alþjóðavettvangi, en með þessu áframhaldi fara þeir að fá vaxandi samkeppni með árunum. í helmsklassa Sá góði árangur sem náðist á Óiympíumótinu í skák í fyrra undirstrikaði að íslenskir skák- menn eru í fremstu röð. Við eigum hinsvegar engan enn sem telst í hópi allra snjöllustu skák- manna heims. Mörkin eru oft dregin á elólistanum þannig að þeir sem hafa yfir 2600 stig mynda einskonar „elítu“. Enn sem komið er eru íslensku skák- mennirnir á bilinu frá 2500-2550 og eiga því talsvert langt í land ennþá. Fnðrik Ólafsson var tví- mælalaust í hópi þeirra sterkustu þegar hann var upp á sitt besta, en breiddin í íslensku skáklífi þá var nánast engin miðað við það sem nú er. íslendingar hafa gert vel við skákmenn sína, sett þá á laun og haldið þeim sterk mót. Þegar vel gengur eru skákmennirnir þjóð- hetjur, fullkomlega verðskuldað. Og síðustu daga og vikur hafa þeir verið að gera það gott og þá fylgist þjóðin með af miklum áhuga og ólíklegasta fólk fær allt í einu vit á skák. Það er allrar athygli vert og sjálfsagt að hafa í huga að það var Heimsmeistaraeinvígið milli Spasskys og Fischers árið 1972 sem vakti áhuga hjá flestum af okkar sterkari skákmönnum af yngri kynslóðinni. Þannig varð það aflvaki þeirrar byltingar sem hér er orðin í skákheiminum. Og Íiað er kannski full ástæða fyrir slendinga að hyggja að því að halda heimsmeistaraeinvígi aftur. Það gæti skilað sér í stór- meistaraframleiðslu eftir svona 10-15 ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.