Þjóðviljinn - 07.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 7. október 1987 222. tölublað 52. árgangur Opinberir starfsmenn Ekki framhjá okkur Birgir Björn Sigurjónsson, hagfrœðingur BHMR: Draumórar að hœgt verði að semjaframhjá opinberum starfsmönnum. Mikill órói vegna gífurlegslaunaskriðs að er túlkun ýmissa forystu- manna í launþegahreyflng- unni að verði launaleiðréttingar á almennum markaði fyrir áramót, þá gefi það ekki tilefni til að leiðrétta laun opinberra starfs- manna sem samið hafa út árið 1988. Þarna finnst mér mjög hættuleg hugsun vera á fcrðinni. Það eru draumórar að hægt sé að semja framhjá opinberum starfs- mönnum, sagði Birgir Björn Sig- urjónsson, hagfræðingur Banda- lags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna í samtali við Þjóð- viljann í gær. - Sá skilningur var fyrir hendi, undantekningarlaust, þegar við sömdum á sínum tíma, að allir samningar á almennum vinnu- markaði, væru bundnir út árið 1987 og að nýir samningar kæmu ekki til fyrr en á árinu 1988. Þvi er útí hött að líta svo á að hægt sé að semja á almennum markaði fyrir áramót og láta opinbera starfs- menn missa á þann hátt af eðli- legri hlutdeild launakökunnar. Ég held að atvinnurekendur geri sér þetta ljóst, enda eru þeir í nánum tengslum við okkar at- vinnurekendur, sagði Birgir Björn. Hann sagði jafnframt að stað- an sem nú væri komin upp í launamálum væri yfirgengileg. - Við höfum horft upp á gífurlegt launaskrið sem er kannski sér- staklega bundið við ákveðnar greinar efnahagslífsins. Þetta hefur valdið miklum óróa meðal opinberra starfsmanna, þar sem við sitjum í föstum samningum út næsta ár, sagði BirgirBjörn. Kópavogur SÍS flytur! Skrifað undir um helgina Forystumenn Sambandsins hafa afráðið að flytja höfuðstöðv- ar þess á Smárahvammsland í Kópavogi, og var skrifað undir drög að samningi SIS og land- eigenda nú um helgina, að því er áreiðanlegar heimildir Þjóðvilj- ans herma. Tilboð Reykjavíkurborgar um að halda SIS í borgarlandinu munu ekki hafa þótt nógu hag- stæð, og er nú aðeins eftir að fín- pússa kaupsamninginn við Smárahvammslandeigendur og bera hann upp til samþykkis í framkvæmdastjórn SÍS. Kaupverðið mun vera á bilinu 110-120 milljónir. -*® Loftmengun Lítil sem betur fer Sleppumvel, en mengun berst þó í lofti. „A Veðurstofunnj eru til gögn um mengunarmælingar sem hafa staðið í áratugi, sem fáir vita um, og því hef ég áhuga á að koma þeim fyrir almenningssjónir,“ sagði Hreinn Hjartarson veður- fræðingur, einn framsögu- manna á ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um umhverfis- mál á sunnudaginn i Gerðu- bergi. Erindi sitt nefnir hann Loftmengun handan um höf. „Hér hafa verið gerðar mælingar á geislavirkum efn- um í úrkomu og andrúmslofti, og eins mengunarefnum, til dæmis brennisteini.“ Að sögn Hreins berast Veðurstofunni oft fyrirspurn- ir erlendis f rá, enda er gj aman litið á ísland sem mælikvarða á ómengað umhverfi. Hingað berast þó mengunarefni, en magnið er sem betur fer lítið ef við berum okkur saman við' Norðurlöndin. HS Hreinn Hjartarson veðurfræðingur líturtil himins eftir mengun. A ráðstefnu AB á sunnudag fjallar hann um íslenskar og erlendar mengunarmælingar í lofti og úrkomu. Mynd: E.ÓI. Útvegsbankasala Erlent verkafólk Krístján til Jóns Vilja 1500 manns árlega Ekkertgerst ífjarveru viðskiptaráðherra Kristján Ragnarsson oddviti þeirra 33 sem bauð í Útvegs- bankann gegn SÍS hefur verið kallaður á fund viðskiptaráð- herra í dag, og er jafnframt búist við að ráðherra ræði við SÍS- menn í dag eða á morgun. Síðan Jón Sigurðsson fór til Vesturheims fyrir viku hafa við- ræður um málið legið niðri og verið dauflegar þar áður. Krist- ján Ragnarsson sagði í gær að það væri á könnu ráðherra að hefja þær aftur ef hann vildi, en sagðist að öðm leyti hafa lofað Jóni að tala ekki um málið meðan Jón væri burtu, ,,-og ætli það gildi ekki enn“. Fyrsti viðræðufundurinn var haldinn 3. september og var í fréttatilkynningu ráðherra gert ráð fyrir að þeim lyki fyrir síðustu mánaðamót. -m Islenska atvinnumiðlunin, sem annast milligöngu um ráðningu erlends vinnuafls til starfa hér á landi, ráðgerir að varanleg þörf eftir erlendu vinnuafli sé um 1500 manns. - Til skemmri tíma erum við að tala um allt að nokkur þús- und manns, sagði Eyjólfur Haf- stein, hjá Islensku atvinnumiðl- uninni. - Fyrirtæki í fiskvinnslu, iðn- aði, verslun og jafnvel opinberar stofnanir hafa mikið spurst fyrir eftir erlendu vinnuafli. Síðan við hófum starfsemi fyrir skömmu, höfum við útvegað um 15 manns vinnu hér og það er ekkert lát á fyrirspurnum og pöntunum, sagði Eyjólfur. - Ég sendi milli 50 og 60 manns heim fyrstu tvo mánuði ársins og frá því í ágúst og til september- loka hef ég sent annan eins fjölda. Þannig að allt í allt eru þetta um 120 manns sem ég hef ráðið á árinu til starfa í fiskvinns- lunni heima. Þeir sem ég sendi fyrr á árinu eru núna trúlega flest- ir að búa sig til heimferðar, enda þeirra ráðningartími á enda, sagði Óskar Guðmundsson, hjá söluskrifstofu SH í Grimsby, en skrifstofan hefur annast ráðningu erlends verkafólks til fiskvinnslu- starfa hér á landi. Við munum þó ekki ráða fólk til starfa ef það er gegn vilja verkalýðsfélaganna, sagði Ósk- ar. Gunnar Egilsson, hjá sjávaraf- urðadeild SÍS, sagði að undanfar- inn mánuð hefði skrifstofa Sam- bandsins í London annast milli- göngu um ráðningu 20 manna er- lendis frá til starfa. Engar opin- berar tölur eru til um fjölda út- lendinga í störfum hér á landi. Eins og kunnugt er þurfa Norður- Iandabúar ekki atvinnuleyfi og er því alls ókunnugt um fjölda Norðurlandabúa á íslenskum vinnumarkaði. Flestir þeirra sem hafa verið ráðnir eru frá Nýja Sjálandi, Ástralíu og Suður- Afríku. -rk Bandaríkin Bork burstaður burt Maður Reagans í Hœstarétti bíður afhroð fyrir þingnefnd Níu-fimm var niðurstaðan þeg- ar dómsmálanefnd öldunga- deildarinnar greiddi atkvæði um Robert Bork, sem Reagan Banda- ríkjaforseti hafði tilnefnt i Hæst- arétt. Nefndin leggur til að þing- deildin hafni manni forsetans, og er það mikið áfall fyrir Hvíta hús- ið. Hefði Bork verið valinn hefði komist á íhaldsmeirihluti í hinum valdamikla Hæstarétti Banda- ríkjanna, og hefur verið haft á orði að slíkur meirihluti hefði orðið áþreifanlegasti arfur Reag- ans í bandarísku þjóðlífi, og hald- ist frammá næstu öld. Sjá síðu 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.