Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 7
Fylgiskannanir Stjómin í sífelldum minnihluta Meirihluti á móti ríkisstjórninni ífimm könnunum á árinu. Aðeins rúmurþriðjungur aðspurðra styður stjórnina íDV-könnun ígœr. Sennilegtað margirþeirra sem neita að svara umflokksstuðningséuí stjórnarandstöðu Ríkisstjórnin hefur fleiri á móti sér en með í skoðanakönnun sem DV birti í gær, og er það í fimmta könnun ársins sem gefur þá niðurstöðu. Af þeim sem afstöðu tóku segj- ast 43,7% fylgjandi ráðherrunum í DV-könnuninni en 56,3% segj- ast andvígir. 23% spurðra tóku ekki afstöðu og af öllum hópi spurðra segjast aðeins 33,7% styðja ríkisstjórnina, sem er lægsta hlutfall enn í skoðana- könnunum um þetta eftir kosn- ingar. Frá því ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð síðasta sumar hefur ellefu sinnum verið spurt í könnunum um afstöðuna til hennar, af þremur kannendum (DV, Hagvangur, Heigarpóstur- inn/Skáíss) og hefur verið tiltölu- legt samræmi í niðurstöðum frá einni könnun til annarrar. Megindrættir í þessum könn- unum eru mjög skýrir. í sex könnunum fyrir áramót, frá júlí til nóvember, nýtur stjórnin meirhlutastuðnings hjá þeim sem taka afstöðu, fær 55 til 64 pró- senta stuðning. í fimm könnun- um eftir áramót, frá janúar til mars, hafa vindar snúist, og minnihluti þeirra sem afstöðu taka, 43-47 prósent, styður stjórnina. Pessar kannanir um afstöðu til ríkisstjórnarinnar hafa allar nema ein verið gerðar samhliða könnunum um fylgi einstakra flokka, og því auðvelt að bera saman. Og þegar borin eru sam- með móti Steingrímur, Jón Baldvin, Þorsteinn. Ríkisstjórnin í minnihluta frá áramótum í öllum könnunum. an svör um afstöðu til stjórnar og afstöðu til stjórnarflokka, - mið- að við þá sem afstöðu taka -, kemur í ljós að í öllum könnunum nema þeim allra fyrstu er saman- lagt fylgi stjórnarflokkanna mun meira, og stundum miklum mun meira, en stuðningurinn við stjórnina sjálfa. í nóvember fékk stjórnin 55-60 prósent en flokk- arnir þrír samtals 65-75, í janúar og febrúar fékk stjórnin um 45 en stjórnarflokkarnir um og yfir 60. Þessi samanburður hefur leitt til getgátna um að margir stuðnings- menn stjórnarflokkanna séu lítt hrifnir af sjálfri stjórn flokkanna. Myndin er þó önnur þegar tek- inn er með í dæmið sá fjölmenni hópur sem ekki tekur afstöðu í könnununum. Óráðni hópurinn mínus hérumbil fimm, án þess að sjánleg sé nein hneigð upp eða niður. Annað er uppá teningi þegar athuguð er ríkisstjórnarafstaða. í A DAGSKRA 7 hefur ævinlega verið stærstur í könnununum um flokkafylgi og rokkað frá einni könnun til ann- arrar kringum 35%, piú» eða með móti ABD síðustu fjórum könnunum fyrir áramót er hlutfall óráðinna um stjórnina um 25% að meðaltali, en í könnununum fimm eftir ára- mót er þetta meðaltal um 18%. Á sama tíma og stjórnarandstæð- ingar verða fleiri en stjórnarsinn- ar fækkar hinum óráðnu, - sem minnkað í takt við dvínandi gengi stjórnarinnar, og í öðru lagi bendir ekkert til þess að neinn verulegur hluti þeirra sem segjast andvígir eða óráðnir í afstöðu til stjórnarinnar styðji einhvern stjórnarflokkanna. í HP í janúar er munur á stuðn- ingi við stjórn annarsvegar og stjórnarflokka hinsvegar aðeins 2,6%, samsvarandi tala hjá Hag- vangi í febrúar er 0,5%, í DV í febrúar 1,9%, í HP nú í mars 2,5%, í DV um helgina 1,9%. Fylgi flokkanna og stjórnarinnar sem þeir mynda er það sama, - og þetta samræmi helst í könnunun- um þrátt fyrir miklar fylgis- sveiflur milli flokkanna, bæði innan stjórnar og í öllu litrófinu. HP/júlí 54,6 45,4 HP/júlí 34,4 28,5 37,2 (-) bendir til þess að „nýir“ stjórnar- Samanburður á þessum skoð- HP/ágúst 63,8 36,2 HP/ágúst 55,5 31,5 13,2 48,1 andstæðingar komi fyrst og anakönnunum bendir því til þess DV/sept. 62,6 37,4 DV/sept. 45,5 27,2 27,5 38,8 fremst úr röðum áður óráðinna. að í bili eigi stjórnarflokkarnir sér Hagv./okt. 59,6 40,4 Hagv./okt. 46,8 31,7 21,4 43,5 Þessir „nýju“ stjórnarandstæð- ekki stóra landhelgi, - en fjöldi DV/nóv. 60,9 39,1 DV/nóv. 46,7 30,0 23,3 48,6 ingar virðast hinsvegar ekki - stjórnarandstæðinga sé hinsvegar HP/nóv. 55,8 44,2 HP/nóv. 40,6 32,2 27,2 42,3 fyrren þá um síðustu helgi - hafa miklum mun meiri en flokkarnir í HP/jan. 44,4 55,6 HP/jan. 36,1 45,2 18,9 38,7 gert upp hug sinn til flokkanna. stjórnarandstöðu hafa hingaðtil Hagv./feb. 47,9 52,5 Hagv./feb. 41,8 45,4 12,8 41,3 Og þegar betur er borið saman halað inn í könnunum. DV/feb. 43,1 56,9 DV/feb. 35,3 46,7 18,9 37,2 fylgi stjórnar annarsvegar og Þessar ályktanir af könnunar- HP/mars 46,0 54,0 HP/mars 37,9 44,4 17,7 40,4 stjórnarflokka hinsvegar kemur í tölunum falla síðan vel að því að DV/mars 43,7 56,3 DV/mars 33,7 43,3 23,0 35,6 ljós að hlutfall af afstöðu segir Kvennalistinn hafi í síðustu aðeins hálfan sannleik. Þegar könnun einkum náð til sín fylgi Hér sést stuðningur og andstaða Hér sést stuðningur og andstaða við stjórnina í sömu könnunum skoðuð eru öll svör og hinir þeirra sem frá áramótum hafa við stjórnina í könnunum frá júlí í þegar óráðnir (í þriðja dálki) eru teknir með í reikninginn. I fjórða óráðnu teknir með í reikninginn sagst andvígir stjórninni en verið fyrra. Hundraðshlutfall af þeim dálknum eru samanlagðar fylgistölur stjórnarflokkanna þriggja í könn- sést í fyrsta lagi að samanlagt fylgi óráðnir í afstöðu til flokkanna. sem tóku afstöðu. unum um flokkafylgi sem gerðar voru á sama tima. stjórnarflokkanna hefur -m Úrskurður siðanefndar BÍ Engin athugasemd við Þjóðviljafréttina Félagsmálaráðherrafórerindisleysutilsiðanefndarmeð kæru sína gegn Þjóðviljanum Siðanefnd Blaðamannafélags Islands hefur fellt þann úrskurð í kæru Jóhönnu Sigurðardóttur á hendur Þjóðviljanum vegna frétt- ar 25. febrúar að ummæli fréttar- innar brjóti ekki í bága við siða- reglur blaðamanna. Sú grein reglnanna sem ráðherrann vísaði til á ekki við um kæruefnið, segir siðanefnd, og vísar sérstaklega til annarrar greinar reglnanna þar- sem frásagnaraðferð Þjóðviljans í fréttinni er vernduð. Urskurður nefndarinnar fer hér á eftir í heild sinni: „Með bréfi dagsettu 29. febrú- ar 1988 hefir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. og Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofustjóri félagsmálaráðuneytis, kært til siðanefndar Blaðamann- afélagsins grein, sem birtist á for- síðu dagblaðsins Þjóðviljans 25. sama mánaðar. Greinin ber yfir- skriftina „Skrípaleikur hjá Jó- hönnu", en í henni er fjallað um ákvörðun félagsmálaráðherra um staðfestingu á Kvosarskipu- lagi.“ Og enn segir í bréfinu: „/ greininni segir m.a.: „Heimildir Pjóðviljans í félagsmálaráðuneyt- inu staðfesta þetta. Sagði hei- mildamaðurinn að Jóhanna hefði upphaflega ætlað að neita að stað- festa skipulag ráðhúsreitsins og því hafi sér komið mjög á óvart þegar hún héltþvífram að afskipti forsœtisráðherra hefði ekki haft nein áhrif á afstöðu hennar. “ Blaðamaður ber hér fyrir sig heimildarmann í fél- agsmálaráðuneytinu, bœði hvað varðar ákveðnar upplýsingar, og eins á heimildarmaður blaðsins í ráðuneytinu að hafa settfram sína skoðun á niðurstöðu málsins... Óviðunandi er gagnvart starfs- fólki ráðuneytisins, sem engan hlut á að máli, að geta um heimildarmann innan ráðuneytis- ins án þess að skýra nánarfrá því í fréttinni hver hann er. Hefur fra- msetning blaðamannsins á heimildarmanni í fréttinni vakið mikla reiði meðal starfsfólks... “ Bréfritarar telja, að greinin, sem er merkt bókstöfunum - Sáf, brjóti í bága við 3. grein siða- reglna Blaðamannafélagsins: „Blaðamaður vandar upplýs- ingaöflun sína svo sem kostur er og sýnirfyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að- binda, óþarfa sársauka og van- virðu. “ Siðanefnd telur að í þessu til- viki séu málavextir ekki hliðstæð- ir því sem ívitnuð grein miðar við. Nefndin gerir ekki athugasemdir við upplýsingaöflun blaðamanns- ins og telur að hér sé ekki í húfi sú friðhelgi einstaklingsins sem 3. grein siðareglna er ætlað að vernda. í 2. grein siðareglna segir: „Blaðamaður virðir nauðsyn- legan trúnað við heimildarmenn sína“. 1 samræmi við þessa reglu eru heimildarmenn oft ekki nafn- greindir í fréttum, en teki fram að þeir séu fyrir hendi - gj arnan með hliðstæðu orðaiagi og í hinni kærðu grein. Urskurður siðanefndar er sá að kærð ummæli brjóti ekki í bága við siðareglur Blaða- mannafélags íslands. Sigurður Á. Friðþjófsson kom á fund siðanefndar, sem fjallaði um málið á fundum sínum 9. og 18. þ.m. Reykjavík, 18. mars 1988 Agúst I. Jónsson, Bjarni Sigurðs- son, Elías S. Jónsson, Ólafur G. Eyjólfsson, Vilhjálmur Arna- son“. Miðvikudagur 23. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.