Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Kjarabarátta afgreiðslufólks Trúnaöarmannaráö Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt einróma aö hafi ekki tekist samningar um kaup og kjör fyrir 14. þessa mánaðar veröi felld niöur vinna í mat- vöruverslunum og stórmörkuöum. Skömmu fyrir páska höfn- uðu félagar í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur nýjum samn- ingum sem náöst höfðu við atvinnurekendur, þeir þóttu ekki nógu góöir. Samninganefnd verslunarmanna settist því á ný við samningaborðið meö atvinnurekendum og bendir verk- fallsboöunin til að lítið hafi gengiö í þeim viðræöum. En hvers vegna taldi verslunarfólk samningana, sem lagðir voru fram fyrir páska, ekki nógu góöa? Komið hefur fram aö það hafi einkum verið afgreiðslufólk í verslunum, og þá einkum stórmörkuðum, sem hafði forgöngu um að fella samningana og freista þess að ná fram betri kjörum í frekari viðræðum við verslunareigendur. Bent hefur verið á að stærsti hluti þessa fólks nýtur engra yfirborgana heldur fær greidd laun sín sam- kvæmt „strípuðum töxtunum" og að það hafi einfaldlega ekki unað því að semja um dagvinnulaun á bilinu 32-40 þúsund krónur á mánuði. í fréttum hefur nú um hríð mest borið á óánægju verslunar- manna með langan vinnutíma. Aukin samkeppni verslana hef- ur leitt til lengri opnunartíma. Algengt er að verslanir séu opnar fram á kvöld og laugardagsopnun er að verða að viðtekinni venju. Lengri opnunartími hefur að mörgu leyti létt neytendum lífið en ekki þarf að efa að meiri kostnaður við vörudreifingu lendir fyrr eða síðar útí vöruverðinu þannig að neytendur fá að greiða fyrir hagræðið af lengri opnunartíma. Lengri opnunartími verslana hefur lengt vinnudag starfsfólksins úr hófi. Því miður hefur raungildi heildarlauna þess ekki aukist að sama skapi. Samhliða aukinni eftirvinnu hefur kaupmáttur grunnkaupsins rýrnað. í mörgum verslunum, einkum þeim minni, á starfsfólkið erfitt með að neita yfirvinnu ef það hefur ekki til þess stuðning stéttarfélagsins. Þess vegna vill það fá skýr ákvæði í samninga um opnunartíma. Margir hafa undrast það hvers vegna opnunartími verslana getur orðið að bitbeini í samningamálum verslunarmanna. Bent er á vinnustaði á borð við spítala þar sem störf falla ekki niður allan sólarhringinn. í mörgum iðnfyrirtækjum ganga vél- arnar jafnt nótt sem nýtan dag. Á slíkum stöðum vinnur fólk á vöktum. En til þess að koma á vaktakerfi þarf að sjálfsögðu að bæta við starfsfólki og það þarf að greiða starfsfólkinu vaktaálag ofan á kaupið og bæta því á ýmsan hátt óhagræðið sem það hefur af óeðlilegum vinnutíma. Menn spyrja hvers vegna ekki megi koma á einhverju slíku kerfi við verslunarstörfin. Við slíkum spurningum hafa ekki heyrst fullnægjandi svör. En kannski er ekki svo erfitt að finna svarið. Kannski vilja verslunareigendur einfaldlega ekki greiða eðlileg laun fyrir vaktafyrirkomulag. Getur verið að þeim finnist heppilegt að haldataxtalaunum mjög langt niðri til þess að áhugi starfsfólks- ins á eftirvinnu dvíni ekki um of og til þess að unnt sé að haga opnunartíma að vild án þess að hafa áhyggjur af því hvort nokkur fáist til að vinna? Verslunareigendur eiga í stríði hverjir við aðra. Á höfuðborg- arsvæðinu eru fleiri verslanir en nauðsynlegt er, fjárfesting í vörudreifingu er of mikil. Samkeppni kaupmanna hefur harðn- að að mun og birtist m.a. í baráttu um hver geti haft opið lengst. Fengi starfsfólkið sæmilega greitt fyrir vinnu sína og bætt yrði við fólki til að minnka álagið á þeim sem fyrir eru, þá er ólíklegt að Verslunarmannafélag Reykjavíkur vildi setja skorður við opnunartíma. En því miður virðast kaupmenn telja eðlilegt að starfsfólk þeirra sé fyrstu fórnarlömbin í harðnandi samkeppni um viðskiptavinina. Hinum almenna neytanda ertamt að hugsa sem svo að best sé að hafa verslanir opnar sem lengst. En almenningur telur síður en svo sjálfsagt að samningsbundið kaup þess fólks, sem afgreiðir í verslunum, sé það lágt að það þurfi að una vinnutíma sem til viðbótar laugardagsvinnu stendur fram til klukkan níu eða tíu hvert kvöld virka daga. ÓP Siðuslu dago hat» otðtð Bfjörl«'5)di omraeður siöðw ■iipýðufiokf.sími t ríkísstjðro ■ f'Oísf.'-ins Paísaonar oq or Ifundur fóðhoo’fmna á Hótof ■ LofHeiðum boío díieiðiocj »f I sfðusto skoðrimiVdnnun t QV I tiývfsrið. Iserífömorfnn »em “ tió draga »f þeúfi olöuestöðu jf Akýt. Alþýðufiokkorino I iiefui lifdkisi of icið íTt&H I sfefnu 5>tt« pogjir Jón Balövin réðst i I þaó 3ð plirsfra jiau sar sem I fiokhormt) var i etiíf hami I hafði sagt skllið viö sffórnar- I sotu síoa 78-'tt. Uit nýkjör- I lon ttwmaöuririn meó Í3utw I umsiag fískverkunaonarmv. 1 frá Vasfoxmnaeyjutn om | Iflitdið og boðaði stóreígna- I skntl og fagfwrfngar & skait- I korfinu. som teyndat voru I garoíír kunningjar Affyýðu- I ttokkííos, Cn hvað hefur | fluonlsi siöan? Eftir eitiðan tima i sfjórn- I arandsföðo með önýft tnáf- I gagn hóf tlokkurfnn »>g fii I nýrrai stjðrnarábyrgðar og I hefur nú j)rjá ráðhorrfl i rikis- I sijórnínní. Pær vænfíngar I *?ru jrri stórar som hin a! I menni ftokksinaður hctur og I Jmír kjósondui sem fiykkst I hafa um sfefnu vatferðar og Imannúð3f. Btt Þ«f) sáiasta Víimufriður á krutaheimitÍMt Setjja n.fl áðo 8af<Jviri hafi íerigié aó toika iausum hai3 sið-sn n3rtn >-áí< vió fcr- vstu íiohkrúug. Um j/nð órdur vöf'Ö j^gjOhfií S«ir:fc&|7;u}fK’ að gu’a honiirr, sogróm i;i iHO/hnga sbm jatr.ve! ha?a vofið í s!'i sovéákre nnssís- ao -s ct? or uoosogn og pöh- íisk óífeyð K'isiíoarCuó- rnun'ís'fcfurr w.r> knno saro- ac tiafði uiinið af ósðrhiifoi o',} tíugriaði: t;ö marcjra fcr- rnaóna flokksins á fiókks- skfíídtöíunoí og i írarn- kva?rníia*:jórí) cjibggste , dsemið. . ,fó» h«fur a’ míkfum dogn- aói hfist uop t ffókknum oy fcað siflp sam haon stendur , >í/,;ir-.ái;uád:m>.-/!' vm;- ið at rOðtJSftm* o?3 duyoaðt. Gaíiino er fcpra bð freno hefor átv*?g ffá.jivf ég tðr að vjnn-3 > ftbkkhofn veriij ffékar einanyráðö' og c't hfcf ög fcaé á f iifíh'iiogúrur! ád mái- píif otiii hmni tý*«e6ístögu h«?ð fe.i:< okk> aiv«g aó haos ví'ihúbfftgöom. Pet’a íionst mér or.du'spegfo royndar ffeih rnófic.va okkar, ég fe.l áó pað /antí tif- : fír.ritír.'.iiQií moína a! fö’ki f '.'■cum ráðhc-rrflna som >.mi; fcsafnr ðjbtn'.iöi ssni iáðf!0’*«- :Sfcifc'?»íig?ft «'C fíargi 'f>«ir» áyí»:fs»b*ií rpfíhtinotna nn ág fsct «•»«:.íig<«f 'p«t:s eriiíið 'Joí'fti cit: ■jienn Vántía so'ii v>'i íbjkkc- um Wasir róöbyrrarnff em ö kaf> i y:;>'iu >' tdðwnfcvfutn pg t tiAfa oúiuc.gis t.miiirit «ð h’/tií yiarisrseöo' yii' >c«v>nu sam fxiir í«á kaiffl ii: öbyrgð-si lii sð útfo?;e st«fí»'.i fiokKsins svo scm í fjoí- skytöijrndíuni ðfi odrufft rdík um Mitrc, ©rii cg i>aj» ysríd hfirnstsic;’- vatgsngni Atb/ðtö ítpkkaiivs trá uypbafi. S'fcyrja oá Aib/bxrbokká- röoon írvort beir tfiíj; tnmipe. boríakscori samnoffieia fý;i« baó e.ivc'ii: sem bpkkyrífift v»»i sýna faorifcbgiifi) og staifs- pjðnmirh tdris opfnocm í sa>tmiftg«m uift k3úp og kjór, oo hapn fj«r tikkitöði iaufi«- stef'iu fynvnrsndi stjbrftar tha’iis bg Frsnrsökndr ssm ir-íddu tíf psina irð'óosiu dadna sccj opififcfi.nr atarfs- ms.nn hatfi háó cm ’swrgt áfa- bii.i og rhftóai áfiharS /oru bsrcar ufcpi at tjamstfi bái- áiturnfihiujm Aíbyðufiokks- ;ns eins og t-fsukl timgasym- ng sfcöia trcr rhtíð sfvádfigú 4 háfmátaráfihcrraror -að •tnnja hv-Sð r.3fth er að gprs í>í;kkn- UMRÆÐA Öiatuf H. Cma'r.so'i skrítai a jtt HAFLASKOÐUN ÞEGAR RÓNI RRENNUR Erfitt hjá krötum Stuðningsmenn og félagar Alþýðuflokksins virðast eiga því erfiðara með nætur- svefninn sem lengra líður á lífdaga ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar. Þetta sést í varnarræðun- um sem ráðherrar flokksins flytja um sjálfa sig á fundum og í fjölmiðlum, þetta kem- ur fram í samtölum útá götu eða yfir kaffibolla við al- menna krata, - og gleggst má greina þessa ónotatilf- inningu í flokknum þegar hinir virkustu meðal flokks- mannataka til máls,-þeir sem bera hitann og þungann án þess að hafa uppskorið ráðherrastól eða vegtyllur. Einn þessara skrifaði ádrepu í flokksblaðið sitt um páskana, Ólafur H. Einars- son, formaður Alþýðu- flokksfélags Mosfellsbæjar, og kallar hugleiðingar sínar „Naflaskoðun meðan Róm brennur". Rykfallið plagg „Alþýðuflokkurinn hefur hrakist af leið með stefnu sína“ segir Ólafur að sé nið- urstaðan af óförum flokks- ins í almenningsáliti síðustu mánuðina. Kjósendur flokksins síðast hafi flykkt sér um „stefnu velferðar og mannúðar", en nú sé staðan sú að „hugsandi til þeirra mörgu kvenna og karla sem lögðu gífurlega vinnu í að út- færa fjölskyldu- og velferð- arstefnu flokksins er það nöturleg staðreynd að hún er að verða rykfallið plagg“. Ólafur ræðir síðan kost og löst á helstu aðgerðum krataráðherranna þriggja, hælir Jóhönnu, hefur áhyggjur af frjálshyggju sem hafi byr undir báða vængi í viðskiptaráðuneytinu og tekst að finnast matarskatt- urinn í senn góður og vond- ur. Einangraður frekjudallur Það er þó augljóst að vandi Alþýðuflokksins nú er fyrst og fremst að kenna for- manni flokksins og helstu ráðgjöfum hans að dómi Mosfellsbæjarkratans: „SegjamáaðJón Baldvin Hannibalsson hafi leikið lausum hala síðan hann tók við forystu flokksins. Um það hefur verið þegjandi samkomulag að gefa honum svigrúm til breytinga sem jafnvel hafa verið í stíl sov- éskra hreinsana og er upp- sögn Kristínar Guðmunds- dóttur sem árum saman hafði unnið af ósérhlífni og dugnaði f tíð margra for- manna flokksins á flokks- skrifstofunni og í fram- kvæmdastjórn gleggsta dæmið.“ Brottrekstur Kristínar hefur verið stór biti að kyngja fyrir margan krat- ann, einkum þegar sýnt varð hverjir upphefðust með auknu gengi nýrrar forystu. Jón Baldvin er vissulega duglegur vel og röggsamur, segir krataformaðurinn úr Moskó: „Gallinn er bara sá að hann hefur alveg frá því ég fór að vinna í flokknum verið frekar einangraður og oft hef ég haft á tilfinning- unni að málþóf eftir hinni lýðræðislegu hefð falli ekki alveg að hans vinnu- brögðum. Þetta finnst mér endurspegla reyndar fleiri ráöherra okkar.“ Akademískir blýantsnagarar Kurteislegt orðalag um einráðan frekjudall sem ekki vinnur með öðrum. Enda er meira blóð í kúnni hjáÓlafi H.: „Égtel aðþað vanti til- finnanlega meira af fólki í kringum ráðherrana sem unnið hefur af þrautseigj u að framgangi jafnaðarstefn- unnar og tel að val á aðstoð- arfólki ráðherranna endur- spegli frekar akademíska blýantsnagara en fólk úr lif- andi pólitísku starfi innan flokksins." Akademísku blýantsnag- ararnir eru meðal annars Karl Birgisson og Lára Júlí- usdóttir samkvæmt greininni, og að auki „ný- ráðinn Friðfinnsson" eftir- maður Björns Björnssonar í aðstoðarsætinu hjá Jóni Baldvini, Stefán að nafni, og á ekki vel uppá pallborð uppviðMosfell. Táknmyndin Indriði „Ráðherrarnir eru á kafi í vinnu í ráðuneytum og hafa einungis tíma til að flytja glansræður yfir fólkinu sem þeireigaaðkalla til ábyrgð- ar til að útfæra stefnu flokks- ins...“ heldur Ólafur áfram, - og víkur loks að þeirri táknmynd sem fjármálaráð- herra Alþýðuflokksins hef- ur valið opinberri Iauna- stefnusinni: „Spyrja má Alþýðu- flokksmenn hvort þeir telja Indriða Þorláksson sam- nefnara fyrir það andlit sem flokkurinn villsýna launþegum og starfsmönn- um hins opinbera í samning- um um kaup og kjör, en hann ber líkklæði launa- stefnu fyrrverandi stjórnar íhalds og Framsóknar sem leiddu til þeirra hörðustu deilna sem opinberir starfs- menn hafa háð um langt ára- bil, og meðal annars voru bornar uppi af helstu bar- áttumönnum Alþýðuflokks- ins eins og Hauki Helgasyni. Ég skora hér með alvar- lega á fjármálaráðherrann að íhuga hvað hann er að gera flokknum með svona vinnubrögðum. Þessi orð Ólafs eiga enn betur við eftir páska en fyrir þegar fjármálaráðherranum hefur með aðstoð Indriða og Félagsdómara tekist að bregða fæti fyrir kennara með ómerkilegum lögfræði- legum tittlingaskít." Ef fjármálaráðherra Al- þýðuflokksins heldur áfram að beita slíkum Indriða- trikkum í samskiptum við opinbera starfsmenn og aðra viðskiptamenn ráðu- neytis síns er nefnilega ekki víst að eftir verði neinn flokkur fyrir þá Jón Baldvin og ÓlafH. aðhafaáhuggjur af. -m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríöur Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Lj ósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltatelknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfatofustjórl: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýalngaatjóri: Sigríður HannaSigurbjömsdóttir. Auglýalngar: Guömunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelöslu-og afgreiöslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýalngar:Síðumúla6,símar681331 og 681310. Umbrot og aetnlng: Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lauaaaölu: 60 kr. Helgarblöö: 70kr. Áakrtftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. aprfl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.