Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 17
VILHU rrtlB t>16 Nýja tekiuöfku3arkerfið er einfaldara, skilviikara og réttlátara BntoMsHs________________ RÓMlWwtj AC fcárwafcjiiiw..... suakn«»»» r.fv.« m , trtrUim TxOltoÍtiMfírtÍ wytUx <<t< »>Km : '«ío <*:■> <•«>>»») tpamt.mutHtiilM : «6:d« >»«•« «»:<'>* »tdwr » tlpjl V«l«>:..V.n,*t*V» ««: >•>' - bti:<.«íl>lntf).lírt>,<kMt.»t(>«»rtSíVil*M<l »:•: « « bií.toS t»f 4f; >ú>«»í ktbo;.>» <0. Uf«!MÍ«Mso-»wd b»t>;o l»ro: tiWíía : : ' ‘ •>«. kt.»»10'.««k> oW. >UNEYTIÐ: Pólitísk spilling í fjármálaráðuneytinu Fyrir nokkrum árum var Al- þýðuflokkurinn boðberi sið- væðingar í íslenskum stjórnmálum. Hann setti fram kröfur um heiðarlega meðferð á opinberum fjármunum, barðist gegn misnotkun á al- mannafé og ítrekaði að strangt aðhald væri nauðsyn- legt til að koma í veg fyrir pólit- íska spillingu ístjórnkerfinu. Nú er Alþýðuflokkurinn með húsbóndavald í Stjórnarráðinu og formaður flokksins stýrir fjár- málaráðuneytinu. Hefur hafist nýr tími siðferðislegrar endur- reisnar? Hefur „flórinn verið mokaður" svo að notuð séu fleyg orð formannsins? Nei, því miður ekki. Þvert á móti hefur Alþýðu- flokkurinn nú hafist handa um að innleiða á íslandi nýja tegund pó- litískrar misnotkunar á opinberri aðstöðu og fjármunum ríkisins. Þessi nýjung er vísbending um pólitíska spillingu sem óvandaðir valdastreitumenn hafa beitt sums staðar erlendis en ísland hefur hingað til verið blessunarlega án. Ráðherrar Alþýðuflokksins í fjármálaráðuneytinu og við- skiptaráðuneytinu hafa gerst brautryðjendur þessarar pólit- ísku spillingar hér á landi. Jó- hanna Sigurðardóttir hefur hins vegar ekki tekið þátt í þessari misnotkun á aðstöðu. Sýnir sú af- staða hennar mikinn siðferðis- styrk. Pólitískar auglýsingar Fyrir nokkru fóru að birtast í dagbiöðum heilsíðu auglýsingar frá fjármálaráðuneytinu. Þetta voru glæsilegar auglýsingar í öllum regnbogans litum. Ekkert til sparað enda auglýsingastofa fengin til að vinna verkið. Heildarkostnaður við hverja auglýsingu nam mörg hundruð þúsundum króna. Útgjöldin vegna auglýsingaherferðarinnar í heild eru örugglega talin í milljónum. Efni auglýsinganna var hins vegar ekkert tengt sérstökum verkefnum ráðuneytisins. Hér var á ferðinni hreinn flokkspólit- ískur áróður sem eingöngu átti að þjóna hagsmunum Alþýðu- flokksins enda auglýsingastofan sú sama og hannaði áróður Al- þýðuflokksins í síðustu alþingisk- osningum. Texti auglýsinganna var af ýmsu tagi. Lofsöngur um nýju skattana og áróðursfrasar fjár- málaráðherrans í fyrirsögnum: „Einfaldara, skilvirkara og rétt- látara“. Litprentaðurdýrðaróður um breytingarnar sem almenn- ingur kallar matarskattinn og einnig hinar sem færa forstjóran- um með hálfu milljónina á mán- uði sömu skattprósentu og fisk- vinnslukonunni. Þetta heitir í auglýsingu fjármálaráðuneytinu „Velferð fyrir þig“ og íslensku fánalitirnir eru settir fyrir ofan slagorðið til að setja þjóðlegt dul- argervi á þetta nýja áróðurstrikk. Síðan er nafn fjármálaráðuneyt- isins feitletrað fimm dálka. í næstu auglýsingalotu voru svo breiðsíður með fyrirsögninni „Hvar er bruðlað í ríkisrekstrin- um?“ Og aftur slagorðið „Vel- ferð fyrir þig“, fánalitirnir og fjármálaráðuneytið fimm dálka. Textinn var hins vegar rýr. Hug- myndir um sparnað í ríkisrekstr- inum á að senda til Jóns Baldvins. Sniðugt trikk. Rándýrar auglý- singar sem Kátamaskínan hannar til að gera úr formanni Alþýðufl- okksins riddara gegn bruðlinu í ríkisrekstrinum - fjármálaráð- herranum sem er sjálfur fors- prakkinn í nýjasta bruðlinu!! Sömu dagana eru svo endur- peningum úr ríkiskassanum til Kátumaskínunnar. Auglýsingastofan hefur gert birtar í sífellu heilsíðurnar með auglýsingum frá ráðuneyti hins Jónsins. Vörumerki áróðursins frá viðskiptaráðuneytinu er hins vegar ekki fólgið í fánalitunum og „Velferð fyrir þig“ heldur nær- mynd af alsjáandi auga til að koma inn hjá lesendum þeirri fullvissu að Alþýðuflokkurinn í viðskiptaráðuneytinu vaki eins og Stóri bróðir yfir verðlaginu. Hingað til hefur Verðlagsskrif- stofan annast þetta verkefni en pólitískir hagsmunir Alþýðu- flokksins krefjast þess að Jón Sig- urðsson fái líka sína auglýsinga- herferð. Og hvað munar fjármál- aráðuneytið um að borga hærri og hærri reikninga frá auglýsing- astofunni Kátamaskínan? Kótamaskfnan Já. Kátamaskínan. Erþað ekki í stíl að verktaki Alþýðuflokks- ráðherranna í auglýsingabrans- anum skuli heita þessu skemmti- lega nafni? Enda eru eigendur auglýsingastofunnar ánægðir með viðskiptin. Ráðherrar Al- þýðuflokksins treysta okkur og þekkja okkar vinnubrögð, sagði forstjóri Kátumaskínunnar í blaðaviðtali aðspurður um her- ferðina. Hvaðan koma þau kynni? Jú, úr kosningabaráttu Alþýðuflokksins. Þá annaðist Kátamaskínan Alþýðuflokkinn. Nú heldur hún því áfram. Munur- inn er bara sá að þá átti Alþýðufl- okkurinn að borga áróðurinn sj álfur. Nú borgar hins vegar fj ár- málaráðuneytið - ríkið og þar með skattgreiðendur - þennan áróðursbrúsa Alþýðuflokksins. Fjármálaráðherrann sem spyr í heilsíðuauglýsingum „Hvar er bruðlað í ríkisrekstrinum?" hefur komið sér upp sérstakri maskínu - Kátumaskínunni - til að geta látið ríkið borga flokkspólitískan áróður Alþýðuflokksins. Það vita allir að kosningabar- átta Alþýðuflokksins var dýr. Skuldir flokksins eru miklar. Reikningarnir frá Kátumaskín- unni vegna kosningaáróðursins voru háir. Kannski eru þeir greiddir - kannski ekki. Það er hins vegar staðreynd að fjármál- aráðuneytið mokar nú drjúgt „góðan deal“ við ríkið. Hún fær í sínar hendur dýrustu auglýsinga- herferð sem um þessar mundir setur svip á fjölmiðlana. Dágóð- an hagnað. Alþýðuflokkurinn fær líka „góðan deal“ við auglýs- ingastofuna. Innstæður vegna næstu kosningabaráttu hækka vegna viðskiptalegrar góðvildar flokksins hjá Kátumaskínunni. Og allt er þetta flokknum að kostnaðarlausu. Ríkið borgar. Fordœmið Þessi auglýsingaherferð Al- þýðuflokksins á kostnað fjár- málaráðuneytisins skapar hættu- legt fordæmi: nýja tegund af pó- litískri spillingu í íslenskum stjórnmálum. Ef þessi misnotkun á opinberum fjármunum verður látin viðgangast þá er verið að opna flóðgáttir fyrir siðlausu samspili auglýsingastofa og stjórnmálaflokka. Hið nýja spillingarkerfi yrði al- ger eftirmynd af þessum nýju vinnubrögðum Alþýðuflokksins. Það gæti orðið þannig í stórum dráttum: 1. Kosningabarátta verður sí- fellt dýrari. Auglýsingar í blöðum og sjónvarpi kosta milljónir. Flokkarnir eru févana. Foringjar flokks gera samning við auglýs- ingastofu um áróðursherferð fyrir kosningar. Auglýsingastof- an veit að flokkurinn á ekki fyrir kostnaðinum en eftir kosningar kemur að myndun ríkisstjórnar. Takist auglýsingastofunni að afla fylgis fyrir flokkinn aukast lík- urnar á að hann fari í ríkisstjórn og fái aðstöðu til að úthluta auglýsingaherferðum ráðuneyt- anna til auglýsingastofunnar. 2. Auglýsingastofan tekur áhættu en það er algengt í við- skiptum. Ef allt gengur vel þá launar flokkurinn með því að greiða til auglýsingastofunnar vænar fúlgur úr ríkissjóði vegna auglýsinga sem yrðu af sama tagi og fjármálaráðuneytið og við- skiptaráðuneytið hafa birt und- anfarið. Hreinn pólitískur áróður. Þessi nýja misnotkun festist í sessi. Ráðherrar annarra flokka vilja gera það sama. Þeir hafa líka sínar auglýsingastofur. Innan tíðar yrðu auglýsingastof- urnar sem önnuðust kosningaá- róður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins líka komnar með væn viðskipti við ríkið. 3. Fjölmiðlarnir myndu fyllast af afurðum þessara nýju við- skipta auglýsingastofanna og rík- isstjórnarflokkanna. Heilsíður um árangur hins glæsilega iðnað- arráðherra með sæstrenginn í hendi. Menningin í blóma og menntamálaráðherrann sífellt að efla listir og fræðslu. Utanríkis- ráðherrann á alþjóðavettvangi að halda á lofti merki sjálfstæðrar utanríkisstefnu. Myndir af Steingrími, Gorbatsjov og Arafat. Jón Helgason að rækta landið milli fjalls og fjöru. Guð- mundur Bjarnason að lækna sjúka. Og þannig áfram. Viku eftir viku eftir viku. Slíkar auglýs- ingabreiðsíður væru í reynd ekk- ert fáránlegri en sá áróður sem Jónar Alþýðuflokksins hafa látið ráðuneyti sín birta undanfarnar vikur. 4. Svo lokast hringurinn með nýjum kosningum í lok kjörtfma- bilsins. Auglýsingastofurnar hafa grætt stórfé á þeim viðskiptum sem ráðherrarnir hafa tryggt þeim á kostnað ríkisins. Er þá ekki eðlilegt - svona frá við- skiptalegu sjónarmiði - að flokk- ur ráðherrans fái vænan afslátt af reikningnum vegna hinnar nýju kosningabaráttu? „Hann hefur nú reynst okkur svo vel hann Jón okkar,“ kynnu þeir að segja hver við annan hjá Kátumaskínunni í kringum 1991. „Hvað eru það annars margir tugir milljóna sem Alþýðuflokkurinn hefur útvegað okkur í ríkisviðskiptum síðan við sáum um kosningaáróður flokks- ins síðast? Eigum við ekki að láta krata fá þetta ódýrt í ár? Það verður kannski jafnað með nýj- um ríkisauglýsingum eftir kosn- 16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞAÐ GEFUR AUGALEIÐ ...að þú gctur haft áhrif á verðlagningu vöru og þjónustu Hvar erbruðlað íríkisrekstrinum? Fjármálaráðmteylið og cinstök fagráðuneyti vttmn nú að tillögum sem miða að því að það fé scm rlkts.sjóður innhcimlir. uýtíst scm bcst til sant- eiginlegra jw’rfa okkar Jslenditiga. þar scm rtkissjóður er sameiginlegur sjóður allra landsmanna. víJJ ráðuneyiið f.1 scm flest.1 tíl liðs víð t-tg tfl nð bcnda á hvað beiur nuetti fara í tfkts- rekstrtnum. Ef þú hefur liugmyndtt um hvcmig nv-ta ntegi bctur skattana þlna, hvctur Fjármálaráöuncytið þíg til að scnda tillðgur þínat bréfletðis scm fyrst. Utanáskriftin er: §gi$| nAtÍMÁLARÁDONfcynó \ JlAf.lt.VHÍsU I StKISXr KSTRI- AKXAtujvAi J • Iflt ttRVKtAVÍK Rtkissjóður SÚY á kröftt Ul að þú grtiðlr ■|Í11 sanuittarna skatta - fí|£§|; þ" átt krufu tU að þcim « 1ív''' sé skynsamlcga sarið. ingar. Við tökum bara þá áhættu!“ Kaliforníu-stíllinn Þessi lýsing kann að virka ótrú- leg á íslenska lesendur. En hún er hins vegar raunhæf lýsing á þró- unarmöguleikum þeirrar mis- notkunar á opinberri aðstöðu sem Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson hafa nú inn- leitt í íslenska stjórnkerfið. Þetta er afsprengi þeirrar teg- undar spilltra stjórnmála sem stundum hafa verið nefnd „Kaliforníu-stíllinn“ og felast í því að auglýsingastofur fara að gera út stjórnmálamenn og flokka í hreinum viðskiptatil- gangi. Góður árangur fyrir stjórnmálamann auglýsingastof- unnar hefur einfaldlega í för með sér aukin og ný viðskipti fyrir auglýsingastofuna. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar fundið upp nýtt afbrigði þessa Kaliforníustíls. í Banda- ríkjunum eru það peningamenn og fyrirtæki á bak við frambjóð- endurna sem greiða kostnaðinn. Hér láta kratarnir ríkið og skatt- greiðendur borga brúsann. Slíkt atferli yrði í Ameríku talið tilefni afsagnar og málshöfðunar vegna misnotkunar á opinberu fé. Mál- ið yrði sett í hendur dómstóla til umfjöllunar. Hér fær Kátamask- ínan hins vegar að vera áfram á fullu svingi með peningana úr ríkiskassanum. Verður spillingin stöðvuð? Fyrir nokkrum árum átti Al- þýðuflokkurinn vaska talsmenn sem börðust gegn spillingu í með- ferð opinberra fjármuna. Hvar eru þeir nú? Vonandi eru enn innan Alþýðuflokksins áhrifa- menn sem hafa siðferðislegan styrk til að knýja ráðherrana tvo til að nema staðar á þessari hættulegu braut. Fordæmi Jó- hönnu Sigurðardóttur ætti að vera slíkum öflum innan Alþýð- uflokksins hvatning til að grípa í taumana. Hún hefur neitað að láta draga félagsmálaráðuneytið út í Kaliforníustíl Kátumaskín- unnar. Næstu vikur munu skera úr um það hvort auglýsingaherferð fjár- málaráðuneytisins hefur aðeins verið tímabundin afglöp eða for- leikur að nýrri tegund pólitískrar spillingar á fslandi. Þá mun koma í ljós hvort Kátamaskínan hefur náð heljartökum á sálarheill Al- þýðuflokksins. Olafur Ragnar Grímsson Fjármálaráðherrann er sjálfur forsprakkinn í nýjasta bruðlinu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 A Frá Grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1982) fer fram í skólum bæjarins mánudaginn 11. apríl og þriðju- daginn 12. apríl ki. 13.00 til 16.00. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast milli skólahvería, flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum fer fram á skólaskrifstofu Kópavogs, Hamraborg 12, 3. hæð, kl. 10.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Sími 41988. Skólafulltrúi. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Droplaugarstaðir heimili aldraðra, Snorrabraut 56 Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á hjúkrun- ardeild heimilisins. Starfsfólk á vistdeild og í eldhús, ræstingu, þvottahús og fl. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 miili kl. 9-12 f.h. virka daga. Ifl REYKJMJÍKURBORG l|| MT Aau&vi Stöcávi 'lr Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í vaktavinnu við umönnun - hlutastarf. Sjúkraliða vantar til sumarafleysinga í júlí og ág- úst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. ■ mí Féla9smálastofnun >|F Reykjavíkurborgar Unglingaathvarf Flúðaseli 61 Auglýst er eftir starfskrafti í 46% kvöldstarf. Hér er um að ræða mjög fjölbreytt og gefandi starf með unglingum á aldrinum 13-16 ára. í athvarfinu eru 6-8 unglingar á hverjum tíma og eru ástæður þess að þau leita stuðnings okkar mjög mismunandi. Starfshópurinn er lítill og samheldinn, og sam- starfsandi er góður. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- menntun á sviði uppeldis-, félags-, kennslu- og/ eða sálarfræði, eða sambærilega menntun. Umsóknareyðublöð fást á staðnum eða hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9. Umsóknarfrestur er til 30. 04. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 75595 eftir hádegi virka daga. Auglýsið í Pjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.