Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.07.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hvers vegna, Jón Baldvin? Þegarfjárlagafrumvarp ertil umræöu áalþingi, hafafáir aðrir en þingmenn og nokkrir embættismenn ríkisins grannskoðaö þar hvern stafkrók. Þekkingarleysi almenn- ings á fjárlögum eykst að sjálfsögðu stórlega ef megin- umræður um frumvarpið fara fram meðan þingmenn stíga þann tryllta desemberdans með löngum nætur- vökum sem óhjákvæmilega fylgir síðbúnum frumvörpum ráðherra sem þrýsta á gegnum þingið fyrir áramót. Þann- ig var ástandið í desember leið þegar Jón Baldvin Hanní- balsson fjármálaráðherra fékk sín fyrstu fjárlög samþykkt. En svo er farið að starfa eftir fjárlögum og koma þá stundum í Ijós ýmsar nýjungar sem skipt geta sköpum fyrir margan þann sem grunlaus treysti sínum ráðherra. Fjárlög yfirstandandi árs eru að sjálfsögðu um margt ólík fjárlögum fyrra árs, t.d. hefur nú verið felldur niður fjárlagaliður nr. 09-999-163. í fyrra nam hann 12 miljón- um króna en í ár ætlar ríkissjóður að spara sér allar greiðslur samkvæmt þessum lið sem hafði textann: „Endurgreiðsla söluskatts vegna snjómoksturs". Af ein- hverjum orsökum telur Jón Baldvin Hanníbalsson eðlilegt að sveitarfélög greiði ríkissjóði því meiri skatt þeim mun dýrari sem þeim verður snjómoksturinn. Um langan tíma hefur ríkissjóður innheimt söluskatt af útseldum taxta vinnuvéla. í mörgum tilfellum er sú skatt- lagning mjög sambærileg við álagningu söluskatts á al- mennar vörur og þjónustu. En í ákveðnum tilfellum hefur verið um himinhrópandi óréttlæti að ræða og þar um er snjómokstur sveitarfélaga skýrasti votturinn. Hvert barn veit að íslendingar búa við mismunandi mikil snjóalög. í nútímasamfélagi er talið sjálfsagt að samgöngur haldist í stórum dráttum ótruflaðar allan árs- ins hring. Án efa teldu Vestmannaeyingar það óviðunandi að vita af bílum sínum á kafi í snjó allan veturinn ef náttúran tæki upp á því að láta fenna jafnmikið á þá og ísfirðinga. Og íbúar við Vesturgötu í Reykjavík á leið til vinnu sinnar létu ugglaust í sér heyra ef þeir þyrftu um margra mánaða skeið að sökkva upp að klyftum í norð- lenska skafla vegna þess að borgarstjórn vildi ekki eða gæti ekki eytt fé í að ryðja snjó af götum. í sumum kaupstöðum og kauptúnum telst það til tíðinda ef snjó tekur ekki upp örfáum dögum eftir að hann fellur. í snjóþungum plássum er aftur á móti eytt stórfé í snjó- mokstur af götum. Dag eftir dag hleður niður fönn og þess á milli skefur í traðir sem búið er að moka. Auðvitað kostar það sitt að halda götunum hreinum og því meira fé sem rennur úr sveitarsjóði til snjómoksturs þeim mun minna verður til að byggja barnaheimili, lagfæra skólahús eða gera gangstéttir. Aðstöðumunur sveitarfélaga er því ærinn að þessu leyti en handhafar ríkisvaldsins bæta þar gráu ofan á svart. Það skrýtna er að því meir sem snjóar þeim mun meiri verður skattheimta ríkisins. Ofan á taxta vinnuvél- anna þurfa sveitarfélögin að greiða söluskatt í ríkissjóð. Þá vetrardaga, sem ekki snjóar, standa snjóruðningstæk- in óhreyfð og skatturinn til ríkisins verður enginn. í fyrra voru 12 miljónir ætlaðar til að minnka þann ójöfnuð sem fylgir því að greiddur er söluskattur af snjó- mokstri. Upphæðin er ekki há miðað við umsvif ríkissjóðs. En vegna þess að þeir þéttbýlisstaðir, sem skera sig úr hvað varðar snjóþyngsli, eru tiltölulega fáir, munar sums staðar um að nú er þessi póstur skorinn niður. En auðvitað ber ekki að vanþakka að jafnaðarmaður skuli sitja í stóli fjármálaráðherra. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Fríkirkjupresturinn glottir Pað má margt misjafnt segja * um íslenska blaðamennsku. Kannski er hún einatt sveitó og púkó og halló. En hún hefur líka nokkra kosti sem menn hafa reynt að halda í. Einn er sá, að þótt menn fari kannski með per- sónulegar ádrepur á einstaklinga þá er yfirleitt reynt að umgangast sérlega persónulega þætti mann- lífs með vissri kurteisi eða tillits- semi. Til dæmis hafa íslensk blöð lengst af komist hjá því að gera persónulega harma að æsilegri söluvöru. Því miður verður ekki betur séð en að sá kostur íslenskrar blaðamennsku, sem nú var nefndur, sé jafnt og þétt að rýrna. Þeim dæmum hefur smám saman fjölgað, svo nokkuð sé nefnt, að blöð hafi gert sér með ósmekk- legum hætti sölumat úr persónu- legum raunum fólks. Smekkleysi og dólgsháttur sækja reyndar fram með ýmsum hætti. Stundum er ekki einu sinni við blaðamenn að sakast heldur þá menn sjálfa sem með hlutverk fara í einhverri fréttauppákomunni. Gott dæmi um þetta eru Fríkirkjumálin, þar sem safnaðarmenn keppast við í mikilli fjölmiðlagleði við að vega hver annan og draga sjálfa sig niður í fúlan pytt um leið. Og með leyfi að spyrja: hver fjand- inn hvíslaði því að séra Gunnari Björnssyni, að hann skyldi klæða sig í hempu, setja upp pípuhatt og ota með trúðssvip framan í les- endur DV lykli að Fríkirkjunm sem ekki gengur lengur að skránni? Ekki er von á góðu Annað dæmi skal nefnt af dólgshætti fjölmiðlamanna sjálfra. Á dögunum hófst frétt í Tímanum á þessari speki hér: „Tímans tönn er áleitin og eirir engu“. Þetta reyndist sannmæli á stað og stund því Tíminn heldur áfram á þessa leið: „Misjafnlega verða menn þó úti í samskiptum við tímann. Eitt alvarlegasta dæmið lengi eru ball- erínur dansflokks Þjóðleikhúss- ins. Þær eru rétt að skríða yfir þrítugt, en engu að síður komnar að endalokum starfsferils síns. Ellin hefur heltekið dansflokk þjóðleikhússins...“ Það er reyndar síðasta setningin í þessari klausu sem Tímans tönn bítur sig í og blæs upp yfir þvera forsíðu. Það er auðvitað ekki nema satt, að hér sem annarsstaðar er það mikill lífsvandi dansara hve stuttur starfsferill þeirra er miðað við marga aðra. En í fyrsta lagi þarf hann ails ekki að vera eins skammur og Tíminn lætur í veðri vaka - og í öðru lagi er öll fram- setning þessa máls hjá blaðinu ömurlega niðurlægjandi fyrir þá sem hlut eiga að máli. Það mætti lengi bæta við lista yfir fjölmiðlasyndir, sem sumar stafa af klaufaskap, sumar af á- setningi. En hvort sem hann verður lengri eða skemmri, þá minnir hann okkur á það að í fjölmiðlamálum erum við alltaf á leið Vestur - til Bandaríkjanna þar sem allar upplýsingar eru til sölu á fjölmiðlamarkað. Og þó fyrst og fremst ef þær lúta að einkamálum frægs fólks. Við erum eitthvað farnir að fitja upp á það trýni líka - og hvenær sem er gætu menn séð það amríska stökk tekið í einhverju slúðrinu, að sagt væri frá því að herra X sem er að skilja við konu sína, og frú Y sem er að skilja við sinn karl, séu farin að draga sig sam- an. Og ekkert er þá líklegra en að skötuhjúin svari upp á amrísku: Nei, við erum bara góðir vinir. Og svo framvegis. Að elta bisnessmenn Fjölmiðlarýnir Morgunblaðs- ins skrifar þessa klausu hér í blað sitt í vikunni: „Ég minntist hér áðan á frétta- ritara ríkissjónvarpsins á Norður- löndum. Er nokkuð einasta vit í að halda þar úti fréttahauk á sama tíma og íslensk fyrirtæki tengjast hinum alheimslegu stór- fyrirtækjum? Við megum vissu- lega ekki missa sjónar á göfugum hugsjónum en samt dugir skammt á harðskeyttri verslunar- öld að horfa dreymnum ung- mannafélagsaugum á Skandin- avíu. Það er löngu kominn tími til að íslenskir fréttamenn fari á flakk um jarðarkúluna og leiti fanga þar sem íslensk athafna- skáld nema land. Ég segi athafna- skáld því við vitum mæta vel að í kjölfar hinna áræðnu og hug- myndaríku athafnamanna sigla skáldin og stundum standa þau reyndar í stafni“. Með leyfi að spyrja: hverslags bull er þetta eiginlega? Hvers vegna mega skáldin ekki fá að vera í friði fyrir mönnum, sem vilja endilega hressa upp á sjálfsálit bisnessmanna með því að kalla þá „athafnaskáld"? Á þeim langsóttu forsendum vænt- anlega að eitt sinn var uppi raun- verulegt „athafnaskáld“, Egill Skallagrímsson, sem stóð í stafni og hjó mann og annan. Hvers vegna í ósköpunum eiga viðskiptaumþreifanir hvers tíma að ráða fréttamennsku íslenskra fjölmiðla? Er það ekki ljóst t.d. að við skrifum mikið um Norður- lönd vegna þess að þau koma okkur mikið við, vegna þess að þau samfélög eru lík okkar að gerð, vegna þess að við fáum fyrr eða síðar sömu mál til lausnar og þau? Er það ekki ljóst, að við skrif- um mikið t.d. um tíðindi í Was- hington og Moskvu, ekki vegna þess að menn séu að reyna að selja Sovétmönnum og Ámrík- önum fisk og peysur, heldur blátt áfram vegna þess að í þessum höfuðborgum sitja menn sem hafa, hvort okkur líkar betur eða verr, feiknaleg áhrif á allan gang heimsmála? Það virðist reyndar allt að því blygðunarefni að minna á sjálf- sagða hluti eins og þessa. En það verður víst að gera fleira en gott þykir. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karisson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrlta- og prófaricalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur ó. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bfistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rfáfnsson. Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, Ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 70 kr. Helgarblöð:80kr. Askrlftarverð á mánuöi: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.