Þjóðviljinn - 30.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Blaðsíða 16
Sigurður Kristjánsson, verkamaður: Ég get ekki séð hvernig á að fara að því, enda er þetta eins og hvert annað rugl. Jóhannes Harðarson, skrifstofumaður: Það er alveg út í hött að tala um að reka einn eða neinn. Júlíus Helgason, afgreiðslumaður: Ég veit það hreinlega ekki og skal því ekkert um það segja. Myndir: ARI- —SPURNINGII^- Hvaða þúsund ríkis- starfsmenn á að reka? Sigríður Jónsdóttir, vinnur við ræstingar: Ætli það sé ekki að minnsta kosti upplagt að byrja á ríkisstjórninni. Ólafía Thorlacius, húsmóðir: Ég er viss um að það er alveg sægur af fólki sem mætti segja upp. þjómnuiNN SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Þriðjudagur 30. september 192. tölublað 53. örgangur Skák Toffi titilhafinn Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér alþjóð- legan meistaratitil á Skákþingi Islands. - Taflmennskan ætti að verða afslappaðri hjá mér á næstunni úr því að titillinn er í höfn, sagði Hannes Hlífar Stefánsson, alþjóð- legur meistari í skák, en á Skák- þingi Isiands sem lauk nú um helgina náði hann þriðja og síð- asta áfanganum. Hannes sagði að óneitanlega hefði fylgt því nokk- urt stress að undanförnu að vera í námunda við titilinn, og var því að vonum feginn að áfanganum væri náð. Hannes Hlífar hafnaði í 3. sæt- inu með 8 vinninga, hálfum vinn- ingi meira en Karl Þorsteins sem varð fjórði, en öruggir sigurveg- arar á Skákþinginu voru stór- meistararnir Jón L. Árnason og Margeir Pétursson með 9,5 vinn- inga hvor. Samkvæmt lögum Skáksam- bandsins skal haldið fjögurra skáka einvígi um íslandsmeist- aratitilinn ef hrein úrslit fást ekki á Skákþinginu, en Ásdís Braga- dóttir, starfsmaður sambandsins, kvað alls óvíst hvenær af einvíg- inu gæti orðið vegna anna efstu manna. -Það væri skemmtilegra að tefla um titilinn á réttu ári, sagði Jón L. Árnason í spjalli við blaðamann í gær, en sjálfur er hann á förum til Sovétríkjanna þar sem hann tekur þátt í sterku, sextán manna móti ásamt Helga Ólafssyni. Þá er Margeir Péturs- son meðal þátttakenda á Heimsbikarmóti Stöðvar 2 í okt- óber; báðir tefla fyrir íslands hönd á Ólympíumótinu í nóvem- ber, og að auki kvað Margeir hafa ráðið sig til að aðstoða Jó- hann Hjartarson fyrir einvígið við Karpov í ársbyrjun 1989. Með frammistöðu Hannesar Hlífars eru íslensku alþjóða- meistararnir í skák orðnir sex talsins; auk hans þeir Ingi R. Jó- hannsson, Haukur Angantýsson, Sœvar Bjarnason, Þröstur Þór- hallsson og Karl Þorsteins. Stór- meistararnir eru einnig sex talsins eins og kunnugt er, þeir Friðrik, Guðmundur, Helgi, Jóhann, Jón L. og Margeir. HS Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil í skák á nýafstöðnu Skákþingi íslands. Mynd: Ari. Hornafjörður Svartur köttur í messu Um það leyti sem klerkur var iað leggja útaf guðspjalli dagsins í Bjarnaneskirkju þarsíðustu helgi ivarð uppi fótur og fit í kirkjunni, samkvæmt frásögn Eystra- Horns, en þar var mættur köttur. „Varð kirkjugestum ekki um sel og litur kattarins hleypti þeim hugrenningum af stað að þarna væri á ferð skrattinn sjálfur hold- gaður í ketti kominn til að þagga niður prestsins kristilega óráðsh- jal. í þessari lotu bjargaði það presti að organistinn Þorbjörg Jóhannsdóttir er jarðbundin vera úr sveit, sá í kettinum bara kött, rauk til, tók hann í fangið, skál- maði með hann út og skellti. En ekki var allt búið þar með. Þegar fólkið stóð upp til að meðtaka hina postullegu blessun tók það eftir því að kolsvartur kötturinn var mættur við hlið prestsins og þótti það mikið augnayndi að sjá þá þar tvo prestinn og köttinn at- hafna sig við altarið (prestur flutti ræðu sína frá altarinu). Klóraði kolsvartur kötturinn gráturnar af kappi meðan prestur lauk messu, naut þess að hinn hugaði organ- isti var upptekinn við sálmaspil- erí. Söfnuðurinn skemmti sér konunglega yfir uppákomu það sem eftir var messunnar og að henni lokinni var kettinum fírað út eins og öðrum kirkjugestum. Síðar þennan sama dag þegar kir- kjuvörður kom til þess að ganga frá var kötturinn kolsvartur enn mættur og hafði nú með sér gráan kettling.“ Eystra-Horn segir frá því að rannsókn standi yfir á því hvaða leyndarlykil kötturinn hafi að guðshúsinu, og segir þar að inn- ansveitarmenn ræði um að blanda biskup í málið, svona til að hafa gamlar hefðir í heiðri. Eystra-Horn er nokkuð vel sett til frásagnar af messunni í Bjarnaneskirkju, - ritstjóri blaðsins er nefnilega Baldur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn. Síbería Minnisvarði um Vorkútaborg í Síberíu var að meginhluta reist af þrælum, fólki sem fyrir duttlunga Jósefs Stalíns var lýst fjandsamlegt sósíalisman- um og sent í útlegð. Fjölmargir létust úr eymd og vosbúð, hungri og kulda, strit í brunagaddi batt enda á líf ófárra, aðrir bundu sjálfír enda á hið óbærilega. Þeir sem að endingu sneru heim báru þess aldrei bætur að hafa tekið þátt í sköpun Vorkútu. Ízvestía, dagblað sovétstjórn- arinnar, skýrði frá því í gær að stjórn Vorkútu hefði í hyggju að reisa minnisvarða um fólkið sem nauðugt viljugt reisti borgina, sumt með lífi sínu. Gerði stjórnin ennfremur allt sem í hennar valdi þræla stæði til þess að hafa uppi á nöfnum þrælanna. Telur Izvestía borgarstjórnina reisa sér hurðarás um öxl með því síðarnefnda. Það væri óvinnandi vegur að rifja upp nöfn alls þess aragrúa einstaklinga sem að ó- sekju var sendur í þrælkunarbúð- ir á fjórða og fimmta áratugnum. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.