Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 16
r-SPURNINGIN-^ Manstu eftir útfærslu landhelginnar í 12 mílur 1958? Vilhelm Kristinsson, fyrrverandi hafnarvöröur: Já, ég man vel eftir því. Ég var nú líka starfsmaður Reykjavíkur- hafnar á þessum árum, svo að þetta var afskaplega nálægt manni. Ulagnea Jónsdóttir, Sóknarkona: Jú, ég man nokkuð vel eftir því, og fannst alveg stórkostlegt að fara út í þetta. Sverrir Ólafsson, rafmagnsverkfræðingur: Útfærsla landhelginnar er mér mjög minnisstæð. Bresku togar- arnir voru líka svo mikið upp við landið, og fólk fylgdist vel með fyrir bragðið. Steinunn Siguröardóttir, húsmóðir: Jú, og mér er sérstaklega minnis- stæð ánægjan með að þetta skyldi hafast. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri: Ég man vel eftir því. Þetta var mikill sigur fyrir okkur á þeim tíma, og ég held að við höfum notið góðs af síðan. þJÓÐVILJINN Fimmtudaour 1. september 1988 194. tölublað 53. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Landhelgisbaráttan Varðskipsmönnum rænt 30 ár liðin í dagfrá útfœrslu landhelginnar í!2 mílurl. september 1958 Það sem mér er efst í huga þeg- ar maður hugsar aftur til þessara atburða, er hvað þetta var jákvætt fyrir okkar málstað og nýttist okkur vel í landhelgis- baráttunni, segir Olafur Valur Sigurðsson 1. stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni er hann rifj- aði upp er sjóliðar á breska her- skipinu „Eastbourne“ tóku níu ís- lenska varðskipsmenn til fanga og héldu þeim föngnum í 11 daga. Þessi atburður átti sér stað þriðjudaginn 2. september 1956, daginn eftir að landhelgin var færð út í 12 mflur fyrir réttum 30 árum. Þessi sögufrægi atburður gerð- ist úti fyrir Austfjörðum en þar höfðu varðskipsmenn á Þór og Maríu Júlíu verið að stugga við breskum togurum og tekið yfir stjórn á einum þeirra er herskipið „Eastbourne“ kom á vettvang. „Nú birtist „Eastborurne" í þokunni einmitt þegar togarinn var að taka skriðu undir stjórn varðskipsmanna sem hugðust sigla honum til Seyðisfjarðar. Var þá stöðvuð vélin í vélarrúmi. Fallbyssur Eastbourne voru mannaðar. Eastbournemenn með kylfur og stálhjálma voru settir um borð, segir í frétt Þjóð- viljans daginn eftir. Skipherran á herskipinu fór um borð í varðskipið Þór og ræddi stöðu mála við Eirík Kristófersson skipherra sem sagðist ætla með landhelgisbrjót- inn til Seyðisfjarðar. Á meðan þeir ræddust við reyndi varð- skipið María Júlía að taka annan breskan togara og var tekið á móti varðskipsmönnum með öxum, meitilhömrum og krókst- jökum. Urðu varðskipsmenn frá að hverfa. Á sama tíma umkringdu bresk- ir sjóðliðar brúna á togaranum Northern Foam sem varðskips- menn höfðu þá á sínu valdi. Yfir- buguðu sjóliðarnir varðskips- menn og tóku 9 þeirra höndum, 2 stýrimenn og 7 háseta. Ránið á varðskipsmönnum vakti mikla athygli og þjappaði þjóðinni enn betur saman í land- helgisbaráttunni. Þeir voru hafð- ir í haldi um borð í herskipinu í nær 11 sólarhringa. Aðfaranótt 13. september, sigldi herskipið upp undir landsteina við Keflavík í skjóli myrkurs og setti varð- skipsmenn í léttbát sem þeir reru í land. Vissi enginn af ferðum þeirra fyrr en þeir stigu á land í Keflavík eftir 20 mínútna róður. IÓÐVIUINN simn»d»gor II. 195* — 23. — 207. Ibl. | Birgðaskip kom 1 I til Kvemoj« gær fím'Trtma i gimríorgnti i f jóntm f.Jd Þ’jm JTomúttwtt jórn* ar aft VtotrvAwl H1 Kvtmoj meÁ ! vof>n og vjBiir. Bi»r.darifek hcr- : skip vernJuðu skffun. U.r fwír „I*. V„ »» hUHfiM* i *** *» *»«<* ** K«rt Kto.~-. An.rt KrfUHÍk. {Ljóvw. Sr *<y Herskiolð sigldi langt inn í londhelgi og skildi "ð ísLdingono í drohd. hdlio siómílu ird iondi -rósögn fanganna á ..EaMaurna" um kamuna i land ag dvahna um ^ . ...ti- fUenvktt vm •* t . xí?* >i< var svaraÖ twittódl. ert vafó* :.r.$ cq skýtt var irá 1 annarri ulgalu P)oovuj- irtipMWr„inljr umtu * »•’ '««»<- „irX.trÍrarnenmmír ntu.l,„„ h„«i vrrií Orl> iiir.su fiir. netUf aítur urn boró t«' þar M-m f»« var horfuÁ ,rfa j »»ennin*:u»tt*u Islenvktt var ski jaA ah í*r* í kitteo ! sittkaö nlðtt* tírtjWfcH#** Forsíða Þjóðviljans daginn eftir að varðskipsmönnum var laumað í land við Keflavík. Frá v. í fremri röð. Jóhann Elíasson, Hörður Karlsson og Karl Einasson. í aftari röð frá v. Björn Baldvinsson, Guðmundur Sörlason, Ólafur Gunnarson, Guðmundur Karlsson, Hrafnkell Guð- jónsson og Ólafur Valur Sigurðsson. Á hinni myndinni sést léttbáturinn sem nímenningarnir reru á í land. - Vistin um borð í herskipinu var alveg fyrsta flokks. Það var helst að menn voru ekki fyllilega sáttir við fæðið en enskir sjóliðar lifðu á allt öðrum kosti en við vorum vanir. Þeir komu vel fram við okkur í hvívetna en það var mikil spenna undir niðri, sagði Ólafur Valur er hann rifjaði upp vistina í herskipinu. - Það var búið að kalla her- skipið út til Bretlands og ef þessi næturferð hefði ekki tekist hjá þeim þá hefðum við verið settir á land í London Derry. Ef við hefð- um verið fluttir utan er óvíst hvemig deilan hefði þróast. Þessi lausn að lauma okkur í land varð til þess að málin fóru ekki alveg úr böndunum, sagði Ólafur Val- ur Sigurðsson stýrimaður. í Nýja Helgarblaðinu á morg- un birtist viðtal við Lúðvík Jós- epsson fyrrv. sjávarútvegsráð- herra þar sem hann rifjar upp að- dragandann og átökin í kringum útfærslu landhelginnar í 12 mflur fyrir réttum 30 árum. -|g. Ólafur Valur Sigurðsson: Fyrsta flokks aðbúnaður í herskiþinu. Mynd-Ari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.