Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1988, Blaðsíða 5
____________________________________________FRÉTTIR__________________________ y Kaupmáttur Avmningur af síðustu samningum er horfinn Kaupmáttur taxtakaups hefur hríðfallið. Svipuðþjóðarframleiðsla og ífyrra. Launafólk á kauptöxtumfœr minna ísinn hlut Hagdeild ASÍ hefur reiknað út kaupmátt ýmissa kauptaxta síðustu 12 mánuði. í Ijós kemur að kaupmátturinn cr nú orðinn svipaður og hann var í febrúar síðastiiðnum, þ.e. áður en síð- ustu kjarasamningar voru gerðir. Þá hafði kaup ekki breyst í fjóra mánuði því að fyrri samningar voru löngu útrunnir. Samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 20. maí verða samningar ekki teknir upp fyrr en í fyrsta lagi í apríl á næsta ári. Margir óttast að kaupmáttur taxtakaups verði þá kominn nið- ur úr öllu valdi. í gögnum ASÍ er bent á að Þjóðhagsstofnun búist við að þjóðarframleiðsla í ár verði nær óbreytt frá því sem var í fyrra og að útflutningsframleiðsla muni aukast um 2%. Engu að síður sé kaupmáttur taxtakaupsins á hraðri niðurleið. Spurt er hvort það geti verið þróun kauptaxtanna sem sé or- sök fyrir margumtöluðum efna- hagsvanda. Þjóðarframleiðslan, eða það sem er til skiptanna, hafi KAUPMATTUR TAXTA SERHÆFÐS FISKVINNSLUFOLKS $EPT 1987 TIL $EPT 1988 LÆGSTI TAXTI HÆSTI TAXTI JANUAR 1988 = 100 ekki breyst þannig að nauðsyn- „Er ekki ráðlegt að leita orsaka að einblína á umsamda kaup- legt sé að skerða taxtakaupið. vandans annars staðar en með því taxta?“ ÓP Bandalag kennarafélaga Vanþóknun á vinnubrögð- um menntamálaráðherra Myndin af drengnum við vinnu í kolanámu i Managva, höfuðborg Nikaragva, vann til 1. verðlauna í efnisflokknum: Daglegt líf. Mynd: Peter Jordan. Listasafn ASÍ Úrval fréttaljósmynda Stjórn Bandalags kennarafé- laga hefur lýst furðu sinni og vanþóknun á þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að veita Búskapur Hundrað shinda kanínu- rækt Fiðukílóið á 2.200 kr. Nú munu um 100 aðilar stunda kanínurækt hér á landi, í ein- hverjum mæli. Og samkvæmt forðagæsluskýrslum er kanínu- stofninn um það bil 3.900 dýr. Á s.l. ári var framleiðsla á kanínu- fiðu um 3,5 tonn og fá bændur greiddar kr. 2.200 fyrir kg. Verksmiðjan Fínull tók til starfaídes. 1986. Eigendur henn- ar eru kanínubændur o.fl. Vél- búnaður verksmiðjunnar hefur reynst prýðilega og góð tök náðst á vinnslunni. Á sl. ári tók til starfa sérstakur ráðunautur í kanínurækt. Er það Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri. Nú standa yfir við- ræður við landbúnaðarráðuneyt- ið um setningu reglugerðar um kanínurækt. -mhg l'" _______________ Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni stöðu lektors í stjórnmálafræði við HI eftir að dómnefnd sem hef- ur það verkefni að meta hæfni umsækjenda hafði úrskurðað að hann væri aðeins að hluta til hæf- ur til að gegna starfinu. „ Menntamálaráðherra hafði skömmu áður en mál þetta kom til umfjöllunar skipað Sjöfn Sig- urbjörnsdóttur í stöðu skóla- stjóra við Ölduselsskóla þrátt fyrir það að annar hæfur umsækj- andi Daníel Reynir Gunnarsson hefði meðmæli og stuðning þorra foreldra barna við skólann og kennara. í því máli grundvallaði Birgir ísleifur Gunnarsson ákvörðun sína á fylgi meirihluta Fræðsluráðs Reykjavíkur við ráðningu Sjafnar í stöðuna og tal- aði um að þar hefði „faglegt mat“ setið í fyrirrúmi," segir í ályktun- inni. „Sá tvískinnungur og sú henti- stefna menntamálaráðherra sem ljós verður af samanburði þess- ara tveggja mála er í senn árás á grundvallarhefðir í lýðræðis- samfélagi og ógnun við menntun og menningu í landinu. Háskóli íslands og félagsvísindadeild sér- staklega er mikilvægur vettvang- ur kennaramenntunar á íslandi og því hljóta kennarar að mót- mæla harðlega þeirri vanvirðingu sem Háskóla íslands og embætt- ismönnum stofnunarinnar er sýnd með valdníðslu mennta- málaráðherra í máli þessu, sem hann ofan í kaupið hefur fylgt eftir með lítilsvirðandi ummælum um ofangreinda aðila í fjölmiðl- um. Stjórn Bandalags kennarafé- laga lýsir áhyggjum sínum af frá- mferði menntamálaráðherra í máli þessu og telur það skammar- blett á embættisferli hans.“ Alaugardaginn verður opnuð hin árlega fréttaljósmyndas- ýning, World Press Photo, í Lista- safni Alþýðusambands ísiands við Grensásveg. Að þessu sinni eru 159 ljós- myndir á sýningunni og voru þær valdar úr þeim 9.202 myndum sem bárust í keppnina um bestu fréttaljósmyndir ársins. Rúmlega 1.200 ljósmyndarar frá 64 löndum sendu inn myndir og voru veitt verðlaun í 9 efnisflokk- um. Hollenskir fréttaljósmyndarar hmndu þessari alþjóðlegu sam- keppni af stað árið 1956 og var tilgangurinn m.a. að vekja áhuga almennings á fréttaljósmyndun. Einnig var þetta liður í baráttu fyrir frjálsri fréttamiðlun í heiminum og auknum skilningi milli þjóða. mj \ \ Noregskóngur Bókar- gjof Bókaútgáfan Reykholt hf. færði Ólafi fimmta Noregskon- ungi bókina „Húðir Svigna- skarðs“ að gjöf meðan á heim- sókn hans stóð, en höfundur er Indriði G. Þorsteinsson. „Húðir Svignaskarðs" er leikrit og fjallar um Snorra Sturluson, ritstörf hans og ver- aldarvafstur, en inn í söguþráð- inn er fléttað frægum atriðum úr Heimskringlu. Bókin kemur út á næstu dögum, en vegna konungskom- unnar var eintak af bókinni sér- innbundið og fært Ólafi fimmta að gjöf. Bókin er myndskreytt af Einari Hákonarsyni. HS Bráðabirgðalögin Launalækk- un hjá bændum Með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar eru laun bœnda lœkkuð um 5,5-10% Með ákvörðun bráðabirgða- laganna frá 27. ágúst s.l. um frestun á hækkun búvöruverðs, er bændum einum stétta gert að taka á sínar herðar bcina launa- lækkun, sem nemur 5,54% hjá sauðQárbændum og 9,75% hjá kúabændum. Þetta stafar af því, að ekkert tillit er tekið til þeirra hækkana, sem orðið hafa á rckstrarvörum landbúnaðarins siðustu þrjá mánuði og sem þegar hafa haft áhrif á framleiðslu- kostnað búvara. Þótt fjölskyldutekjur bænda séu þær lægstu í þjóðfélaginu, samkvæmt opinberum skýrslum, lýstu þeir sig reiðubúna til þess að taka á sig kjaraskerðingu til jafns við aðrar stéttir. Það er hinsvegar ósvífni að ætla þeim að taka á sig launalækkanir langt umfram aðra, eins og leiða myndi af ein- hliða frystingu búvöruverðs. Landbúnaðarráðherra hefur viðurkennt réttmæti þessara ábendinga bændasamtakanna en ríkisstjórnin hefur þær að engu. Það er ófrávíkjanleg krafa full- trúa framleiðenda í sexmanna- nefnd að þessi kjaraskerðing verði bætt þegar nýr verðlags- grundvöllur tekur gildi. -mhg Lina féll burt Lína féll út í grein Sigurðar G. Gunnarssonar í Þjóðviljanum í gær og brenglaði merkingu. Mis- tökin urðu neðst í fyrsta dálki, og á setningin að vera svona: „Ætli ungt fólk að stofna heimili með bömum í dag þarf það að leggja út í 5-6 miljóna króna lántöku þótt það eigi 1 miljón kr. í unglingssparnaði.“ Lesendur og höfundur eru beðnir afsökunar. Fimmtudagur 8. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.