Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 29
Myndbandaskólinn Að fanga Sjálft Ijósiö er ein helsta grunnforsenda allrar mynd- sköpunar. Og skiptir þá ekki máli, hvort heldur um er aö ræða málverk, Ijósmyndun, kvikmyndun eöa vinnslu myndbanda. í næstu grein, sem jafnframt verður sú síð- asta í greinaflokknum, mun- um viö líta ofurlítiö nánar á, hvernig viö getum nýtt okkur hin ýmsu blæbrigði þess og karaktereinkenni, til þess aö bæta gæöi okkar eigin mynda. Áöur en lengra er haldið er þó ekki úr vegi, að viö gefum ofurlítið nánari gaum aö eðli og eiginleikum sjálfs „ljós-fangarans“, linsu upptökuvélarinnar. Linsur upptökuvéla fyrir. myndbönd eru til af mörgum' gerðum og stærðum. Eiga þær sér það þó flestar sameiginlegt, að þær eru svo kallaðar zoom-linsur. Eins og við höfum minnst á í fyrri hlutum greinaflokksins, þá hafa þær s.s. breytilega brennivídd á ákveðnu sviði. Þannig er zoom- linsa með brennivídd frá 7 mm- 56 mm sögð hafa stuðul 8, þar sem minnsta brennivídd hennar (vítt sjónsvið) er átta sinnum minni en sú stærsta (þröngt sjón- svið). Við höfum einnig margítrekað í fyrri greinum, að við notum þessa eiginleika zoom-linsunnar einna helst til að ákvarða mynds- kurð fastrar myndar. Við notum m.ö.o. ekki zoom-færslu, nema myndefnið gefi sérstaklega tilefni til þess. En það er fleira, sem við verðum að taka með í reikning- inn í þessu tilliti. Breytileg brennivídd linsunnar hefur nefni- lega áhrif á það, sem kallað hefur verið skerpudýpt í myndfletin- um. Atriði, sem byrjandinn í greininni er sér sjaldnast fyllilega meðvitaður um frá upphafi. En sem getur á hinn bóginn skipt sköpum fyrir, hvernig til tekst með zoom-færslur hans fram og aftur um myndflötinn. Skerpudýpt Flestir byrjendur í greininni hafa upplifað vonbrigðin í kjöifar þess, að ótímabær zoom-færsla hefur illilega spillt fyrir, jafnvel gjörsamlega eyðilagt annars gullfallegt myndskeið. Einfald- lega vegna þess, að þegar zoom- að var inn í nærmynd af myndefn- inu, þá rann það óforvarandis úr fókus. Slíkt er á einfaldan hátt hægt að fyrirbyggja, ef menn eru sér fylli- lega meðvitaðir um hvaða áhrif „Löng brennivídd“ \ / I \/| \ t „Stuttu brennivídd“ Mynd 1: Samband Ijósopsstærðar, lokunarhraða, brennivíddar linsu og skerpudýptar í myndfletinum. Ijósopsstærð, lokunarhraði (á þeim vélum sem hafa uppá slíkt að bjóða) og brennivídd linsunn- ar hafa á skerpudýpt í myndflet- inum. Lítum nánar á fyrirbærið: Eins og kannski sést best af mynd 1, er skerpudýpt í mynd- fletinum það svið, framan og aft- an við myndefnið, sem linsa myndavélarinnar er fær um að draga skýrum dráttum hverju sinni. Aðrir hlutar myndarinnar eru úr fókus. Á myndinni er fókusinn tekinn á svartklæddu mönnunum. Þeir gráklæddu eru jafnframt í fókus. Hinir hvít- klæddu ekki. Atriði eins og ljósopsstærð, lokunarhraði og brennivídd lins- unnar hafa áhrif á skerpudýptina í myndfletinum. Því minna ljós- magn, sem er til staðar á uppt- ökustaðnum, þeim mun stærra Ijósop þurfum við að nota, til að myndin yfir höfuð teiknist á markskífu upptökuvélarinnar. Því meira ljósmagn sem er til staðar, þeim mun minna er eðli- lega ljósop upptökuvélarinnar. Stórt ljósop hefur í för með sér stutta skerpudýpt í myndfletin- um. Lítið ljósop hefur í för með sér, að skerpudýptin verður löng. Sömuleiðis hefur mikill lokunar- hraði (t.d. ’/iooo sek. Á þeim vél- um, sem hafa á annað borð uppá slíkt að bjóða.) í för með sér að ljósopið stækkar, og sömuleiðis, að skerpudýptin minnkar því að sama skapi. Hlutfallið er að sjálf- sögðu öfugt fyrir lítinn lokunar- hraða. Brennivídd linsunnar Á svipaðan hátt hefur brenni- vídd linsunnar hverju sinni áhrif á skerpudýptina í myndfletinum: LONG brennivídd linsu (þröngt sjónsvið) hefur í för með.sér að skerpudýptin í myndfletinum verður STUTT. Því STYTTRI sem brennivíddin er (vítt sjónar- svið), þeim mun LENGRI verður skerpudýptin kringum myndefn- ið. Þegar við zoom-um í áttina að nánar tilteknu myndefni, erum við að breyta brennivídd linsunn- ar. Þegar við breytum brenni- víddinni, breytum við um leið FLÖSKUSKEYTI Læknislaus í Barbaríinu Elsta konan í Alsír dó nýlega og var þá orðin 144 ára. Þegar hún var fjögurra ára varð febrúarbylt- ingin í París og hún fnun hafa verið sjö ára þegar Jón Sigurðs- son hafði forgöngu um að hrópað var „Vér mótmælum allir" á£jóð- fundinum íReykjavík 1851. ídag- blaðinu Horizons er sagt frá því að á langri ævi sinni hafi Djedala Gouas aldrei leitað til læknis en í örfá skipti farið til hómópata. Hún lætur eftir sig 108 ára son og dótt- ur sem er 98 ára. Fyrir tíu árum missti Djedala Gouas sjónina og gat ekki lengur nærst á fastri fæðu. En hún lifði að sögn blaðs- ins á tchicha-graut sem er þjóð- arréttur í Alsír. Endurnýjun lífdaga Rúmenskir læknar hafa fundið upp tvö ný lyf sem þeir staðhæfa að auki heilastarfsemi og efli kyngetuna hjá gömlu fólki. Enn er ekki farið að selja þessi lyf en þau verka mjög vel að sögn rúmen- skra vísindamanna. Grunnhug- mynd læknanna, sem fundið hafa upp nýju lyfin, er að í raun ætli náttúran manninum að lifa í 100 til 120 ár. Þeir líta því á ellina sem sjúkdóm sem unnt sé að lækna með lyfjum. Svíar og Finnar Nýleg rannsókn, sem gerð var af vísindamönnum bæði frá Finn- landi og Svíþjóð, á að hafa leitt í Ijós að þjóðirnar eru ekki eins að lundarfari. Talið er að Finnar séu árásargjarnari en einnig hæfari til að efna til djúptækrar vináttu og umgangast annað fólk með ást- úð. Svíum lætur mun betur en Finnum að halda aftur af reiði sinni en þeim hættireinnig meirtil að ná sér niðri á fólki, jafnvel þótt síðar sé. Svíar eru samkvæmt rannsóknarniðurstöðum mun metnaðarfyllri en Finnarnir en einnig miklu yfirborðskenndari. En rannsóknin á einnig að sýna að Finnar eru hændari að dýrum en Svíar en einnig mun verri við- skiptis við ókunna. ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓKSAMAN 16. hluti S II Æ skerpudýptinni í myndfletinum. Skerpudýptin minnkar, eftir því sem brennivídd linsunnar stækk- ar. Þegar við framkvæmum inn- zoom, verðum við því að gæta þess að taka jafnan fókusinn á myndefninu, á meðan linsan er stillt á lengstu brennivídd. Að öðrum kosti eigum við á hættu að missa það úr fókus, á meðan á zoom-færslunni stendur. Hafið jafnframt í huga, þegar þið takið fókus á nánar tilteknu myndefni, að þá er Vs hluti skerp- udýptarinnar fyrir framan mynd- efnið og % hlutar hennar fyrir aftan það. Þessi staðreynd skiptir mun meira máli í kvikmyndum en þegar um kyrrmyndir er að ræða. Og af þeirri einföldu ástæðu, að í hinu fyrrnefnda tilfellinu er myndefnið oftar en ekki á hrey- fingu. Eigum við því eðlilega stöðugt á hættu að missa það úr fókus, ef við erum okkur ekki meðvituð urn eðli og eiginleika fyrirbærisins. Framangreindar þumalfing- urreglur skyldi byrjandinn í greininni leitast við að hafa stöðugt til taks í bakhöfðinu. Og sömuleiðis: Að þegar fókus er tekinn, erum við í raun að draga skerpudýptina fram og aftur um myndflötinn. I áttina að, eða frá myndavélinni. Þennan eiginleika skerpudýpt- arinnar getum við nýtt okkur á býsna áhrifaríkan hátt í kvik- myndum okkar. í fyrsta lagi not- um við stutta skerpudýpt í þeim tilgangi að t.d. einangra vissa hluta myndefnisins frá öðrum (í bakgrunni eða forgrunni). Ein- angra þá frá þeim hlutum, sem okkur finnst ekki skipta eins miklu máli fyrir heildarupplifun áhorfenda á myndefninu. Og sem undir vissum kringumstæðum gætu að öðrum kosti dregið at- hygli áhorfenda frá því, sem við vildum sagt hafa með töku mynd- arinnar. (Sjá mynd 2.). í öðru tilliti getum við síðan Mynd 2: Skerpudýpt má nota til að einangra vissa hluta mynd- efnis frá öðrum. Mynd 3: Drag-fókus. notað drag-fókusinn svokallaða, til að leggja áherslu á innbyrðis samband tveggja eða fleiri hluta myndefnisins. Við sjáum m.ö.o. til þess (með lýsingu og réttu vali okkar á brennivídd linsunnar), að skerpudýptin í myndfletinum sé lítil. Og drögum hana síðan með fókusstillingunni, fram og aftur um myndflötinn, á meðan á upptöku stendur. (Sjá mynd 3.). Athugið, að þessa aðferð má einnig nota með góðum árangri, í stað þess að klippa milli ólíkra nærmynda af myndefninu. Þreifið ykkur áfram í þessu til- liti. Fléttið saman eftir eigin höfði þau lögmál og þær reglur, sem minnst hefur verið á í þáttum þessum. Því fleiri slík atriði, sem þið takið upp í kvikmyndum ykk- ar, þeim mun blæbrigðaríkara, og þar af leiðandi „læsilegra“ verður myndmál ykkar. Því per- sónulegri sem stílbrögð ykkar eru í þessu tilliti, þeim mun ánægðari verða áhorfendur ykkar með þau myndbönd, sem þið kjósið að leggja fyrir þá á hverjum tíma. BRIDDS Vilhjálmur Þ. Pálsson og Krist- ján Már Gunnarsson urðu sigur- vegarar í Minningarmótinu urn Einar Þorfinnsson, sem Bridge- félag Selfoss stóð fyrir um dag- inn. Mörg snúin spil sáu dagsins ljós í þessu móti, en trúlega hefur Jakob Kristinsson átt eitt falleg- asta spilið. f vörninni eru Björn Halldórsson og Hrólfur Hjalta- son, en þeir náðu þriðja sætinu í mótinu: ÁG76 KD42 ÁG82 5 ÁK65 985 K4 D10765 D82 943 DG74 109 103 93 ÁKG1076 832 Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður (áttum breytt) 1 lauf 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur/Austur spiluðu Stand- ard, en Norður (Jakob) sagði af- sakandi við félaga sinn (eftir spil- Ólafur Lárusson ið) að litirnir hefðu eitthvað skolast til hjá honum (með ein- •spilið í tígli, eftir grand- sögnina...) Nú, útspilið hjá Hrólfi var hjartasexa, upp á kóng og ás. Lykilspilamennska hjá Jakobi í öðrum slag var smár spaði á tí- una. Tekið á gosa og meira hjarta, á tíuna hjá Hrólfi, síðan hjartadrottning. Þá kom fyrsta afkastið hjá Vestri, spaði. Inn á hjartadrottningu, spilaði Hrólfur laufi, gosi og ás. Þá tígull frá Jak- obi, upp á ás, spaði úr borði, tekið á ás hjá Birni og meiri spaði. Drottning á slaginn, hjartagosi tekinn og þá kom ann- að afkast hjá Vestri, nú lauf. Og þá kom síðasti spaðinn frá Norðri og Vestur heldur á; D82 D74 Laufafjarkinn hafði fokið í síð- asta hjarta Norðurs, og nú varð Björn að velja afkast í spaðann. Hann valdi meira lauf og þá kom laufakóngur og sagnhafi lagði upp. 9 slagir og 600, hreinn topp- ur. Laglega spilað hjá Jakobi, að hreyfa ekki meir við tíglinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.