Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Blaðsíða 19
Maðurinn með ráðherraandlitin. Hvernig verða þau til? Hver er hann? Hvaðan kom hann? Hvert fer hann? Nýtt Helgarblað reynir að fletta grímunum af Jóhannesi Kristjánssyni hafði ekkert hugsað út í þessar hreyfingar hjá honum en samt voru þær með. Þetta er gott dæmi um það hvernig fólk fer „inn í mig“.“ Jóhannes talar um að það hafi brotist um í honum að hætta að skemmta. En hvernig sér hann framtíðina fyrir sér? „Ég get ekki sagt nei við fólk. Ef helgi líður án þess að ég sé að skemmta þá er eins og eitthvað vanti. Það er eins og ég sé að verða bensínlaus ef það dettur úr helgi, þetta er eins og dóp held ég.“ Hann segir að starfið sé hon- um ekkert fíflskaparmál, hann taki það mjög alvarlega. Sumir taki hann að vísu ekki alvarlega þótt flestir geri það. En er eftirherman með meiningar, er hann ádeilumaður. „Já, en ég reyni að hafa mínar meiningar eins fínar og mögulegt er.“ Venjulega segist hann hins vegar skilja Jóhannes eftir bak- sviðs og mæti til leiks sem þær týpur sem hann er að herma eftir. Vandinn sé að haida vel á málum og það þurfi lítið til að hlutirnir fari úr böndunum. Jóhannes segir starfið líka vera góðan skóla. Hann ferðast mikið og kynnist fjölda fólks og vissu- lega hafi það hvarflað að honum að fara út í pólitík. „En ég er að færast mikið frá því, og hver er svo sem munurinn á mér og Ólafi Ragnari eða Jóni Baldvin, er ég ekki í sömu pólitíkinni, eða hvað?“ Síðan setur hann upp al- vörusvipinn og segist ekki tíma að sleppa skemmtanabransanum fyrir pólitíkina. „En þetta eru mjög lík störf, starfið mitt og ráð- herrastarfið, sýningarnar eru svipaðar.“ Fórnarlömb Jóhannesar ræða stundum við hann hvernig hann stæli þá. Hann segir ummæli þeirra yfirleitt vera góð og já- kvæð. Enda er engu líkara en stjórnmálamennirnir sækist eftir því að Jóhannes stæli þá. Þeir Ólafur Ragnar og Þorsteinn Páls- son blönduðu honum meira að segja inn í umræðuna um efna- hagsmál í sjónvarpi fyrir skömmu. Þorsteinn hefur ekki sést í andlitinu á Jóhannesi, er ekki hægt að herma eftir honum? Djúpt á Þorsteini „Jú, jú, það er bara erfitt. En nú er ég búinn að fá mér mynd- bandstæki og Þorsteinn má því fara að vara sig. Það er dýpra á Þorsteini en mörgum öðrum, hann er lokaður maður eins og ég. Ég held að við Þorsteinn séum ákaflega líkir persónu- leikar, hvort sem það er nú hon- um eða mér til hróss.“ Jóhannes skemmtir um allt land og oft á mörgum stöðum sama kvöldið. Eins og veðurguð- irnir haga sér er ekki alltaf Jóhannes Kristjánsson, maðurinn meðmörguandlitin.Mynd: JimSmart auðvelta að komast á milli staða. „Það er eins og guð almáttugur fylgist náið með ferðum mínum því það er alveg gefið að það er afleitt flugveður ef ég ætla að fljúga. Fólk sem sér mig stíga upp í flugvél ætti því að hugsa sig tvisvar um áður en það slæst í för. Fyrir nokkrum árum var ég að skemmta á Þingeyri. Ferðin þangað tók heilan dag. Fyrst fór ég með rútu frá Keflavík á BSÍ, tók leigubíl þaðan út á flugvöll, flaug með Fokker til ísafjarðar, þaðan með Volkswagen- rúgbrauði upp á heiðina, og hélt síðan áfram með vörubíl að Súg- andafjarðarafleggjaranum. Það- an labbaði ég upp í Breiðadals- heiðarkinn þar sem bróðir minn beið á jeppa og keyrði mig heim á Brekku. Frá Brekku fór ég með snjósleða og stóð síðan nokkurn spotta aftan á dráttarvél. Loks fór ég með bát yfir Dýrafjörð en hinum megin beið eftir mér bíll sem keyrði mig í húsið þar sem ég skemmti. Ég fékk um þrjár mín- útur til að skipta um föt áður en ég fór inn á svið. Það getur sem sagt kostað ærna fyrirhöfn að koma sér á staðinn." Þá læt ég Steingrím mala Hann segir að það hafi komið fyrir að hann ruglaðist á „pró- grömmum". Það versta í þessum efnum segir hann að hafi gerst á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, að hann minnir árið 1980. Þá var hann búinn að búa til nýtt „pró- gramm“ sem hann ætlaði að flytja. „Ég labbaði sallarólegur inn á svið en þegar ég leit á minnismið- ana var ég með kolvitlaus blöð og mundi sáralítið úr nýja „pró- gramminu“. Þá var bara að reyta úr gömlum „prógrömmum" og það gekk held ég ágætlega. En þegar ég er að skemmta á mörgum stöðum sama kvöldið, og það kom bara fyrir nýlega, þá getur komið fyrir að ég muni ekki hvort ég er búinn að segja ein- hverja sögu eða ekki. I þetta skiptið lét ég bara Steingrím tala á meðan ég var að hugsa og lét síðan söguna bara fjúka. Þetta kemur aðallega fyrir ef ég fer út af „prógramminu" og fer að svara einhverjum í salnum. En í þetta skipti slapp ég því ég hafði ekki sagt söguna áður.“ Léstu bara Steingrím tala? „Já, ég þarf ekkert að hugsa á meðan hann talar,“ svarar Jó- hannes og skellihlær. „Ég er svo rólegur á meðan Steingrímur tal- ar og get notað tímann til að fletta upp í huganum á meðan. Ég læt hann oft mala á meðan ég er að hugsa mig um. Steingrímur liggur svo vel fyrir mér, ég hef hann bara á tilfínningunni og þarf lítið að reyna á mig við hann. Það er öllu meiri áreynsla að láta til að mynda Ólaf Ragnar eða Halldör Blöndal tala.“ Ekki hrekkjóttur Jóhannes segist ekki vera hrekkjóttur maður og hann noti ekki hæfileika sína til að -stríða fólki. Þó hefur það komið fyrir. „Bróðir minn átti einu sinni von á símtali frá Steingrími og ég vissi það. Ég sló á þráðinn til hans og þóttist vera Steingrímur og til- kynnti honum einhverja ákvörð- un. Síðan fór ég til hans og spurði hvort Steingrímur hefði hringt. Jú, hann kannaðist við það en var mjög hissa á því sem hann hafði sagt. Seinna um daginn hringdi Steingrímur síðan, en þá var ég búinn að segja bróður mínum frá hrekknum. Þetta er í eina skiptið sem ég hef gert þetta. Að vísu hringdi ég vestur á firði eftir síð- ustu kosningar og skammaði ágætan mann fyrir að glutra niður fylginu, en annars geri ég þetta aldrei.“ Það er til mýgrútur af fólki sem ekki er þekkt en Jóhannes vildi gj arnan að væri það svo hann gæti hermt eftir því. „Ég sé eitthvað sérstakt við allt fólk, þótt það sé kannski ekki hægt að herma eftir því. Ég er alltaf að velta fólki fyrir mér, ekki því sem það segir, held- ur hvernig það er, hvernig það er innrætt.“ Á meðan ég spjalla við Jó- hannes og drekk með honum kaffisopa og borða dýrðlegan ost sem hann býður upp á, hringir síminn nokkrum sinnum. Það eru hinir og þessir að panta Jóhannes á skemmtun til sín. Eftir skemmtilegt viðtal og einhvers konar einkasýningu á köflum er tími til kominn að hypja sig. Ég hef það þó á tilfinningunni að Jóhannes hafi ekki sagt allt sem hann vildi segja, það er djúpt á honum eins og hann segir sjálf- ur að sé með hann og Þorstein Pálsson. Það er eins og Jóhannes vilji ekki opinbera skoðanir sínar á öllum málum. Það er kannski þess vegna sem hann bregður sér í gervi hinna ýmsu einstaklinga? Og svo er það spurningin hvenær hann er að fara með sínar eigin skoðanir. Er það þegar hann bregður sér í gervi Þorsteins Páls- sonar, Steingríms Hermanns- sonar, Ólafs Ragnars eða Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur? Þjóðin verður sennilega að glíma við þá spurningu áfram og vafalítið sýn- ist þar sitt hverjum. -hmp Föstudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.