Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Verkföllin í Sovétríkjunum: Tvísýnt um afleiðingar þeirra fyrír umbótastefnu Gorbatsjovs ísjónvarpsrœðu sem Gorbatsjov forseti Sovétríkjannaflutti á dögunum um hin miklu verkföll kolanámumanna ílandinu, tók hann undirþað að margar kröfur verkfallsmanna væru réttlátar. En hann bœttiþví við að „efvið œtlum aðleysaöllokkarvandamálmeð verkföllum þá er úti um okkar starf“ Þessi ummæli segja sitt um það, hve tvíbentar afleiðingar verkföllin geta haft. Verkafólk er virkt Það er ekki út í hött að líta svo á að verkföllin hafi með nokkrum hætti verið stuðningsyfirlýsing við Gorbatsjov. Þá er átt við það, að menn hafa óttast að verkafólki í Sovétríkjunum fyndist að per- estrojkan, umbæturnar, væru mest í nösunum á mennta- mönnum stórborganna, þeim sem skrifa í blöðin og skeggræða í sjónvarpi. Einhver gustur að ofan sem breytir engu í erfiðu daglegu lífi. En nú gerist það með verkföll- unum, að „hennar hátign verk- Iýðsstéttin“ eins og gjarna var komist að orði í sovéskum hátíða- ræðum áður fyrr, lætur til sín taka - viil taka þátt í umbótunum á sínum forsendum. Menn athugi að kolanámuT menn voru ekki aðeins að fara fram á betri launakjör, ekki síst hækkaðan bónus, heldur vildu þeir og losna undan fargi miðstýr- ingarinnar. Þeir fengu það viður- kennt að það þyrfti að hækka heiidsöluverð á kolum, flytja ákvarðanir um framleiðslumagn til fyrirtækjanna sjálfra og gera námunum kleift að selja fyrir eigin reikning það sem framleitt er umfram ríkiskvóta. (Meira að segja að selja kol til útlanda ef svo verkast vill). Með öðrum orð- um: með þessum kröfum eru kolanámumenn með sfnum hætti að taka undir hugmyndir perest- rojkunnar um að draga úr valdi skrifræðis og efla efnahagslegt sjálfstæði fyrirtækja. En kassinn er tómur Á hinn bóginn kemur það greinilega fram í þeim ummælum Gorbatsjovs sem vitnað var til hér að ofan, að hann og aðrir ráðamenn hljóta að óttast að verkföll kolanámumanna í Don- bas og Síbiríu leiði tii keðjuverk-. ana um allt land. Blátt áfram vegna þess að litlu er úr að spila til að verða við þeim kjarakröfum sem uppi verða hafðar. Ekki er aðeins um hundrað miljarða rúblna halli á ríkisbúskapnum á þessu ári. Það er mikill skortur á margskonar nauðsynjavöru sem peningar í umferð eru nú að leita að. Menn taki eftir því, að kola- námumenn vildu ekki síst fá það inn í samninga að þeim yrði tryggt meira af sykri, sápu, kaffi, kjöti og leðurskóm í búðir. Vöru- skorturinn hefur reynst einn versti áþreifanlegi óvinur perest- rojkunnar: til eru þeir sem teija að hann sé að nokkru leyti skemmdarverk þeirra embættis- manna sem telja stöðu sinni og valdi ógnað með yfirstandandi breytingum. Þreyttir á loforðum Athyglisverðar umræður urðu í Æðsta ráðinu sovéska um verk- föllin nú í byrjun vikunnar. Þar reis hver þingfulltrúinn af öðrum upp og létu þeir margir í ljós það fjöldafundi námumanna í Mezhdúretsjensk: kröfumar voru líka pólitískar. mat, að verkföllin þýddu ekki síst það að fólkið væri orðið þreytt á loforðum, það væri hætt að trúa á fögur fyrirheit. Um leið væru verkföllin árás á skriffínna og flokksbrodda sem hefðu ráðskast með starf verkafólks og velferð með þeim hætti að kjör hefðu beinlínis versnað (ekki síst hjá kolanámumönnum - það var til dæmis nefnt að öryggismál í nám- um eru með þeim hörmulega hætti að tíu þúsund kolanámu- menn hafa látið lífið í vinnuslys- um síðan 1980). Ný verk- lýðshreyfíng? Þá var og lögð áhersla á það í umræðum á sovéska þinginu, að verkföllin sýndu að verklýðsfé- lögin opinberu væru gagnslaus sem málsvari verkafólks. Þing- fulltrúi frá Litháen komst svo að orði, að ef verkamenn óskuðu þess að stofna óháð verklýðsfélög þá ætti að leyfa þeim það. Hreyf- ing í þá veru er þegar af stað farin: að minnsta kosti ætla kolanámu- menn ekki að leysa upp verkfalls- nefndir sínar, þær eiga að fylgjast með því að stjómvöld uppfylli sinn hlut samkomulagsins sem við þær var gert á dögunum. Þess- ar óháðu nefndir þóttu standa sig með ágætum við stjóm verkfall- anna. Þær héldu sjálfar uppi röð og reglu og lokuðu vodkabúðum til að glóðarhausar ekki drykkju sig fulla og berðu mann og annan. Ein þverstæðan í þessu dæmi öllu er sú, að engin lög munu til í Sovétríkjunum um verkföll. Það er eins og ekki hafi verið gert ráð fyrir því að til þeirra gæti komið. Ánnað mál er, að fyrr á áram, þegar verkamenn lögðu niður vinnu, var venjulega litið á þær aðgerðir sem hermdarverk og forsprökkum refsað harðlega. Verkföll gátu ekki komið fyrir í hinu besta verkamannaríki allra landa. Þá þögðu fjölmiðlar þunnu hljóði yfir átökum af þessu tagi - en nú í glasnost er mikill munur á. Sovésk blöð hafa yfir- leitt lýst kröfugerð verkafólks með skilningi og samúð. áb tók saman. Við þökkum félaga Chaplin! Fyrir skömmu var haldin al- þjóðleg kvikmyndahátíð í Moskvu og var formaður dóm- nefndar sá heimskunni pólski kvikmyndastjóri Andrzej Wajda. Urðu þar uppákomur margar eins og vera ber á glasnosttíma. Ein slík sést á þessari mynd hér. Myndin sýnir fjóra ungherja (en svo nefnast barnasamtök þau sem flest sovésk börn á ylfinga- og skátaaldri eru í). Þau standa í sínum hvítu skyrtum og með sína rauðu hálsklúta og halda á borða. Á borðann er letrað: „Við þökkum félaga Chaplin fyrir hamingjusama bernsku okk- ar.“ Þetta er ósköp elskuleg hylling eins og hver maður getur séð og má Chaplin karlinn vel við una að rússnesk börn vilji gera honum svo hátt undir höfði. En hér er meira á ferð. Afar og ömmur þessara barna, sovétborgarar sem nú em fimmtugir eða meir, þeir ólust upp í sömu ungherja- búningum en undir öðra letri á borðanum. Þá stóð skrifað: „Við þökkum félaga Stalín fyrir okkar hamingjusömu bernsku.“ Hér munar ekki nema einu orði eins og hver maður getur séð. En sá munur er ekki lítill.................... 6 SÍÖA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.