Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 4
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, er á beininu Sambandið er ekki að þiggja ölmusu Samningaviðræöur um Samvinnubankann algerlega á viðskipta- grundvelli. Lúðvík getur ekki ákveðið sjálfur hvenær hann er bundinn trúnaði og hvenær ekki. Sambandið er of skuldsett. Mat eigna SÍS samkvæmt viðurkenndum bókhaldsvenjum. Uppsögn Citibank á lánssamningi smámál. Enginn hagnaður SÍS1976- 1987. Forstjóri Sambandsins sækist ekki eftir jábræðrum og trúir á framtíð fyrirtækisins Er ekki misræmi á milli verðtil- boðsins sem SÍS gerði I Útvegs- bankann á sínum tíma og þeim miklu greiðslum sem fyrirtækið fær frá Landsbankanum fyrir hlut sinn í Samvinnubankanum? „Ég held að þarna sé ekkert misræmi, við gerðum í sjálfu sér ekki tilboð í Útvegsbankann á sínum tíma heldur gengum við að því boði sem ríkið gerði um bank- ann. Við ákváðum ekki verðið heldur ríkisvaldið. Hvað varðar verðið á Sam- vinnubankanum nú þá held ég því fram, og treysti því að menn komist að sömu niðurstöðu þegar moldviðrinu slotar, að niðurstað- an um það hafi orðið eftir samn- ingaviðræður sem voru algerlega á viðskiptagrundvelli. Það verð sem samið var um reynist báðum aðilum hagstætt.“ Nú hafa forystumenn SIS og Samvinnubankans gagnrýnt Lúðvík Jósepsson, bankaráðs- mann í Landsbanka, harðlega fyrir meint trúnaðarbrot. En ber honum ekki sem fulltrúa almenn- ings í bankaráðinu að halda trún- að við almenning þegar svo miklir þjóðfélagslegir hagsmunir eru í húfi sem hér um ræðir? Hann heldur því fram að hlutur SÍS í Samvinnubankanum hafi verið ofmetinn um miljarð og reglur Landsbankans um hámarksskuld fyrirtækja þverbrotnar. Eru af- drif Hafskips ekki víti til varnað- ar? „Ég held að Lúðvík Jósepsson, einsog hver annar bankaráðs- maður, hafi ailt leyfi til þess að hafa sínar skoðanir á hlutunum. En hann er í sínu hlutverki sem bankaráðsmaður bundinn trún- aði og hann getur ekki sjálfur ákveðið hvenær hann leysir sig undan þeim trúnaði. Þar eru hreinar línur og um það tala lög og reglur en ekki álit Sambands- ins.“ En átti Lúðvík annars úrkosti en að bregðast við einsog hann gerði? Gat hann rökstutt afstöðu sína í bankaráði gagnvart al- menningi einsog málum var kom- ið án þess að greina frá skuldum SÍS? „Án þess að ég ætli nú að fara að fjalla sérstaklega um það hvernig bankaráð Landsbankans eigi að vinna þá hygg ég að það sé sá vettvangur þar sem bankaráðs- manni beri að láta álit sitt í ljós. Og honum beri alla vega að haga sínum málflutningi þannig að hann brjóti ekki þann trúnað sem honum ber að halda í heiðri sem bankaráðsmaður. “ Nú hefur komið fram að SIS skuldar rúma 8 miljarða, 4 hér- lendis og aðra 4 erlendis. I leiðara DV í dag (fimmtudag) er því hald- ið fram að árið í ár sé fjórða tapár fyrirtækisins í röð, það hafi tapað 2 miljörðum á þessum tíma sem sé mcira en hclmingur af eigin fé þess. Er hætta á því að spá fjár- málaráðherra rætist og fyrirtæk- ið verði gjaldþrota uppúr ára- mótum? „Nú hef ég ekki séð leiðara DV í dag og get þarafleiðandi ekki fellt dóm um það sem í honum stendur. En að skuldir SÍS séu 4 miljarðar erlendis og 4,6 miljarð- ar hérlendis er ekki rétt, þetta eru rangar tölur. Það getur hver sem er lesið það í ársskýrslum Sam- bandsins að um síðustu áramót voru allar heildarskuldir fyrir- tækisins 8,6 miljarðar. Inni í því eru afurðalán og allar skuldir, hvaða nafni sem þær nefnast. Skiptingin milli innlendra og er- lendra skulda er ekki einsog þú talaðir um. Ég hef ekki á hrað- bergi hver er rétta talan í dag en erlendu skuldirnar eru talsvert ininm en petta. En ég hef aldrei dregið dul á það að Sambandið, einsog reyndar flest íslensk fyrirtæki, er of skuldsett. Og það er kannski hluti af þessu þjóðfélagslega vandamáli, sem ég vil kalla svo, að fyrirtækjum yfirleitt hefur ekki verið gert mögulegt að skila eðlilegum hagnaði og mynda sér nægilega sjóði til þess að standa undir starfsemi sinni af eigin fé. Og það að tala um að það þurfi nýtt fé inn í fyrirtæki er tilgangs- laust ef ekki eru skapaðir mögu- leikar til þess að mynda slíkt fjár- magn.“ Til hve mikils fjár eru eignir SÍS.metnar? „Ivlat eigna Sambandsins kem- ur allt fram í ársskýrslu þess. Ég get nú ekki tíundað það útaf fyrir sig í svona stuttu samtali en þessi gögn liggja fyrir og eigur Sam- bandsins eru metnar samkvæmt íslenskum bókhaldsvenjum. Ég held að þar sé ekki um að ræða annarskonar mat en tíðkast og er samkvæmt viðurkenndum regl- um hér á landi.“ Það eru þá sömu reglur og liggja til grundvallar mati á verð- mæti Samvinnubankans? „Það er sko ekki hægt að spyrja svona. Ef selja ætti allar eignir Sambandsins þá reikna ég náttúr- lega með því að markaðsverð eignanna geti orðið ýmist hærra eða lægra heldur en bókfært verð. Það er algengur hlutur. Nú, þegar Samvinnubankinn er seldur þá skoða menn að sjálf- sögðu í fyrsta lagi eiginfjárstöðu hans og síðan reyna menn að gera sér grein fyrir því hvernig til dæmis fasteignir og aðrar eignir eru metnar miðað við raunveru- leg verðmæti. Síðan er náttúrlega hluti af því sem þar er um að ræða, þegar komist er að niður- stöðu um söluverð, þáttur í fram- tíðarhagnaði. Bæði kaupendur og seljendur verða að gera það uppvið sig hve mikils virði „good- will“ er og framtíðarafrakstur af starfsemi fyrirtækis. í þessu til- felli hafa bæði kaupendur og selj- endur gert sér hugmyndir um arðsemi, um sparnaðarmögu- leika og svo framvegis í sambandi við sölu Samvinnubankans og væntanlega samræmingu á starf- semi hans og Landsbankans. Ég fullyrði að þær tölur sem menn komust að samkomulagi um sé hægt að rökstyðja með traustum gögnum." Eru kaup Landsbankans á hlut SÍS í Samvinnubankanum ekki bara fyrsta björgunaraðgerð ríkisins í þágu fyrirtækisins? Sigla kaup ríkisins á hlut SIS í Samcinuðum verktökum og Regni ekki í kjölfarið? „Ég vísa nú algerlega til föður- húsanna spurningu af þessu tagi. Um er að ræða sölu á ákveðinni eign á verði sem bæði kaupandi og seljandi koma sér saman um fyrir hönd sinna umbjóðenda og telja viðunandi og ég vísa alger- lega á bug tali um að einhver sé að bjarga einhverjum. Það er eng- inn skyldleiki á milli þess að þiggja ölmusur og selja eignir. Enginn er að bjarga neinum og þetta eru viðskipti sem báðum eru hagkvæm. Til hagsbóta fyrir Landsbankann og Sambandinu bæði nauðsynleg og hagkvæm undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja. Samnandið hefur náttúrlega lent í gífurlegum kostnaði vegna hins mikla fjármagnskostnaðar sem verið hefur á undanförnum árum, það er ekkert launungar- mál, og við þeim staðreyndum verður að bregðast með því að selja eignir og minnka skuldir. Og ýmsar aðrar eignir Sambands- ins sem eru því ekki nauðsynlegar í daglegum rekstri eru líka falar og verða seldar ef viðunandi samning'ar nást.“ Nú hefur einn lánardrottna SÍS erlendis, Citibank, sagt upp lánssamningi við fyrirtækið. Er ekki hætt við Jþví að gengið verði að eignum SIS erlendis í næstu framtíð? „Þarna er búið að þyrla upp miklu ryki, af þekkingarleysi vona ég fremur en verri hvötum. Það er alveg rétt að einn af mörg- um viðskiptabönkum Sambands- ins erlendis hefur sagt upp einu tilteknu skammtímaláni. Þessi sami banki er ennþá með talsvert umfangsmikil lánsviðskipti við dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum. Hvað snertir uppsögn á þessu láni þá tel ég að slíkur hlutur hafi hingað til ekki verið talinn fréttaefni hér á ís- landi fremur en annars staðar. í fyrsta lagi vegna þess að þetta er aðeins eitt af mörgum banka- samböndum SÍS erlendis, og alls ekki það stærsta. í öðru lagi vegna þess að Citibank hefur ver- ið að endurskoða lánastarfsemi sína í Norður-Evrópu, einkum Skandinavíu. Og í þriðja lagi vegna þess að það hafa orðið mannabreytingar hjá Citibank, nýir menn komið inn í þessa hluti sem hafa á þeim afskaplega litla þekkingu og enga reynslu. Ég tel að málið sé samtvinnað af þess- um þáttum fyrst og fremst. Af þessu tilefni er kannski sér- stök ástæða til þess að minnast á trúnaðarbrot bankaráðsmanna því að þessar upplýsingar koma frá slíkum aðila. Og fyrir þá sem ekki þekkja til getur þetta orðið tilefni alvarlegs áfalls fyrir Sam- bandið. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera að gaspra með hluti einsog þessa, sérstaklega þegar þeir eru teknir úr samhengi og menn hafa ekki þekkingu á öllum þáttum þeirra.“ Hve djúpt ná rætur fjárhag- svanda SÍS? Er staða fyrirtækis- ins verri nú en þegar þú settist í forstjórastólinn? „Þetta er út af fyrir sig afskap- lega eðlileg spurning. Ég held að ef maður reynir að átta sig á stöðunni í heild þá sé vandi Sam- bandsins mjög áþekkur vanda ís- lenska efnahagskerfisins og of margra fyrirtækja á íslandi. Um alltof langan tíma hafa fyrirtæki veriö rekin nálægt núllinu án þess að geta myndað sér sjóði og styrkt sinn rekstur og tekið lán til flestra framkvæmda og fjárfest- inga. Ef Sambandið hefur framið einhvern glæp á undanförnum hálfum öðrum áratug eða svo þá er hann sá að hafa tekið lán til þess að geta staðið undir atvinnu- rekstri víðsvegar út um landið. Þegar fótunum er kippt undan þessum atvinnurekstri og kostn- aður við lánsfjármagn margfald- ast á stuttum tíma þá er vandinn mjög fljótur að vefja uppá sig. Það sem hefur gerst hjá Sam- bandinu er fyrst og fremst það að á 11 ára tímabili, frá 1976-1987, skilaði rekstur Sambandsins eng- um hagnaði. En á þessum tíma voru tekin umtalsverð lán, fyrst og fremst til þess að styðja við bakið á atvinnurekstri víðsvegar úti um land. Einnig til þess að framkvæma hluti, einkum til þess að standa að fiskeldi sem átti að vera lyftistöng í útflutningsat- vinnurekstri á Islandi. Samband- ið stóð að og tapaði umtalsverð- um fjármunum á fyrirtæki einsog Marel, sem framleiddi og fram- leiðir enn rafeindavogir fyrir fiskiðnaðinn og fleira. Til þess að þalda því gangandi safnaði Sam- bandið umtalsverðum skuldum en hagnaðurinn af því var enginn. Þessar skuldir tóku síðan á sig fjármagnskostnað sem á tímabili, hluta síðastliðins árs, var með vaxtakostnað sem nálgaðist 100% á ársgrundvelli. Ég hef margoft sagt að ég þekki engan atvinnurekstur í vestrænum heimi sem stendur til langframa undir fjármagnskostnaði einsog þeim sem verið hefur hér á ís- landi á síðustu tveimur til þremur árum. Og á þessu tímabili hefur vandi Sambandsins, sem og ann- arra fyrirtækja, magnast veru- lega. Við höfum verið með strangar aðhaldsaðgerðir sem hafa skilað talsverðri bót á rekstrinum sjálf- um. Þannig að hann stendur nú á sterkari stoðum en hann hefur gert um langt árabil. Engu að síður hefur það ekki dugað vegna þeirra ástæðna sem ég hef þegar rakið.“ Hvernig svarar Guðjón B. Ol- afsson þeirri gagnrýni að hann sé einangraður á hátindi SIS og gefi sig lítt að öðrum innan fyrirtækis- ins en fáeinum jábræðrum? „Guðjón B. Ólafsson er nú orðinn býsna vanur því að taka gagnrýni fyrir hérumbil hvað sem hann reynir að gera og er að miklu leyti hættur að kippa sér upp við slíkt. Hann reynir að fylgja þeirri stefnu að gera það sem hann telur réttast og Sam- bandinu fyrir bestu á hverjum tíma. Hans stóra vandamál er það að hann hefur ekki nægan tíma á sólarhringnum til þess að anna öllu því sem hann þyrfti og vildi. Af því leiðir að honum vinnst ekki tími til þess að tala við og kynnast nærri því jafn mörgu fólki og hann kysi. En allt tal um að hann sækist eftir jábræðrum er algerlega útí hött og ég vona að allir sem til þekkja geti staðfest það.“ Sérð þú fyrir þér hvað gerðist í íslensku þjóðfélagi ef SIS yrði gjaldþrota? „Það vil ég helst ekki þurfa að hugsa til enda. Ég bæði trúi þvf staðfastlega og vissulega vona að til þess komi ekki. Sambandið og kaupfélögin og önnur félög tengd samvinnustarfseminni eru það samtvinnuð inní þetta litla þjóðfélag okkar að ef illa færi fyrir þeim þá færi illa fyrir þjóðfé- laginu. Þótt vissulega séu margs- konar erfiðleikar núna, bæði í rekstri fyrirtækja og þjóðarbús- ins, þá vona ég að mönnum takist að vinna sig út úr þeim. Ég hygg að það sé hægt þótt margar um- deildar ákvarðanir hafi verið teknar á undanförnum árum og margar sýnanlega rangar ákvarð- anir. Það tekur þjóðina nokkur ár að ráða bót á vandanum og mun takast ef menn hafa til þess nægjanlega samstilltan vilja.“ ks 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 15. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.