Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENPUM Á Frönsk menning Útvarp Rót kl. 18.00 Útvarp Rót hefur flutt aðstööu sína í stærra húsnæði á Vesturgöt- unni og er nú „útvarpið lengst í vestur“. Eftir flutninginn hefur Rótin aftur hafið reglulega dag- skrárgerð og er síðdegisþátturinn Hanagal á meðal þess sem boðið er upp á. Þetta er þáttur Félags áhugafólks um franska menningu og því tilvalinn fyrir alla sem unna franskri tungu og menn- ingu. Þátturinn er fluttur að hluta til á frönsku, en hið ástkæra yl- hýra er þó blandað saman við. Minningar úr skuggahverfi Rás 1 kl. 22.25 Leikrit vikunnar að þessu sinni er eftir Erlend Jónsson og heitir Minningar úr skuggahverfi. Það var eitt af verðlaunaleikritum í leikritasamkeppni Ríkisútvarps- ins árið 1986 og var frumflutt í útvarpi árið 1987. Leikstjóri er Benedikt Árnason en leikendur Margrét Guðmundsdóttir, Er- lingur Gíslason og Karl Guð- mundsson. Sögusviðið er Reykjavík samtímans. Maður og kona hittast fyrir tilviljun á götu úti en þau hafa ekki hist síðan á unglingsárum í Skuggahverfinu. Minningar þeirra frá þeim dögum eru þó á margan hátt ólíkar enda voru aðstæður þeirra í uppvextin- um með ólíkum hætti. Leikritið verður aftur á dagskrá á fimmtudag. Djassþáttur Rás 1 kl. 23.10 Djassgeggjarar hafa örugglega tekið eftir því að djassþáttur Jóns Múla Árnasonar hefur verið fluttur á þriðjudagskvöld. en er þó á sama tíma kvölds. I þætti- num í kvöld kynnir Jón Múli gamlan djass og nýjan sem endra- nær. Meðal annars spilar hann dansa Þelóníusar Monk, Keith Jarrett tríóið, Leóníð Chizhik sóló, Trúnað úr stofunni, úr væntanlegu albúmi Tómasar R. Einarssonar og hljómsveitar hans Nýjum tóni og ýmislegt fleira. Haltur ríður hrossi Sjónvarpið kl. 22.30 Þetta er fyrsti þáttur í fimm þátta syrpu sem áður var sýnd í Fræðsluvarpi. Þættirnir fjalla um blöndun fatlaðra og ófatlaðra í samfélaginu og ýmis vandamál því fylgjandi. í gegnum tíðina hefur oft verið deilt um hvaða leið er best í þessu skyni, en þætt- irnir reyna að sjá vandamálið í skýrara ljósi. DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 17.00 Fræðsluvarp 1. Börn í Botswana 2. Stfllinn - Mynd sem fjallar um strák sem er að skrifa stíl í skólatíma. 17.50 Flautan og litirnir Fyrsti þáttur Kennsluþættir í blokkflautuleik fyrir börn og fullorðna í níu þáttum. Söngur og hljóðfæraleikur er í höndum barna úr Brekkulækjarskóla á Akranesi. Umsjón Guðmundur Norödahl tónlistarkennari. 18.05 Hagalin húsvöröur (Kurt Kvast) Barnamynd um húsvörð sem lendir í ýmsum ævintýrum með íbúum hússins. (Nordvision - Finnska sjónvarpið) 18.15 Sögusyrpan (Kaboodle) Breskur barnamyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Sögumenn Helga Sigríður Harðardóttir og Hilmir Snær Guðnason. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fagri-Blakkur Breskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 19.20 Barði Hamar (Sledgehammer) Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veöur 30.35 Nýjasta tækni og vísindi I þættin- um verður sýnd ný íslensk mynd um ræktun lúpínu. Umsjón Sigurður H. Ric- hter. Stjórn upptöku Jón Egill Bergþórs- son. 20.50 í dauðans greipum (A Taste for Death) Fimmti þáttur Breskur saka- málamyndaflokkur í sex þáttum eftir P.D. James. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 21.40 Stefnan til styrjaldar (The Road to War) - Lokaþáttur - Pólland Breskur heimildamyndaflokkur í átta þáttum. Þýðandi Gylfi Pálsson. 22.30 Haltur ríður hrossi Fyrsti þáttur Þættir sem fjalla um blöndun fatlaðra og ófatlaðra I samfélaginu. Áður sýnt í Fræðsluvarpi. Þættirnir eru fimm og em textaðir. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok STÖD 2 15.25 Fordómar Prejudice Fordómar birtast í ýmsum myndum meðal okkar en í þessari mynd verða sagðar tvær aðskildar sögur um konur sem hafa mátt þola takmarkalausa fordóma í starfi sínu. Aðalhlutverk: Patsy Stephen og Grace Parr. 17.05 Santa Barbara 17.50 Elsku Hobo 18.15 Veröld - Sagan í sjónvarpi 18.45 Klemens og Klementína Leikin barna- og unglingamynd. Annar hluti af þrettán. 19.19 19.19 Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Visa-sport Blandaður þáttur með svipmyndum frá víðri veröld. 21.30 Undir regnboganum Kanadískur framhaldsmyndaflokkur I sjö hlutum. Sjötti og næstsíðasti þáttur. 23.10 Hin Evrópa The Other Europe Stórbrotin þáttaröð um Evrópu austan megin við múrinn. Þriðji þáttur af sex. 00.05 Draumar geta ræst Sam's Son Myndin byggist á uppvaxtarárum leikar- ans Michael Landon. Hann var ekkert frábrugöinn jafnöldum sínum en hafði til að bera afburða hæfileika í spjótkasti og uppgötvaði það fyrir hreina tilviljun. Aðalhlutverk: Eli Wallach, Anne Jack- son og Timothy Patrick Murphy. Loka- sýning. 01.40 Dagskárlok RÁS 1 FM,92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Guð- mundur Óskar Ólafsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Randver Þorláks- son. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynn- ingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Neytendapunktar Hollráð til kaupenda vöru og þjónustu og baráttan við kerfið. Umsjón: Björn S. Lárusson. (Einnig útvarpað kl. 15.45). 9.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn - Frá Vest- fjörðum Umsjón: Finnborgi Hermanns- son. 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur Umsjón: Óskar Ing- ólfsson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.53 Á dagskrá Litið yfir dagskrá þriðju- dagsins í Útvarpinu. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Skólabærinn Akureyri, Verkmenntaskólinn Um- sjón: Asdís Loftsdóttir (Frá Akureyri). 13.30 Miðdegissagan: „Svona gengur það” eftir Finn Soeborg Ingibjörg Bergþórsdóttir þýddi. Barði Guðmunds- son les (2). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirlætislögin Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Jóhann Pétur Sveins- son lögfræðing sem velur eftirlæislögin sín. 15.00 Fréttir. 15.03 í fjarlægð Jónas Jónasson hittir að máli islendinga sem hafa búið lengi á Norðurlöndum, að þessu sinni Guðrúnu Haraldsdóttur Gjesvold, bóndakonu í Rojse skammt frá Ósló. (Endurtekinn þáttur frá sunnudagsmorgni). 15.45 Neytendapunktar Umsjón: Björn S. Lárusson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 16.00 Frétir. 16.03 Dagbókin 16.08 Á dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið-Ármann Kr. Ein- arsson og bækur hans Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Pianókonsert nr. 1 í d-moll eftir Johannes Brahms Jónas Ingimundar- son leikur með Sinfóníuhljómsveit fs- lands; Páll P. Pálsson stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að loknum fréttum kl. 22.07). 18.10 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Einn- ig útvarpað í næturútvarpinu kl. 4.40). 18.30 Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynnngar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá Þáttur um menningu og listir liðandi stundar. 20.00 Litli barnatfminn: „Kári litli í skólanum” eftir Stefán Júliusson Höfundur les (2). 20.15 Tónskáldatími Guðmundur Emils- son kynnir íslenska samtímatónlist. 21.00 Alexanderstækni Umsjón: Sverrir Guöjónsson. Síðari þáttur. (Endur- tekinn þáttur úr þáttaröðinni „I dagsins önn"). 21.30 Utvarpssagan: „Haust f Skíris- skógi” eftir Þorstein frá Hamri Höf- undur les (2). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi). 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dag- skrá morgundagsins. 22.20 Leikrit vikunnar: „Minningar úr Skuggahverfi” eftir Erlend Jónsson (Áður útvarpað 1987). (Einnig útvarpað nk. fimmtudag kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Óskar Ing- ólfsson. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morquns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknið til lifs- ins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustend- um. 8.00 Morgunfréttir - Spaugstofan: Allt það besta frá liðnum árum. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Alberts- dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Stóra spurningin kl. 9.30, hvunndags- hetjan kl. 9.50, neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðjur kl. 10.30. Spaug- stofan: Allt það besta frá liðnum árum kl. 10.55 (Endurtekinn úr morgunútvarpi) Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Umhverfis landið á áttatiu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast f menningu, félagslífi og fjölmiðlum. 14.06 Milli mála Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða, stjórn- andi og dómari Flosi Eiriksson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Stef- án Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómas- son. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tíman- um. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu sími 91-38 500 19.00 Kvöldfréttir 19.32 „Blítt og létt...” Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 03.00 næstu nótt á nýrri vakt). 20.30 Útvarp unga fólksins Við hljóðne- mann eru: Jón Atli Jónasson og Sigrún Sigurðardóttir. 21.30 Fræðsluvarp: Enska Fyrsti þáttur enskukennslunnar „I góðu lagi" á veg- um Málaskólans Mímis. (Einnig útvarp- að nk. föstudagskvöld á sama tíma). 22.07 Rokk og nýbylgja Skúli Helgason kynnir. (Úrvali útvarpað aðfaranótt laugardags aö loknum fréttum kl. 2.00). 00.10 I' háttinn 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 Áfram Island Dægurlög flutt af ís- lenskum tónlistarmönnum. 02.00 Fréttir. 02.05 Lögun Snorri Guðvarðarson blandar. (Frá Akureyri) (Endurtekinn þáttur frá fimmtudegi á Rás 1). 03.00 „Blítt og létt...” Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggva- dóttur frá liðnu kvöldi. 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur úr dægurmálaútvarpi þriðjudagsins. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvang! Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1). 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Endurtekið úrval frá mánudagskvöldi á Rás 2). 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Norrænir tónar Ný og gömul dægurlög frá Norðurlöndum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. BYLGJAN FM 98,9 07.00-10.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sín- um stað. 10.00-14.00 Valdís Gunnarsdóttir Sér- staklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. 14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt á sinum stað, tónlist og afmæliskveðjur. 18.00-19.00 Arnþrúður Karlsdóttir - Reykjavfk siðdegis. Finnst þér að eitthvað mætti betur fara í þjóðfélaginu í dag, þín skoðun kemst til skila. Siminn er 61 11 11. 19.00-20.00 Snjólfur Teitsson. Afslapp- andi tónlist í klukkustund. 20.00-24.00 Haraldur Gíslason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við íþróttadeildina þegarvið á. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgjunnar. ÚTVARP RÓT FM 106,8 09.00 Rótartónar 10.00 Poppmessa í G-dúr. E. 12.00 Tónafljót 13.30 Mormónar Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. 14.00 Samtök græningja E. 14.30 Elds er þörf E. 15.30 Hanagal E. 16.30 Umót. Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslif. 17.00 I hreinskilni sagt Pétur Guðjóns- son. 18.00 Kvennaútvarpið Ýms kvenna- samtök. 19.00 Fimmtudagur til fagnaðar Gunn- laugur og Þór. 20.00 Fés. Unglingaþáttur með Jóni Þór og Óðni. 21.00 Úr takt Tónlistarþáttur með Hafliða Skúlasyni og Arnari Gunnari Hjálmtýssyni. 22.00 Tvifarinn Tónlistarþáttur í umsjá Ásvalds Kristjánssonar. 23.30 Rótardraugar Lesnar drauga- sögur fyrir hátlinn. 24.00 Næturvakt. Ég vona aö það séu foreldrar þínir og spyrji eftir mér. Þá verðurðu sko í vandræðum! Það er kærastinn þinn, Kolli. Á ég að segja honum að þú sért upptekin? Ha,ha.! NEI, LEYFÐU MÉR AÐ ' TALA VIÐ kHANN! v Heyrðu Kolli, ertu ekki að leggjast of lágt í kvennamálum? ©1989 Universal Press Syndicate 10' 3 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.