Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.11.1989, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1989 SKÁK Jóhann ætti þó að geta haldið jafntefli í biðskák þeirra úr 8. umferð Nýr tónn í íslenskri hljóm- plötuútgáfu leit dagsins Ijós nú í vikunni. Nýr tónn var sleginn í sögu jassins því fram í sviðsljósiö steig nýtt full- skapað jasstónskáld með hljómplötuna Nýr tónn, ís- lenska jassplötu sem ein- göngu inniheldur íslenskar tónsmíðar. Tónskáldið er kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson, en hann leikur jafnframt á bassa á hljómplöt- unni. Með Tómasi R. eru engir aukvisar. PéturÖstlund trommar en þetta er í fyrsta skipti sem þessi frægasti jasslandi okkar ber húðir á ísienskri jassplötu. Trompet- og flygilhornleikarinn Jens Winther kom frá Kaup- mannahöfn til þess að blása með Tómasi. Þá eru ónefndir tveir ís- lenskir snillingar, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og saxófón- blásarinn Sigurður Flosason. Lukkulegur með útkomuna „Ég er bara skrambi lukku- legur með útkomuna," sagði Tómas í viðtali við Þjóðviljann. „Ég gekk með plötuna í magan- um í eitt og hálft ár. Elsta lagið, Ortega, samdi ég í upphafi ársins 1988 fyrir Stórsveit Ríkisútvarps- ins. Ég fékk svo styrk úr tón- menntasjóði Rásar 2 til að semja 6 lög fyrir píanó, bassa, trommur og þrjá blásara. Sú hugmynd tók svo breytingum einsog gengur og gerist og að lokum ákvað ég að fækka blásurunum um einn. Sjálf plötuhugmyndin fæddist ekki fyrr en um síðustu áramót. Þegar lögin voru tilbúin þurfti að velja flytjendur og má eigin- lega segja að engir aðrir en þessir fjórir hafi komið til greina. Við Sigurður höfum leikið saman í áratug og Eyþór er minn Ieiðbeinandi varðandi hljóma og ýmislegt annað, auk þess sem við höfum leikið saman á þremur plötum, Þessum ófétis jassi, Hinsegin blús og þessari. Jens lék með okkur á Hinsegin blús og ég hafði spilað með Pétri norður á Akureyri og einusinni hér í Reykjavík sumarið 1988 og náði þá ágætu sambandi við hann og því kviknaði hugmynd um hvort hægt væri að fá hann hingað frá Stokkhólmi til þess að leika með okkur.“ Upptaka plötunnar var all sér- stæð miðað við upptökur í dag því, hljómsveitin lék tónverkin beint inn á tveggja rása segul- band og stundum voru fyrstu tökurnar notaðar. Þetta verður til þess að tónn plötunnar er mjög hreinn því allar yfirtökur bitna á hljómgæðum. Þá höfðu tónlistar- mennirnir mjög skamman tíma til æfinga, bara tvo sólarhringa áður en tónlistin var frumflutt á tón- leikum í Norræna húsinu sl. sumar. Þaðan var svo haldið beint í hljómver og platan tekin upp á tveimur sólarhringum. „Þegar svona törn með nýrri tónlist er skipulögð verða flytj- endur að þekkja til hvers annars svo þetta sé mögulegt. Ég hafði farið yfir tónlistina með þeim Sig- urði og Eyþóri áður en þeir Pétur og Jens komu til Iandsins og Pét- ur hafði fengið hluta af lögunum á segulbandi. Jens vildi hinsvegar ekki vita hvað hann ætti að spila fyrr en á hólminn væri komið. Hann vinnur þannig. Það má segja að það sé aðal jassins. Hann hellti mér út í hana. Ég hef alltaf sökkt mér ofan í það sem ég hef áhuga á og þetta varð að ástríðu hjá mér. Ég átti alls ekki von á að verða atvinnumaður í tónlist en varð það engu að síður. Það má segja að jassinn sé að mörgu leyti öðru vísi en aðrar á- stríður, kannski vegna þess að það tekur töluverðan tíma að komast inn í þessa tónlist. En þegar menn eru komnir inn eru engar leiðir út. Jassinn heltekur menn. Þarna eru miklar ástríður, frjáls sköpun og fínasta lyrík. í jassinum einsog í öðrum listum lifir fólk fyrir andann. Jassinn er handan efnisins og því hverfur fólk inn í þennan heim.“ En hver er staða jassins á ís- landi í dag? „Hann lifir þokkalegu lífi. Það heyrast alltaf af og til raddir um gamla gullaldartíma. Menn dreymir alltaf um slíka tíma en gleyma þá að njóta samtímans. Ég held að jassinn sé við ágæta heilsu.“ Það vekur athygli að þótt lögin á plötunni séu samin af bassa- leikara, þá er bassinn alls ekki áberandi hljóðfæri á plötunni. Þú virðist ekki skrifa tónlist til þess að fá að brillera sjálfur. „Það er bara eitt lag með bass- asólói á plötunni, Bleikir fílar. Bassinn getur eðli sínu sam- kvæmt ekki stöðugt verið í fram- línunni. Hans eðli er að vera bak- sviðs. Sjálfur sem ég allt á píanó og skil ekki menn sem geta samið eitthvað að marki á annað hljóð- færi en píanó. Tónskáldið verður að heyra afstöðuna milli laglín- unnar og hljómanna. Það er að minnsta kosti grundvallaratriði fyrir mig. Þar feta ég í fótspor Mingusar sem samdi aldrei neitt á bassa. Það hlýtur að vera mjög takmarkaður sjóndeildarhringur hjá þeim sem hugsa tónsmíðar ekki út frá hljómborði.“ Kröftum safnaö Hvert stefnir svo jassinn í dag? „Sjöundi og áttundi áratugarn- ir voru tímar stórra byltinga og ýmissa tilrauna. Sá tími er liðinn. Nú eru menn að safna saman brotum héðan og þaðan. Tón- listarmenn sækja sitt lítið af hverju úr ýmsum áttum, í bopp- ið, fönkið og frjálsjassinn og það má benda á það að sú kynslóð sem ólst upp með bítlum og rokki er að uppgötva svingið aftur. Ekki sjálfan svingtímann sem slfkan, heldur sveifluna í öllum jassi. Það er verið að vinna úr jassklassíkinni. Menn eru m.a. að hverfa frá daðri við þjóðlagak- ennda tónlist og einbeita sér í staðinn að því að finna hvað jas- sinn hefur upp á að bjóða. Kynslóðin sem er að taka við núna er að safna kröftum til stærri átaka. Ungir jassarar í dag viðurkenna að þeir muni ekki gera neitt stórt nema þeir séu vel að sér í því sem áður hefur verið gert á þessu sviði.“ Að lokum má geta þess að ann- aðkvöld mun Tómas kynna plötuna í Heita pottinum í Duus- húsi. Hljómsveitin er að vísu ekki skipuð sömu mönnum og á hljómplötunni nema að hluta til. Sigurður og Eyþór verða með í Heita pottinum en auk þeirra mun Matthías Hemstock leika á trommur og Hilmar Jensson á gít- ar. Þá mun söngkonan Ellen Kristjánsdóttir syngja nýtt lag eftir Tómas við ljóð Guðbergs Bergssonar, Vorregn í Njarðvík- um. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. -Sáf Garri Kasparov stefnir á enn einn stórsigurinn á mótinu í Belgrad sem stendur yfir þessa dagana. Skák hans og Johanns Hjartarsonar úr 8. um- ferð fór í bið á fimmtudagskvöldið eftir rösklega 6 klst. taflmennsku og mikla baráttu. Það verður að teljast vel af sér vikið hjá Jóhanni að halda Kasparov í skefjum í þessari skák. Jóhann átti lengst af erfiða stöðu en ekki verður annað séð en að hann geti verið nokkuð öruggur með jafntefli. Hann hefur verið í mikill lægð að und- anförnu en hefur náð sér vel á strik í Belgrad, vann Júgóslavann Kozul í fimmtu umferð og síðan Simen Agde- stein í fyrsta sinn á skákferlinum og komst þá í annað sæti einn. Hann tap- aði hinsvegar fyrir Nigel Short í 7. umferð. Norðmaðurinn Simen Agde- stein hefur sótt sig mjög og deilir, í þessum rituðum orðum, 3. sætinu með góðkunningjum okkar, Jusupov og Ehlvest. Eins og fram hefur komið þá sló Kasparov stigamet Bobby Fischers, 2785 Elo-stig, á mótinu í Tilburg á dögunum, og ef svo heldur sem horfir bætir hann enn við stigum í Belgrad og gæti rofið 2800 stiga múrinn. Eng- inn skákmaður er líklegur til að veita honum keppni á lokasprettinum, Jan Timman er of langt á eftir til að eiga einhverja möguleika. Staðan eftir átta umferðir: 1. Kasparov 6 v. + biðskák. 2. Tim- man 5 v. 3.-5. Agdestein, Jusupov og Ehlvest 4Vi v. 6. Jóhann Hjartarson 4 v. + biðskák. 7. Short 4 v. 8-.9. Lju- bojevic og Nikolic 3Vi v. 10. Damljanovic 3 v. 11. Popovix 2Vi v. 12. Kozul 2 v. Skák Kasparovs og Jóhanns fylgir hér. Jóhann gaf heimsmeistaranum kost á að beita Petyrosjan-afbrigðinu í drottningarindverskri vörn, 5. a3 en fékk engu að síður vel teflanlega stöðu. Eftir 25. .. f5 varð staða hans afar viðkvæm en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Kasparov aldrei að koma lagi á stöðu hans: Garrí Kasparov - Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. e3 Be7 8. Bb5+ c6 9. Bd3 0-0 10. Dc2 (Kasparov hefur unnið ófáa skák- menn í þessu afbrigði. Engu að síður velur hann fremur sjaldséða leið nú, 10. e4 er skarpara). 10. ^.. h6 11. 0-0 c5 12. Rxd5 Dxd5 32. Hdl Rd5 13. e4 Dh5 33. Be5 Kh7 30. Rg3 Rf4 31. Bxb7 Hxb7 14. dxc5 BxcS 15. b4 Bd6 16. Bb2 Rc6 17. De2 Had8 18. e5 Bb8 19. Hfdl Re7 20. Be4 Rd5 21. h3 Hd7 22. Hd4 Rf4 23. De3 Hxd4 24. Bxd4 Rd5 25. Del f5 26. exf6 gxf6 27. Rh2 f5 28. Bf3 Dg6 29. Rfl Hf7 34. Rfl f4 35. Bxb8 Hxb8 36. De2 Hg8 37. Df3 Hg7 38. Hel Df5 39. Rd2 Rf6 40. Rc4 Rd5 41. Rd6 Dg6 42. Rb5 Re7 43. Rd4 Rf5 44. Rxe6 Rh4 45. De4 Dxe4 46. Hxe4 Hxg2+ 47. Kfl Hh2 48. Rxf4 Hhl + 49. Ke2 Rg6! Tónlist Nýs hljóms skiptir mjög í tvö horn, annarsvegar eru ljóðrænar laglínur á lágu nótun- um en hinsvegar kraftmeiri tón- list, jafnvel brugðið á leik með þekkt lag einsog Bleika pardus- inn. „Það er alveg óþarfi að taka sig 100% hátíðlega. Þarna er annars- vegar þessi þunglynda íslenska melódía sem ég held svo mikið upp á og hinsvegar kraftmeiri og fjörlegri tónlist. Hvað Bleika fíla varðar þá tileinka ég það lag Mingusi og Henry Mancini, höf- undi Bleika pardusins. Það er rétt að þar minna ákveðnir hlutir á laglínu pardusins enda er ég ekk- ert að fela það.“ Mingus Þegar hlustað er á Nýjan tón kemur manni ósjálfrátt til hugar annar meistari bassans og af- kastamikið tónskáld, Charles Mingus, og því eðlilegt að spyrja Tómas hvort Mingus sé fyrir- myndin. „Mingus er ekki sá bassaleikari sem hefur haft mest áhrif á mig, en sjálfsagt má finna skyldleika með okkur. Við höfum báðir reynt að ná hinum djúpa og fal- lega bassatónn sem er að komast aftur í tísku hjá bassaleikurum eftir tíu til fimmtán ára fingra- hlaup upp og niður hálsinn. Óld gítarleikaranna og fiðluleika- ranna á kontrabassann er sem betur fer liðin. Bassaleikararnir eru aftur farnir að leika á kontra- bassa. Þótt Mingus hafi ekki haft mikil áhrif á mig sem bassa- leikara þá hef ég skoðað hann talsvert sem tónskáld. Hann var aldrei hræddur við að styggja fólk. Hann var skapmaður en gat skrifað mjög falleg lög. Samt beitti hann aldrei ódýrum brögðum við tónsmíðar sínar. Þar réð frumleg hugsun.“ Gömlu dansarnir á harmonikku Einhvernveginn hefur maður það á tilfinningunni að íslenski jassinn og Tómas hafi alltaf átt samleið, en s vo er ekki. Jassáhugi Tómasar er ekki nema rúmlega áratugar gamall. „Ég spilaði gömlu dansana á harmonikku. Ég hreifst reyndar af blús sem unglingur og hlustaði mikið á hann, en ég var mjög lengi að komast inn í jasstónlist- ina. Ég man að vorið 1977 var ég á jasstónleikum í París þar sem Oscar Peterson, Count Basie og Ella Fitzgerald komu fram. Það eina sem hreif mig á þeim tón- leikum var þegar Ella söng „1 ain‘t got nothing but the blues“. Ég held að ég hafí ekki þekkt Oscar og Basie í sundur. Reyndar grunaði mig að Basie væri með stærri hljómsveit. Seinna heillaðist ég svo af Stan Getz og bossanovamússíkinni og eftir það hef ég ekki hætt að hlusta á jass. Það var svo árið 1979 að ég eignaðist kontrabassa. Fyrst ætl- aði ég að fá mér saxófón en kunn- ingi minn sem ég bjó með í Osló hafði eignast saxófón og það gekk ekki upp að við spiluðum báðir á sama hljóðfærið ef við ætluðum að leika saman. Kontra- bassinn varð því fyrir valinu. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið tilviljanakennt. Jassinn heltekur Þegar ég flutti aftur til íslands var Jassvakning á fullu hér og ég (Eftir miklar flækjur finnur Jóhann réttu vörnina með því að ná upp- skiptum á riddurunum kemst hann út í jafnteflislegt hróksendatafl. Kaspar- ov var aðvonum óánægður með gang mála.því staða eftir u.þ.b. 30 leiki gaf ekki ástæðu til að halda annað en að enn einn sigur hans væri í sjónmáli.) 50. Rxg6 Kxg6 51. He7 Hxh3 52. Hxa7 h5 53. Ha6 Kg7 54. a4 h4! (Óvenjulega bíræfinn leikur. Jó- hann fórnar peðinu á b6, 54. Hxb6 Ha3 55. a5 h3 og hvítur verður að taka þráskák.) 55. Kfl Ha3 56. Kg2 Kf7 57. b5 Ke7 58. f4 Kd7 59. f5 Kc7 60. Ha8 Hg3+ 61. Hh2 a b c d e f g h - Hér fór skákin í bið. Hún verður til lykta leidd á sunnudaginn. Jóhann ætti að halda jafntefli án mikilla erfið- leika. Rætt viðTómas R. Einarsson bassaleikara um j ass og aftur j ass í tilefni nýrrar hljómplötu sem eingöngu inniheldur frumsamda tónlist eftir Tómas R. ÞaðerekkinemarúmuráratugursíðanTómasR. Einarsson eignaðist kontrabassa. Mynd Jim Smart. verður til við stefnumót ólíkra sá að ég skrifaði allar laglínur, hafi sett skorðaðan ramma sem geta þess að allir sem unnu að hljófæraleikara. hljómasetningu, raddanir og hljóðfæraleikararnir hafa svo hljómplötunni með mér komu Minn hlutur í tónsmíðunum er anda laganna. Það má segja að ég frelsi til þess að fylla út í. Þá vil ég með ágætar ábendingar.“ Póst- og símamálastofnunin AUCLYSINGARISIMASKRANNI1990 Undirbúningur vegna prentunar á næstu Símaskrá stendur yfir. Gögn varðandi pantanir á auglýsingum hafa verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöðvunum. Vinsamlega athugið að allar pantanir, endurpantanir eða afpantanir, eiga að vera skriflegar og hafa borist í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember - desember. ■ SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311-121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140 - FAX 91-611221 Engin leið út úr jassinum Dáðadrengnum Kasparov halda engin bönd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.