Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 12
—SPUPNINGIN— Hefur þú fariö í leikhús í vetur? Guðjón Guðjónsson sérfræðingur Nei, ekkert í vetur og ég held ég fari allt of sjaldan. Sem dæmi langaði mig að sjá Oliver! en ég held ég sé orðinn of seinn til þess. Sigurður Sigurðsson sjómaður Já, ég fór að sjá Lítið fjölskyldu- fyrirtæki og hafði nokkuð gaman af. Ég er alltaf á sjónum og hef því ekki skoðað það nýlega hvað er í gangi. Gísli Guðmundsson sölumaður Nei, en ég hugsa að ég fari samt. Ég fer svona 1 -2 sinnum á hverj- um vetri en hef ekki fundið neitt enn sem freistar mín. Birna Júlíusdóttir atvinnulaus (í leit að vinnu) Nei, ég var bara að koma til ■ landsins og er á leiðinni. Ég ætla að sjá Laxness í Borgarleikhús- inu og svo ætla ég að reyna að sjá allt. Ulla Hosford myndlistamaður Nei, en ég fór mikið í Svíþjóð. Svo á ég enga peninga sem stendur því ég er búin að eyða miklu í sýningu sem ég held í Ásmund- arsal. pJÓOVIUINN Fimmtudaaur 1. febrúar 1990 22. tölublað 55. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Umferðarslys Ungt fólk í meirihluta 454 einstaklingar yngri en 25 ára slösuðust eða létust í umferðarslysum ífyrra en 371 eldri en 25 ára. Fœkkunfráárinul988. 100% fjölgun slasaðra ökumanna bifhjóla 454 einstaklingar undir 25 ára aldri slösuðust eða létust í um- ferðarslysum í fyrra. Þeir sem eru eldri en 25 ára virðast síður eiga á hættu að lenda í umferðarslysum, því 371 einstaklingar eldri en 25 ára slösuðust eða létust í umferð- arslysum í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Umferðarráðs.Um- ferðarráð aldursskiptir slösuðum og látnum í sjö hópa. Langflestir lenda í hópnum 25-65 ára, eða 310 alls. Næst stærsti hópurinn er fólk á aldrinum 17-20 ára, eða 185 talsins. Þá kemur aldurshóp- urinn 21-24 ára sem í eru 83 en þar skammt á eftir 7-14 ára sem eru 80 talsins. 67 einstaklingar á aldrinum 15-16 ára slösuðust eða létust í umferðarslysum í fyrra. Ef maður tekur saman ungt fólk á aldrinum 7 til 24 ára, sem eru 18 árgangar, þá slösuðust samtals 415 einstaklingar á þeim aldri, sem er ríflega helmingur alira sem slösuðust árið 1989. Bæti maður svo við börnum á aldrinum 0-6 ára, en í þeim hópi slösuðust 39 einstaklingar, voru það samtals 454 einstaklingar undir 25 ára aldri sem slösuðust í fyrra. Af þeim sem eru eldri en 25 ára slösuðust 371. 828 manns slösuðust og létust í umferðarslysum hér á landi árið 1989, en það er 112 færri en árið áður. At þessum 828 manns lét- Ungt fólk er ( miklum meirihluta þeirra sem lenda í umferðarslysum. - Mynd: Jim. ust 28 en árið áður létust 29 manns. Af þessum 28 sem létust í fyrra voru 13 undir 25 ára aldri en 15 eldri en 25 ára. Af einstökum vegfarendahóp- um fjölgár mest slösuðum meðal ökumanna bifhjóla en árið 1988 voru þeir 21 en í fyrra 41, eða um 100% fjölgun. Slösuðum ökumönnum bif- reiða fækkar úr 363 í 310 og slös- uðum farþegum í framsæti fækk- ar úr 192 árið 1988 í 158 á síðasta ári. Hinsvegar fjölgar slösuðum farþegum í aftursæti úr 130 í 160 á milli ára. Fjöldi ölvaðra ökumanna sem aðild áttu að slysi á síðasta ári var 38. Suður-Afríkusamtökin Baráttan heldur Aðalfundur samtakanna verðuríkvöld. Félagar allt að 200 talsins. Tónleikar með kúbanskri hljómsveit um næstu mánaðamót að er mjög brýnt að halda baráttunni áfram af fullum þunga gegn aðskOnaðarstefnu suður-afríkskra stjórnvalda því aukinn þrýstingur þjóða heimsins á stjórnvöld í S-Afríku er nauðsynlegur til að sigur geti unnist í baráttu blökkumanna fyrir sjálfsögðum mannréttindum, segja stjórnar- menn Suður-Afríkusamtakanna. í dag 1. febrúar klukkan 20:00 halda Suður-Afríkusamtökin gegn aðskilnaðarstefnu suður- afrískra stjórnvalda aðalfund sinn í nýjum húsakynnum sam- takanna að Hverfisgötu 50, 4. hæð. Á dagskrá fundarins er meðal annars framsaga um ástandið í syðri hluta Afríku, um- ræður um starfið framundan og stjórnarkjör.Félagar í samtökun- um eru nú um 200. Um mánaðamótin febrúar- mars áforma samtökin að halda tónleika til að minnast nýlegra sigra í frelsisbaráttunni gegn að- skilnaðarstefnunni í S-Afrflcu. Á tónleikunum mun spila kúbönsk hljómsveit. Þá verður haldið áfram að berjast gegn innflutn- ingi og sölu á varningi frá Suður- Afríku því alltaf er eitthvað um i að þarlendar vörur séu á boðstól- um íslenskra verslana þótt í orði kveðnu sé bannað að selja þær1 hér. Ennfremur er á dagskrá samtakanna að efla fræðslustarf- semina og margt fleira. Allir andstæðingar aðskilnað- arstefnu stjórnvalda í Suður- Afríku er áhuga hafa á að taka þátt í baráttunni og starfsemi samtakanna eru hvattir til að rnæta. -grh áfram ¥ Ef litið er á dauðaslys í fyrra kemur í ljós að 14 ökumenn bif- reiða létust, 2 ökumenn bifhjóla, 7 farþegar í framsæti, 4 farþegar í aftursæti og einn gangandi veg- farandi. Þótt einum færra hafi lát- ist í fyrra í umferðarslysum en árið 1988 þá er dánartalan í fyrra fjórða hæsta dánartalan í umferð- arslysum frá árinu 1966. Árið 1977 létust 37 í umferðarslysum, 33 árið 1975, 29 árið 1988 og 18 í fyrra. Að meðaltali hafa látist 24 í umferðarslysum undanfarin ár. Slösuðum fækkaði í þéttbýli úr 459 árið 1988 í 330 árið 1989. Hinsvegar fjölgaði þeim í dreifbýh úr 188 í 204. Mest var fjölgunin á Norðurlandi. í Reyjavík fækkaði slösuðum einstaklingum úr 318 árið 1988 í 245 í fyrra. Það er þó hærri tala en árið 1987 en þá slösuðust 239 ein- staklingar í Reykjavík í umferð- arslysum. í Reykjanesumdæmi fækkaði slösuðum úr 280 árið 1988 í 178 í fyrra. Þá fækkaði einnig slösuðum á Vesturlandi og Vestfjörðum en á Austurlandi slösuðust jafn margir bæði þessi ár í umferðarslysum. Mikil fækkun varð meðal slas- aðra gangandi vegfarenda, úr 136 í 96 sem er um 30% fækkun. -Sáf Ég hélt að þeir hefðu skrifað undir að hætta þessum samsöng í nótt. *»>■ Það stóð í blaðinu | ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.