Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.03.1990, Blaðsíða 11
Hreint frábær salsatónlist Síðast liðið miðvikudagskvöld héldu kúbanska hljómsveitin Los Noveles og kabarett- söngkonan Leonor Zayas hreint frábæra tónleika á Hótel Borg. Hljómleikarnir eru hluti af hljómleikaferð tónlistarmann- anna um Norðurlönd og hingað til lands koma þeir frá Færeyjum. Los Noveles og Leonor Zayas hafa áður farið í Norðurlandaferð en þá var íslandi og Færeyjum sleppt. Fyrst spiluðu Los Noveles nokkur lög einir og byrjuðu á tja, tja, tja. Tveir slagverksleikarar eru í hljómsveitinni, Miguel Fernandez og Jorge Urbizo. hljóðfæri sem ekki er algengt að nota í hefðbundinni kúbanskri tónlist þá heldur tónlistin sínum upprunalega tóni. Það má því segja að hljómur- inn í tónlist okkar sé nútímalegur en takturinn hefðbundinn. Hljóðfæri eins og hljóðgerfil- linn bæta nýjum hljóm inn í tónli- stina sem höfðar ef til vill meira til fólks á alþjóðlegum mælik- varða. Við náum víðar með okk- ar tónlist með þessum hætti en ella. -Þú talar um að hljómsveitin hafi orðið meðvituð. Hvers konar meðvitund var það, pólitísk eða tónlistarleg? LeonorZayazersannkölluð kabarettdrottning og heillaði tónleikagesti með framkomu sinni og söng. Mynd: Jim Smart. Samspil þeirra var mjög gott. Saman mynduðu þeir kröftugan takt sem fékk fólk til að fara á hreyfingu í stólunum. Hljóm- borðsleikarinn Adolfo Naquid framkallaði hefðbundin hljóð- færi eins og harmonikku út úr nótnaborðinu og kryddaði suður- ameríska tónlistina með forvitni- legum hætti vestrænum hljóm- um. Leonor Zayaz kom síðan inn á sviðið klædd í stutt glimmerpils og glimmerskyrtu eins og sannkölluð kabarettdrottning. Zayas er mjög góð söngkona og þegar hún var komin á sviðið var eins og hljómsveitin breyttist skyndilega í undirleikara. Rödd Zayaz naut sín best í þeim fáu rólegu lögum sem tón- listarmennirnir tóku. Þar var hún enginn eftirbátur þeirra söng- kvenna á Vesturlöndum sem taldar eru syngja hvað best, til að mynda Whitney Huston. Þeir sem misstu af tónleikun- um geta enn bætt það upp. í kvöld og annað kvöld koma Los Noveles og Leonor Zayaz fram í Sukkasalnum á Borginni og á morgun klukkan þrjú eru tón- leikar í FÍH-salnum við Rauða- gerði 27. Þá er öllum velkomið að mæta á árshátíð Vináttufélags ís- lands og Kúbu í vélstjórasalnum Borgartúni 18 á sunnudagskvöld- inu. Nýtt Helgarblað hitti hljóm- sveitarstjórann og gítarleikarann Pedro Rodriquez og kabarett- drottninguna Leonor Zayaz að máli á Hótel Borg í gær. -Rodriquez, hvenœr var Los Noveles stofnuð? Hljómsveitin var stofnuð 1966 þegar við vorum námsmenn og við höfum haft tónlistina að at- vinnu síðan 6. júli það ár. í dag eru fjórir meðlimir í hljóm- sveitinni sem hafa verið með frá upphafi en árið 1968 bættist fimmtfe maðurinn í hópinn og sjötti meðlimurinn kom 1978. Tónlist okkar hefur tekið mikl- um breytingum frá því við byrj- uðum. Fyrst spiluðum við rokk en svo kom að því að við urðum meðvitaðir og skildum að það var rökréttast fyrir okkur að spila okkar eigin kúbönsku tónlist. Við uppgötvuðum að kúbönsk tónlist er mjög auðug og býður upp á mikla möguleika. Og þó við notumst við rafmögnuð ^ D/íGURMAL Þetta er samtvinnað. Þessi meðvitund er bæði pólitísk og tónlistarleg og einnig fagleg. Hvað snertir pólitísku hliðina þá er það eitt af kjörorðum okkar Kúbumanna að „nýta landsins gögn og gæði“. Einn af helstu hugsuðum Kúbumanna á síðustu öld, Jose Martí, sagði: Það má vel vera að vínið okkar sé beiskt en það er okkar vín. En þetta á von- andi ekki við um tónlistina okkar bókstaflega, ég held að hún sé ekki beisk. En hlutirnir gerast alltaf svona á Kúbu. Ég get tekið son minn sem dæmi. Hann er 13 ára og leggur stund á tónlistarnám. Áður en hann byrjaði að læra var hann mjög upptekinn af vest- rænni dægurtónlist og gekkst mikið upp í rokki og poppi. En svo kom að því hjá honum eins og flestum öðrum að hann uppgötv- aði að kúbanska tónlistin höfðaði meira til hans. Þetta er ákveðið þroskastig. -Leonora, þú varst búin að vera lengi í tónlist áðurenþú byrj- aðir með Los Noveles. Hvernig kom samstarf þitt við hljóm- sveitina til? Fyrstu kynni mín af tónlist voru í gegnum nám mitt í kór- stjóm í listaháskólanum í Ha- vana. Árið 1980 hóf svo göngu sína í kúbanska sjónvarpinu þátt- ur sem heitir „Allir syngja“, sem er þáttur þar sem ungir lista- menn, dansarar, tónlistamenn og svo framvegis fá tækifæri til að koma fram. Minn ferill byrjaði í þessum þætti og í kjölfar þess ferðaðist ég um landið og söng og kom fram í kabarettum, útvarpi og sjónvarpi og ferðaðist einnig víða um heiminn, bæði Suður- Ameríku og Evrópu. Árið 1981 vann ég til verðlauna á sönghátíð í Austur-Þýskalandi. Samstarf mitt við Los Noveles hefst hins vegar ekki fyrr en 1983 eða 1984 þegar við unnum saman í kaparett í baðstrandarbænum Varadero á Kúbu. í fyrra var sá möguleiki orðaður að við ynnum aftur saman og færum í sameigin- lega tónleikaferð um Norður- lönd. Ég hef fyrst og fremst sungið kúbanska tónlist og það hefur Los Noveles einnig gert. En þeg- ar við vinnum saman reynum við að gera tónlistina meira alþjóð- lega. Á prógramminu eru alþjóð- leg númer þó aðaláherslan sé lögð á að kynna hefðbundna kúb- anska tónlist. Frumkvæðið að ferð okkar um Norðurlönd kemur frá ICAP sem er stofnun á Kúbu sem sér um menningartengsl við aðrar þjóð- ir. Við höfum bæði í sitthvoru lagi og saman farið í slíkar ferðir á vegum ICAP áður. -Nú er stundum sagt að suð- rœnt fólk sé blóðheitara en nor- rœnt. Hver er munurinn að spila- heima á Kúbu og hér á norð- lœgum slóðum? Mér finnst ekki vera mikill munur á þessu. Alls staðar þar sem við höfum farið hefur fólk dansað. Það dansar kannski á sinn hátt og ekki alveg eins og við, en það tekur þátt í tónlistinni engu að síður. Eg hef heyrt þetta með mis- munandi heitt blóð í fólki áður, en ég trúi ekki þeirri kenningu. -Þú hefur komið mikið fram í kabarettum. Er sá kabarett sem við þekkjum í dag sá sami oghann varfyrr á öldinni? í fyrsta lagi þá er atvinnuöryggi okkar sem vinnum í kabarettnum meira núna en það var fyrir bylt- inguna. Áður gátu þeir sem ráku kabarettana ráðið fólk fyrir eitt kvöld og hent því síðan frá sér. í dag eru allir í verkalýðsfélagi og á starfssamningi, og fá sín föstu Iaun hvort sem þeir eru að ferðast innanlands eða í öðrum löndum. Það fer fram stöðugt starfsmat og það er metið hvernig okkur vegn- ar. Innihald kaparett sýninganna er mismunandi. Heima á Kúbu fjalla þeir mest um fólkið sjálft. Sagan sem er sögð í kabettunum þræðir sig í gegnum hina kúb- önsku þjóðarsál. Þetta eru glað- værar sýningar vegna þess að fólkið sem kemur á sýningamar er komið til að skemmta sér. Tónlistin í kabarettunum er af ýmsum toga, ekki bara kúbönsk- um. Það er mikið að gerast í sýn- ingunum og dansinn skipar þar veglegan sess. Á Kúbu er síðan mikil hefð fyrir trúbadúrtónlist eða „tróva“. Eftir byltinguna kom fram það sem við köllum „nýja tróvan“, þar sem textamir hafa mun meira pólitískt innihald en áður. Kabar- ettinn er öðravísi, þar er meiri áhersla lögð á að skemmta fólki. -En Rodriguz, nú er yfirleitt talað um rokk, djass og blús sem alþjóðlegt fyrirbœri. Hvernig er tónlistarlífið á Kúbu, má finna þar allt litróf tónlistarinnar? Ég þekki auðvitað ekkert til ís- lenskrar tónlistar og hversu gott er að dansa við hana til dæmis. En á Kúbu er tónlistin fyrst og fremst danstónlist og mikill meirihluti tónlistarmanna flytur kúbanska tónlist. Síðan má finna klúbba þar sem eingöngu er leikinn djass og klúbba þar sem bara er spilað rokk. Á diskótek- unum er tónlistin aftur á móti mjög blönduð. Kúba er alls ekki tónlistarlega lokað land. í dag er til að mynda mikill uppgangur í rokkinu á Kúbu. Nýjar hljómsveitir spretta upp á hverjum degi. En þó það sé verið að spila rokk einhvers staðar þá endar alltaf á þvi að það er farið að spila kúbanska tónlist og fólk fer að dansa. Hún verður alltaf að vera með, takturinn er svo skemmtilegur að dansa eftir og það kunna allir að dansa þessa flóknu dansa sem fylgja þessari tónlist. Það er hins vegar borin mikil virðing fyrir djassi á Kúbu og hann er mikið spilaður. Við segj- HEIMIR MÁR PÉTURSSON um gjarnan að djassinn sé tónlist fyrir tónlistarmenn. Það er líka auðveldara að spila kúbanska tónlist ef maður er vel inni í djassi. Skyldleikinn með djassi og okkar tónlist er það mikill, það eru söguleg tengsl þama á milli. -Þú talar mikið um dans. Er dansinn stór hluti af daglegu lífi fólks á Kúbu? Það er sagt að kú- banskar konur gangi um dans- andi. Leonor: Það er ekki hægt að hlusta á þessa tónlist án þess að finna til löngunar til að dansa. Sjálf kunnum við sporin og þessa dansa. En meira að segja þeir sem kunna þetta ekki finna til þessarar löngunar. Dansinn er ósköp einfaldlega hluti þessarar tónlistar, býr í henni. -hmp 1 9! í 9 9 Ódýr hádegismatur alla virka daga frá kl. 12—2. 1. Hamborgari dagsins m/frönskum og salati 2. Samloka dagsins kr. 490 m/frönskum og salati kr. 395 3. Kjötréttur kr. 580 4. Fiskréttur Súpa fylgir. kr. 580 Elskum alla þjónum öllum s. 689888 w 'ITA- FYRIR 'TVARP 0G SJÓNVARP ATRIÐI TIL UMFJÖLLUNAR: ■ Hvernig verður þáttur til. ■ Hvernig er efni afl- að. ■ Hvernig er það skipulagt. ■ Viðtalstækni. ■ Upptaka á útvarpsefni. ■ Handritaskrif fyrir útvarp og sjónvarp. FJÖLMIÐLASKÓLI ÍSLANDS BORGARTÚNI 24 105 REYKJAVlK SÍMI 626655 FAX 624990 Föstudagur 2. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 TÍMI: Laugard. 3. mars-17. mars. Samtals 32 tímar. Aðalleiðbeinandi: Stefán Jökulsson dagskrárgerðarmaður Upplýsingar og skráning í síma 626655

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.