Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.06.1990, Blaðsíða 13
miðlar séu á meðal mikilvægustu stofnana lýðræðisþjóðfélags. Minnt er á hlutverk fjölmiðla við miðlun upplýsinga, umræðna og gagnrýni. Þess vegna er litið svo á að íjölmiðlar beri sérstaka ábyrgð á því að ólík sjónarmið komist fyrir almenningssjónir. Lögð er áhersla á að fjölmiðl- ar eigi ekki að láta undan þrýst- ingi frá þeim sem vilja hindra frjálsa miðlun upplýsinga, frjáls- an aðgang að upplýsingum og heimildum og opna umræðu um hvaðeina sém hefur samfélagslegt gildi. Það er tekið fram að það sé réttur íjölmiðla að upplýsa um það sem gerist í samfélaginu og að afhjúpa misferli. Það er litið á það sem hlutverk fjölmiðla að vemda einlaklinga gegn atlögum eða vanrækslu opinberra aðila, stofnana, fyrirtækja eða annarra. Krafa um málefnalega gagnrýni Annar kafli norsku reglnanna fjallar um heiðarleika og ábyrgð blaðamanna. Þar er meðal annars skýrt kveðið á um ábyrgð ritstjóra á því að umræða sé málefnaleg, en slíka kröfu er hvergi að finna í íslensku reglunum. Mikil áhersla er lögð á að hagsmunir aug- lýsenda séu ekki látnir ráða gerð- um ritstjómar, en á þessu hefur lengi verið misbrestur á íslandi. Síðan er fjallað um samskipt- in við heimildamenn og nauðsyn þess að vemda þá og fjórði kafl- inn er nefndur birtingarreglur. Þar em blaðamenn hvattir til þéss að vera gagnrýnir gagnvart heim- ildamönnum sínum og að ganga úr skugga um að upplýsingar frá þeim séu sannar. Blaðamenn em beðnir um að sýna einkalífi fólks, kynþætti, þjóðerni og lífsviðhorfum virð- ingu. Áhersla er lögð á að greinar og fréttir skuli vera málefnalegar, einkum þó fréttir af dómsmálum. Varað er við notkun nafns og myndar í fréttum af dómsmálum eða afbrotum. Sérstaklega er þó beðið um að menn sýni nærgætni í málum ungra afbrotamanna. Þá er fjallað um myndir í þessum kafla og minnt á að um þær gildi Fagleg stefnuskrá Hér hefur verið stiklað á stóm í norsku reglunum, en nóg til þess að sýna að þótt þær séu ekki gallalausar, komast þær miklu nær því en þær íslensku að geta talist fagleg stefnuskrá blaða- mannastéttarinnar. Þar er blaða- mönnum og almenningi gerð grein fyrir hlutverki og ábyrgð blaðamanna gagnvart samfélag- inu, gagnvart heimildamönnum og fleirum sem koma við sögu. Þama em fyrirheit um gagnrýna blaðamennsku jafnframt því sem blaðamönnum er leiðbeint um vinnubrögð í viðkvæmum mál- um. Þama er jöfnum höndum íjallað um það sem á að gera og það sem ekki á að gera. Gallar íslensku reglnanna krystallast að mörgu leyti í norsku reglunum. Stefnumótandi úrskuröir Sænsku siðareglumar em enn ítarlegri en þær norsku, en byggja á sömu gmndvallaratriðum. 1 sænsku reglunum er mikil áhersla lögð á ráðvendni blaðamanna og skýrt kveðið á um að blaðamenn skuli ekki þiggja gjafir eða annað sem geti rýrt áreiðanleika hans. Svíar hafa sérstakan kafla í regl- unum um samskipti við aug- lýsendur og aðra sem hafa fjár- hagslegra hagsmuna að gæta í samskiptum við fjölmiðla. Fleira er auðvitað athyglisvert í sænsku reglunum sem ekki er ráðrúm til þess að útlista hér. Islensku reglumar færa siða- nefnd geysilega víðfeðmt skil- greiningarvald, raunar svo mikið að nefndin hefur kvartað undan því sjálf. Enda segja dómar ncfndarinnar mun meira en regl- umar og ef grannl er skoðað hefur nefndin mótað ýmis siðferðisleg gmndvallaratriði. En það er svo undir hælinn lagt hve vel blaða- menn hafa kynnt sér fyrri dóma siðanefndar og hversu samkvæm ncfndin er sjálfri sér í dómum. Það hefur hins vegar mjög skort á að stefnumótandi úrskurð- ir siðanefndar hafi sett mark sitt á reglumar sjálfar. Garðar Guðjónsson (Crcinin er ad nokkru leyti byggd á ritgerð sem höfundur skrifaði við Norsk journa- listhögskole i Osló.) sömu reglur og hið ritaða orð. Enn fremur em ritstjómir beðnar að leiðrétta ranghermi hið snarasta og gefa aðilum sem veist hefur verið að strax tækifæri á að koma að athugasemdum. imu iiii iiii *»»* iii \*»%i iii \*** \»t» ,»„ ,,, »» »*•***• »»,, ii. **»*»*«.,, Gagnrýninni sópaö undir teppið lengst af Úrskurðir siðanefndar Blaða- mannafélags íslands hafa breyst mikið á þeim 24 árum sem liðin eru síðan fyrsti úr- skurðurinn varfelldur. í upphafi voru þeir stuttorðir mjög, en á síðari árum eru dæmi um mjög ítarlega umijöllun nefndarinnar um kærur á hendur blaða- mönnum. Kærum hefur einnig fjölgað mikið á síðari árum, enda hefur opinber umfjöllun um nefndina heldur færst í aukana. Fyrstu 20 árin var bannað að fjalla opinberlega um úrskurði siðanefndar og nefndin var aðeins skipuð blaðamönnum. Mörgum reynist efiaust erfitt að gera sér grein fyrir því að blaðamenn sem leggja metnað sinn í að afhjúpa mistök annarra, skuli ekki telja eðlilegt að íjallað sé um mistök blaðamannastéttar- innar sjálfrar opinberlega. Feluleikurinn gagnrýndur En það er langt í frá að allt til 1985 hafi ríkt einhugur um þögn- ina. Gagnrýni á þennan feluleik blaðamanna kom fram, bæði inn- an stéttarinnar og utan. Þannig lét Einar Karl Har- aldsson þá skoðun sína í ljós á að- alfundi B.í. árið 1980 að almenn- ingur ætti kröfu á því að þögnin yrði rofin. Einari Karli fannst ó- hcppilegt að ekki væri hægt að fjalla opinberlega um úrskurði siðanefndar. Svipuð gagnrýni kom frá Emu lndriðadóttur á fundi um siðamál árið 1984. Henni fannst að birta ætti úrskurði siðanefndar í þeim fjölmiðli sem fjallað var um. Hún gagnrýndi einnig hve al- mennar reglumar vom og benti á mun ítarlegri reglur Norðmanna til fyrinnyndar. Það hafa sem sagt heyrst raddir uin opnari umræðu um þessi mál, en erfitt er að átta sig á hversu almenn gagnrýnin var. Fundargerðir B.í. og félagstíðind- in segja fátt um þetta. A hinn bóginn vom einnig uppi þær skoðanir að enn ætti að styrkja þagnannúrinn sem byggð- ur hafði verið um úrskurði siða- nefndar. Á aðalfundi B.í. 1983 vom lagðar fram tillögur um nýj- ar siðareglur, en þær vom þó ekki samþykktar. í tillögunum var meðal annars að finna ákvæði um að ekki ætti að afhenda kæranda úrskurð nema hann skuldbyndi sig til þess að ræða ekki opinber- lega um hann. Gagnrýni Þórs Vilhjálmssonar En gagnrýnisraddir heyrðust einnig utan stéttarinnar. Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari sat þing lögfræðinga í Osló árið 1984, þar scm fjallað var um fjöl- miðla og réttarkerfið. Þór fjallaði þar um siðferði ís- lenskra fjölmiðla og vandaði ís- lenskum fjölmiðlum ekki kveðj- umar. Hann sagðist telja að siða- rcglur og siðanefnd hefðu nær enga þýðingu. Hann benti þing- inu á að aðeins um 30 kærur höfðu þá borist til nefndarinnar. Hann sagði ástæður þessa gcta verið margar, en taldi þá skýringu þó augljósasta að siðanefnd starf- aði fyrir luktum dymm. Áðeins ári eftir að Þór lét þessi orð falla í Osló, höfðu blaðamenn á Islandi brotið þagn- armúrinn að hluta. Þá vom sam- þykktar breytingar sem gerðu ráð fyrir birtingu sumra úrskurða. Og blaðamenn gcngu lengra. Á aðal- fundinum 1985 var samþykkt að aflienda öðrum en blaðamönnum meirihluta í siðanefnd. Nefndin var stækkuð úr þrcmur í fimm og áttu aðeins tveir blaðamenn að vera þar á meðal. Útgefendur skyldu tilnefna einn, H.í. einn og enginn annar en hæstiréttur einn. Hæstiréttur tilnefndi þó aldrei mann í nefndina og niðurstaðan varð áfram sú að blaðamenn höfðu meirihluta. Opnaö í hálfa gátt Kæmm til siðanefndar hefur fjölgað þó nokkuð síðan árið 1985. Opnun nefndarinnar árið 1985 og brcytingar á ákvæðum um birtingu úrskurða sama ár hafa efiaust haft áhrif á þessa þró- un. Þegar siðarcglum var breytt árið 1985 var byrjað að greina brot í óvemleg, ámælisverð, al- varleg og mjög alvarleg. Jafn- framt var sett inn ákvæði um að úrskurðir um alvarleg brot og mjög alvarlcg skyldu birtir í við- komandi fjölmiðli. Þama var skrefið til opinnar umræðu aðeins stigið til hálfs og raunar tæplcga það. Staðreyndin hefur nefnilega verið sú að meiri- hluta mála hefur lokið með úr- skurði um að brot hafi ekki átt sér stað, það hafi verið óvemlegt eða ámælisvert. Þannig hefur mciri- hluti úrskurða siðanefndar eftir sem áður ekki komið fyrir augu almennings. Siðanefnd hefur ekki verið feimin við að úrskurða brot alvarleg, en hún hefur aldrei beitt efsta sliginu. En þótt siðareglur kveði á um að úrskurðir um alvarleg brot og mjög alvarleg skuli birtir í við- komandi fjölmiðli, hefur orðið misbrestur á að orðið sé við þeirri kröfu. Sumir ritstjórar telja sig ekki bundna af þessu ákvæði í siðareglum, enda þótt þeir séu fé- lagar í B.I. og siðarcglur séu sam- þykktar á aðalfundum félagsins. ítarlegri umfjöll- un nefndarinnar Það er áberandi að á siðustu fimm árum hcfur yfirleitt verið mun meira á úrskurðum siða- nefndar að græða. Fyrstu 15-20 starfsár nefndarinnar vom úr- skurðir yfirleitt ekki nema ein vélrituð blaðsiða, en í úrskurðum síðari ára hefur umfjöllun nefnd- arinnar um kæmr verið mun ítar- legri. Nefndin gerir mun ítarlegri grein fyrir skoðun sinni og niður- stöðu nú en áður. Það er erfitt að sjá að einn hópur manna hafi verið iðnari en annar við að kæra blaðamenn til siðanefndar. Kærendur hafa frá upphafi verið úr ýmsum áttum. Þeir hafa verið blaðamenn, for- svarsmenn fyrirtækja og stofn- ana, stjómmálamenn, einstak- lingar. Kæmmál hafa vcrið af ýmsu tagi. Blaðamenn hafa mjög oft verið kærðir vegna rangra full- yrðinga í greinum, en cinnig hef- ur verið kært vegna fordóma í garð einstaklinga og þjóðfélags- hópa, skítkasts í garð pólitískra andstæðinga, myndbirtinga og margs annars. Það verður heldur ekki séð að siðanefnd hafi verið áberandi höll undir blaðamenn í úrskurðum sínum. Úrskurðir falla ýmist kærendum eða blaðamönnum I hag. -gg Föstudagur 29. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.