Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: UtgáftjfÖag Þjóðvíjáns Afgreiðala: w 68 13 33 Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson AufllýsinöadeSd: * 681310 - 681331 Ritstjóran Ami Bergmann, Olafur H. Torfason Slmfax: 68 19 35 Umsjónarmaður Hetgarbiaös: Ragnar Kartsson Verð: 150 krónur I lausasölu Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófsson Setnirtg og umbrot: FTervtsmiðja ÞjóðvHjans hf. Útiit: bröstur Haraldsson Prentun: Oddl hf. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðsetur: Siðumúla 37,108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Grænlenski skafmiöinn Eins og von er í júlí fóru togaramir sumir hverj- ir mettúra sína nýlega og vekur þá stundum at- hygli meira en hófi gegnir hásetahluturinn. Und- antekningartilvik eins og slík uppgrip gefa engan veginn rétta mynd af tekjum sjómanna, sem síst eru ofsælir af stöðu sinni margir hverjir og vinna við aðstæður sem tiltölulega lítill hluti þjóðarinnar mundi sennilega treysta sér til að jafnaði. En nú er komin fram tillaga Hafrannsókna- stofnunar um að aðeins verði leyft að veiða 300 þúsund tonn af þorski á árinu 1991 og þannig dregið úr þorskveiðum um 10 þúsund tonn frá því sem nú er gert ráð fýrir. Samt telja fiskifræðingar okkar ekki að þorskstofninn þoli svo mikla veiði, nema umtalsvert gangi af þorski hingað af Græn- landsmiðum, eins og vonir standa þó til næstu 2 ár. Tillögur Hafrannsóknastofnunar verða því endurskoðaðar strax í byrjun næsta árs, þegar nánari tíðindi hafa borist af veiðum við Vestur- Grænland og ástandi stofnsins þar. Síðustu fjórir árgangar af þorskstofni okkar sem skila sér inn í veiðina á næstunni eru allir mjög lélegir. Óvissuþátturinn um þessa mikil- vægustu auðlind okkar er mjög mikill þessa stundina og undirstrikar hve miklum sveiflum ís- lendingar þurfa að vera viðbúnir í efnahagsmál- um. Um aðra fiskstcfna er það að segja, að Haf- rannsóknastofnun leggur til að dregið verði úr veiðum á ýsu, grálúðu og karfa, en óvissa ríkir um loðnuna, vegna erfiðleika við mælingar á stofnstærð hennar. Hins vegar telur Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, að á- stand síldarstofnsins sé það gott að leyfa megi á næsta ári sömu veiði og nú, eða 90 þúsund tonn. Og það er sérstök ástæða til að staðnæmast við þá yfirlýsingu Jakobs, að margt megi læra af því hvemig tekist hefur að byggja upp síldarstofn- inn að nýju. Hann telur að það megi þakka því, að farið hafi verið að tillögum fiskifræðinga, auk þess sem náttúrlegar aðstæður hafi verið hag- stæðar. Löngum hafa stjómmáiamenn haft til- hneigingu til að láta bjartsýnina og stundarhags- muni villa sér sýn í ákvörðunurri um fiskveiðar. Nú stendur þjóðin frammi fyrir því að treysta á grænlenska skafmiðann í þorskveiðunum. Við því ber sterklega að vara, að gera nokkrar þær á- ætlanir sem hafa að forsendum þá 300 þúsund tonna veiði sem hugsanlegt er að leyfa. Ástand efnahagsmála krefst þess, að við séum viðbúin örðugleikum enn um sinn. [ því Ijósi er enn brýnna að standa vörð um þann stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum og kenndur er við þjóðarsátt. Már Guðmundsson, efnahagsráðunautur fjár- málaráðherra, ritar í dag í Nýtt Helgarblað Þjóð- viljans skýra yfuiitsgrein um forsendur efnahags- batans og árangurinn sem náðst hefur. Hann vekur meðal annars athygli á einu grundvallarat- riði, sem etv. hefur ekki verið öllum jafn Ijóst í um- ræðunni, varðandi það á hvem hátt hagstjómin undanfarið hefur skorið sig úr öllum tilraunum sem áður hafa verið reyndar hér á landi. Már skrifar: ,Að mínu mati byggist árangurinn í efna- hagsmálum að undanfömu fyrst og fremst á ár- angursríkari hagstjóm á samdráttartímum en áður eru dæmi um hér á landi.” Hann rekur síðan einkenni þess samdráttar sem komið hefur fram í íslensku þjóðfélagi og greinir þær leiðir sem nú hafa verið famar frá misheppnuðum aðgerðum stjómvalda við svipaðar aðstæður á fyrri árum. Ein merkilegasta niðurstaða Más, og sú sem verkalýðshreyfingin hlýtur aö taka tillit til, er að þrátt fýrir efnahagssamdráttinn núna, „...er útlit fýrir að kaupmáttur atvinnutekna verði hærri í ár en í góðærinu 1986 og hlutur launa í þjóðartekj- um sömuleiðis”. Megin áherslan í hagstjóm núverandi ríkis- stjómar er á stöðugleika, með varanlegan lífs- kjarabata fýrir augum. Það er hætt við að græn- lenski skafmiðinn sé sýnd veiði en ekki gefin og full ástæða fyrir stjómmálamennina að láta eng- an þrýsting etja sér út í það happdrætti sem ein- kenndi hagstjómina hériendis altt of lengi. ÓHT 0-ALIT NE\ SKO'. KANÍNA! A EKKI A£> DREP'ANA? /ss/f! -> /ll mm bssá 8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.