Þjóðviljinn - 09.11.1990, Blaðsíða 7
Þjóö sem
berst fyrir
lífi sínu
Hungursneyð og útrýmingarhemaður Malís og
Nígers ógna tilvem Túarega, sem á annað þús-
und ára drottnuðu yfir Sahara og létu mikið til
sín taka bæði sunnan og norðan eyðisandsins
mikla
Einhverntíma í sumar, þegar
allmargar hirðingjafjölskyld-
ur af Túaregaþjóð nálguðust
vatnsból eitt í norðurhluta
ríkisins Níger, skall fyrirvara-
laust á þeim skothríð úr laun-
sátri. Þar var að verki lið í
nígerska hernum. Eftir að
hafa drepið margt af fólkinu,
sem var vopnafátt og kom
engum vörnum við, með skot-
um, héldu hermennirnir
hryðjuverkunum áfram í ná-
vígi, drápu börn og unglinga
fyrir augum foreldranna,
nauðguðu konum, rifu öld-
unga úr öllum fötum. Um 70
létu þar lífið að sögn Níger-
stjórnar, yfir 200 að sögn Tú-
arega.
Síðan snemma í sumar hafa
Túaregar, þjóð sem talar berb-
neskar mállýskur og hefst við á
um það bil þríhymdu svæði á Sa-
haraeyðimörk miðri, verið í upp-
reisn gegn stjómum Nígers og
Malí. Búsetusvæði þeirra nær yfir
vesturhluta Nígers, suðaustur-
hluta Alsírs, austurhluta Malí,
nyrðsta hluta Búrkína Faso og
spildu suðvestan af Líbýu. Sam-
kvæmt ffekar óáreiðanlegum
manntalsskýrslum em Túaregar
nú um 500.000 í Níger, 300.000 í
Malí, 50.000 í Líbýu, 20.000 í
Alsir og 30.000 í Búrkína Faso.
Réðu
Saharaverslun
Af ljölmörgum þjóðum og
þjóðflokkum Afriku, sem við
bágan hag búa, er líklega einna
verst komið fyrir Túaregum, jafn-
framt því að heimurinn er svo að
segja gersamlega kærulaus um
hörmungar þær er yfir þá ganga
og hefur raunar ekki af þeim telj-
andi spumir. Það hörmungartíma-
bil hófst er nýlenduskeiðinu lauk
og lönd þau, sem skipta svæði
Túarega á milli sín, urðu sjálfstæð
ríki. Þessari þjóð, sem mannfræð-
ingar og ferðalangar sögðu að
bæri sig eins og „þeir ríktu yfir
heiminum, óttuðust engan, væm
sannfærðir um að vera yfir aðrar
þjóðir hafnir“, ivíður efalaust
niðurlæging sín sárt, sumpart
kannski af því að hún er mikið til
af völdum þjóða, sem Túaregar
bera ekki mjög mikla virðingu
fyrir.
Túaregar hafa að líkindum
komið til sögunnar sem einskonar
þjóð á íyrsta hluta miðalda. Þeir
hafa alla sína tíð verið hirðingjar
en auk þess kaupsýslumenn. Frá
fomu fari réðu þeir yfir lestaleið-
unum yfir Sahara og þar með
versluninni sem yfir eyðisandinn
mikla fór fram á milli Norður-
Afríku og álfúnnar sunnan Sa-
hara. Sú verslun var mikilvæg og
á henni byggðist vegsemd Túar-
ega fyrst og fremst. Þeir vom
einnig vígamenn miklir og heij-
uðu ósjaldan á blökkumenn Sa-
hel- og savannabeltisins, rændu
þar þrælum, sem þeir seldu norð-
ur til Atlaslanda og Líbýu eða
notuðu til að yrkja jörðina i vinj-
um lands síns. Þeir börðust einnig
til valda meðal blökkumanna og
margar fúrstaættir á þeim slóðum
á síðari öldum röktu kyn sitt til
þeirra.
Sjálfstæöi
færöi böl
Á 11. öld urðu Túaregar meira
að segja eitt af stórveldum heims.
íslamskir strangtrúarmenn meðal
þeirra, kallaðir Almóravídar,
lögðu undir sig Marokkó, land-
flæmi þar suður af að Senegal-
fljóti og suðurhluta Spánar. En
það ríki stóð ekki nema til miðrar
12. aldar.
Eflir s.l. aldamót, er Frakkar
höfðu kastað eign sinni á meiri-
hluta Sahara neyddu þeir Túarega
eftir harða viðureign til að sleppa
ráðum þeim yfir verslun yfir
eyðimörkina, sem þeir og forfeð-
ur þeirra höfðu haft frá tíð Kar-
þveija og Rómaveldis. Túaregar
gátu þó átt nokkum hlut að versl-
un áfram og Frakkar voru ekki
ýkja afskiptasamir um þá. En á
því varð hastarleg breyting fyrir
um 30 árum, er frönsku nýlend-
umar þama urðu sjálfstæð ríki.
Landamærin nýju milli þeirra
vom notuð til að skerða ferða-
frelsi Túarega, embættismenn
hinna nýju valdhafa vom einkar
T
Túaregísk kona og bam hennar í flóttamannabúðum - ættir raktar f kvenlegg.
smámunasamir í skiptum við þá
og á verslun þeirra vom lagðir
tollar svo háir að þeir riðu henni
nálega að fúllu.
Upplausn
samfélags
Á sjöunda áratug og þeim átt-
unda ollu þurrkar hungursneyð í
Sahelríkjunum og engir fóm verr
út úr henni en Túaregar. Hún
gerði fjölda hinna áður stoltu
drotma eyðimerkurinnar að betl-
umm. Þeir söfnuðust í tugþús-
undatali til borganna á náðir al-
þjóðlegra hjálparstofnana og í at-
vinnuleit til Álsírs og Líbýu. Þá
varð til nýr félagshópur meðal
Túarega, menn sem unnu það sem
til féll í borgum og grannlöndum
en flökkuðu um þess á milli.
Yfirstandandi uppreisn hófst
snemma i sumar, er um 18.000
uppflosnaðra Túarega frá Níger
höfðu snúið heim til þess lands á
vegum Sameinuðu þjóðanna og
Rauða krossins, sem heitið höfðu
þeim vemlegri hjálp, peningum,
matvælum, tjöldum og öðm. En
þegar Túaregar þessir komu til
Niamey, höfuðborgar Nigers,
höfðu stjómarembættismenn stol-
ið peningunum og selt hjálpar-
birgðimar fyrir eigin reikning.
Reiði út af þessu hleypti upp-
reisninni af stað.
Uppreisnarmenn segjast ekki
hafa neina hugmyndafræði, held-
ur beijast einfaldlega fyrir lífi
þjóðar sinnar. Óvíst er um árang-
ur í þeirri baráttu.
Karlar
með blæjur
Uppreisnarmenn em illa
vopnaðir, fá enga utanaðkomandi
aðstoð og herir Nígers og Malí
hafa að sögn þeirra fyrir reglu að
drepa alla Túarega sem þeir ná,
hvort sem þeir em uppreisnar-
menn eða ekki. „Þeir skjóta á allt
sem ekki er svart,“ segir einn for-
ingi uppreisnarmanna.
Þetta er sem sé öðrum þræði
kynþáttastríð. Túaregar em ljós-
ari en blökkumenn, sem þeir hafa
þó blandast mjög í aldanna rás, og
útlitslíkir íbúum Norður- Affíku.
I Malí og Níger ráða blökku-
menn, sem em meirihluti íbúa
þeirra rikja, og með stofnun
þeirra komust Túaregar í fyrsta
sinn undir yfirráð þessara granna
sinna sunnan Sahara.
norðri, vestri og austri bera ekki
til þeirra neitt bróðurþel, kannski
vegna þess að Túaregar hafa, þótt
þeir tækju íslam, allt til þessa
dags haldið siðum sem gera að
verkum að þeir skera sig úr öðr-
um múslímum. Þeir rekja ættir
sínar í kvenlegg, en ekki karllegg
eins og algengara er, og konur
hafa þeirra á meðal réttindi svo
mikil og frelsi að með undrum má
kalla hjá íslamskri þjóð. Þær hafa
ekki andlitsblæju (hana hafa karl-
ar hinsvegar) og franskur kristni-
boði, sem um aldamótin skrifaði
fyrstu túaregísku orðabókina,
komst þá að raun um að í því máli
var ekkert orð fyrir jómfrúdóm.
Um mannvirðingar þeirra á meðal
réð ættgöfgi meiru en efnahagur.
Arabar, grannar Túarega i
RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG
SÍMI 12725
20%
permanentkynning
Östripukynníng
litakynníng
HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG
SÍMI 13010
Forval
Vegagerð rlkisins efnir hér með til forvals á verktök-
um vegna byggingar jarðganga 1 Breiðadals- og
Botnsheiði. I verkinu er innifalin gerð jaröganga og
frágangur þeirra, uppsteypa forskála við ganga-
munna og lagning vega með bundnu slitlagi.
Áætlaðar helstu stærðir I verkinu eru:
Jarðgöng: lengd 8,7 km
þversnið 29 og 47 ferm.
Forskálar: lengd 450 m breidd 7,5 m
Vegir utan ganga: lengd 9 km
Miðað er við að útboðsgögn verði afhent í janú-
ar/febrúar 1991, að verkið geti hafist sumarið 1991
og þvl verði lokið fyrir árslok 1995.
Forvalsgögn (á islensku og ensku) verða afhent hjá
Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, 105 Reykjavík og
Dagverðardal, 400 Isafirði, frá og meö þriðjudegin-
um 13. nóvember 1990. Utfylltum og undirrituöum
forvalsgögnum skal skila á sömu stöðum eigi síðar
en þriðjudaginn 18. desemþer 1990.
Túarekar með brynvagn, sem þeir hafa tekið herfangi af mallska hernum - enginn styður þá I barátunni.
V,
Vegamálastjóri
Föstudagur 9. nóvember NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7