Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 8
Fkéthr Aldraðir og öryrkjar verða verst úti að er vissara að vararst salmoneilu-sýkingu þessa dagana einsog heitan eld- inn. Það gæti kostað mann 10-20 þúsund krónur að sýkjast. Til að bregðast við sýk- ingunni þarf nefnilega að nota öfiug sýkialyf sem kosta þetta mikið. Tryggingastofnun greiðir ekki lengur niður sýkiaiyf eftir að sett var ný reglugerð um þátt- töku aimennings í lyfjakostnaði í byrjun mánaðarins. Almar Grímsson lyfsali í Hafn- arfjarðar Apóteki hefur kannað hveijir það eru sem þurfa að borga meira í lyfjakostnað eftir breyting- una. Eftir fyi'stu vikuna kom í ljós að elli- og örorkulífeyrisþegar voru um helmingur þeirra sem þurftu að borga meira en áður. Mest er um að ræða hægða- og svefnlyf og ró- andi lyf. Yngri en 16 ára eru tæp- lega fímmtungur þeirra sem þuifa að borga meira og er það mest vegna sýklalyfja. Almar sagði að aukagreiðslum- ar hefðu numið um 150.000 krón- um þessa einu viku í þessu eina apóteki. Um tæplega 190 manns er að ræða. En Almar benti einnig á að áður breytingin tók gildi hefðu iyf verið hömstruð þannig að þetta hlutfall gæti breyst. „Eg hélt ekki að þetta yrði svona slæmt,“ sagði Almar, en hann hefur sent Sighvati Björg- vinssyni heilbrigðisráðherra niður- stöður könnunar sinnar. „Þetta er óréttlát kerfi sem ræðst á þá sem síst skyldi, aldrað fólk og öryrkja,“ sagði Almar sem persónulega hef- ur mótmælt reglugerðinni. Hann telur að um mikla handarbaka- vinnu sé að ræða varðandi þessar breytingar meðal annars vegna þess að ekkert samráð hafi verið haft við hlutaðeigandi aðila. Þá gagnrýnir hann einnig að um bráð- birgðalausn sé að ræða, en ráðherra hefur boðað lagabreytingar í haust. Almar sagði að ráðherra hefði átt að athuga sinn gang betur áður en farið var af stað og að hann hefði átt að leita umsagna. „Það er góð regla að leitá umsagna og ráða, og það var talið eðlilegt þegar ég vann í ráðuneytinu,“ sagði Almar. Hann benti á ýmsa skringilega ágalla á reglugerðinni til dæmis er varðar ofhæmissjúklinga. Þannig eru augndropar vegna heymæði niðurgreiddir, en nefdropar vegna þess sama ekki. Einhverra hluta vegna virðast augun vera nefinu æðri. 50% 0% csa «SS5 Fjörtluogátta prósent þeirra sem nú þurfa að greiða meira I lyfjakostnað en áð- ur em 67 ára og eldri og örorkullfeyrisþegar. Fólk á aldrinum 17-66 ára er 34 prósent þeirra sem þurfa að punga út meiru. Börn yngri en 16 ára teljast 18 prósent, samkvæmt könnun Almars Grímssonar lyfsala. Svo virðist sem reykingabannið á spítölunum valdi því að lyfjanotkun dragist saman. Mynd: Jim Smart. Reykingabann dregur úr lyfjanotkun Lyfjanotkun á deild 33A, af- eitrunardeild, á Landsspít- aianum minnkaði ■ kjölfar reykingabannsins sem tók gildi um áramótin. Lára Halla Ma- ack, deildarlæknir á þessari geð- deild Landspítalans, skrifar um málið hugleiðingu í síðasta tölu- blað Læknablaðsins og segir að menn séu sammála um að sjúk- lingarnir sofi betur á nóttunni þar sem þeir þurfi til dæmis ekki að vakna til að fá sér að reykja og fá sér aukaskammt af lyfjum í eftirrétt. Reykingabanninu er viðhaldið af mikilli hörku á deildinni og gagnrýnir Lára Halla ffamkvæmd reykingabannsins annars staðar þar sem hún telur að því sé ekki nægi- Iega vel framfylgt. Davíð A Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að búið væri að skipa nefnd sem mun kanna hvem- ig reykingabannið hefur reynst. Búast má við niðurstöðum í haust. Davíð sagðist búast við því að fræðsla um bannið myndi vinna á. Hann sagði að tvær leiðir væru fyr- ir hendi við að framfylgja banninu, annarsvegar harka og hinsvegar að láta tímann vinna með sér. Akveð- ið var að fara seinni leiðina. Sú ákvörðun verður hugsanlega end- urskoðuð í haust. Davíð sagði að menn vissu að reykingar væru hættulegar. Því þyrfti fólk sem reykti stundum meiri lyf en aðrir. Lára Halla bendir bendir á í greininni að allt landslag á deild 33A hafi breyst til batnaðar. Hún segir að nú sitji sjúklingamir í dag- stofunum við spil, handavinnu og annað í stað þess að sitja saman í hring í reykhergerginu og horfa útí blátt tómið. Inn á afeitrunardeild leggjst um 40 manns á mánuði og em margir, auk þess að vera drykkjumenn og í vímuefnum, geðveikir, taugaveikl- aðir, persónuleikatruflaðir og/eða alvarlega líkamlega sjúkir af ára- tuga drykkju, skrifar Lára Halla. Brugðist er við erfíðleikum vegna reykingabannsins með því að gefa fólki nikótíntyggjó sem kostar deildina 20.000 krónur á mánuði, enda tyggjóið dýrt, skrifar Lára Halla. -gpm Aldraðir mótmæla sumar- lokunum og lyfjakostnaði Landsamband aldraðra gerir þá kröfu til stjórnvalda að hætt verði þeim árlegu hrellingum við aldraða sjúklinga sem lokanir deilda á sjúkrastofn- unum valda, eins og það er orðað í ályktun sem stjórn samtakanna hefur sent frá sér. Þar segir einnig að það sé við- urkennd staðreynd að með sumar- lokunum náist ekki umtalsverður spamaður við þá hjúkrun sem skylt er að veita öldruðum sjúklingum. Lokunaraðgerðir valdi oft langvar- andi öryggisleysi og kvíða hjá þeim sem helst eigi að njóta örygg- is í þjóðfélaginu. Þá leggur Lands- samband aldraðra áherslu á að nú þegar verið tekið upp vistunarmat við öll vistheimili og sjúkrastofn- anir fyrir aldraða svo pláss nýtist sem best. Bent er á nauðsyn þess að við útskriflir af sjúkrahúsum verði við- komandi stofnun ætíð skylt að kanna þær aðstæður sem bíða sjúk- linga heima fyrir. I öðm lagi telur stjómin brýnt að endurskoða nýsetta reglugerð um niðurgreiðslu Tryggingastofn- unar á lyfjum og telur of langt gengið að hætta að greiða niður ýmis lyf sem eldra fólk þarf oft nauðsynlega að nota. 1 þriðja lagi er vakin athygli á að einstaklingslífeyrir almanna- trygginga hefur stöðugt rýmað miðað við mánaðartekjur launþega allt frá því að samið var fýrst um almenna lífeyrissjóði og þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra mót- mælt að láta hæklcun vegna ein- greiðslna einungis ná til tekju- tryggingar, enda það ekki í sam- ræmi við 79. grein almannatrygg- inga sem kveður á um að bætur hækki þegar breytingar verði á vikukaupi verkamanna. Hjálparbeiðni Ekki er ofsögum sagt að sumar fjölskyldur hafa meiri byrðar að bera en aðrar. Á Brompton sjúkrahúsinu í London bíður nú Anna Mary Snorradóttir, hús- móðir á Syðra-Langholti, eftir að fá nýtt hjarta og lungu. Hún hefur til langs tíma verið með sjúkdóm sem nú er kominn á það stig að ekki er um annað að ræða en að fá ný líffæri ef takast á að bjarga lífi hennar. Móðir Önnu Mary lést 5. júlí sl. eftir að hafa beðið árangurslaust í 14 mánuði eftir hjarta og lungum á sama sjúkrahúsi. Allan tímann sem móðir Önnu Mary, Svala Auð- bjömsdóttir, beið eftir hentugum líflærum voru einhveijir ættingjar hennar hjá henni, t.d. var eigin- maður hennar Snorri staddur í London í eitt ár. Ættingjar Önnu Mary eru stað- ráðnir í því að hafa sama háttinn á og með móður hennar og dveljast sem mest hjá henni. Þau vilja létta henni biðina í þeirri von og vissu að nýtt hjarta og lungu fáist í tæka tíð til að hún megi verða heil heilsu. Eins og gefur að skilja er hér um gífurlegan kostnað að ræða, sem ofvaxinn er einni fjöl- skyldu að bera. Með hliðsjón af þeirri staðreynd opnuðu nokkrir vinir Svölu bankareikninga á sín- um tíma, í Landsbankanum á Akranesi, Búnaðarbankanum á Akranesi og Sparisjóði Vest- mannaeyja, og safnaðist nokkur upphæð inn á þá meðan hún háði baráttu sína með ástvinum sínum. En betur má ef duga skal. Enn Anna Mary Snorradóttir blöur nú á sjúkrahúsi I London eftir aö fá nýtt hjarta og lungu svo hún megi komast til heilsu á ný. er hrópandi þörf fyrir hjálp og styrk. Barátta dótturinnar stendur ennþá yfir og baráttan við sjúkdóm hennar er nógu þung, þó að fjár- hagsáhyggjur bætist þar ekki við. Landsmenn geta lagt þessari fjölskyldu lið á einn hátt og það er með því að styðja við bakið á henni með fjárframlögum. Vinir fjölskyldunnar hafa því haft sam- band við blaðið og óskað eftir því að númer sparisjóðsbókanna verði birt á síðum þess. Þau eru: Spari- sjóðsbók nr. 12500 í Landsbankan- um á Akranesi, sparisjóðsbók nr. 7866 á Akranesi og trompbók nr. 401068 við Sparisjóð Vestmanna- eyja. -sþ ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.