Þjóðviljinn - 11.09.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1991, Blaðsíða 3
11. september er miðvikudaqur. 254. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.37 - sólarlag kl. 20.10. Viðburðir Allende myrtur í Chile. Valdarán herforingja 1973. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Rauði herinn í sokn frá vígstöðvum sunnan llmenvatns til Gomel-héraðs. Þjóðverjar einbeita gífurleg- um herstyrk að Leningrad. fyrir 25 árum 243 nauðunaaruppboð aug- lýst í einu. Eignir ríkissjóðs, Landsbankans og verslunar- samtakanna undir hamarinn. 96 skip með samtals 7520 lestir sildar. Sá spaki i öllum ríkjum sem vel er stjórnað eru auðæfi heilög - í lýðræðisríkjum eru þau eini nelgidómurinn sem virtur er. MÍN SKQÐUN ...á þátttöku sjó- manna í kvótakaup' um útgerða Óskar Vigfússon formaður Sjómanna' sambands Islands Mín skoðun er einföld og skýr. Það er í hæsta máta óeðlilegt að sjómenn séu að taka þátt í kvótakaupum útgerðar. Þegar kvótinn var færður til skipanna á sínum tíma, var það okkar skoðun, og að því er við töldum einnig skoðun útgerðarmanna, að sjómenn tækju hvorki þátt í kaupum á kvóta, né fengju hlut af þeim kvóta sem seldur er af skipum. Kvótalögin em orðin nokkuð gömul en fyrir hefúr legið allan tímann að útgerðin hefur haft framsalsrétt á kvóta á milli skipa og byggðarlaga þrátt íyrir mótmæli af okkar hálfu. Þar til fyrir skömmu hefur verið þegjandi samkomulag um að sjómenn hafa hvorki tekið þátt í kvótakaupum né fengið hlut úr þeim kvótum sem seldir em. Það sem gerst hefúr i þessum málum að undanfömu, og þá beinast augun sérstaklega til Vestmannaeyja, er ekki aðeins brot á kjarasamningi heldur einnig brot á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Skyndiákvarðanir varðandi flugkennslu Flugmálastjórn hefur óskað eftir tilboðum í skóla fyrir bóklegt og verklegt atvinnuflugnám. Tveir flugskólar líta á að með þessu sé verið að gera tilraun til að koma á einokun á flugkennslu fyrir einn tiltekinn aðila með stuðningi hins opinbera. Óskað var eftir tilboðum með því að boðsenda bréf til flugskóla að morgni 2. september, mánu- dagsins í síðustu viku. Tilboðum átti að skila fyrir mánudag 9. sept- ember. Fulltrúar Vesturflugs hf og Flugskóla Helga Jónssonar boðuðu til blaðamannafundar í gær og þar kom fram, að þessir skólar telja með öllu óeðlilegt að það verði einungis á hendi eins skóla að sjá um verklega námið sem hafi þann- ig einokun á náminu. Þá sögðu þeir að gersamlega ómögulegt væri að útbúa tilboð fyrir þriggja ára verklegt og bóklegt nám á nokkrum dögum. Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði við Þjóðviljann að það yrði að lagfæra atvinnuflugnámið hér á landi því við hefðum dregist aftur úr Evrópuþjóðum í þeim efnum. Hann sagði þrennt koma til greina, að flytja námið úr landi, að ríkið ræki skólann sem væri mjög dýrt og í þriðja lagi að nýta þá krafta sem fyrir hendi eru, en að því væri stefnt. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar, sagði Pétur. Hann sagði einnig að ekki ætti að verða um einokun að ræða því nemendur yrðu ekki neyddir til að fara í verklega námið við þann skóla sem samið yrði við. Þá sagði hann að ekki heföi verið um raun- verulegt útboð að ræða, heldur hefðu menn getað sent svar í hvaða formi sem er, einungis að vilji skólanna kæmi fram. Snorri Páll Einarsson fram- kvæmdastjóri Vesturflugs hf sagði að flugskólunum heföi borist það til eyma að það ætti að fara að fela einum skóla námið allt. Samband var haft við ráðuneyti bréflega 23. og 27. ágúst, en ekkert foimlegt svar hefúr borist annað en tilboðs- beiðnin 2. september, sagði Snorri Páll. Hingað til hefur bóklega kennslan farið ffam í gegnum Fjöl- brautarskóla Suðumesja, þó í Reykjavík, en verklega námið hef- ur verið á ábyrgð nemenda sem þá hafa getað stýrt kostnaðinum, en flugnám er mjög dýrt og gæti verk- legi hlutinn kostað 500-600 þús- und á nemanda. Flugmálayfirvöld telja sig vera með fyrirhuguðum breytingum vera að finna ódýmstu leiðina fyrir nemendur. Bjartmar Amarson sem sótt hefúr um nám i haust taldi það af og ffá að þetta yrði ódýrari leið, því einsog námið væri núna gætu menn keypt sér flugvélar og sparað þannig eða samið sérstaklega við flugkennara eða flugskóla. Hann hefur greitt nú þegar 49.000 króna staðferstingargjald fyrir bóklega námið sem átti að he§ast 16. sept- ember. Því hefúr verið frestað til 2. október. Bjartmar sagði að á fúndi í skólanum í síðustu viku þegar til- kynnt var um frestunina heföi ver- ið gefið í skyn að námið yrði fært saman, það bóklega og verklega, en síðan hafi það verið að vissu leyti dregið til baka. Hann sagði að nemendur vissu ekkert hvað væri að gerast, hvort þeir þyrffu að borga fyrir verklega námið í skóla sem þeir heföu ekki valið og vissu þar af leiðandi ekki hvort þær ráð- stafanir sem nemendur heföu gert um verklega námið gætu gengið eftir. -gpm Undirleikur við morð Alþýðuleikhúsið frumsýnir laugardaginn 14. septem- ber kl. 20.30 leikritið und- irleikur við morð eftir David Pownall. Þetta er örlagaþrungið gaman- leikrit þar sem sagt er frá ítalska tónskáldinu Carlo Gesualdo (1564-1612) og breska tónskáldinu Peter Warlock (1894- 1930). Leik- ritið fjallar um þá hvom í sínu lagi og jafnframt um tengsl þeirra, bæði þessa heims og annars. Höfúndurinn kemur víða við. Hann veltir því fyrir sér hvar upp- sprettu sköpunarkraftsins sé að finna, hverju listamaðurinn eigi að fóma á altari listarinnar og hvort fómimar séu fyrirhafnarinnar virði þegar allt kemur til alls. Hlutverki þeirra sem lifa á umfjöllun um list- ir em einnig gerð gráglettin skil. Leikendur í sýningunni em Bryndís Petra Bragadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jómnn Sigurðardótt- ir, Viðar Eggertsson og Þorsteinn Bachmann. Umsjón með tónlist er í hönd- um Ama Harðarsonar, leikmynd gerir Elín Edda Ámadóttir, bún- inga hannar Alda Sigurðardóttir, lýsingu stjómar Bjöm Bergsteinn Guðmundsson og leikstjóri er Há- var Sigurjónsson. David Pownall, höfundur þessa leikrits, er fæddur og uppalinn í Liverpool á Englandi. Hann hefur skrifað ein sjö útvarpsleikrit og sjö skáldsögur og þykir búa yfir grimmdarlegu skopskyni. Lífs- þorsti og óbeislað imyndunarafl em meðal sterkustu höfúndarein- kenna hans og honum er fátt heil- agt. -kj Eiður hugsar enn um Heiðarfjall Umhverflsráðherra, Eiður Guðnason, sagði laust upp úr hádegi i gær, að hann væri ekki enn búinn að ákveða hvert næsta skref yrði varð- andi rannsóknir á mengun á Heiðarfjalli. Eins og Þjóðviljinn fjallaði um í síðasta laugardagsblaði er ljóst að einhverrar blýmengunar gætir í fjallmu eftir vem banda- ríska hersins þar á ámm áður. Eiður hefur og lýsti því yfir að engar ákvarðanir verði teknar fyrr en niðurstöður gasrann- sóknar liggi fyrir. - Þessi skýrsla er búin að liggja á borð- inu hjá mér í tíu mínútur, sagði Eiður er Þjóðviljinn hafði sam- band við hann laust upp úr há- degi í gær. - Ég mun ekkert segja um þetta mál á þessu stigi, enda hef ég ekki kynnt mér nið- urstöður rannsóknanna enn sem komið er. Aðspurður hvort óskað yrði eftir viðræðum við utanríkis- ráðuneytið vegna mengunarinn- ar á Heiðarfjalli, ítrekaði Eiður að hann léti ekkert frá sér fara um málefni Heiðarfjalls að sinni. -sþ Hervar haf ði ekki atkvæðisrétt Ranghermt var í Þjóðviljanum í gær að Hervar Gunnarsson frá Verkalýðsfélaginu á Akranesi hefði setið hjá við atkvæða- greiðslu um ályktun sem Bjöm Grétar Sveinsson bar upp á fram- kvæmdastjómarfundi Verka- mannasambandsins um helgina. Hervar situr ekki í fram- kvæmdastjóm og haföi því ekki atkvæðisrétt á fundinum. Hann var þama sem gestur og er hann beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. Hvað er jafnaðarstefna? Félagsfimdur ABR verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105, í dag,ll. sept. kl. 20.30 Dagskrá: 1. Kosning kjömefndar vegna landsfimdar AB. 2. Hvað erjaíhaðarstefna? Framsaga: Svavar Gestsson 3. Önnurmál. Félagar fjölmennið! Alþýðubandalagið í Reykjavík Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.