Þjóðviljinn - 24.10.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1991, Blaðsíða 4
Búið að kjósa í stjómir deilda Kosning í stjórnir deilda innan Verkamannasam- bandsins fór fram á aðal- fundum deildanna sl. þriðju- dag. Formenn deildanna fara sjálfkrafa í stjórn Verkamannasambandsins, þannig að nú þegar er búið að kjósa þrjá menn þangað inn. I stjóm fiskvinnsludeildar er Sigurður Ingvarsson frá Eskifirði orðinn formaður. Varaformaður er Karítas Páls- dóttir, ritari er Elínbjörg Magnúsdóttir og meðstjóm- endur em Matthildur Sigur- jónsdóttir og Elsa Valgeirs- dóttir. Varastjóm deildarinnar sitja síðan Benóný Benedikts- son, Málhildur Sigurbjöms- dóttir og Margrét Valsdóttir. í deild verkafólks hjá ríki og sveitarfélögum er Bjöm Snæbjömsson frá Akureyri formaður. Varaformaður er Guðríður Elíasdóttir og ritari er Kristján Gunnarsson. Með- stjómendur em Ingibjörg Sig- tryggsdóttir og Aðalheiður Sigurjónsdóttir. Varastjóm skipa síðan Jón Agnar Egg- ertsson, Kolbeinn Siguijóns- son og Dröfn Jónsdóttir. - í bygginga- og mann- virkjadeild hlaut kosningu sem formaður Guðmundur Finns- son frá Keflavík. Varaformað- ur er Þórir Snorrason og ritari er Gunnar Þorkelsson. Með- stjómendur em Eyþór Guð- mundsson og Sigurður T. Sig- urðsson. Varastjómendur em Baldur Jónsson, Jóhannes Sig- ursveinsson og Páll Marteins- son. -sþ Nýr fram- kvæmda- stjóri VMSÍ kemur ekki í bráð Undanfarið hefur verið látið að því liggja að núver- andi kjörtímabil innan VMSÍ væri það síðasta sem Þórir Daníelsson gegndi starfi sem framkvæmda- stjóri sambandsins. Það kom því mörgum á óvart í gær er Þórir sté í pontu og tilkynnti að hann gæfi kost á sér sem framkvæmdastjóri næstu tvö árin. Þórir sem er orðinn 68 ára gamall sagði að hann hafi áður sagst ætla að hætta við 67 ára aldur, en vegna ýmissa ástæðna hafi hann nú ákveðið að gefa kost á sér aftur. Aðspurður um hvernig honum Iitist á að starfa með Bimi Grétari ef hann næði kjöri sem formaður, sagði Þór- ir að sér litist vel á það. „Við Bjöm Grétar höfum starfað mikið saman síðustu tvö kjör- tímabil og um það starf hef ég ekkert nema gott að segja. Ég kviði því engu um okkar sam- starf fremur en fyrr.“ Hann sagði að boðaðar hafi verið breytingar á skrif- stofu Verkamannasambands- ins, þar sem einhveijir þættir sem hingað til hafa verið i höndum formannsins verði í höndum skrifstofunnar. Þórir sagðist bíða spenntur eftir því að taka þátt í þeim breyting- um. -sþ FEÉTTIM Slegið á útrétta hönd láglaunafólks Ur ræðupúlti á þingi Verkamannasambandsins á Hótel Loftleiðum í gær varð mönnum tíðrætt um árásir stjórnvalda á velferðarkerfið. Hugmyndir stjórnar og atvinnu- rekenda um að engar launa- hækkanir séu mögulegar fóru illa í menn og töldu þeir að lof- orð stjórnmálaflokkanna um hækkun skattleysismarka og aukinn kaupmátt bæri að efna. I kjaramálaályktun Verkalýðs- félagsins Þórs á Selfossi og Verka- lýðsfélags Borgamess sagði að til- burðir stjómvalda til að rífa niður þann jöfnuð sem tekist hefur með harðri baráttu á liðnum árum að skapa ungu fólki til menntunar fari ekki ffamhjá neinum. Ráðist hafi verið á þau hlunnindi sem launa- fólk hafi notið hvað varðar sjúka og aldraða. Verkalýðsfélögin tvö telja að slegið hafi verið á útrétta hönd launafólks sem boðin var fram til sátta og hagsbóta fyrir land og lýð. Með þessu hafi launafólk glatað trausti á framlengd loforð um þjóðarsátt. „Það verður engin þjóðarsátt um að verkafólk eitt eigi að standa við samninga. Það verður engin þjóðarsátt um auknar álögur á lág- launafólk. Það verður engin þjóð- arsátt um áframhaldandi hávaxta- stefnu. Það verður engin þjóðarsátt um niðurrif heilbrigðistkerfisins," segir í ályktun félaganna. Frá Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri komu áherslupunktar um hvað bæri að leggja áherslu á í kjaramálaályktun þingsins. Þar segir m.a. að lægstu laun þurfi að hækka verulega og kaupmáttar- tryggingu verði komið á. Svigrúm þurfi til lagfæringa og leiðréttinga á ýmsum sérákvæðum sérsamn- inga. Vextir verði lækkaðir og hækka beri skattleysismörkin. Áherslupunktar Einingar varðandi atvinnumálaályktun þingsins segja að vinna þurfi ffekar úr þeim hrá- efhum sem ffamleidd eru hérlend- is, enginn fiskur verði fluttur út óunninn, tryggja beri atvinnuör- yggi fiskvinnslufólks og tryggt verði að landbúnaðarvörur verði framleiddar innanlands sem með góðu móti sé hægt að ffamleiða. Frá Verkalýðsfélagi Austur- Húnavatnssýslu kom ályktun þar sem krafist var 75 þúsund króna lágmarkslauna, skattleysismörk verði þau sömu og lágmarkslaunin, kaupmáttur verði sá sami og 1987 og fæðingarorlof lengist stig af stigi þar til 12 mánuðum verði náð 1997. Þá mótmælti félagið öllum hugmyndum um innflutning á 1 andbúnaðarafurðum. I lok umræðnanna um kjara- og atvinnumál flutti Snær Karlsson, fyiTverandi formaður fiskvinnslu- deildar VMSÍ, tillögu er samþykkt hafði verið á aðalfundi deildarinn- ar deginum áður. Þar sagði að ekki yrði unað við það lengur að fisk- vinnslufólk byggi við önnur ákvæði um uppsagnarfrest en starfsmenn í öðrum atvinnugrein- um. Tímabært væri að fiskvinnslan verði að nútíma atvinnugrein sem búi starfsmönnum sínum svipuð kjör um félagsleg réttindi og at- vinnuöryggi og aðrar greinar gera. Aðalftmdur fiskvinnsludeildar- innar lagði því til að grundvallar- breyting yrði gerð í atvinnugrein- inni. „Tryggja verður að sú sjávar- útvegssteftia, sem nú er í mótum og á að fela í sér samhæfða stefnu um veiðar og vinnslu taki fult tillit til þessara krafna. Löndun sjávar- afla af íslandsmiðum á innlenda markaði er eina trygging þess að þeim markmiðum verði náð,“ sagði í tillögunni. Deildin varar við útflutningi á óunnum fiski og telur að með því sé lífsafkomu þeirra teflt i tvísýnu. Einnig sé sífellt verið að fjölga vinnslustöðvum á sjávarafla með byggingu þeirra út á sjó. „Eftir standa þeir sem samkvæmt lögum eiga í þessari sameiginlegu auð- lind, fiskvinnslufólk og aðrir sem byggt hafa lífsafkomu sína á at- vinnugreininni og eru boðnar gýli- gjafir ef það vilji yfirgefa byggðir sínar, en enginn ætlar síðan að taka ábyrgð á afkomu þessa fólks. Þessu geta og mega hagsmunasam- tök launafólks ekki una.“ -sþ Ætla ekki í slag Ef það verður stungið upp á mér er mér það meinalaust að fara út í kosningu, sagði Hrafnkell A. Jónsson er hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér í kjöri um varaformann Verka- mannasambandsins. formann VMSI sagði Hrafnkell að þeir hafi unnið töluvert saman innan verkalýðshrreyfingarinnar og vissi hann ekki betur en það hafi gengið vel. Er hann var spurður um pólitík í Verkamannasambandinu, sagði hann að ef menn sem störfuðu að verkalýðsmálum væru hættir að gera sér grein fyrir því fyrir hvem þeir væru að vinna, þ.e. að þeir væm byijaðir að gæta hagsmuna pólitísks flokks fram yfir hagsmuni verka- lýðshreyfingarinnar, væri mál til komið að þeir létu af störfum.. -sþ Risi á brauðfótum I^ræðu sinni um starfsemi Verkamannasambandsins fjallaði vara- formaðurinn, Karl Steinar Guðnason, um að verkalýðshreyfingin í landinu hefði ekki dugað nógu vel. í raun væri svo komið að um risa á brauðfótum væri að ræða. Eg lít ekki á málin þannig að ég sé að fara út í einhvem slag. „Það er hins vegar lýðræðislegur réttur að ef fulltrúar sem koma hingað á þingið víðsvegar af landinu vilja kosningar um menn í trúnaðarstörf, sé það lát- ið eflir þeim. Ég ætla ekki að fara að leggja til Jóns Karlssonar. Hann þekki ég ekki nema að góðu. Eg væri hins vegar að gera lítið úr sjálf- um mér ef ég héldi því fram að ég treysti mér ekki til að gegna störíum innan verkalýðshreyfmgarinnar. Ég tel að ég geti það eins og hver ann- ar,“ sagði Hrafiikell. Aðspurður um Bjöm Grétar sem Hann sagði að fræðsla um verkalýðshreyfinguna væri bágbor- in og t.d. væri hreyfingin ekki til í menntakerfmu. Það væri ansi hart að ungt fólk sem væri að koma inn á vinnumarkaðinn frétti fyrst af verkalýðshreyfingunni þegar það fengi fyrsta launaseðilinn. Þar væru þá tekin gjöld sem rynnu til stéttarfélags, enua væri það svo, að þetta unga fólk hefði stundun sam- band við félagið sitt og teldi þetta einhvem misskilning, það væri ekki í neinu félagi, Það væri hart að fólk liti aðeins á verkalýðs- hreyfinguna sem einhveija inn- heimtustofnun. -sþ oe s </> ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.