Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 8
, sælkerinn LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 ' •' ’ 1 ' „Við erum með hreindýr á mat- seðlinum en það hefur hækkað mjög í verði. Það eru ekki allir sem hafa ráð á að fá sér svo dýran mat. Hjá okkur kostar rétturinn 3.600 krónur en gott nautakjöt er á 2.550 krónur. Hreindýrakjöt er mjög dýrt í innkaupum og þess vegna þurfum við að selja það svo dýrt,“ segir Hallgrímur Ingi Þorláksson, yfir- matreiðslumaður á Hótel Holti. „Það sem skiptir mestu máli í verðlagningunni er hversu mikil fækkun var á þeim dýrum sem mátti fella og eins hækkuði veiði- leyfm um 25%,“ segir matreiðslu- maðurinn. Hótel Holt: Hreindýra í lúxuskla Hallgrímur Ingi Þorláksson, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, með hið gómsæta og rándýra hrein- dýrakjöt. DV-mynd Brynjar Gauti Hallgrímur segir að þó séu mjög margir veikir fyrir ýillibráð og því sé eftirspurnin alltaf einhver. „Ef fólk vill fara virkilega flott út að borða þá fær það sér annaðhvort villibráð eða humar.“ Að sögn yfirmatreiðslumamsins eru bitar úr læri, hrygg og lundin eftirsóknarverðustu hlutarnir úr hreindýrinu. „Mér finnst reyndar hreindýrakjöt misjafnt. Það fer mik- ið eftir því hvort það er vel hangið eða ekki. Meðhöndlunin þarf að vera sérstök og kjötið verður að fá að jafna sig. Við sem erum af yngri kynslóðinni viljum hafa kjöt lítið steikt, medium rear, og það á við um alla villibráð, gæs, rjúpu og þess háttar," sagði Hallgrímur. í verslunum í desember Að sögn kjötiðnaðarmanns í versl- uninni Nóatúni er óvenjulítið fram- boð af hreindýrakjöti á markaðn- um nú en hins vegar er áhugi fólks alltaf að aukast. „Við vorum með tíu til tólf dýr í fyrra og það kláraðist allt saman en okkur hef- ur verið lítið boðið núna. Þeir sem hafa boðið vilja selja svo dýrt að það er illseljanlegt fyrir okkur. Það eru mikil affóll af skrokknum og fólk vill ekki nema bestu bitana. Kjötið verður því mjög dýrt núna og varla í boði fyrr en í desember." matgæðingur vikunnar Lokalax sumarsins - og síðsumarsterta, ættuð úr Svíaríki Pétur Björn Pétursson, hagfræðingur og fjármála- stjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti, býður upp á kjúklingalifur í forrétt, lax í aðalrétt og ferska, ljúf- fenga tertu í eftirrétt. „Laxarétturinn er ekki soðinn heldur settur á heit- an diskinn og heitt smjör út á. Þetta er ævintýralega gott. Manni finnst þetta skrýtið fyrst en það eru all- ir sammála um að þetta er lostæti," segir Pétur Björn. Síðsumarsterta - ættuð úr Svíaríki 2 eggja- raudur 1 tsk. vanillusykur 1 dl sykur 1 sítróna, börkur og safi 2 dl sýróur rjómi 1 1/2 dl rjómi 2 eggjahvítur 1/2 til 1 l jaróarber Blandið sykurteg- undunum saman og bætið safanum af sítrónunni, röspuð- um berkinum og þeyttum eggjarauð- unum saman við. Látið standa á með- an kringlótt köku- form er klætt með smjörpappír. Þeytiö rjómann . og eggjahvítuna (sitt Hetur í hvoru lagi). Setjið unnar- sýrða rjómann út í sykur- blönduna. Bætið að lokum þeyttum rjómanum og eggjahvítunum út í svo blandan verði létt. HelliA löguninni í kökuformið. Geymið í frysti í að minnsta kosti þrjár klukku- stundir (mega vera nokkrir dagar). Þegar bera á réttinn fram er hann tekinn úr frysti og látinn standa í fimm mínút- ur. Þá er pappírinn losaður frá og rétturinn settur á fat og látinn standa í 20 mínút- ur. Skerið jarðarber í skíf- ur og þekið kökuna og skreytið með sítrónusneið- um. Lokalax sumarsins 500-600 g laxaflök 2 tsk. saxadur gras- laukur 2 tsk. karsi 2 msk. saxaö dill 2 msk. söxuö steinselja 150 g smjör Hitið fjóra diska í 100 skorinn í örþunnar sneiðar. Diskarnir eru teknir úr ofninum og laxasneiðarnar settar strax á diskana. Strá- ið þessu græna yfir og hellið sjóðandi heitu smjör- inu yfir laxinn. Borðið strax. Lilli klifurmús 200 g kjúklinga- lifur 1/2 tsk. salt hnifsoddur af hvítum pipar 1 msk. púrtvín 2 msk. koníak 150 g smjör 1/2 afhýtt epli Brúnið lifrina i dálitlu af smjörinu, piprið og saltið. Lifrin á að vera ljósrauð að innan (3 mín. heppílegur tími). Takið pönnuna af hellunni og bætið púrtvíninu og kon- íakinu út í. Setjið 'allt af pönn- unni, ásamt eplinu, í matvinnsluvél. Bæt- iö afganginum af köldu smjörinu út í og setjið í skál. Kælið góða stund. Berið fram á salatblaði, hafið músina egglaga (notið heita mat- skeið). Púrtvíns- hlaup og ristaðir brauðteningar hæfa vel sem meðlæti. Púrtvínshlaup Björn Pétursson, matgæðingur vik- ^rktkjöSi 1 dl púrtvín stiga heitum ofni (öll venju- 4 blöö matarlím leg matarstell eiga að þola það). Sjóðið kartöflur og skrælið (ef með þarf). Saxið allt þetta græna. Skerið sítrónur í báta. Smjörið er brætt á pönnu og laxinn Pétur skorar á systur sína, Borghildi Pétursdótt- ur húsmóður, að vera næsti matgæðingur. „Hún er meistarakokkur." Innbakað hreindýrakjöt með madeirasósu - sannkallaður sælkeramatur. Hieindýrasteik með madeirasósu Hér á eftir fer uppskrift úr norska blaðinu Mat og drikke um innbakað hrein- dýrsfilet með madeirasósu. Uppskriftin er miðuð við fjóra, vinnutími er cirka förtíu mínútur en steiking- artími frá 15-18 mínútum. 5-600 g hreindýrskjöt, ytrafilet 1 msk. smjör til steik- ingar 300 gr medisterfars (ef vill) 4 msk. hökkuö steinselja 100 gferskir steiktir sveppir eöa úr dós 1 msk. koniak (má sleppa) salt og pipar 4 plötur smjördeig Til penslunar: 1 eggjarauöa 1 msk. mjólk Sósa 1/2 laukur 1 dl madeira 3 dl soð eöa sterkt upp soöinn hreindýrs- kraftur 2 msk. rifsberjahlaup 1 msk. sojasósa nýmalaöur pipar eftir smekk Aðferðin 1. Sinahreinsið kjötið og kryddið vel með salti og pipar. Brúnið það síðan á öllum hliðum. Kælið það meðan farsið er lagað og deigið keflað. Ekki kemur fram hvernig farsið er búið til en hugsanlega er hægt að biðja kjötkaupmenn að laga það eða fá upplýsingar um hvernig það er gert. Steinselju og grófhökkuð- um sveppum er bætt í fars- ið auk koníaksins. 2. Leggið tvö og tvö deig- flök saman og keflið þar til þau eru ca 1 mm á þykkt. Setjið hveiti undir þannig að deigið festist ekki við borðplötuna. 3. Ef farsið er notað er þunnu lagi smurt á deigið, þá er kjötið lagt á og rest- inni af farsinu smurt ofan á, þannig að kjötið sé þak- ið. Leggið síðan deig ofan á kjötið og „límið" samskeyt- in saman með eggjarauðu og mjólk. Penslið síðan yfir allt með eggjahrærunni og skreytið með afganginum af deiginu. Steikið kjötið við 230 gráður í 15-18 mín- útur. Sósa Setjið madeira og flnhakk- aðan laukin í pott og sjóðið niður til hálfs. Bætið soð- inu við, sojasósunni og rifs- berjahlaupinu og látið malla í tíu mínútur. Sigtið sósuna og bragðbætið með salti og nýmöluðum pipar. Berið fram með grænmeti og kartöflum eftir eigin vali. Kvótinn fór úr 740 hreindýrum í 294: Verðið hefur rokið upp „Veiðitímabilinu lauk 15. i september en það stóð frá 1. • ágúst. í ár var úthlutað mun minni kvóta heldur en undan- : farin ár. Það var stefnt að því í nokkur ár að fækka hreindýr- unum en nú telja menn að fjöldinn sé kominn í viðund- = andi horf,“ segir Sveinn Ingi- marsson, veiðieftirlitsmaður á : Egilsstöðum, í samtali við DV. .i Sveinn hefur farið í fjölmargar feröir með veiöimönnum þenn- an eina og hálfa mánuð sem Íveiðitímabilið stendur. Sveinn segist ekki vita hversu mörg dýr voru felld á tímabilinu en leyfi var gefiö s fyrir 294 dýrum. Það er umtals- * verð fækkun frá því í fyrra en þá mátti fella 740 dýr. Sjálfur hefur hann skotið tuttugu dýr á tímabilinu. Vegna þessa hefur hrein- dýrakjöt rokiö upp í verði, í enda erfitt að nálgast það. Veiðimaðurinn selur kjötið, miðað við í heilum skrokkum, á 1200 krónur á kílóið en það var á um 7-800 krónur í fyrra. Mikil eftirspum er eftir hrein- dýrakjöti en þó eru einstakir ; hlutar vinsælastir, eins og læri og hryggur. Að sögn Sveins eru talsverð afföll af hreindýrs- i skrokki þar sem stærstur hlut- inn er bein en kjötið er magurt. Það kóstar þrjátíu þúsund að Ifá leyfi til að skjóta kú. Leið- sögumaður kostar í kringum átta þúsund á dag. Fyrir þá sem búa t.d. á Suðurlandi og þurfa að borga flug, gistingu og bíla- leigubíl, getur verðið farið hátt í hundrað þúsund krónur fyrir ( ferðina. Leyfið er pantað hjá | starfsmanni hreindýraráðs sem úthlutar veiðieftirlitsmanni. Þeir sem eru með veiðikort og , byssuleyfi mega sjálfir skjóta hreindýrið, annars gerir veiði- eftirlitsmaðurinn það. Að sögn Sveins koma flestir veiðimenn 1í þeim tilgangi að skjóta dýr sem þeir ætla sjálfir að eiga. Sveinn segist stundum hafa hreindýrakjöt á borðum hjá sér og líki vel. Jóhann Halldórsson, veiði- maður sem staddur var hjá Sveini, þykir mikill listakokk- ur á hreindýrakjöt. „Mér finnst kjötið mjög gott. Ég úrbeina hrygginn og sker hann í . tommuþykkar sneiðar og nota eingöngu einiber, pipar og salt. Ég snöggsteiki kjötið á pönnu, alveg örstutt á hverri hlið. Með þessu hef ég waldorf-salat og týtuber, ef hægt er að fá þau, og kartöflur. Sósuna bý ég til úr soði af beinum. Með þessu er gott að drekka kraftmikið rauð- vín,“ segir Jóhann. I Vín með villibráð Þegar velja skal vín með villibráö eiga þau að vera kröftug, bragðmikil, með karakter og fyllingu. Vín frá Rhone (Crozes Hermitage, Chateau-neu-du-Pape), frá Spáni (Rioja og Penedés), frá Ítalíu (Barolo, Barbaresco, Brunello) og einnig sum kröft- ug rauðvín frá Kaliforníu og Ástralíu passa vel með villi- bráð. Wmmmmhmtxsimmmmtmmsmsmmmmmmsíimmmitmmmim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.