Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Blaðsíða 32
40 trimm LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 Hafnargönguhópurinn: Sannkölluð grasrótarhreyfing Hafnargönguhópurinn albúinn í sína vikulegu miðvikudagsgönguferð. DV-mynd GVA. „Það má segja að þetta hafi byrjað þegar Reykjavíkurhöfn átti afmæli 1992 og það kom í minn hlut að leið- segja fólki í gönguferðum um hafn- arsvæðið og segja því helstu deili á því sem fyrir augun bar,“ sagði Ein- ar Egilsson, starfsmaður Reykjavík- urhafnar og áhugamaður um ferða- mál, í samtali við trimmsíðuna. Ein- ar veitir forstöðu Hafnargönguhópn- um sem er sérstæð grasrótarhreyf- ing sem spratt upp úr þessum af- mælisgöngum með fram höfninni. Starfsemi hópsins fer þannig fram að á hverju miðvikudagskvöldi árið um kring hittist hópurinn í porti Hafnarhússins og fær sér sam- an kaffisopa áður en lagt er af stað. Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson Gengið er i 1,5 til 2 tima og sjaldan farið út fyrir borgarmörkin en þeg- ar það gerist er notast við almenn- ingsvagna og þess vegna er ekkert eiginlegt þátttökugjald í starfsemi hópsins. „Það hefur reynst okkur drjúgt að ganga um nágrenni hafnarinnar og miðbæinn," sagði Einar en nú um þriggja ára skeið hefur aldrei fallið niður miðvikudagsganga hjá hópn- um. Einar sagði að allir væru alltaf velkomnir og það væri misskilning- ur ef fólk héldi að þetta væri lokað- Leiðin að hjarta hlauparans liggur gegnum fæturna. En það er ekki sama hvað er á fótunum. Best er ef á þeim eru góðir hlaupaskór sem henta eigandan- um nákvæmlega, passa nákvæm- lega og meiða hann aldrei. En hvað eru réttir skór og hvað rang- ir? Erfítt er að útlista það ná- kvæmlega í fáum orðum og best að láta afgreiðslufólk í sérversl- unum alfarið um það en lítum á nokkur „alkunn" sannindi. Altalað . . . að best sé að velja sér nýja skó seint á deginum því þá sé fótur notandans þrútinn og það tryggi að passandi skór séu valdir. Rétt er að best er að velja sér hlaupaskó þegar maður er ný- kominn af æfingu þvi þá eru fæturnir eins þrútnir og þeir verða. Altalað . . . að það sé óþarft að mæla á sér fæturna því skónúm- erið breytist ekki. Rétt er að fæturnir lengjast og breikka með aldrinum og þess vegna ætti maður að láta mæla á sér fæturna einu sinni á ári. Altalað . . . að dýrustu hlaupa- skórnir séu jafnframt þeir bestu. Rétt er að dýrustu skórnir eru oftast úr vandaðasta efni sem völ er á og eru í topptisku en sann- leikurinn mun sá að hagkvæm- ur hópur. Þvert á móti væri þetta sannkölluð grasrótarhreyfing sem hefði sprottið af löngun fólks til ró- legrar útiveru í skemmtilegum fé- lagsskap. „Við reynum að skipta hópnum í tvennt. Þá sem ganga hratt og þá sem ganga hægt. Við byrjum alltaf saman og svo endum við yfirleitt á samverustund og hittumst ef til vill á leiðinni." Algengt er að hópurinn fari í ustu kaupin eru í miðlungi dýr- um skóm sem eru nógu dýrir til þess að standast gæðakröfur en ekki nógu mikið auglýstir til að vera í efsta verðflokki. Altalað . . . að léttustu hlaupa- skórnir séu jafnframt þeir bestu. Rétt er að flestir hlauparar þurfa fyrst og fremst skó sem veitir góðan stuðning við fótinn og fjaðrar vel. Léttir skór gera þetta síður en þeir sem eru ögn sterkbyggðari og þar af leiðandi dálítið þyngri. Altalað . . . að konur eigi alltaf að kaupa sér hlaupaskó sem eru sérstaklega framleiddir fyrir kon- ur. Rétt er að konum, eins og körl- um, líður best í skóm sem passa nákvæmlega. Ef það eru karla- skór þá er það ágætt. Það skiptir ekki öllu máli hvort orðið Lady kemur fyrir í heitinu á skónum. Altalað . .. að hlaupaskór fyrir karla séu vandaðri en sams kon- ar skór fyrir konur. Rétt er að konur eiga oftar í vandræðum með að fá hlaupaskó sem passa þeim nákvæmlega. Þannig hefur sá orðrómur komist á kreik að kvenskór standi karla- skóm eitthvað að baki. Sannleik- urinn er sá að sams konar efni er í skóm fyrir bæði kyn og engin styrkleikamunur þar á. kynnisferðir í ýmis fyrirtæki og stofnanir á þessum gönguferðum sínum og þiggi veitingar hjá gest- risnum. Stundum er farið í sigling- ar og stundum er harmónikuleikari með í för og þá er dansað á einhverj- um til þess hentugum stað. Hafnar- gönguhópurinn er eins og lítið ferðafélag í hnotskurn að því leyti að það er haldin árshátíð, kyntar þrettándabrennur og fleiri merkum tímamótum í almanakinu fagnað Hversu mikilvæg eru snefilefnin í fæðunni? Lítum á magnesíum, króm og sink og sjáum hver áhrifin eru. Magnesíum Ráðlagður dagskammtur er 350 mg fyrir karla en 280 mg fyrir kon- ur. Það er einkum að finna í hnet- um, heilu korni afj.ýmsúm tegund- um, sírópi úr hráSykri og grænmeti með dökkum blöðum. Rétt magn örvar efnaskiptin og orkubrennslu vöðvanna og yfirleitt allan efnabú- skap líkamans. Of lítið af magnesí- um getur valdið máttleysi og vöða- krampa eins og sést stundum hjá maraþonhlaupurum eftir mikla áreynslu en magnesíum tapast við útgufun. Of mikið magnesíum hins vegar veldur niðurgangi og truflar kalkbúskap líkamans og brennslu. Króm Ekki er til neitt sem heitir ráð- lagður dagskammtur af krómi en hann liggur einhvers staðar á bilinu frá 50 til 200 mg. Króm hefur undan- farið verið vinsælt bætiefni hjá íþróttafólki af ýmsu tagi. Það er talið að króm auðveldi líkamanum efnaskiptin, sérstaklega þegar prótín er annars vegar, og því hjálpi það við uppbyggingu vöðva. Mikið unnar matvörur, hvítt brauð, sæl- gæti og þess háttar er oft snautt af krómi en gerbakstur, hnetur og bjór innihalda mikið króm. Of lítið af krómi getur truflað með útiveru og samvistum. Einar er einnig mjög virkur félagi í Útivist og formaður ferðanefndar þess félags en hann segir að þeir sem ferðist með Útivist séu ekki sama fólkið og taki þátt í starfsemi Hafnargönguhópsins. „Við virðumst hafa náð að virkja áhuga ólíkra hópa á útivist og ferða- lögum og það er algengt að hjá okk- ur mæti 20-30 manns sem þætti gott hjá ferðafélögunum." blóðsykurvinnslu líkamans en of mikið hindrar upptöku líkamans á járni og sinki. Það á við um króm eins og fleiri snefllefni að læknar eru ekki á eitt sáttir um áhrif þess og fólki er almennt ráðlagt að taka snefilefni ekki inn aukalega nema að læknisráði heldur treysta á að fá þau í fæðunni. Sink Ráðlagður dagskammtur af sinki er 15 mg fyrir karlmenn en 12 mg fyrir konur. Sink er talið til mikil- vægustu bætiefna en það er nauð- synlegt líkamanum á mjög marga vegu og er t.d. nauðsynlegt í tengsl- um við meira en 100 mismunandi ensym sem öll tengjast brennslu. Sink er talið mjög mikilvægt fyrir ónæmiskerfi líkamans og þeir sem stunda þolæfingar þurfa að hugsa vel um en erfiðar æfingar t.d. lang- hlaup eru taldar ganga á sinkbirgð- ir likamans sem aftur getur valdið því að hlauparinn verður viðkvæm- ari fyrir kvefl og sýkingum. Það er enn fremur mikilvægt fyrir sæðis- framleiðslu. Sink er einkum að finna í skel- fiski, geri, lifur og ýmsum kjötteg- undum auk bauna af ýmsum gerð- um. Of lítið af því eykur hættu á sýkingum af ýmsu tagi en of mikið skerðir koparupptöku í líkamanum en kopar er einnig mikilvægt snefil- efni og auk þess hækkar sinkskort- ur kólesteról í blóði. (Runner’s World) Láttu sjá þiy Nú er rétti tíminn fyrir skokkara að draga fram endur- skinsböndin og glitvestin því nú er farið að skyggja það snemma að maður verður að láta sjá sig. Það dugir ekki að læðast í myrkri og halda að maður sjáist langar leiðir í sín- um svörtu hlaupabuxum og dökkri treyju. Ónei. Það er hægt að hengja á sig dinglandi endurskinsmerki að hætti barnungra skólanemenda og slík merki sjást vissulega langar leiðir en þau vilja slást til á hlaupum og pirra skokkar- ann. Létt endurskinsvesti, víð, sem hægt er að smeygja sér í utan yfir hvaða hlaupagalla sem er, þykja mjög góð. Þau eru til bæði græn, gul og rauð og gjarnan merkt einhverjum framleiðanda. Það eru einnig til mittisgjarðir með blikkandi ljósum sem sjást ógurlega vel. Það eru einnig til bönd á upp- handleggi, ennisbönd með gliti og ökklabönd með endurskini svo hver og einn ætti að geta fundið lausn við sitt hæfi. Yfir- leitt fæst úrval af dóti af þessu tagi í íþróttaverslunum en einnig höfum við rekist á svona lagað á bensínstöðvum, apótek- um og byggingavöruverslunum. Nú duga engin myrkraverk. Láttu sjá þig. Fjölskyldu- ferðir með ís- lenska Alpa- klúbbnum Einhverjum gæti þótt að hug- takið íjölskylduferð með ísAlp væri þversögn í sjálfu sér því ekkert pláss væri fyrir konur og börn í fjallaprili, ísklifri og öðru slíku sem klúbburinn er þekktur fyrir. í nýju fréttabréfl klúbbsins er kynnt ný flokkun á ferðum klúbbsins og sérstak- lega bent á ferðir í C-flokki en þeim er þannig lýst í bréfinu: „Hér flokkast almennar ferð- ir sem allir eru eindregið hvatt- ir til að mæta í, t.d. er þetta kjörið tækifæri fyrir nýja félaga að kynnast gömlum. Meðal ann- ars eru í þessum flokki ferðir eins og vinnuferðir og fjöl- skylduferðir. Fjölskylduferðir eru eitthvað sem hefur e.t.v. ekki verið mjög áberandi dag- skrárliður hingað til en með hækkandi meðalaldri félags- manna þótti ástæða til að bæta þessu inn í dagskrána.“ IsAlp klúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku af ýmsu tagi. Klúbburinn hefur bækistöðvar í Mörkinni 6 uppi í risi (húsi Ferðafélags íslands). Þar er opið hús öll miðviku- dagskvöld klukkan 20.30. Hvað er rétt og hvað er rangt? Snefilefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.