Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1996, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1996 iskák 21 Einvígið um íslandsmeistaratitilinn í atskák: Eins og svo oft áður réðust úrslit á íslandsmótinu í atskák ekki fyrr en báðir keppendur voru u.þ.b. að falla á tíma. Að þessu sinni áttust við stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Hann- es Hlífar átti titil að verja en hann smó honum úr greipum í darraðar- dansinum. í undanrásum vann Helgi Mar- geir Pétursson og Hannes Hlífar vann Þröst Þórhallsson, eftir bráða- bana. Úrslitaeinvígið er orðinn fast- ur liður í Sjónvarpinu og aldrei hafa skákmeistararnir valdið von- brigðum. Fyrri skák Helga og Hann- esar Hlífars var raunar tíðindalaus en þeir bættu það margfalt upp með æsilegri úrslitaskák. Sá hængur var einn á að svo hratt léku þeir að tafl- mennirnir vildu ekki festast sem skyldi á skákborðinu - þ.e. tölvu- borðinu gekk illa að nema hvar mennirnir áttu að vera. Þeim tókst þó í sameiningu og með aðstoð Hemma Gunn að rekja síðustu leik- ina áður en útsendingunni lauk. Atskákmótin í Sjónvarpinu hafa sýnt hve skáklistin er í raun og veru gott sjónvarpsefni og tækni- lega séð eru þessar útsendingar orðnar mjög skemmtilegar undir stjóm Egils Eðvarðssonar. Víkjum nánar að skák Helga og Hannesar Hlífars. Það eru engin ný sannindi að til þess að vinna skák gefur oft góða raun að leika ekki besta leikinn. Hróksleikur Helga í 14. leik bauð hættunni heim því að með honum var sýnt að kóngurinn yrði á hættusvæði. Þessi vafasami leikur gerði skákina hins vegar afar vandteflda á báða bóga og þótt Hannes hefði staðið með pálmann í höndunum allt undir það síðasta var það skákklukkan sem á endan- um tók sinn toll - þökk sé hróks- leiknum „slæma“? Hvítt: Hannes Hlifar Stefáns- son Svart: Helgi Ólafsson Caro-Kann vöm. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rgf6 6. Bd3 e6 7. Rlf3 Bd6 8. De2 h6 9. Re4 Rxe4 10. Dxe4 Rf6 11. De2 b6 12. Bd2 Bb7 13. 0-0-0 Dc7 14. Hhel Hd8? 15. Re5 c5 16. Bb5+ Ke7 17. Bf4 Be4 18. Dc4 Bd5 19. Dc3 c4 20. Bg3 Hc8 21. Ba6 Re4 22. Hxe4 Rxe4 23. d5 exd5 24. Bxc8 Hxc8 25. f3 f6 26. fxe4 Bxe5 27. Bxe5 Dxe5 28. Da3+ Dd6 29. Dxa7+ Hc7 30. Db8 d4 31. Dg8 g5 32. Dh7+ Ke6 33. Dxh6 Df4+ 34. Kbl Dxe4 35. Dh3+ g4 36. Dg3 Kd7 37. Df2 d3 38. cxd3 cxd3 39. Dd2 Ke6? 40. Dxd3? f5 41. g3? Hb7 42. Dxe4+? fxe4 43. Hd2 Ke5 44. Kc2 e3 45. Hd8 Hxh2+ 46. Kdl Ke4 47. b4 Hxa2 48. Hf8 Kd3 49. Hd8+ Ke4 50. Hf8 Hg2 51. Hf4+ Kd3 - Og Hannes lagði niður vopn. Helgi Áss í miðjum hópi Vassily Ivantsjúk slapp taplaus frá stórmótinu í Wijk aan Zee og hreppti efsta sætið, með vinningi meira en Viswanathan Anand, sem varð einn í 2. sæti. Anand vann fimm skákir, eins og Ivantsjúk, en töp fyrir Búlgaranum Topalov og Ivan Sokolov, settu strik í reikning- inn. Umsjón Stefán Guðjohnsen Lokastaðan varð þessi: 1. Ivantsjúk 9 v. 2. Anand 8 v. 3. Topalov 7,5 v. 4. -7. Adams, Sokolov, Tivjakov og Dreev 7 v. 8.-9. Piket og Sirov 6,5 v. 10. Leko 6 v. 11. Gelfand 5,5 v. 12. -13. Húbner og Van Wely 5 v. 14. Timman 4 v. í B-flokki tefldi Helgi Áss Grétars- son og hafnaði hann í miðjum hópi keppenda með 5,5 v. af 11 möguleg- um. Sigurvegari var úkraínski stór- meistarinn Alexander Onischuk, sem hlaut 8 v. Helgi Áss tefldi frísklega, vann þrjár skákir - gegn portúgalska stórmeistaranum Antunes og Hol- lendingunum Kuijf og Van de Mortel - tapaði fyrir Onischuk, Stripunsky (báðir frá Úkraínu) og Hollendingnum Delemarre en gerði fimm jafntefli, við Bologan, Nijboer, Van der Wiel, Garcia og Miles. Á þessari upptalningu sést að flokkur- inn var skipaður sterkum skák- meisturum og árangur Helga Áss er því vel viðunandi. Hér er skemmtileg skák úr A- flokki þar sem efsti og neðsti maður eigast við. í miðtaflinu verða skemmtilegar flækjur uppi á teng- ingnum. Ivantsjúk leggur kröftug- lega til atlögu í því skyni að opna hornalínu biskups síns að hvíta kónginum. Timman tekst að ein- falda stöðuna og sleppa út í endatafl en illu heilli á hann þar í höggi við mannýg peð. Undirlagskorl töflukorki . gúmmí Undirlagskorkur fæst í meters breiðum rúllum, Þykkt: 2mm____________ Það besta jndir öll fljótandi Gúmmíkorkur fæst I meters breiðum rúllum Töflukorkurfæstí meters breiðum rúllum. Þykktir: 5mm & 8mm. Og minnisblöðin á siniJstað. Komið og skoðið í sýningarsal okkar ÁRMÚU 29-108 REYKJAVIK - S: 553-8640 & 568-6100 WICANPi f Hvítt: Jan Timman Svart: Vassily Ivantsjúk Meran-vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. 0-0 a6 10. e4 c5 11. d5 Dc7 12. De2 Bd6 13. Bg5 0-0 14. Bxf6 gxf6 15 Hadl Re5 16. Rxe5 Bxe5 17. f4 Bd4+ 18. Khl Kh8 19. Bbl Hg8 20. Dc2 20. - f5! 21. Rxb5 axb5 22. Hxd4 fxe4 23. Dc3 Hg7 24. Bxe4 exd5 25. Bf3 Db6 26. Hd2 d4 27. Dd3 Hd8 28. Bxb7 Dxb7 29. Hel Hg6 30. h3 c4 31. De4 Dxe4 32. Hxe4 d3 33. Kgl He6 34. Hxe6 fxe6 35. Kf2 e5 36. fxe5 Hd5 37. Kel b4 38. H£2 c3 39. bxc3 bxc3 40. Hf8+ Kg7 41. Hc8 d2+ 42. Kdl Hd3 - Og Timman gafst upp. Svartur hótar He3-el+ o.s.frv. Villi karlinn veit ekki að hann þarf aðeins að nýta sér Hann ýtir bara á © fær staðfestingu, leggur á og notar timann til annars. Þegar hitt simtalið er búið, hringir siminn hjá Villa og brátt er hann kominn i samband. Simtalspöntun kostar aðeins 9,97 krónur. PÓSTUR OG SÍMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.