Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 17 með lið Fram Guðmundur Guðmundsson verður áfram við stjómvölinn hjá Fram en undir hans stjórn varð liðið íslandsmeistari í 2. deild sem lauk um helgina. Samkvæmt heimildum DV þá sóttust mörg lið eftir því að fá að njóta krafta Guðmundar en Guðmundur ákvað að halda starfi sínu áfram í Safamýrinni. MikiU hugur er í Frömurum og hafa þeir í hyggju að styrkja lið sitt með nokkrum leikmönnum fyrir slaginn í 1. deild. -GH Sigurjón í 16. sæti Sigurjón Arnarsson hafnaði í 16. sæti af 70 keppendum á golfmóti í Tommy Armour mótarööinni í Flórída um helgina. Skor Sigurjóns var 72 högg sem er par vallarins. Einar án stiga íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hefur lokið þátttöku sinni í riðlakeppni Evrópumótsins en stúlkurnar léku sína síðustu leiki í riðlinum um páskana. Þegar lokastaða riðlanna Fimm er skoðuð kemur í ljós aö íslenska liðið var eitt liða sem ekki hlaut stig. Zilnik í landsliöiö Tveir knattspyrnumenn frá fyrrum Júgóslavíu sem báðir hafa leikið hér á landi eru að að gera það gott í íþrótt sinni. Drazen Podunavac, sem lék með FH-ingum sumarið 1994, hefur leikið með stórliði Rauðu Stjörnunnar í Belgrad síðan hann fór frá FH-ingum en á dög- unum var hann seldur til Bolagh í Suður-Kóeru fyrir 45 milljónir króna. Þá er Janni ZUnik, sem lék í nokkur ár með Víkingum, kominn í landsliöshóp Slóveníu sem leikur vináttulandsleik gegn Grikkjum í vikunni. „„ WBA vann Leicester WBA vann Leicester, 1-2 og Stoke vann Luton 1-2 i 1. deUd ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi. Úrslit í Þýskalandi: Schalke-Leverkusen 1-1, Karlsruhe-1860 Munchen 1-1, Frankfurt-Stuttgart 2-2, Köln- Dortmund 0-0, Rostock- Uerdingen 1-0. -SK íþróttir Thorsvedt frá Spurs Norski markvörðurinn Erik Thorsvedt, hjá Tottenham í Lundúnum, fær í sumar frjálsa sölu frá félaginu. Hann hefur ekki komist í aðalliðið eftir að Ian Walker fór að standa á miUi stanganna. Strax og þetta komst á kreik setti Sporting í Lissabon sig í samband við Norðmanninn. Miklosko áfram Tékkneski markvörðurinn hjá West Ham, Ludek Miklosko, skrifaði um helgina undir nýjan samning við félagið. Fyrri samn- ingur Tékkans átti að renna út árið 1998 en nú hefur hann verið framlengdur til ársins 2000. Auk þessa fær Miklosko ágóðaleik. Basler til Perugia? ítalska blaðið Corriere deUa Sport skýrði frá þvi um helgina að þýski landsliðsmaðurinn Mario Basler hefði gert samning með fyrirvara við 2. deUdar liðið Perugia. Perugia er í þriðja sæti í 2. deild og hefur góða möguleika á að vinna sig upp í 1. deUd. Ef það gerist fer Basler til félagsins. Inter og Bayern Inter Milan og Bayern Munchen eiga þessa dagana í viðræðum um skipti á leikmönn- um. ítölsk blöð greindu frá þessu í gær en um er að ræða skipti á Ciriaco Sforza tU Inter og Davide Fontolane tU Bæjara. Ferguson hrifinn Alex Ferguson er yfn- sig hrif- inn af Grikkjanum George Donis hjá Panathinakos. Grísk dagblöð sögðu í gær að Ferguson væri reiðubúinn að greiða 380 mUljón- ir fyrri Donis. Gríska liöið og Donis eru reiðubúin að ganga tU samninga og ætti því ekkert að vera að vanbúnaöi að Donis gangi til liðs við Manchester United í sumar. Brolln á heimleið Sænska úrvalsdeildarliðið IFK Nörrköping hefur náð samkomu- lagi við Leeds um leigu á sænska landsliðsmanninum Tomasi Brolin. Wilkinson, stjóri Leeds, taldi sig engin not hafa fyrir Brolin og voru þeir félagar hætt- ir að talast við. Það lá því bein- ast við að Brolin hyrfi á braut frá Elland Road. Breytt í hlutafélag Stjórn Chelsea ákvað um helg- ina að breyta félaginu í hlutafé- lag. Níu milljóna hlutabréf verða seld og er ætlunin að nota pen- inga til að kaupa nýja leikmenn, reisa nýja íþróttamiöstöð við Stamford Bridge, byggja hótel og neðanjarðarbrautarstöð. Yorke á grænni grein Brian Little, stjóri hjá Aston VUla, vill semja við Dwight Yor- ke til ársins 2002. Hann segir Yorke ómetanlegan félaginu og hafi verið potturinn og Dannan í velgengni liðsins í vetur. Yorke á enn 18 mánuði eftir af samn- ingi sínum við Villa svo segja má að hann sé á grænni grein. í bann og fjársekt Mark Hughes hjá Chelsea á yfir höfði sér langt bann og fjár- sekt að auki frá enska knatt- spyrnusambandinu. Hughes á að mæta fyrir dómstól sambandsins þar sem hann hefur fengið 45 refsistig í vetur. Talið er líklegt að Hughes megi verða ánægður með að sleppa við þriggja leikja bann. -JKS/DÓ Guðmundur Guðmundsson. Gummi áfram íþróttir Bandaríski körfuboltinn: Chicago var loks stöövaö Hakeem Olajuwon lék að nýju með meisturum Houston í nótt en hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða. Olajuwon skoraði 20 stig gegn nýliðunum í Vancouver en þetta var annar sigur liðsins í síð- ustu 12 leikjum. Menn eru að vona að endurkoma Olajuwon styrki liðið í þeirri baráttu sem framundan er. Úrslit leikja í nótt: New York-Boston..............97-93 New Jersey-Detroit..........94-111 Milwaukee-Toronto...........96-102 Houston-Vancouver............90-84 Denver-LA Lakers.............98-91 Phoenix-Portland.............91-98 Sacramento-Dallas ............95-86 Toronto hefur ekki unnið oft á útivelli i vetur en það gerðist þó i Milwaukee í nótt. Alvin Robertson skoraði 25 stig fyrir Vancouver. Vin Baker skoraði 25 stig fyrir vængbrotið lið Milwaukee. New Jersey tapað illa á heima- velli. Fyrir Detroit skoraði Allan Houston 23 stig. Patrick Ewing skoraði 25 stig fyr- ir New York en það var hins vegar John Starks sem kom sigrinum í ör- ugga höfn úr tveimur vítaskotum undir lokin. Pervis Ellison skoraði 23 stig fyrir Boston. Portlaland vann góðan sigur í Phoenix. Clifford Robinson skoraði 24 stig fyrir Portland. Kevin John- son skoraði 27 stig fyrir Phoenix. Denver vann sinn fimmta leik í sjö viðureignum. Dale Ellis var með 20 stig fyrir Denver og Vlade Divac 19 stig fyrir Lakers. Magic Johnson skoraði 14 stig í leiknum og hirti átta fráköst, Sacramento eygir von um að komast í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 10 ár eftir sigur á Dallas. Leikir í fyrrinótt: Chicago Bulls tapaði öllum á óvart í United Center gegn Charlotte Hornets i fyrrinótt. Þrátt fyrir ósigurinn á Chicago ennþá möguleika að verða fyrst liða til að vinna 70 leiki áður en til úrslita- keppninnar kemur Leikmenn Chicago nýttu færin illa á lokakafl- anum. Fyrir leikinn hafði Chicago unnið 44 leiki í röð á heimavelli og er því sigur Charlotte athyglis- verður og fer á spjöld sögunnar. Chicago hafði fyrir leikinn var ósigrað á heimavelli í tæpt ár. Jason Kidd tryggði Dallas sigur gegn Golden State með því að skora út tveimur vítaskotum fjórum sek- úndum fyrir leikslok. Clippers stöðvaði Portland sem hafði á undan unnið sjö leiki í röð. Úrslit í fyrrinótt: New York-Seattle...........98-108 - Kemp 25, Schrempf 24. Philadelphia-New Jersey .... 82-79 Maxwell 41- Washington-Miami............111-99 Howard 25, Price 21- Minnesota-Toronto.........115-101 Rider 28, Garnett 23- Chicago-Charlotte ...........97-98 - Anderson 20, Curry 19. Indiana-Atlanta..............97-95 Miller 24- Utah Jazz-San Antonio .......91-92 Malone 20- EUiot 23, Johnson 17. Golden State-Dallas.......102-104 Smith 26, SpreweU 25- Jackson 24, McCloud 22. LA Clippers-Portland........102-89 Roberts 25, Vaught 18- Sabonis 20, Grant 17. -JKS Japansmótið í handknattleik: Ástralía engin fyrirstaða - ísland sigraði, 29-19, í fyrsta leik Japansmótið í handknattleik hófst í borginni Kumamoto í gær og áttust þá íslendingar og Ástralar við í fyrsta leik. íslendingar höfðu tögl og hagldir frá fyrstu mínútu og sigr- uðu að lokum, 29-19, eftir að staðan í hálfleik var, 14-9. íslenska liðið lék á köflum ágæt- lega en mótspyrna Ástrala var lengstum ekki mikil og þvi ekki mikið að marka getu íslendinga í leiknum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna í handknattleik en ljóst má vera að Áströlum miði ágætlega í uppbyggingu sinni í handknatt- leik. Mörk íslands: Ólafur Stefánsson 5, Sigurður Bjamason 5, Júlíus Jón- asson 5, Dagur Sigurðsson 4, Valdi- mar Grímsson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Patrekur Jóhannesson 2, Davíð Ólafsson 1, Róbert Sighvatsson 1. Næsti leikur Islendinga er gegn Bandaríkjamönnum og á morgun verður leikið við Japani. -JKS Grindavík - Keflavík (36-45) 72-82 5-4, 5-8,11-12,11-20,18-28, 20-30, 32-36, 32-15 (3845) 38-53,45-53, 54-64, 60-64, 64-67, 67-69, 70-76, 72-76, 72-82. Stig Grindavíkur: Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Rodney Dobard 15, Marel Guð- laugsson 15, Guðmimdur Bragason 12, Unndór Sigurðsson 9, Hjörtur Harðarson 6. Stig Keflavlkur: Guðjón Skúlason 20, Falur Harðarson 17, Dwight Stewart 14, Al- bert Óskarsson 9, Jón Kr. Gíslason 9, Sigurður Ingimundarson 8, Davíð Grissom 3, Gunnar Einarsson 2. Fráköst: Grindavík 37, Keflavík 31. Flest fráköst Grindavikur: Hjörtur 14, Dobard 5, Marel 5. Flest fráköst Keflavikur: Stewart 11, Sigurður 6. Flestar stoðsendingar Grindavíkur: Hjörtur 3, Helgi Jónas 3. Flestar stoðsendingar Keflavíkur: Falur 3, Jón Kr. 3, Sigurður 3. Varin skot: Dobard 3, Guðmundur 2 - Grissom 1. 3ja stiga körfur: Grindavik 4/21, Keflavík 11/18. Vítanýting: Grindavík 18/26, Keflavík 11/13. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Helgi Bragason, skiluðu sínu hlutverki frábær- lega vel og gerðu mjög fá mistök. Áhorfendur: Troðfullt hús, um 1400 manns. Maður leiksins: Falur Harðarson, Keflavík og Guðjón Skúlason, Keflavík. Þeir áttu frábæran leik og lögðu grunninn aö sigri Keflvíkinga. Afdrifarík keppnisferð Víðis til Skotlands: Steinar varð fyrir fólskulegri árás Taugar heimamanna brugðust DV Suðurnesjum: „Við spiluðum betri vörn sem skil- aði okkur betri og opnari sóknarfær- um. Við náðum að stöðva Hjört fram- ar og það skipti máli. Hann og Helgi Jónas hafa reynst okkur erfiðir und- anfarið," sagði Guðjón Skúlason, leik- maður Keflavíkur, en hann átti stór- kostlegan leik er Keflavík sigraði Grindavík í Grindavík í gærkvöld. Staðan í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn er nú 3-2, Grindavík í vil, en með sigri í gærkvöld hefðu Grind- víkingar hampað titlinum. „Baráttan var góð hjá okkur og okkur tókst að lengja tímabilið. Nú verðum við að byggja upp sterkan heimavöll sem við höfum klúðrað. Ég vil hvetja alla Keflvíkinga til að koma á næsta leik og styðja við bakið á okk- ur,“ sagði Guðjón enn fremur. Keflvíkingar voru yfir allan leik- tímann í gærkvöldi og eiga enn mögu- leika á að tryggja sér titilinn. Guðjón Skúlason átti frábæran leik fyrir Keflvíkinga og var hreint óstöðv- andi í byrjun. Falur kom einnig gríð- arlega sterkur til leiks. Guðjón og Fal- ur náðu að stöðva bakverði Grindvík- inga og við það riðlaðist leikur Grind- víkinga mikið. „Vorum ekki sigurvissir“ „Við vorum ekki sigurvissir og við vissum að þeir kæmu grimmir til leiks. Við erum enn þá yfir og press- an er á þeim. Þeir mega engin mistök gera. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að laga ýmsa hluti í okkar leik og mætum svellkaldir ásamt stuðningsmönnum okkar sem eru þeir bestu á landinu,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga. Grindvíkingar áttu sennilega ekki von á Keflvíkingum svona sterkum. Mikil pressa var á heimamönnum og taugar þeirra. brugðust á örlaga- stundu. Bestir hjá Grindavík voru þeir Marel Guðlaugsson, sem var sérstak- lega góður í síðari hálfleik. Þá var Dobard sterkur í fyrri hálfleik og gerði marga laglega hluti eins og þeg- ar hann tróð knettinum í körfu Kefl- víkinga yfir Dwight Stewart með gíf- urlegum tilþrifum. Guðjón og Falur voru bestir hjá Keflavík. Jón Kr. og Albert Óskarsson léku einnig mjög vel sem og þeir Stewart og Grissom. Þá komst Sigurð- ur Ingimundarson vel frá leiknum. „Fáum annað tækifæri" „Nú var okkur stillt upp við vegg og nú urðum við að sína allan okkar karakter. Það er að mörgu leyti rétt sem komið hefur fram í DV að Falur og Guðjón hafa ekki verið að standa sig vel og þessir menn gera sér grein fyrir því. Þetta var þeirra síðasta tækifæri og þeir nýttu það frábær- lega. Nú fá þeir annað tækifæri í næsta leik ásamt okkur hinum,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmað- ur Keflvíkinga, eftir leikinn í Grinda- vík í gærkvöld. Og hann bætti við: „Mér fannst sjálfstraustið vera í lagi hjá okkur. Það var mikilvægt að ná að vera yfir í leiknum og það sló á mestu lætin í þeirra áhorfendum. Ég hefði ekki boðið i þetta ef við hefðum ekki veriö yfir í hálfleik. Þá hefði allt orðið vitlaust og það hefði þjappað þeim saman. Nú eigum við næsta leik á okkar heimavelli og það er kominn tími til að leika vel þar,“ sagði Jón Kr. í samtali við DV. -SK/-ÆMK Reykjavíkurmótið 1996 A DEILD • GERVIGRASIÐ LAIJGARDAL Miðvikudag'ur 10. apríl kl. 20:30 KR - Fram R DEILD • LEIKMSVÖLLUR Miðvikudagur 10. apríl kl. 20:30 Léttir - Armann Jón Kr. Gíslason brýtur sér leið að körfu Grindvíkinga í leiknum í gærkvöldi en til varnar er Unndór Sigurðsson. Keflvíkingar náðu að sigra og minnka muninn í 3-2 í einvígi iiðanna. Næsti leikur fer fram annað kvöld og þá geta Keflvíkingar jafnað met- in. Ef til sjöunda leiksins kemur fer hann fram í Grindavík á iaugardag. DV-mynd GS Steinar Ingimundarson, knatt- spyrnumaður í Viði i Garði og að- stoðarþjálfari liðsins, varð fyrir mjög grófri líkamsárás í leik Víðis og skoska liðsins Pollock FC í Glas- gow i Skotlandi fyrir páska. „Við vorum í æfingaferð og að leika æfingaleik gegn Pollock og leikurinn hafði verið mjög rólegur og ekkert merkilegt að gerast. Þá vissi ég ekki fyrr en einn leikmaður liðsins kom hlaupandi á mig og skallaði mig í höfuðið. Ég sá hann aldrei og steinrotaðist við höggið. Ég var fluttur á sjúkrahús og reynd- ist kjálkábrotinn. Félagar mínir sem sáu þetta gerast sögðu að leik- maður Pollock hefði hreinlega tekið tilhlaup á mig. Leiknum var hætt þegar þetta gerðist og leikmenn Víð- is gengu af leikvelli í mótmæla- skyni," sagði Steinar Ingimundar- son þegar DV hafði samband við hann í gærkvöld. Máliö hefur vakið mikla athygli í Skotlandi. Skoska rannsóknarlög- reglan vinnur að rannsókn málsins og dómari leiksins hefur þegar sent skýrslu um atvikið til FIFA. Skosk- ir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál. Steinar, sem verður frá æfing- um og keppni í 6-8 vikur, hyggst kæra skoska leikmanninn fyrir árásina og á Skotinn yfir höfði sér mjög langt keppnisbann, jafnvel allt að þrjú ár. -SK Steinar Ingimundarson varð fyrir fólskulegri árás í leik í Skotlandi. Hvalreki á fjörur FH í handboltanum: Markvörður S-Kóreu til liðs við FH FH-ingar hafa fengið góðan lið- styrk fyrir næsta keppnistímabil í handboltanum því landsliðs- markvörður Suður-Kóreu, Suk Lee-hyung, hefur ákveðið að ganga til liðs við FH og hafa náðst samningar milli hans og FH-inga um að hann leiki með FH næstu tvö árin að piinnsta kosti. Sló í gegn í síðustu heimsmeistarakeppni Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir FH-inga enda er Lee frábær markvörður og mönnum er í fersku minni hvemig hann lokaði markinu gegn íslendingum á heimsmeistaramótinu sem fram fór hér á landi í fyrra. Hann er 26 ára gamall og hefur leikið með háskólaliði og fyrirtækjaliði í heimalandi sínu. Hann hefur átt fast sæti í landsliði Suður-Kóreu og keppir með því á æfingamót- inu í Japan þessa dagana en ís- lendingar eru einnig þátttakend- ur á því móti. Mikill fengur fyrir okkur og íslenskan handknattleik „Við lítum á þetta sem mikinn feng fyrir okkur og íslenskan handknattleik um leið. Þetta er heimsklassa markvörður eins og hann sýndi og sannaði á heims- meistaramótinu hér í fyrra og er áreiðanlega einn besti markvörð- ur heims í dag. Hann á örugglega að geta miðlaö getu sinni og reynslu til okkar yngri mark- varða og við hlökkum mikið til að fá hann í okkar raðir,“ sagði Guð- jón Árnason, fyrirliði FH, við DV í gærkvöldi. Suk Lee er væntanlegur til ís- lands um mánaðamótin maí-júní. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.