Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 JDV S2 |gjenskir dagar_____________ Bengt Ivarsson, markaðsstjóri Blenta AB á Skáni: Sænskir kjúklingar hafa bestu aðstöðu í heimi t allra elstu sænsku matreiðslubókunum sem til eru, það er frá miðri 17. öld, má lesa fjölda uppskrifta að rétt- um með hænu og kjúklingi. Sennilegast er talið að það hafi verið víkingarnir sem fluttu með sér tamin hænsni til Norðurlanda úr einhverjum af ránsferðum sínum til fjarlægari landa en tamning hænsnfugla hófst í Indlandi og á eyjunum í Suðaustur-Asíu fyrir 4 þúsund árum. Það voru Kínverjar og Rómverjar sem breiddu út þann sið að matreiða hænsnfugla. t upphafi var hönum af varphænustofni slátrað. Þeg- ar eftirspurn jókst og kröfurnar um betra kjöt komu fram hófust kynbætur til að rækta stofna sem væru bet- ur hæfir til kjötframleiðslu en venjulegar varphænur. ir í einangrun þar sem þeir dvelja í 18 viku^, A meðan kjúklingarnir eru i einangrun er hver og einn skoðaður með tilliti til væntanlegra kynbóta. Um helmingur fær náð fyrir augum sérfræðinganna. Þetta eru afar og ömmur kjúklinganna sem lenda á matarborðum Svía og þau eru pöruð eftir sérstöku prógrammi. Sármenntaðir Japanir Fugi af Cobb-ættinni. Blenta AB á Skáni fær fugla frá The Cobb Breeding Company í Englandi sem er dótturfyrirtæki Cobb-Vantress Inc í Bandaríkjunum en það er í eigu Tyson Foods og Upjohn. Þegar „amman“ er 24 vikna fer hún að verpa og á 40 vikum er hún orðin móðir 125 til 135 kjúklinga. Áður en þeir eru fluttir til uppeldisstía þarf að aðgreina þá eftir kyni. Sérmenntaðir Japanir hafa verið fengnir til verks- ins því þeir geta að- greint um 1200 kjúklinga á klukku- stund á meðan Svíi að- greinir 200 til 300 kjúklinga á jafnlöngum tíma. Þegar svokallaðir foreldrar fara að verpa eru egg þeirra flutt í sérstakar útungunar- stöðvar. Ungarnir eru svo sendir dagsgamlir til kjúklingabænda. Þegar kjúklingarnir eru tilbúnir til slátrun- ar eru þeir fluttir í sér- stök sláturhús. Fyrir leikmann virðist þetta langt og mikið ferli en það er nauðsynlegt til að framleiða gott kjöt. Sænskir kjúklingar hafa bestu aðstöðuna Bengt Ivarsson telur að sænskir kjúklingar hafi það betra en allir aðrir kjúklingar í heim- inum. „Það eru til alveg Vill selja „foreldraegg' til íslands Víða um heim eru það stóru fjölþjóðafyrirtækin Cobb og Ross sem sjá kjúklingabúum fyrir kynbótafuglum. í Svíþjóð skipta þess- ir risar markaðnum nokkurn veginn jafnt á milli sín. DV heimsótti fyrir- tækið Blenta AB rétt utan við Malmö á Skáni en það fær fugla frá The Cobb Breeding Company í Englandi. Yfirmenn Blenta hafa mikinn áhuga á að selja egg til íslands til útungun- ar. „Úr þeim eggjum kæmu foreldrar kjúklinganna sem síðan færu á borð íslendinga," sagði Bengt Ivarsson markaðsstjóri. Þrisvar á ári koma um 11 þúsund dagsgamlir kynbótakjúklingar með flugi til Blenta frá Cobbs í Englandi. Kynbótakjúklingarnir eru strax sett- einstakar reglugerðir um hversu stórt rými fuglarnir eiga að hafa í stíunum, gæði bygginganna, hreinlæti, loftræstingu, öryggi og svo framvegis. Sjálfir gerum við enn meiri kröfur. Það er hærri gæðastaðall í stíunum okkar en í mörgum bústöðum." Síðastliðið haust kom upp svokölluð Newcastleveiki Blenta getur framleitt 30 milljónir kjúklinga á ári. Fyrirtækið er með 45 pró- sent af sænska markaðnum í sölu á dagsgömlum kjúklingum. Strangar reglur gilda um hreinlæti og aðstöðu kjúklinganna. fuglunum. Salmonella fer aldrei út til neytenda." 9V2 milljón kjúklinga á ári Blenta, sem stofnað var fyrir um 30 árum, keypti fyrirtækið Guldfág- eln 1985. Hjá Guldfágeln, sem verið hafði viðskiptavinur Blenta í fjölda ára, voru kjúklingar aldir upp til slátrunar. Helsti keppinautur Guld- fágeln er fyrirtækið Kronfágeln sem er í eigu samvinnuhreyfingarinnar í Svíþjóð. Guldfágeln slátrar um 9!4 milljón kjúklinga ári. Svíar borða um 8 kíló af kjúkling- um á mann á ári. í Mið-Evrópu er neyslan um 18 kíló á mann en rúm- lega 30 kíló á mann í Bandaríkjun- um. Síðustu 5 árin hefur neyslan aukist um 8 til 9 prósent í Svíþjóð, að því er Ivarsson greinir frá. Verð á frystum kjúklingi í Svíþjóð er 19,90 sænskar krónur kílóið eða um 200 íslenskar krónur. Kílóverð á ferskum kjúklingi er 30 sænskar krónur eða um 300 íslenskar. -IBS meðal fuglanna í Blenta. Veikin, sem orsakast af veirum, uppgötvað- ist fyrst í Newcastle og er það skýr- ing á nafninu. Þar sem skjótt var brugðist við tókst fljótt að ráða nið- urlögum veikinnar. Síðan hafa hreinlætiskröfurnar enn verið auknar og nú fær enginn að fara inn í stíurnar nema fara fyrst í sturtu þegar komið er í húsið og skipta um föt. „Þetta þýðir að starfsmenn á verkstæðinu okkar, sem fara á milli stía, þurfa kannski að sturta sig 5 til 6 sinnum á dag. Mönnum þótti þetta erfítt í byrjun en þeir skildu hvað var í húfi. Það var reyndar einn starfsmaður sem sagðist ekki vera vanur að fara í sturtu oftar en einu sinni í viku og það var þá ekki um annað að ræða en að hann hætti,“ greindi Ivarsson frá. Salmonellu hefur svo til verið út- rýmt, að sögn Ivarssons. „Það verð- ur að viðurkennast að við finnum salmonellu stöku sinnum en það er þá löngu áður en kjúklingarnir fara á markað neytenda. Sjö dögum fyrir slátrun eru tekin próf til að kanna hvort einhverjar bakteríur eru í Kjúklingabringur með hnetusmjöri Þessi uppskrift kemur frá fyrir- tækinu Guldfágeln í Svíþjóð sem selur frysta og ferska kjúklinga og ýmsa gómsæta kjúklingarétti. 4 kjúklingabringur 4 franskbrauðsneiðar 1 grænn chili 4 msk. hnetusmjör 1 búnt sítrónugras 2 msk. ristaðar hnetur salt og pipar Skerið skorpuna af brauðsneið- unum og sneiðarnar í smábita. Takið fræin úr chiliinu og skerið bringurnar. Setjið brauð, chili, hnetur og sítrónugras í blandara í 1 til 2 mínútur. Hellið blöndunni á disk. Kryddið bringurnar með salti og pipar og berið hnetusmjör á. Dýfið ofan í brauðblönduna og steikið á vægum hita. Setjið síðan í 175 gráðu heitan ofn í 15 til 20 mínútur. Kartöflu-mangósalat er haft með réttinum en í það þarf: 1 mangóávöxt 2 stórar sætar kartöflur 4 vorlauka 4 msk. hvítvínsedik 4 msk. sólblómaolíu 1 hvítlauksrif 2 sm ferskt engifer 1 msk. sæta asíska chilisósu salt og pipar Efninu í salatsósuna blandað saman. Kartöflurnar eru skrældar og skornar í þunnar sneiðar. Sneiðarnar eru soðnar í kjúklingasoði í 2 til 3 mínútur. Sósunni er svo hellt yfir kartöflu- sneiðarnar, mangóávöxtinn og laukana sem skornir hafa verið í sneiðar. Salatið er sett á disk og kjúklingabringurnar ofan á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.