Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 Staða framkvæmdastjóra Staða framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa haldgóða þekk- ingu á rekstri, stjómun og kvikmyndum og reynslu og hæfni í alþjóðlegum samskiptum. Æskilegt er að um- sækjandi hafi lokið háskólaprófi og hafi gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Staðan verður veitt frá 1. september 1996. Umsóknir, merktar 96040184, ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og annað það sem máli skiptir, sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júní 1996. Óskir um nafnleynd eru ekki teknar til greina. Menntamálaráðuneytið 29. aprfl 1996 DEKEIAMIM4UÍTA S D B EHF. JAFNASEL 6, 109 REYKJAVIK, SÍMI: 5874747. FAX: 5874748 ACIER SUMARHJÓLBARÐAR (ECO TYRES) FRÁ BRETLANDI FRAMLEIDDIR TIL AÐ UPPFYLLA FYLLSTU ÖRY GGISKRÖFUR SÝNISHORN ÚR VERÐSKRÁ. STÆRÐ 155R13 STÆRÐ 165R13 STÆRÐ175/70R13 STÆRÐ 175/70R14 KR. 2.695.- STAÐGR. KR 2.934.-STAÐGR. KR 2.995.-STAÐGR. KR 3.595.-STAÐGR. OPBE) ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 08.00 TIL 19.00 LAUGARDAGA FRÁ 09.00 TIL 17.00 SÍMI5874747 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl, 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Ife: Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar næsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarbíað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag auglýsingar 5505080 Fréttir Flugleiðir eru orðnar einn stærsti aðila að viðhaldsþjónustu á Fokker 50 vélum f heiminum. ’ttgHÉL i':., WW J BltI. sR /É' ' 'jT-. 'lrf % 1 jrij' mí jffj Stórsamningur tæknisviðs Flugleiða og SAS: Mikill sigur og viðurkenning - segir Sigurður Helgason forstjóri DV, Suðurnesjum: „Þetta er langstærsti viðhalds- samningur sem Flugleiðir hafa gert og mikill sigur að ná honum því margir voru um hituna. Starfsmenn tæknisviðs Flugleiða hafa staðið sig einstaklega vel, bæði hvað varðar tæknivinnu, sem gott orð fer af, og einnig þeir sem standa að öflun verkefna og samningagerð af þessu tagi. Það er þessu fólki að þakka að samningurinn er nú í höfn,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, í samtali við fréttamann DV. Tæknisvið Flugleiða og SAS hafa gert langtímasamning um að Flug- leiðir taki að sér D-skoðanir á Fokker 50 flugvélum SAS. Hér er um að ræða 200 millj. króna samn- ing og mestu upphæð sem rætt hef- ur verið um í samningum við stöð- ina. D-skoðun er sú stærsta á Fokker og tekur 10 daga. Hver flug- Sigurður Helgason. DV-mynd GS vél fer í slíka skoðun á 6 ára fresti. Þrjár fyrstu vélarnar koma til skoð- unar í júlí - þrjár hafa verið skoðað- ar hér áður fyrir þennan samning. „SAS er stærsti notandi Fokker- véla í heiminum og hefur úr mörg- um að velja þegar kemur að við- haldsvinnu. Það er því mikil viður- kenning fyrir Flugleiðir að fá samn- inginn," sagði Sigurður. Fleiri erlend viðhaldsverkefni eru í gangi hjá Flugleiðum þessa daga. Verið er að ljúka C-skoðun á Boeing 737-400 þotu Diamond Le- asing. Á næstunni verða fram- kvæmdar D- skoðanir á 2 Fokker 50 vélum Maersk Air en áður hafa 2 vélar þess félags verið skoðaðar. Með þessum nýja samningi við SAS og fleiri verkefnum á Fokker 50 vélum ýmissa aðila auk eigin véla eru Flugleiðir orðnar einn stærsti aðila að viðhaldsþjónustu á Fokker 50 vélum í heiminum. -ÆMK Ástþór Magnússon sem auglýsir á strætisvögnum og í blöðum: Geri þetta af hugsjón - greiðir sjálfur kostnaðinn - einhverjar milljónir Eins og kunnugt er hafa auglýs- ingar á Strætisvögnum Reykjavíkur og í dagblöðum undanfarið vakið mikla athygli. Þessar auglýsingar eru ómerktar nema sú sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 28. apríl sl. Ástþór Magnússon, stofnandi samtakanna Friðar 2000, auglýsir þar og hefur hann í samtali við DV gengist við hinum nafnlausu auglýs- ingum. „Tilgangurinn með þeim er að hafa áhrif á viss mál og okkur er ekki einu sinni svarað. Það finnst okkur nokkuð langt gengið í lýð- ræðisþjóðfélagi að ráðuneyti svari ekki einu sinni. Við erum bara að upplýsa fólk um ástandið í heimin- um. Vísindamenn hafa varað við að mannkyn sé i útrýmingarhættu til dæmis og ef ekki er eitthvað gert út- rýmumst við með þeim,“ segir Ást- þór. Samtökin stofnaði hann formlega í fyrra. „Þau vinna að því að sam- eina friðarhreyfmgar í heiminum til að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Ég kosta þessar auglýsingar sjálfur og þær kosta einhverjar milljónir. Ég geri þetta af hugsjón, ég hef ekki eirð í mér til að reka fyr- irtæki meðan allt er brennandi und- an fótunum á manni. Samtökin eru ekki byrjuö á fjáröflun. Um 700 fé- lagsmenn greiða 890 krónur á mán- uði, það eru bara smámunir. Við viljum ekki vera að setja okkar nafn við þessar auglýsingar, við viljum bara að fólk fari sjálft að hugsa um þessi mál. Ef þeir sem eru við stjórnvölinn eru svona sofandi þá kemur þetta öllum við. Ég geri þetta af hugsjón," sagði hann. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, sagðist ekkert vera farin að kanna þessi mál vegna mikilla anna í fyr- irtækinu, verið væri að ráða sum- arafleysingafólk og vinna að nýju leiðakerfi sem yrði tekið upp i ágúst í sumar. Hún sagði að ekkert hefði verið kært í sambandi við þessar auglýsingar, aðeins spurst fyrir. Lilja sagði að fara þyrfti yfir siða- reglur Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, fyrr gæti hún ekkert sagt um þetta. Sólveig Ólafsdóttir hjá Sambandi íslenskra auglýsingastofa sagði að samkvæmt siðareglum um auglýs- ingar væru það þrir aðilar sem bæru ábyrgð á auglýsingum, það væri auglýsandinn sjálfur, sá sem útbyggi auglýsinguna og útgefandi eða eigandi þess fjölmiðils sem aug- lýst væri í. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.