Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996 Spurningin Hefur þú farið út á land nýlega? nýlega í Hveragerði. Birna Árnadóttir húsmóðir: Já, ég fór austur fyrir íjall fyrsta maí. Það var dálítið kalt. Þórunn Benediktsdóttir húsmóð- ir: Ég fór hringinn í fyrrasumar. Flosi Guðmundsson, rafeinda- virki án sveinsprófs: Ég hef farið tl Keflavíkur og austur á Selfoss og ég var á Flúðum um páskana. Valur Magnússon, heldri borg- ari: Ég fór um páskana upp í Borg- arfjörð í fermingu. Það er svo mikið af börnum í fjölskyldunni. Guðrún Helga Högnadóttir versl- unarmaður: Ég fór í Borgarnes um daginn. Lesendur Jón Baldvin og Bryndísi til Bessastaða Jón Baldvin Hannibalsson og kona hans, Bryndís Schram. Ingvi Tómasson skrifar: Af einhverjum torskild- um ástæðum trónir Ólafur Ragnar Grímsson nú á toppi skoðanakannana er mæla fylgi við frambjóð- endur til embættis forseta Islands. Svo virðist sem landsmenn hafi öllu gleymt um Ólaf og séu reiðubúnir að hefja hann til æðstu metorða. Ég á í raun bágt með trúa því að íslenska þjóðin vilji gera Ólaf Ragnar að forseta. Trúlegra er að af þeim frambjóðendum sem eru í boði þyki fyrrum for- maður allaballa skársti kosturinn. Það er raunar með ólíkindum að ekki hafi fengist sterkari fram- bjóðendur en raun ber vitni. Konurnar og hæsta- réttardómarinn eru ein- faldiega ekki nægilegt þungavigtarfólk sem sann- að hefur kosti sína fyrir þjóðinni. Samsinna má með Davíð Oddssyni er fært hefur þessa manneklu í tal. Davíð hefur nú úti- lokað framboð af sinni hálfu og því útséð um að sterkur frambjóðandi af hægri væng bjóði sig fram. Áður var þörf en nú er nauðsyn, eigi að forðast kjör Ólafs Ragnars. Ég vil því gera það að tillögu minni að Jón Baldvin Hannibalsson, ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi Schram, bjóði sig fram til embættis forseta. Áð mínu mati eru þau einu hjónin sem hafa það vægi sem til þarf til að sigra Ólaf Ragnar. Endalaust væri hægt að rekja ástæður þess að ég tel Jón Baldvin Hannibalsson hæfastan sem forseta- frambjóðanda. Jón Baldvin getur höfðað jafnt til vinstri sem hægri manna í landinu. Hann á mikið fylgi meðal hægri manna sem gætu hugsað sér að kjósa hann þrátt fyr- ir að hafa ekki getað kosið flokk hans. Sjálfur hef ég t.d. fylgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum en oft verið sammála Jóni Baldvini og dáðst að málflutningi hans. Hann væri góður kostur fyrir sjálfstæðisfólk og krata en einnig fylgis- menn annarra flokka og ópólitíska sem kunna að meta verðleika hans. Jafn- vel framsóknarmenn gætu réttlætt það að kjósa Jón Baldvin, þótt ekki væri nema til annars en að losna við þennan erfiða andstæðing úr pólitík. Jón Baldvin hefur, óum- deilt, yfirburðaþekkingu á öllum sviðum þjóðmála. sem og alþjóðamála. Það hefur hann sýnt og sannað á stjórnmálaferli sínum sem er ólíkt glæsilegri en Ólafs Ragnars. Jón Bald- vin er vel máli farinn og hefur getið sér gott orð- spor á erlendum vettvangi fyrir rökfestu sína og mál- snillds í miklu rikari mæli en Ólafur Ragnar. Glæsi- leg kona hans, Bryndís Schram, er ekki síður góð- um kostum búin. Vel menntuð, talar fjölda tungumála hnökralaust og hefur staðið sig vel í öllu því sem hún hefur annast um dag- ana. Ég skora á þau hjón að íhuga al- varlega framboð til forsetaembætt- isins. Leitun er að glæsilegri og hæfari fulltrúum til að leiða land og þjóð. Þau ein geta komið í veg fyrir kjör Ólafs Ragnars. Hvalfjarðargöngin Erfiðleikarnir heQast Magnús Sigurðsson skrifar: Það er langt frá því að hin fyrir- huguðu Hvalfjarðargöng eigi hug og hjörtu fólks í landinu. Kannanir hafa verið gerðar þar sem fólk er spurt um þessa dýru framkvæmd. Niðurstaða þeirra eru allar á einn veg: Mikill meirihluti er á móti Hvalfjarðargöngum. Nú er hafin vinna við göngin og miklu til kostað. Þann kostnað eig- um við skattborgarar áreiðanlega eftir að komast í kynni við. Margir spáðu þvi að vinnan við Hvalfjarð- argöngin myndi ekki ganga áfalla- laust, jafnvel enda með ósköpum. Og ekki eru margir ginnkeyptir fyr- ir að aka undir djúpan Hvalfjörð- inn, svo mikið er víst. Nú eru erfiðleikarnir byrjaðir. Það hafa verið boðuð verkföll vegna ófrágenginna samninga við þá er þarna vinna. Vera má að það mál leysist fljótt en mér sýnist að þarna séu langt frá því öll kurl til grafar komin vegna hinna umfangsmiklu framkvæmda sem þarna er lagt í. Yfirgangur LÍÚ-manna Ingvar Breiðfjörð skrifar: Aðfór LÍÚ-manna að smábátum með krókaleyfi er orðin með ólík- indum. Ég bendi á að allt hráefni sem þessir bátar fiska er unnið í landi og skapar meiri atvinnu en sá fiskur sem unninn er um borð í stóru skipunum. Skyldi veita af að koma til móts við atvinnuleysið? LÍÚ-menn benda á fískfriðun, sem þeir hafi staðið fyrir og skuli nú njóta afraksturs af með auknum kvóta, sem krókabátar skuli ekki fá einn fisk úr. Læsu LÍÚ-menn reglu- gerðir þær sem krókabátar hafa orðið að fara eftir þá kæmu þeir þjónusta allan sólarhringin sima _______ 5000 milli kl. 14 og 16 Krókabátar koma með allan afla að landi og ganga vel um auðlindina, segir Ingvar m.a. auga á hvað þrengt hefur verið að þessari grein fiskveiða og á hún ekki við minni þrengingar að búa en hefðbundnir vertíðarbátar. Ég bendi og á að krókabátar koma með allan afla að landi og ganga vel um auðlindina. Það sama er ekki hægt að segja um togara og vertíðarbáta sem hirða verð- mætasta fiskinn en henda þeim smærri í sjóinn. Það magn sem hent er tel ég vera mun meira en það sem allir krókabátarnir til samans geta veitt. Ég segi því við LÍÚ-menn: Ykkur hefði sæmt betur að beina kröftum ykkar að því að finna lausn til að nýta hráefnið sem þið látið henda frekar en að ráðast að veiðiheimild- um krókabáta. Útfærsla er á valdi ráðherra en ekki ykkar. Kvótabra- skið þarf að kanna til hlítar og banna ætti öll togveiðarfæri að und- anskildu rækjutrolli með skilju inn- an 50 mílna. DV Ólöglegar for- setakosningar? Helga skrifar: Eftir því sem maöur les í frétt- um er nú þegar bafin utankjör- fundarkosning tii forsetaembætt- isins, þótt ekki sé útrunninn framboðsfrestur og því éflaust ekki allir frambjóðendur komnir fram á sjónarsviðið. Þetta gerist ekki í kosningum til Alþingis. Gildir kannski annað um for- setakosningar eða eru þær ómerkilegri en aðrar kosningar? Og til að kóróna vitleysuna er manni sagt að þeir sem nú greiða atkvæði sitt utan kjör- fundar geti bara greitt aftur ef þeim snúist hugur og vilji velja nýjan frambjóðanda sem kynni að koma fram. Þá er þetta ekki heldur leynileg kosning lengur. Er þetta ekki bara skrípaleikur? Auðlindagjald á strax Benedikt Sigurðsson skrifar: Auðlindagjald eða skattur ætti að vera regla hér á landi. Ekki endilega í sjávarútvegi eingöngu heldur yfirleitt þar sem gengið er í auðlindir landsins og unnið úr þeim. í hvaða formi sem er. Fyrirtækin gætu vel við unað því að þarna væri verið að veita aðgang að hinum sameiginlegu auðlindum en ekki einhverju sem einkamarkaðurinn hefur framleitt frá byrjun og markaðs- setur sjálfur að fullu og öllu. Því fyrr sem auðlindagjald er tekið upp því betra. ívilnanir erlend- is - ekki hér? Gústav hringdi: Er það ekki merkilegt að við íslendingar göngum ávallt út frá því vísu að allir aðrir ívilni okk- ur og þóknist á allan hátt þótt við sýnum aldrei lit í neinu á móti? Nú reynir landbúnað- arráðherra að fá reglur um inn- flutning hrossa til helstu útflutn- ingslanda okkar mildaðar en í dag eru verulegar hindranir í veginum vegna hrossaútflutn- ings okkar. Hvað gerir svo land- búnaðarráðherra á móti gagn- vart innflutningi hingað frá þessum löndum, t.d. á sviði bú- vara, grænmetis og fleiru? Auð- vitað ekkert! Við tökum bara, gefum ekkert. Þingmannaferö til Grikklands Margrét Ólafsdóttir skrifar: Af hreinni tilviljun sjá lands- menn stundum hvað verið er að bauka á bak við tjöldin, oftast í formi eyðslu opinbers fjár á kostnað skattborgaranna. Þannig las ég í Tímanum frétt um hugsanlegt forsetaframboð Jóns Baldvins og þar kom fram að Jón hefði afboðað þátttöku sína í „þingmannaferð til Grikk- lands“ eins og það var orðað í fréttinni. Ég er undrandi á þvi að almenningur skuli ekki fyrir löngu hafa sagt stopp á ferðalög þingmanna með því að mótmæla við Austurvöll. Öðru eins og af minna tilefni eru borin fram mótmæli. Þessi ferðalög þing- manna út um öll lönd eru viður- styggileg og óforskömmuð. 92 oktana bensín aftur á markaðinn Guðbrandur hringdi: Ég get engan veginn séð hvers vegna olíufélögin bjóða ekki áfram 92 oktana bensín hér á landi. Það er til sölu um alla Evr- ópu og víðar. Hér eru aðeins boðnar þær tegundir af bensíni sem eru dýrastar og um leið hættulegra ef út í það er farið. Á virkilega að þuifa að kalla á þá Irving-feöga til að skakka leik- inn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.