Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. MAÍ1996 Spurningin Ertu búin(n) að fá vinnu sumar? ■ Viggó Sigurðsson nemi: Nei, ég er ekki búinn að fá vinnu en ég er búinn að sækja um í bæjar- vinnunni. Kjartan Thor Pálsson, nemi í MH: Já, ég er búin að fá hana. Finnur Dór Þórðarson, fer í Versló í haust: Já, hjá Vatnsveit- unni. Sigurbjörg Dögg Ingólfsdóttir nemi: Já, í garðvinnu. Jóhanna Gyða Hjartardóttir nemi: Já, í unglingavinnunni. Kristín Ágústsdóttir nemi: í ungl- ingavinnunni. Lesendur Hitamálin hættulegu - kæld niöur eftir megni Nauðsyn á rafvæðingu í samgöngukerfinu - eitt þeirra mála sem bréfritari telur „heitt“ mál og búið að „kæla“ niður. Ásgeir Ásgeirsson skrifar: Hér, eins og annars staðar, koma við og við upp mál sem eru erfiðari viðfangs en önnur. Oft snerta þau samskipti hins opinbera við al- menning eða við einstakar persón- ur. Mál sem ekki eiga að geta kom- ið upp koma samt upp á yfirborðið og valda óróa ráðamönnum eða ein- staklingi sem stendur fyrir sérstöku embætti í kerfinu. Þetta eru stund- um nefnd „heitu málin“. Þau þola ekki langa umræðu eða umfjöllun fjölmiðla án þess að skaða verulega hefðbundna yfirbyggingu stjórnsýsl- unnar. Stundum geta þau skekið sjálfan grunn samfélagsins - og síð- ar allt þjóðfélagið. Þegar svo er komið og hvorki gengur né rekur í rannsókn við- komandi máls vegna tregðu ein- stakra manna sem eiga að ráða fram úr vandanum, eða þá að málið verður skyndilega svo „heitt" að ekki verður þolandi með tilliti til þeirrar hættu sem áður er getiö, verður að grípa til þess ráðs að kæla þau niður eftir megni. Þá er oft farið eftir umfangi málsins. Sé meira en eitt er í gangi í senn met- ur stjórnsýslan (oftast einstakir valdastrúktúrar) hvaða mál er um- fangsmest og beitir þá eins konar skyndikælingu á það sérstaka mál sem er þá úr sögunni um sinn a.m.k. Um það fást fjölmiðlar og aðrir upplýsingaaðilar ekki verulega og láta gott heita ef annað eða önnur mál eru þá í gangi samhliða sem hægt er að moða úr. Eitthvað verð- ur jú að sýna lýðnum sem tekur enda feginshendi við hverju sem að honum er rétt. Nokkur mál hafa verið hér í um- ræðunni að undanfornu sem eiga það sammerkt að flokkast undir „heit“ mál en hafa flest meira eða minna verið lögð í salt - kæld nið- ur. Þau gætu, hvert fyrir sig, um- turnað kerfinu eða skekið samfélag- ið með óvissum afleiðingum. Ég enda þetta á upptalningu mála sem ég flokka undir hitamál, mál sem hafa öll verið eða munu verða kæld niður af stjórnsýslunni beint eða með aðstoð hennar samkvæmt beiðni vissra valdastrúktúra. Þetta eru: biskupsmálið, Bessa- staðahneykslið (endurbætur og van- áætlun fjármuna til þeirra og af- leidd óráðsía), Hvalfjarðargöngin (í trássi við almennan vilja lands- manna), rafvæðing í samgöngukerf- inu á þéttbýlustu byggðakjörnun- um, olíuleit úti fyrir Norð-Austur- landi og hvalveiðar íslendinga (hvenær byrja skuli). - Nú geta les- endur bara fylgst með framvind- unni og spáð í hvort hér er ofmælt í einu eða öllu. Enginn skólaafsláttur með Árnesi Þrjár stúlkur af Skaganum skrifa: Við vinkonurnar ákváðum að skreppa til Reykjavíkur um daginn þar sem ein okkar þurfti að fara til tannlæknis. Við ætluðum að spóka okkur í borginni á meðan. Við erum allar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og því var ætlunin að fara með Akraborginni eins við ger- um stundum - einmitt vegna þess hve það er ódýrt. Við fáum þá skólaafslátt og borg- um þess vegna hálft gjald, eða 325 kr. hvora leið. Engin okkar mundi hins vegar eftir því að Akraborgin var í slipp þessa daga og þess vegna sigldi m/s Árnes í hennar stað. Þeg- ar við svo drógum upp skólaskír- teinin okkar og ætluðum að borga 325 kr. eins og venjulega var okkur tjáð að við fengjum engan afslátt - það væri bara Akraborgin sem veitti hann. Við neyddumst því til að borga 700 kr. hvora leið, og það er nokkuð sem fjárhagur flestra íslenskra námsmanna þolir ekki. Það hafði víst verið auglýst að m/s Árnes tæki við siglingum Akraborgarinn- ar en ekki minnst einu orði á niður- fellingu skólaafsláttarins. Við héldum því af stað „í bæinn“ sárar og reiðar yfir þessu og nokkru fátækari en áður. Við vonum að það verði bætt úr þessu sem fyrst og auðvitað að Akraborgin góða komi fljótt aftur. Osonlagið þynnist - fólk uggir ekki aö sér Er þetta þá kannski engin sumarkoma eftir allt? Magnús Sigurösson skrifar: Flestir hafa fundið óvenjulegan vor- þey leggja yfir landið að undan- förnu, jafnvel allt frá því í byrjun apríl. Menn lofa og prlsa veðrið og segjast ekki muna annað eins. Það er að vonum. Það hefur ekki áður gerst í okkar minnum a.m.k. að svo snemma hafi vorað. En langt er síðan vísindamenn vör- uðu fólk hér á norðurslóðum við. Hér er nefnilega um „falskt" veður- far að ræða. Ósonlagið hefur þynnst verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að sólin er orðin mun sterkari. Og hitinn er mun meiri en áður á þessum árstíma. Hins vegar andar köldu þegar kom- ið er úr skjólsælum hornum eða gengið er á móti norðangjólunni óvarinn. Þetta skeður bara hér norður frá eins og er. Straumar lofts og sjávar leita hingað norður eftir frá suðlæg- um slóðum og auka þessi áhrif sem menn nefna almennt gróðurhúsa- loftslag en má rekja til þynningar ósonlagsins. Einkennilegt að víss- indamenn hér á landi skuli ekki hafa haft uppi sterkari varnaðarorð gagnvart þessum breytingum en raunin er. Hér er nefnilega talsverð hætta á ferðum og óþarfi að draga fjöður yfir hana. Sólin er að vísu kærkomin en hún getur sýnt tenn- urnar þegar henni er ógnaö af mannavöldum eins og nú gerist. DV Vantar amerísk gólfteppi? Reynir skrifar: Mér finnst ekki mikið teppa- úrval á markaðnum - mest sömu gerðimar - sýnt á rúllum eða þá sýnishom sem panta má eftir, t.d. frá Danmörku, Englandi eða Þýskalandi. Ég sá nýlega alveg sérlega gott og þykkt gólfteppi hjá kunningjum sem höfðu náð í síðustu teppin af amerískri gerð í einni af teppaverslununum hér - sannkölluð gæðateppi. Ég spurðist fyrir um svona teppi víða en þau eru ekki flutt inn. Þessi amerísku teppi myndu auðvitað takmarka tíðni teppa- skipta og þar með yröi minni sala í teppabúðunum. Kannski ein skýringin. Neyðarlína til Almannavarna Kristján S. Kjartansson skrif- ar: Nokkrar linur um mál ofar- lega í mínum huga: Vegna örygg- ishagsmuna væri eðlilegt að Neyðarlínan væri í höndum Al- mannavama. Einnig tel ég að sérstakt gjald ætti að leggja á áfengi vegna hins mikla skaða sem það veldur. Það mætti ganga til meðferðarmála og forvamar- starfa. Svipað gjald ætti og að leggja á tóbaksvörur. Loks legg ég til að lög verði sett um ábyrgð stjómenda, um ábyrgð í stjórn- sýslunni og um meðferð opin- berra fjármuna. Dómara- hneyksli K.S.H. skrifar: Nýlega var fólk með sprengju- hótun í Flugleiðavél dæmt smán- ardómi, svo vægum að fólk er undrandi. Erlendis em slíkir glæpamenn hiklaust dæmdir í 10-20 ára fangelsi en hér í einn eða tvo mánuði! Og til að kóróna dómshneykslið fengu Flugleiðir ekki bættan fjárhagsskaöann eða farþegarnir tjón sitt. Því var vís- að frá. Er nokkur furða þótt glæpalýður beri ekki virðingu fýrir lögunum? Hann hefur a.m.k. dómarana með sér eða alls ekki á móti sér. Ég skora á Flugleiðir og farþega í umræddri flugvél að krefjast þess að málið fari fyrir Hæstarétt í von um réttlæti. Langt ofar gengilbeinum Ósk hringdi: í þætti Jónasar Jónassonar föstud. 10. þ.m. var fróðlegt við- tal við einn þeirra manna sem vom í umræðunni til forseta- framboðs hér, sendiherra, vel þekktan og gegnan borgara. Þar kom talinu að minnst var á konu hans og aðra vel þekkta konu í þjóðlífinu, nefnilega frú Bryndísi Schram. Veislur og viðurgjöm- ingur kom þarna við sögu. Datt þá upp úr viðmælandanum að ekki vissi hann tvær konur sem líktust minna gengilbeinum en þessar sómakonur. Ég varð stjörf. Þurfa ekki konur sendi- herra og ráðherra einmitt að geta brugðið sér í gervi gengil- beina - „hostess" - á góðri stundu og hvenær sem er? Fýndin DAS- auglýsing Torfi og Sævar skrifa: Við viljum svara oröum Gerð- ar í lesendadálki í DV 9. þ.m. um heimskulega auglýsingu DAS. Við sem álítum okkur mikla húmorista getum einmitt leyft okkur að sitja heima yfir sjón- varpinu og hlæja okkur mátt- lausa yfir þessum frábæru aug- lýsingum. Við tökum þetta ekki sem alvöru heldur léttvægt grín - ekki móðgun við íslensku þjóð- ina eins og sumir virðast gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.