Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Útlönd Óttast að rúmlega 500 hafi farist í ferjuslysi á Viktoríuvatni: Margir farþegar enn fastir undir skipinu Óttast er að mörg hundruð manns hafi týnt lífi þegar ferju frá Tansan- íu hvolfdi á Viktoríuvatni í gær- morgun. Björgunarsveitarmenn leita í vatninu að líkum þeirra sem fórust og aö þeim sem kunna að hafa komist lifandi úr slysinu. Háttsettur embættismaður i jám- brautarfélagi Tansaníu (TCR), eig- anda ferjunnar Bukoba, sagði i morgun að 120 manns að minnsta kosti hefðu fundist lifandi og að tek- ist hefði að ná 25 líkum úr vatninu. Benjamin Mkapa, forseti Tansan- íu, sagðist harmi sleginn vegna slyssins og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg frá og með deginum í dag. Ferjan, sem var frá árinu 1979, sökk snemma í gærmorgun nærri Karumo-eyju, sem er um 30 kíló- metra frá bænum Mwanza í vestur- hluta landsins. Ríkisútvarp Tansaníu sagði að staðfest hefði verið að rúmlega fimm hundruð manns hefðu farist en P.J. Kyesi, starfandi aðstoðarfor- stjóri TRC, sagðist draga það í efa. Kyesi sagði í símaviðtali við Reuters fréttastofuna frá Mwanza að landher og floti, lögregla og félag- ar í Alþjóða Rauða krossinum tækju þátt í björgunaraðgerðunum. Hann gat ekki sagt til um hversu margir hefðu farist en giskaði á að þeir gætu verið allt að þrjú hundruð. „Það eru mjög litlar líkur á að fleiri finnist lífs eða liðnir í nótt,“ sagði Kyesi við fréttamann Reuters seint í gærkvöldi. „Þeir (björgunarsveitarmenn) hafa fundið 120 manns á lífi og við gerum einnig ráð fyrir að fleiri kunni að finnast lifandi á bráða- birgöaflekum," sagði hann. Kyesi bar til baka fréttir um að ferjan hefði rekist á stein áður en hún sökk og Ignas Mtana, lögreglu- stjóri í Mwanza, sagði að menn sín- ir væru enn að rannsaka slysið. „Við vitum ekki hvað gerðist og við erum enn að fara yfir upplýsin- garnar um slys þetta,“ sagði Mtana í viðtali við Reuters. Þeir sem komust lifandi úr slysinu sögðu að margir væru enn ihnikró- aðir undir skipinu þegar því hvolfdi og það sökk. Ríkisútvarpið sagði að nærri sex hundruð farþegar hefðu verið um borð í ferjunni. Talsmaður samgönguráðuneytisins sagði að far- þegarnir hefðu verið 433, eins og leyfilegt hámark er, en embættis- menn í Mwanza sögðu að skipið hefði oft verið ofhlaðið. Reuter Líknarbelgir geta banað fólki Líknarbelgir í bOum, sem þenj- ast út úr stýri eða mælaborði við árekstur, geta verið lífshættuleg- ir, sérstaklega bömum sem ekki eru almennilega fest í öryggisbelti við árekstur. Belgirnir eru taldir hafa bjargað um 1500 mannslifum I Bandaríkjunum frá því þeir voru teknir í notkun fyrir um 8 árum en á sama tíma hafa 19 börn látist af völdum þeirra. Þau voru annaðhvort ekki í belti, ekki nægilega föst eða of nálægt mæla- borði bOsins. Liknarbelgir þenjast út með 320 kOómetra hraða og sé viðkomandi of nálægt mælaborð- inu geta þeir valdið umtalsverðu líkamstjóni. Reuter Lýs í pylsur Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn: Mörgum finnst að pylsur eigi að vera rauðar, ékki sist Dönum þar sem pylsur eru hálfgerður þjóðarréttur. En 30. júní taka nýj- ar reglur Evrópusambandsins gOdi sem banna efnasamböndin sem hingað til hafa litað pylsurn- ar rauðar. En þær verða rauðar eftir sem áður þar sem þær verða litaðar með Cocheniile lúsinni sem vex í Suður-Ameríku. Lýsnar eru þurrkaðar og marðar en 150 þúsund lýs þarf í eitt kOó af litar- efni. Lýsnar hafa lengi verið not- aöar í varaliti og til að gefa drykknum Campari sinn rétta lit. Tvíburarnir Florrie Ward og Pearl Miils, 79 ára, þóttu heppnar að sleppa með handleggsbrot eftir átök við óðan tudda á akri nærri heimabæ sínum á Nýja Sjálandi. • • Símamynd Reuter Boröust við oðan bola Óskum eftir að kaupa bíl Óskum eftir að kaupa bíl með sætum fyrir allt að 15 farþega. Aðeins lítið keyrðir dísilbílar koma til greina. Áhugasamir leggi inn nafn og síma í pósthólf 496, 222 Hafnarfjörður, fyrir föstudaginn 24. maí nk. Tollkvótar vegna innflutnings á svína- og fuglakjöti Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar útgefinni 20. maí 1996, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á svína- og fuglakjöti. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu frá kl. 9.00-16.00. Auglýsing um innflutningskvóta verður birt í Lögbirtingarblaðinu föstudaginn 24. maí. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 30. maí n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 21. maí 1996 Ekki mátti miklu muna að naut í æðiskasti yrði 79 ára gömlum tvíbur- um að bana á Nýja Sjálandi. Systurn- ar Florie Ward og Pearl Mills urðu fyrir árás bola þegar þær gengu eftir akri og hann í stóð í vegi þeirra. Önnur systranna, sem ekki mun vera hrædd við nokkurn hlut, klappaði bola á hausinn. Ekki virtust dýrinu líka atlotin og brást hið versta við. Setti boli undir sig hausinn og reyndi að stanga systurnar á hol. Þær sáu ekki önnur ráð en halda um hornin meðan boli lét sem vitlaus væri. Þegar nautið virtist ekki ætla að róast hljóp önnur systranna eftir hjálp meðan hin hékk bókstaflega á hornunum. Rakst hún á tvítugan pilt sem kom hlaupandi með kúst til að dreifa athygli dýrsins. Konurnar voru færðar í sjúkrahús þar sem í Ijós kom að þær voru báð- ar handleggsbrotnar og með fjölda áverka eftir homin. Lögregla heim- sótti síðar hinn óða bola og sendi hann inn í eilífðina. Reuter Sprenging í íbúðarblokk í Rússlandi: Um 40 manns gróf- ust undir Talið er að 38 manns hafi grafist undir rústunum þegar gífurleg sprenging varð í fimm hæða íbúðar- blokk og hún hrundi í rússneska bænum Svetogorsk, nærri finnsku landamærunum, í morgun. Tals- menn stjórnvalda sögðu að fimm manns hefðu verið færðir í sjúkra- hús en hafist hefði verið handa við að bjarga þeim sem lentu undir brakinu. Fréttum ber þó ekki sam- an um afdrif íbúa hússins þar sem rustunum finnska innaríkisráðuneytið sagði í morgun að um 40 hefðu slasast og fimm væri saknað í rústum húss- ins. Ekki er vitað með vissu um orsök sprengingarinnar en talið er hún hafi orðið vegna gasleka. Rússnesk- ar og finnskar björgunarsveitir voru strax sendar á vettvang og sjúkrahús í nágrenninu bjuggu sig undir að hlúa að særðum. Reuter Stuttar fréttir Samið í Noregi Verkfalli málmiðnaðarmanna í Noregi lauk í morgun þegar samningar tókust við atvinnurek- endur eftir næturlangan fund. Uppgjör í aðsigi Allt virðist stefna í uppgjör milli Aung San Suu Kyi, leið- toga lýðræð- isaflanna I Burma, og her- foringjastjórn- arinnar eftir að stjórnvöld handtóku fíölda lýðræðissinna til að koma í veg fyrir að flokkur Suu Kyi gæti haldið þing sitt. Vægur skjálfti Vægur jarðskjálfti skók San Francisco og norðurhluta Kali- forníu í gær en ekki bárust fregn- ir af skemmdum eða meiðslum á fólki. Þýsk verkföll Rúmlega eitt hundrað þúsund opinberir starfsmenn í Þýska- landi lögðu niður vinnu í gær og urðu truflanir á sorphirðu, sam- göngum og opinberri þjónustu í meira en sextíu borgum. Rætt um ferðalag Öryggisráð Rússlandsforseta ræðir í dag hvort óhætt er fyrir forsetann að ferðast til Tsjetsjeníu fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði. Lokaspretturinn Lokaspretturinn í kosningabar- áttunni í ísrael er hafinn og er lít- ill munur á fylgi forsætisráðher- rans og helsta stjórnarandstæð- ingsins. Engin ákvöröun A1 Gore, varaforseti Bandarikj- anna, sagði í gær að stjórn Clintons hefði ekki enn tekið ákvörðun um hvort hún styddi Boutros Boutros-Ghali í embætti fram- kvæmdastjóra SÞ eitt kjörtimabil enn. Sprengja í Nýju-Delhi Bílsprengja varð 16 manns að bana og særði fimmtíu í Nýju- Delhi á Indlandi í gær og hafa tveir hópar aðskilnaöarsinna í Kasmír lýst ábyrgð á hendur sér. Akfeitur bófi Giovanni Brusca, guðfaðir mafiunnar, sem lögreglan á Sikiley handtók í fyrrakvöld, reyndist vera orðinn akfeitur og úfinn en augnaráðið var ískalt. Rólegt í Bangladess Ró er aftur komin á í Bangla- dess þar sem fimm hershöfðingj- ar eru í stofufangelsi eftir upp- gjör milli forsetans og brottrekins yfirmanns hersins. Kratar á hausnum Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráö- herra Dan- merkur og for- maður flokks jaftiaðar- manna, hefúr skipaö nefnd til að rannsaka fjárhagshrun flokksins. Að sögn blaðsins Det Fri Aktuelt varð mikiU halli á rekstri flokksins árið 1995. Á spítala Silvio Berlusconi, fyrrum for- sætisráðherra Ítalíu, var fluttur á sjúkrahús eftir skordýrsbit í munninn. Ræöa sóiarorku Fulltrúar Miðjaröarhafsþjóða ræða nú notkun sólarorku á ráð- stefnu á Möltu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.