Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 12
>2 erlend bóksjá LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 JjV Metsölukiljur I ••••••••••••••• * i Bretland ÍSkáldsögur: 1. Patricla D. Cornwell: From Potter's Fleld. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Pat Barker: The Ghost Road. 4. Mlchael Crlchton: The Lost World. 5. Danielle Steel: Ughtnlng. 6. Tom Sharpe: Grantchester Grind. 7. Clare Francls: Betrayal. 8. Stephen Kfng: Night Journey. 9. Nick Hornby: High Fldellty. 10. D. & L. Eddings: Belgarath the Sorcerer. Rit almenns eölis: 1. Margaret Forster: Hldden Uves: A Famlly Memoir. 2. Paul Theroux: The Pillars of Hercules. 3. Eric Lomax: The Rallway Man. 4. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 5. Nelson Mandela: ÍLong Walk to Freedom. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 17. Wlll Hutton: The State We’re In. 8. Jung Chang: Wlld Swans. 9. Chrls Ryan: The One that Got Away. 10. John Sutherland: Is Heathcliff a Murderer? Ílnnbundnar skáldsögur 1. John Grlsham: The Runaway Jury. 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. 3. Kevln J. Anderson: 4. Jilly Cooper: Appassionata. X-Flles 4: Rulns. 5. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. Innbundin rit almenns eölls: 1. Jack Ramsay: SAS: The Soldier’s Story. 2. Brlan Scovell: Dickle. 3. Nlck Pope: Open Skles, Closed Mlnds. 4. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesls. 5. Brian Johnston: An Evening with Johnners. (Byggt á The Sunday Times) Astarsaga eftir Francois Mittrerand Stjórnmálamaðurinn Francois Mitterrand, sem var forseti Frakk- lands í hálfan annan áratug, var ávallt kunnur fyrir gífurlegan áhuga sinn á bókum, jafnt skáld- verkum sem fræðiritum. Hann las mikið alla tíð, safnaði miklum fjölda bóka og samdi auk þess sjálf- ur ein sautján rit um pólitísk og söguleg málefni. Sjálfur hafði Mitterrand hins veg- ar aldrei verið kenndur við skáld- skap. Þess vegna kom það öllum á óvart þegar handrit að opinskárri ástarsögu, sem hinn nýlátni fyrrver- andi forseti samdi sem ungur mað- ur, lenti allt í einu á uppboði í Frakklandi. Hér er um að ræða smásögu sem Mitterrand mun hafa samið í maí árið 1940, skömmu áður en Þjóðverj- ar lögðu Frakkland undir sig, en þá var hann liðþjálfi í franska hernum. Handritið er á tíu blaðsíðum í lítilli minnisbók og fór á jafnvirði hálfrar milljónar íslenskra króna. Ástarævintýri sem end- ar illa í þessari sögu segir frá skamm- vinnu ástarævintýri pilts og stúlku - Phillippe og Elsu. Þau dragast hvort að öðru og eiga nokkurt sam- neyti sem lýkur þegar Philippe ákveður að snúa baki við ástkonu sinni. Margir hafa sérhæft sig í æviferli Mitterrands, og birt um niðurstöður sínar margar metsölubækur í Frakklandi hin síðari ár. Þeir full- yrða að þessi óbirta smásaga sé aug- ljóslega byggð á ástarævintýri sem Mitterrand lenti sjálfur í á stríðsár- Francois Mitterrand: ástarsaga frá stríðsárunum. Umsjón Elías Snæland Jónsson unum og endaði illa. Hann kynntist skömmu fyrir stríðið ungri stúlku, Marie-Louise Terrasse, sem mörgum árum síðar varð kunn sem fréttaþulur í franska sjónvarpinu. Hún varð unnusta hans skömmu áður en stríðið braust út á vesturvígstöðvunum. En þegar Mitterrand særðist á vígvell- inum og var handtekinn af Þjóðverj- um sneri hún við honum baki og hóf ástarsamband við ungan Pól- verja sem bún giftist síðar. Er full- yrt að þetta hafi fengið mjög á Mitt- errand sem aldrei hafi getað gleymt þessari ástvinu sinni. Handritinu stolið? Ekki liggur fyrir hvernig handrit- ið komst í hendur uppboðshaldar- ans. Þó er talið líklegast að minnis- bókinni hafi verið stolið af heimili foreldra Mitterrands í Jarnac, sem er í vesturhluta Frakklands. Er því reyndar spáð að fleiri æskuverk for- setans fyrrverandi muni dúkka upp með sama hætti og þessi smásaga. Það var gamall vinur Mitterrands sem keypti handritið og sagðist telja það „vinargreiða." Mazarine Pingeot, sem forsetinn fyrrverandi átti utan hjónabands fyrir 21 ári, fékk það hlutverk við andlát föður síns að gæta höfundar- réttar fyrir hönd dánarbúsins. Henni tókst fyrir skömmu að fá stöðvaða dreifingu bókar sem einka- læknir Mitterrands hafði skrifað um forsetann fyrrverandi en gat hins vegar ekki komið í veg fyrir að smásagan færi á uppboð. Þess má geta að það hefur lengi þekkst í Frakklandi að stjórnmála- menn fáist við skáldskap. Síðasta kunna dæmið um þetta er Valery Giscard d’Estaing, sem var forseti Frakklands þar til Mitterrand lagði hann að velli í kosningunum árið 1981. Hann sendi frá sér skáldsögu árið 1994. Hún seldist í meira en hundrað þúsund eintökum þótt gagnrýnendur væru lítt hrifnir. Metsölukiljur I •••••••«#♦♦•«••••••• 1 :■ ■ ■ ■ ... ; Bandaríkin Skáldsögur: I. Stephen Klng: The Green Mlle: The Bad Death of Eduard Delacroiz. 2. Patrlcla Cornwell: From Potter’s Field. 3. Danielle Steel: Llghtnlng. 4. Pat Conroy: Beach Muslc. 5. Rosamunde Pilcher: Coming Home. 6. Stephen King: |: The Green Mile: Coffey’s Hands. 7. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Sandra Brown: The Witness. 9. Dean Koontz: The Eyes of Darkness. 10. Nora Roberts: Darlng to Dream. II. Jouh Saul: Black Lighting. 12. Stephen King: The Green Mile: The Mouse on the Mlle. 13. Stephen King: The Green Mile: The Two Dead Girls. 14. John Grlsham: The Rainmaker. 15. Richard Ford: Independence Day. Rlt almenns eðlis: 1. Mary Plpher: Revlvlng Ophelia. 2. Mary Karr: The Llar's Club. 3. John Felnstein: A Good Walk Spoiled. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Civlllzatlon. 5. Jack Miles: God: A Blography. 6. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 7. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 8. Isabel Allende: Paula. 9. Colin L. Powell: My Amerlcan Journey. 10. D. Hays & D. Hays: My Old Man and the Sea. 11. Thomas Moore: Care of the Soul. 12. James Carvllle: We’re Rlght, They’re Wrong. 13. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 14. Gall Sheehy: New Passages. 15. Maya Angelou: I Know Why the Caged Bird Sings. (Byggt á New York Times Book Revlew) Fólínsýran hjartagóð Þeir sem borða grænmetið sitt i og aðra fiæðu sem er auðug að fólínsýru eiga mun síður á hættu að verða hjartasjúkdómum að bráð en hinir sem gera það ekki. Þetta er niðurstaða sem kanadíski vísindamaðurinn Howard Morrison komst að við rannsókn á örlögum 5056 þátttak- enda í næringarfræðikönnun ; sem gerð var í Kanada á árunum 1970 til 1972. Morrison segir að fjórðungur þeirra sem voru með minnst magn fólínsýru 1 blóðinu sé 69 prósent líklegri til að deyja úr hjartasjúkdómum en þeir sem voru með mest magn vítamínsins í blóðinu. Gáfurnar frá mæðrunum Karlar ættu ekki að láta horm- | ónana bera skynsemina ofurliði { þegar þeir velja sér móður vænt- anlegra barna sinna. Þeir eiga að láta gáfur konunnar skipta sig meira máli en fríðleika. Það er nefnilega þannig að bömin erfa gáfurnar frá móður sinni en ekki ; fóður. Konumar bera gáfnagenið í X litningi sínum. Það er ástralski erfðafræðing- : urinn Gillian Tumer sem heldur þessu fram i ritgerð í læknablað- inu Lancet. Hún segir að það séu ; því konumar sem geti valið sér maka útlitsins vegna. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Eldsneyti úr sykri kannski notað á bíla framtíðarinnar Sykur á bílinn? Kannski ekki beint, en bandariskir og breskir vísindamenn hafa upp- götvað aðferð til að búa til hreint eldsneyti úr sykri. Eins og nærri má geta kynni það að valda gjör- byltingu í orkuiðnaðin- um. Aðferðin byggir á því að nota lífhvata eða ensim úr örveram sem þrífast nærri hitaútstreymi neð- ansjávar til að breyta glúkósa í vetni og vatn. Vísindamenn hafa lengi leitað að hreinlegri og ódýrri leið til að fram- leiða hreint vetni sem gæti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og kjarnorkuver, sem era mengandi. Michael Danson, líf- efnafræðingur við háskól- ann í Bath á Englandi, segir að einnig sé hægt að beita aðferðinni á sellu- lósa, sem er grunnefni plantna, þar á meðal grass. „Vetni er eldsneyti 21. aldarinn- ar,“ segir Jonathan Woodward, sem starfar við Oak Ridge National til- raunastöðina í Tennessee og einn þátt’.akenda í rannsókninni. „Loka- takmarkið er að umbreyta endur- nýjanlegum auðlindum í vetnisgas." Woodward, sem er sérfræðingur í ensímum, segir að vetni kunni ein- hvem tímann að vera notað sem eldsneyti á bíla á næstu öld. Önnur aukaafurð af völdum efna- hvarfsins er glúkonaði eða glúkósa- sýra, sem nokkuð algengt er að not- uð sé í lyfjaframleiðslu og málmiðn- aði. Ekkert koldíoxíð myndast við aðferð þessa, en það er sú aukaafurð jarðefnaeldsneytis sem kennt er um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. „Það er hægt að taka sykur eins og glúkósa og breyta honum í efni sem heitir glúkónaði og framleiða vetni. Umbreytingin er hundrað prósent," segir Michael Danson. Hann segir að auð- velt sé að nálgast sykurefni eins og glúkósa Danson er sérfræðingur í hitakærum örverum, bakter- ium sem hafa uppgötvast til- tölulega nýlega og þrifast við mjög erfið skilyrði, svo sem eins og í heitum hverum eða við eldfjallarásir á hafsbotni. „Ensimin tvö sem við notum hafa verið einangruð úr hita- kæram örverum,“ segir Danson. Önnur þrífst við 60 gráður á selsíus en hin við suðurmark vatns. „Önnur þessara örvera fram- leiðir svo lika vetni sjálf,“ bætir hann við. Hann og Woodward hreins- uðu ensímin úr örverunum tveimur og fylgdust með því hvemig þau gengu í sam- band við glúkósa, sem er ein- falt efni úr vetni, súrefni og kolefni. Efnahvörfin voru hrein og skilvirk og úr varð vetni. Vegna þess hve verurnar starfa við mikinn hita eru ensím þeirra mjög stöðug. Danson og Woodward segja að rannsóknir þeirra hafi verið ein- skorðaðar viö tilraunastofuna, og í litlum mæli, og frekari rannsókna væri því þörf. Mengunin er sak- laus Læknar hafa nú hreinsað loft- mengun af áburði um að valda í auknum íjölda asmatilfella í heim- i inum. Þeir segja að vandinn kuimi S þess í stað að hefjast þegar í frum- bemsku, jafnvel fýrir fæðingu. Sérfræðingar sögðu á ráð- stefnu í London fyrr í sumar að ; reykingar, mataræði og of hrein ; hús, sem væra einangruð frá um- hverfinu, væra mikilvægir þætt- s ir sem þyrfti að rannsaka frekar. Stephen Holgate, læknaprófess- : or við háskólann í Southampton, segir að svo virðist sem tvær rannsóknir hafi sýknað loftmeng- unina. „Loftmengun hefur minnk- að til muna frá 6. áratugnum og á sama tíma hefur asmatilfellum fjölgað," segir hann. Testósterón og lærdómur Karlakynhormónið testósterón kann að hafa einhver áhrif á það hvemig körlum gengur í stærð- fræði og móðurmálinu. Vísindamenn við Johns Hopk- ; ins háskólann í Bandaríkjunum ! rannsökuðu ellefu karlmenn með ! lágt testósterón og komust að því ! að ef þeir fengu ekki hormóameð- ferð áttu þeir í erfiðleikum með að muna lögun hluta. Þeim gekk í þó 25 prósent betur í prófum um ! uppbyggingu setninga. „Það er ekki þar með sagt að við ættum að gefa testósterón ! stúlkum sem vilja verða arkitekt- j ar og estrógen körlum sem vilja verða stjórnmálamenn,” segir ;; Adrian Dobs, aðalhöfundur rann- i sóknarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.